Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 6
TyÝLEGA hafa bætzt í
hóp m lljónamæringa
í Ameríku þeir menn og
kosmr, sem eiga frægð
sína að þakka hinni nýju
uppfinningu og leikfangi
Ameríkumannsins: sjón-
varpinu. Hvergi, ekki einu
sinni þar í landi, eru
dæmi þess, að menn hafi
orðið jafn ríkir á jafn
skömmum tíma.
Fyrir fáeinum árum átti
sjónvarpið litlu gengi að fagna
og átti við alla sömu byrjun-
arerfiðleika að stríða og kvik-
myndimar á sínum tíma. Nú
eru um 35 milljón tæki í notk-
un í Bandaríkjunum og þykir
ekki nóg að hafa eitt tæki á
heimili, heldur næstum óhjá-
kvæmilegt að hafa að minnsta
kosti annað sjónvarpstæki
handa börnunum, ef ekki fleiri.
Fyrir nokkrum ámm voru
líka flestar af sjónvarpsstjörn-
unum óþekktar. Þegar sjónvarp
var hafið í Bandaríkjunum, var
fyrst reynt að láta útvarps-
stjörnur koma fram í því, en
flestum þeirra mistókst fyrir
framan hin sterku ljós mynda-
vélanna. Þá tóku kvikmynda-
stjörnurnar við, en á þessum
EUCILLE BALL: Hún og ÐESÍ eru vinsælust ★ ★ ★
árum var það ekki nógu vel
borgað að leika í sjónvarp til
að frægar kvikmyndastjömur
vildu taka það að sér, en kvik-
myndafélögin komu í veg fyr-
ir, að aðrir leikarar í þjónustu
þeirra ynnu hjá þessum nýja
keppinaut. Þá var ungum og
óþekktum leikurum gefið tæki-
færi til að reyna sig; þeir sem
slógu í gegn, eru nú orðnir
milljónamæringar.
En gengi þeirra stendur á
völtum fótum; þeir verða að
heyja harða baráttu til að
halda vinsældum sínum. Nokkr-
um sinnum í hverju sýning-
aratriði er auglýsingu skellt á
vesalings áhorfendurna frá
ábyrgðarmanni þeim sem kost-
ar sýningarþáttinn; ef áhorf-
endur skrúfa fyrir áður en aug-
lýsingamar eru búnar, eru leik-
endurnir búnir að vera; ef
leikendunum tekst að halda at-
hygli áhorfenda, þrátt fyrir all-
ar auglýsingarnar, hafa þeir
slegið í gegn. Þetta er prófað
vikulega af auglýsingafyrir-
tækjunum með þeirri aðferð að
þau hringja til heimilanna og
spyrja á hvaða sjónvarpssend-
ingu heimilisfólkið sé að horfa,
hve margir sitji við tækið,
hvort fólkið viti hver ábyrgðar-
maðurinn sé og hvaða dag-
skrá því þyki mest gaman
að. Kaup leikendanna er svo
miðað víð þessar upplýsingar.
I Bandaríkjunum hafa þessar
prófanir sýnt, að þau atriði,
sem mestum vinsældum njóta,
eru gamanleikir.
Síðustu fjögur árin hafa vin-
sælustu sjónvarpsstjörnurnar
verið Lucille Ball og maður
hennar Desi Arnaz. Leikþáttur
þeirra er kostaður af sígarettu-
framleiðanda og sápu- og tann-
kremsfyrirtæki og sýnir atriði
úr samlífi hjóna, þar sem eigin-
konan vill hafa afskipti af
starfi manns síns og reynir að
draga að sér athygli hans með
því að kaupa fíl eða klæða sig
sem sirkusfífl eða drottningu
frá Austurlöndum, þegar venju-
leg brögð eins og að kveikja í
blaðinu hans við morgunverð-
arborðið hafa brugðist.
Þegar þau Lucille og mað-
ur hennar ákváðu að freista
gæfunnar við sjónvarpið, var
það ekki í leit að frægð og
frama, heldur fyrst og fremst
til að reyna að bjarga hjóna-
bandi sínu. Áður höfðu þau
unnið sitt í hvoru lagi, í kvik-
myndum og næturklúbbum,
og í átta ár af ellefu ára hjóna-
bandi höfðu þau lifað fjarri
hvort öðru og eytt stórfé í sím-
skeyti og fjarsímtöl, til þess
að reyna að koma í veg fyrir,
að hjónabandið færi alveg út
um þúfur. Svo ákváðu þau, að
þau yrðu að vinna saman.
Þau voru ekki í hópi stærstu
stjarnanna. Arnaz var Kúbu-
búi. Hann flýði til Bandaríkj-
anna ásamt móður sinni með
um 500 dali í vasanum, eftir
að stjórnarbylting hafði brot-
ist út í heimalandi hans, og
föður hans, sem verið hafði
stórríkur, verið varpað í fang-
elsi.
I Bandaríkjunum vann hann
fyrst sem vörubílstjóri, járn-
brautastarfsmaður, afgreiðslu-
maður í búð og loks fór hann
að leika á gítar í rúmbahljóm-
sveit. Hljómsveitin fór að leika
á skemmtistað á Broadway og
komst Arnaz þá í kynni við
Lucille Ball, sem var kunn
stjarna þar, og giftust þau.
Þegar þau ákváðu að taka til
við sjónvarpsleik, var Lucille
að leika í útvarp í Hollywood,
en Arnaz á ferð um landið með
hljómsveitinni. Menn spáðu því,
að þátturinn þeirra mundi ekki
lifa af sex mánuði, því að:
„Engan langar til að sjá
heimska konu, sem er gift
liljómsveitarstjóra frá Kúbu og
sem talar með skrítnum hreim“.
BOB HOPE:
hann er ein af „stjörnunum"
Annar vinsælasti sjónvarps-
leikarinn í Bandaríkjunum er
maður, sem flestir kannast við:
Bob Hope. Grínþættirnir, sem
hann leikur í, eru kostaðir af
mjólkumiðursuðufirma. Hope á
í vök að verjast að halda sæti
sínu fyrir annarri stjörnu, sem
reyndar er víst óþekkt hér á
land, Jackie Gleason. Hann lék
áður í gamanþætti um daglegt
líf hjóna. Nú hefur hann á
prjónunum nýjan þátt, sem
kallast Mardi Gras og er með
næturklúbbasniði; í þættinum
er fjöldi dansmeyja, og er bú-
izt við, að þetta verði einn
kostnaðasamasti þátturinn í
sjónvarpinu, enda hefur hann
vélaframleiðanda sem kostnað-
armann.
Fyrir fimm árum átti Glea-
son ekki fyrir húsaleigunni.
Hann vann sem trúður við
hringleikahús, kynnti skemmti-
atriði á þriðja flokks skemmti-
stað í New Jersey o. s. frv. Nú
hefur hann skyndilega orðið
vinsæll hjá sjónvarpsáhorfend-
um fyrir hávaðasama skopþætti
með miklu brauki og bramli.
Hann hefur fengið samning,
sem tryggir honum um 36.000
kr. laun á viku í næstu fimm-
tán ár, jafnvel þótt vinsældir
hans hyrfu. Nú hefur hann um
1.350.000 kr. laun á viku og
býr einn í sex herbergja íbúð á
Fifth Avenue ■ í New Yorlt
(hjónaband hans fór út um þúf-
ur fyrir mörgum árum); þar
hefur hann fimm sjónvarpstæki
og hangir eitt þeirra niður úr
loftinu fyrir ofan rúmið hans.
Gamall kunningi okkar,
Groucho Marx, einn af Marx-
bræðrum, er einnig mjög vin-
sæll í sjónvarpinu fyrir þátt,
sem hann kallar: „Því þori ég
að veðja“. Þar býður hann ein-
ALÐKVFINGARMIR í
SJÓNVARPSHEIMINLM
6