Vikan


Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 4

Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 4
Hver dagur á sift leyndarmál FORSAGA: Flugslys yfir frumskógum Brazilíu kemur í veg fyrir að OLGA kom- izt til manns síns, fornleifafræðingsins, ANDRÉSAR LESCANO, sem hún hefur gifzt gegnum spánska sendiráðið. Hún kemst af og lifir í fimm ár, ásamt PAUL WELLIAMS og katólskri nunnu, meðal hinna innfæddu, áður en þeim er bjarg- að. Þá leggur hún í annað sinn af stað til fundar við mann sinn i Madrid, en mágur hennar, XAVIER, tekur á móti henni á flugveUinum og segir, að ANDRÉS sé í vísinilaleiðangri í Indlandi, móðir sín sé ekki heima og húsið í viðgerð. Siðan fer hann með hana í sumarbústað fjöl- skyldunnar, þar sem hún hittir FlNU, gamla þjónustustúlku á heimiUnu. Olga finnur fljótlega, að það er eitthvað dul- arfullt við háttalag þeirra, og lætur sér jafnvel detta í hug, að þau ætli að láta hana verða fyrir slysi og hverfa. OLGA hallaði sér út yfir handriðið og kom auga á Xavier, sem æddi fram og aftur um gólfið og sló stafnum sínum í húsgögnin. Hún heyrði Fínu segja með grátstafinn í kverk- unum: — Það getur ekki verið . . . að neinn hafi þorað að fremja slíkt óþokkaverk! Það er sví- virðilegt . . . til skammar . . . það er . . . — Hetjudáð! greip Xavier fram í fyrir henni og skellihló. — Mínar beztu árnaðaróskir. ” Og aftur barst rödd Fínu upp til hennar: — Ég heyri ekkert, ef þú talar svona hátt. — Leggðu niður símtólið! Það endar með því, að þú vekur Olgu með þessum hrópum. Þessi fjandans sími . . . Sími . . . Auðvitað var sími í húsinu! Hvers vegna hafði henni ekki dottið það í hug? Hann var vafalaust falinn undir einhverri ábreiðunni yfir húsgögnunum. Olga læddist niður nokkur þrep og hætti á það, að Xavier kæmi auga á hana. En hann hélt áfram að hlægja og leit ekki í áttina til hennar. Hann sneri sér að Fínu, sem hélt á heyrnartólinu af síma, sem stóð á borð- inu. Olga gat sér þess til, að það hefði verið hulið áklæði. -—- Ég skil það vel, að þetta sé óskemmti- leg aðstaða fyrir þig, hélt Fína áfram, en við megum ekki missa kjarklnn. — Nei, missum um fram allt ekki kjarkinn, endurtók Xavier háðslega. Fína lagði heyrnartólið á. Hún snökkti. - Hættu að gráta, gamla norn, sagði Xavier. — Nornir gráta ekki. Ef þær fara að vola af einhverjum orsökum, þá gefa þær frá sér hroll- vekjandi vein. — Þegiðu! Eg þoli þetta ekki lengur . . . - O-jú, þú þolir það, bjáninn þinn! Þú þol- ir allt það, sem ég kæri mig um að leggja á þið. Nú er röðin komin að mér að hlægja, að hæðast að þér og snillingnum, yfirboðara þín- um . . . sem hélt að nú væri búið að koma öllu í fyrirmyndar lag. — - Hlæðu þá, ef þér þykir gaman að því! Hlæðu eins og vitfyrringur, því að það ertu í raun og veru. Ef þú hugsaðir nokkurn hlut, þá mundirðu skilja, að það sem hefur komið fyrir, er alveg jafn slæmt fyrir þig . . . móður þína ... og Lezcano-safnið. — Þetta dýrmæta Lezcanosafn, sagði Xavier háðslega. — Vesalings Fina! Þú færð nóg að gera . . . við að hugga örvæntingarfullar sálir. — Eg gæti svosem vel séð um þetta . . . en þú . . . það er sama hvað þú tekur þér fyrir Olga hallaði sér út yfir hand- riðið og varð vitni að æðis- gengnu rifrildi milli Fínu og Xaviers. hendur, það fer allt í handaskolum. Þú ert ekki lengur nýtur til neins. Já, þú varst notaður með- an það var nauðsynlegt, og síðan var þér fleygt til hliðar . . . svo að þú gætir engzt sundur og saman. Og það gerðir þú reyndar! Stafurinn hófst ógnandi á loft, og Fína gaf frá sér skerandi skelfingaróp. Eins og elding þaut hún yfir anddyrið og tók fjögur þrep í hverju skrefi upp stigann. Olga hafði rétt tíma til að flýja og læsa sig inni í herberginu sínu. Oiga var skelfingu lostin, þó hún vissi ekki vel af hverju það stafaði. Þetta ofsafengna rifr- ildi, sem hún hafði orðið vitni að, sannaði henni, að einhverju dularfullu og mikilvægu væri hald- ið leyndu fyrir henni. Óttinn, sem hún hafði borið i brjósti frá því fyrsta, var þá eftir allt saman á rökum reistur. Það lá í augum uppi, að Xavier var óvinur hennar . . . og að Fina og hann voru engir vinir.......Vertu alveg róleg . . . Eg hef ekki í hyggju að granda þér eins og stendur,“ hafði hann sagt. „Það væri alltof auðvelt. Enginn mundi leita þín . . Hún settist á rúmið, skjálfandi af ótta, og rifj- aði upp fyrir sér allt það, sem Xavier og Fina höfðu sagt frá því daginn áður. Ég verð að skilja þetta allt, hugsaði hún. Ég verð að fá að vita hvað undir býr. Hún einbeitti sér við að reyna að finna lykilinn að þessari gátu. Síminn . . . Hún gæti notað símann og hringt til Madrid. Ef það væri satt, að enginn byggi í húsinu, þá mundi heldur enginn svara. Og ef einhver svar- aði, þá gæti hún spurt . . . hvers gæti hú* eiginlega spurt? Hvers vegna hún væri fangi þarna. Því hún var innilokuð! Hún settist aftur í hægindastólinn, og vafði sloppnum utan um sig. Eldurinn logaði glatt í arninum. Hún yrði að bíða þangað til Xavier væri sofnaður. Því hún mætti ekki eiga það á hættu, að hann kæmi henni að óvörum. En hann var „maðurinn, sem alltaf vakti.“ Hún blundaði í stólnum. Nokkrum klukku- stundum seinna vaknaði hún við eitthvert hljóð. Hún opnaði hurðina varlega og læddist berfætt fram á stigapallinn. Það var búið að slökkva á öllum ljósum í borðstofunni og anddyrinu. En inn um gluggann yfir hurðinni barst dauf birta, sem gerði það að verkum, að húsgögnin voru lík- ust uggvekjandi skuggamyndum. Hún þreifaði fyrir sér í leit að símanum og fann hann að lok- um. Ábreiða hafði verið lögð yfir hann. Þau vildu auðvitað fela hann fyrir henni. Skyndilega áttaði hún sig á því, að hún vissi ekki símanúmerið í Lezcano-húsinu. Samt sem áður ákvað hún að reyna að hringja. Henni gekk illa að ná í miðstöð og síðan upplýsingadeild símans. Það var svo langt síðan hún hafði notað síma. Hana langaði mest til að gráta. — Ég ætlaði að tala við Madrid . . . við Lez- canosafnið. Til allrar hamingju mundi hún götunafnið og húsnúmerið. 4 Eftir Luisa "Jaria Linares

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.