Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 13
Ég snei'i við full eftirvæntingar. Stúlkan brosti til mín og ég kinkaði
feimnislega kolli.
Hún spurði mig að nafni.
,,Evelyn,“ sagði ég.
„Hve gömul ertu?“
„Sextán ára.“
„Ertu í vinnu núna?“
„Nei,“ sagði ég hróðug, „ég er eiginlega í sumarfríi.“ En bætti svo
við: „En nú er fríið bráðum búið.“
Þá tók föngulegi maðurinn til máls. Mér er það minnisstætt hve mér
fannst hann hafa dimman og karlmannlegan málróm.
„Ég var búinn að segja þér það, Kate,“ sagði hann brosandi, „hér eru
allir í einhverri vinnu. Ef þú þykist ekki komast af vinnukoiiulaus, þá
verðum við að sækja hana til Montreal."
Svo gengu þau í burtu arm í arm og eftir stóð stóreyg sextán ára
táta í rústunum af ferlegri skýjaborg. Hinni rómantízku blæju hafði verið
svipt á brott og á bak við hana var blákaldur veruleikinn. Föngulegi mað-
urinn var harðgiftur — og konuna hans vantaði vinnukonu!
Jæja, ég var fljót að jafna mig. Við vorum alltaf fljótar að jafna okkur
eftir þessi „ástarævintýri." Eg ímynda mér, að allar ungar stúlkur rati
í svipaðar raunir og ég hef sagt frá hérna. Kann að vera, að við systurnar
höfum verið örlítið barnalegri í þessum efnum en gengur og gerist. Ástæð-
an er þá einfaldlega sú, að við urðum að ímynda okkur hvernig venjulegt
fólk lifði, lesa okkur það til i fallegu myndablöðunum og tímaritunum —
og skálda í eyðurnar.
Eg sagði Elsu og Hazel aldrei frá samtalinu við þann föngulega og
konuna hans. Um kvöldið sagði ég kæruleysislega, að ég hefði hitt „þenn-
an mann“ rétt einu sinni i dag — „og satt að segja er hann hvorki eitt
né neitt. Nei, ekki mundi ég taka honum þó hann bæði mín þúsund sinnum."
Svona lauk þessu ævintýri, ef ævintýri skyldi kalla. Við fórum að tygja
okkur til brottferðar, sumarfríinu svokallaða var að verða lokið. Framundan
voru að minnsta kosti níu mánuðir í óbyggðum, kuldi og hættur og erfiði.
Við hlóðum bátana okkar og fórum að kveðja kunningjana, og allstaðar
urðum við að þiggja kaffi. Sumir komu niður að ánni til þess að óska
okkur góðrar ferðar. Það var hellirigning. Þegar bátarnir voru komnir
spölkorn frá árbakkanum, sá ég þeim bregða fyrir, föngulega manninum
og konunni hans. Hann þekkti mig aftur og veifaði til mín. Elsa og Hazel
biðu fullar eftirvæntingar. En ég lét sem ég sæi ekki aumingja manninn
og sneri við honum bakinu og yppti öxlum kæruleysislega. Ég gleymi
ekki aðdáunarsvipnum á andliti systra minna. Þær héldu að ég hefði
hryggbrotið hann!
Svona voru „ástarævintýrin" okkar á þessum árum, þau ævintýri, sem
allar ungar stúlkur kannast við og sem virðast svo sjálfsagður partur af
uppvextinum, að jafnvel óbyggðastúlkur af okkar tagi fóru ekki á mis
við hann.
Og það var eins með þessi æskuævintýri okkar systranna eins og
annarra stúlkna: við vorum fljótar að jafna okkur eftir vonbrigðin — og
fljótar að verða ástfangnar á nýjan leik. Elsu tókst meira að segja að verða
bálskotin í ferlegum, skeggjuðum veiðimanni, sem hefði nær því getað verið
afi hennar!
Það var raunar svo fáranlegt ævintýri, að við Hazel hikuðum ekki við
að stríða henni með því lengi á eftir. Við hermdum eftir göngulagi garpsins,
komum kjagandi inn i kofann með hendur í vösum og kölluðum hana elskUna
okkar. Á þessu gekk vikum saman, þar til Elsa náði ekki upp i nefið á
sér fyrir reiði. Þegar við svo byrjuðum að mála á okkur skegg með sóti,
greip hún til gagnráðstafana. Einn daginn þegar við Hazel vöknuðum,
var systir okkar búin að fela fötin okkar, hverja spjör!
Við steyttum framan í hana hnefana og heimtuðum að mamma kæmi
fyrir hana vitinu, en allt kom fyrir ekki. Elsa sagði að við hefðum gott
af þvi að hvíla okkur í nokkra daga.
Þann dag allan máttum við striplast inni á meðan Elsa fór allra sinna
ferða. Daginn eftir grátbændum við hana að láta okkur fá fötin. Hún fór
út, og svosem stundarfjórðungi seinna kom hún aftur — með einar buxur.
Upp úr hádegi kom hún með peysu af mér og undir kvöld var hún búin
að tína í okkur fáeinar spjarir til viðbótar, en þó hvergi nærri nóg til
þess að við gætum farið út.
Okkur Hazel fannst útlitið allt annað en skemmtilegt. Elsa var errnþá
fokvond. Loks tókum við þann kost að bjóða henni upp á samning: ef
hún léti okkur fá fötin, mundum við aldrei framar minnast á þennan and-
styggilega veiðimann. Hún svaraði, að sér stæði rétt á sama.
„Æ, Elsa mín, vertu nú góð,“ sögðum við.
Hún hnusaði reiðilega.
Það var ekki fyrr en daginn eftir að hún fékkst til að semja. Við urðum
að heita því upp á o]kkar veiðimannsæru að minnast aldrei á „unnustann"
framar. Auk þess urðum við að lýsa yfir þvi, að við værum heimsins mestu
þverhausar.
Þannig lauk þessu stríði.
Framhdld í næsta blaði.
n/jxoir
Sjálfvirkur amerískur olíubrennari
Notiö aðeins það besta — það borgar sig
★ er pottsteyptur og ryðgar því hvorki né skemmist at tær-
ingu.
-Ar hefir rafmótor, sem varinn er fyrir ofhitun, spennufalU
eða breytingum á straum. Hann slekkur sjálfkrafa á sér,
ef spenna lækkar um of.
★ er búinn fullkonmustu öryggistækjum svo sem reyk- og
vatnsrofa og herbergis-hitastilli.
★ hefir verið seldur í Ameríku í 25 ár, án þess að nokkur
hafi eyðilagst af sliti.
-A veldur ekki tmflun á útvarpstækjum.
Verðið er mjög hagstætt
Upplýsingar á skrifstofu vorri,
Hafnarstræti 5. — Sími 1690.
Bezt að auglýsa í VIKPNI
OLIUVERZLUN W [SLANDSyrl
13