Vikan


Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 9

Vikan - 22.09.1955, Blaðsíða 9
GISSUR FINNUR GOTT RÁÐ Gissur: Auðvitað langar mig til að koma með ykkur að veiða, en ég verð bara að finna eitt- hvert gott ráð, til að sleppa að heiman. Gissur: Nú, veit ég livað ég geri! Eg þykist bara. vera að gera við vaskinn og geri heilmikinn hávaða. Þá er ég viss um, að Rasmína rekur mig út. Gissur: Rasmína þolir þetta ekki mikið lengur. i / Gissur: Þetta reyndist vera heilmikið erfiði. Ég þóttist alveg viss um, að Rasmína kaemi þjótandi, og rœki mig út úr húsinu. Gissur: Það er bezt að ég reyni að fcera húsgögnin. Gissur: Ef þessi barsmíð setur Rasmínu Þann gauragang þolir hún áldrei lengi. ekki úr jafnvœgi þá getur ekkert gert það. Herbergið hennar er hér beint fyrir neðan. Gissur: Hefur konan mín ekki kvartað undan þessum lirœðilega hávaða í mér? Eldabuskan: Konan yðar er ekki heima. Hún fór út að verzla snemma í morgun. Gissur: Æ, nú er ég alltof þreyttur til að fara í veiðiferðina. En ég kom þó heilmiklu í verlc! Það er bezt að ég livíli mig svolítið. Rasmina: Svo þú ert búinn að slœpast heima allan daginn! Jœja, það er bezt fyrir þig að risa á fœtur. Ég hef heilmörg verkefni handa þér. BARNIÐ Lilli: Pabbi, viltu kenna mér að syndaf Pabbinn: Já, það skal ég gera. Það er kominn tími til að þú lœrir það. Pabbinn: Þegar ég var á þinum aldri var ég syndur sem selur. Lilli: N-ei, og þú hefur auðvitað unnið í sundkeppnum og allt. \\ Í IRVING BERLIN: maöurinn sem græöir milljónir á músík aldamótin síðustu gerðist það, af f jórtán ára gamall dreng- ur yfirgaf heimili sitt í East Side í New York-borg, ákveðinn í að ryðja sér braut til fjár og frama upp á eigin spýtur. Áður en hann fór, hét hann móður sinni, að hann skyldi kaupa handa henni fínasta ruggustólinn, sem hann fyndi, fyr- ir fyrstu peningana, sem hann ynni sér inn. Drengurinn fór nú að syngja á veit- ingastöðum og lifði á þeim skildingum, sem gestirnir köstuðu upp á sviðið til hans. Brátt fékk hann atvinnu sem þjónn og um leið söngvari í kaffihúsi í China- town í New York. Þarna var það sem hann skrifaði í fyrsta sinn texta við lag. Fimm krónur var allt og sumt, sem hann vann sér inn fyrir vikið. Nú er liðin um hálf öld síðan þetta gerðist og drengurinn, sem var svona góður við móður sína, er sjálfur orðinn afi. Nýlega fékk hann ávísun upp á um sextán milljónir króna fyrir að leyfa Para- mount-félaginu að nota ljóð hans og lög í stórri dans- og söngvamynd: Hvít jól (White Christmas). Hvorki árin né vinsældimar hafa breytt Irving Beríin mikið, síðan hann hóf feril sinn sem listamaður, þótt hrukkurnar í andlit hans hafi að vísu dýpkað og hár- ið aðeins gránað. Hann er orðinn sextíu og sex ára, en lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en fimmtíu ára. Berlin hefur gefið út meira en 850 dæg- urlög og samið hljómlistina fyrir 30 söng- og danssýningar á Broadway og 17 söngva- og dansmyndir í Hollywood. Sem geta má nærri, er hann orðinn vellauð- ugur, en hann er mjög örlátur á fé; sem dæmi má nefna, að á stríðsárunum hélt hann sýningu, sem hann nefndi „Þetta er herinn“. Allan ágóðann — um 160 millj- ónir króna — gaf hann hjálparsjóði hers- ins. Um lögin sín segir Irving Berlin: „Það er miklu erfiðara að semja textann en HHraBHBinnnHBaBaaHm músíkina.“ Samt er það svo, þótt það sé fæstum kunnugt, að hann kann hvorki að lesa né skrifa nótur, og hann getur að- eins notað einn lykil, F-lykilinn, þegar hann er að semja lög, en hann hefur sér- staklega útbúið píanó sér til hjálpar, sem getur sett lögin hans í hvaða lykil sem hann vill, um leið og hann spilar þau. Þegar hann hefur samið eitthvert lag, spilar hann það fyrir aðstoðarmann sinn, sem skrifar jafnóðum nóturnar niður. Berlin er einnig slyngur fjármálamað- ur; hann er forstjóri í stóru fyrirtæki, sem gefur út sönglög (Irving Berlin tón- listarfélaginu), og hann á líka hlut í leik- húsi einu á Broadway. Hið rétta nafn hans er Israel Baline, og hann fæddist í Tumen, litlu þorpi í Síb- eríu, 11. maí 1888. Hann var yngstur af átta systkinum. Árið 1893 fluttist svo faðir hans, rabbíinn Moses Baline, til Bandaríkjanna með alla fjölskylduna. Izzy, eins og hann var kaliaður, lék sér oft og tíðum við höfnina í New York á bernskuárum sínum. Svo steðjaði óham- ingjan að; faðir hans dó nokkrum árum eftir að fjölskyldan kom til Bandaríkj- anna og Izzy varð að selja blöð til að hjálpa móður sinni. Sem áður var sagt, fékk hann aðeins fimm krónur fyrir fyrsta ljóðið sitt. Hann gafst samt ekki upp, heldur settist niður og skrifaði annað ljóð og fór með það til útgefanda nokkurs, Ted Snyders að nafni. Snyder gerði ráð fyrir, að ungi maðurinn hefði líka lag við ljóðið, og sendi hann fram á sviðið til að æfa lagið með söngvurunum og dansfólkinu; einhvem veginn tókst Berlin að semja lag á stund- inni og bjarga sér þannig út úr klípunni. Skömmu síðar fór Berlin að starfa fyrir Snyder. 1911 samdi hann lag, sem varð fljótt á hvers manns vörum; Álexander’s Ragtime Band. Þá giftist hann Dorothy Goetz, syst- ur kunningja síns eins, sem einnig samdi dægurlög, en hún dó fimm mánuðum seinna úr mýraköldu, sem hún hafði fengið, á meðan þau eyddu hveitibrauðs- dögunum á Kúbu. Hann var undirforingi í bandaríska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni, en hætti samt ekki að semja lög og ljóð; það sem hann samdi, meðan hann gegndi herþjón- ustu, tók hann saman í eina söngva- og danssýningu: „Yip, Yip, Yaphank" og eru það allt ljóð og lög um hermenn og hermannalíf. Árið 1926 kvæntist hann Ellin Mackay, dóttur milljónamæringsins Clarence Mac- key. Þau hafa eignast þrjár dætur, Mary Ellin, tuttugu og sex ára, Lindu, tuttugu og eins árs og Elísabetu, átján ára. Berlin stimdar ekkert tómstundadútl. Einstaka sinnum kemur fyrir, að hann leikur golf, eða fer á fiskveiðar. Hann hefur gaman af að fara í næturklúbba með vinum sínum. Hann hefur engan sér- stakan áhuga á leiklist og les lítið. Hann er mikill matmaður og telur sig mjög góð- an kokk. Irving Berlin álítur, að hljómlistin geti átt mikinn þátt í að skapa meiri samúð og skilning milli þjóðanna. „Hljómlistin“, segir hann, „er alheims- tungumál, eina málið sem allir geta skil- ið.“ Maurice Adams. Faðir tónskáldsins Johajinesar Brahms neitaði algerlega að taka við peningum af syni sínum. Brahms þurfti því að beita hinni mestu varkárni og lægni, til að geta séð fyrir honum. Eitt sinn þegar feðgarnir skildu, sagði Jóhannes: „Þér er óhætt að trúa því, pabbi, að tónlistin er undir öllum kringumstæðum bezti huggarinn. Hvenær sem eitthvað amar að þér og þér finnst þú þurfa eitthvað til að létta þér byrðina, skaltu bara taka gömlu nóturnar mínar yfir Saul eftir Hándel og lesa þær. Ég er viss um, að þú finnur i þeim, það sem þú þarfnast." Nokkru seinna hafði gamli maðurinn ástæðu til að minnast orða Jóhannesar og hann tók fram gömlu nótnabókina. Og þar fann hann einmitt það sem hann þarfnaðist, því sonur hans hafði lagt peningaseðil í hverja opnu. Kennari nokkur veitti því athygli, að litill drengur teiknaði allt í kolsvörtum lit, hvort sem það voru hestar, kýr eða hlöður. Hann hafði áhyggjur af því hvað væri að gerast í sál barnsins og kallaði saman foreldra þess, skólastjórann og sálfræðing skólans. Eftir mikla fyrirhöfn tókst þeim að leysa gát- una. Drengurinn átti aðeins einn blýant og hann var svartur. Pabbinn: Já, og það leið meira að segja Lilli: Gœttu þín, pabbi! ekki á löngu áður en ég varð baðvörður. Það fyrsta sem maður þarf að lœra, er að fara alltaf varlega l vatninu. Baðvörðurinn: Það er ekkert að honu,m, væni mmn. Hann saup bara svolitið á. Lilli: Ég skal muna þcssa kennslxistund vel, pabln. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.