Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 3
Fyrir 3,000 árum var hún musterisgyðja í
Egyptalandi. Svo var mynd hennar flutt til
Engiands. Og síðan hefur hún verið -------
ÖLLUM TIL MISKA
AÐ eru nú liðin nærri sjötíu ár síðan
þjóðminjasafnið í London eignaðist
hofgyðjuna Amen-Ra, eða réttara sagt
mynd af henni. Hún er máluð í fullri
líkamsstærð á innra lok líkkistunnar, sem
hið smurða lík hennar var lagt í fyrir um
það bil 3,000 árum; smurlingurinn er
týndur, en lokið komið í egypsku deild-
ina í fornminjasafninu í London eftir tals-
verðum krókaleiðum. Þar stendur það í
glerskáp, og myndin af meyprestinum
Amen-Ra starir út yfir salinn.
En svo kunnur er þessi forngripur orð-
inn — og svo skrítnar sögur hafa spunn-
ist um hann — að obbinn af því fólki, sem
safnið heimsækir, heldur, að það standi
frammi fyrir sjálfum smurlingnum. Marg-
endurtelcnar ábendingar forráðamanna
s?.fnsins stoða ekkert. Þjóðsagan er búin
að festa rætur: þetta er hin annálaða
Amen-Ra í eigin persónu.
Amen-Ra (eða kistulokið) fékk
snemma, það orð á sig, að hún gæti gert
þeim mönnum miska, sem ekki sýndu
henni tilhlýðilega virðingu. Hún virðist
raunar eiga trygga áhangendur enn þann
dag í dag. Fólk laumast til að leggja blóm
við myndina hennar og safnverðir kunna
að segja sögur af því, hvernig þeir hafi
komið að fólki, sem kraup í tilbeiðslu
fyrir framan hana!
Engin fíflalœti
Furðu mörgum stendur því nokkur
stuggur af musterisgyðjunni í glerskápn-
um í London. Andlitið er einarðlegt, tig-
inmannlegt og dálítið þóttalegt, og það er
eins og þessi stóru augu, sem um alla
eilífð stara út í geyminn, vari menn við
því að vera með nein fíflalæti í návist
hennar.
Fleirum en einum hefur raunar orðið
hált á því, hvort sem því hefur valdið
eintóm tilviljun eða einhver dularfullur
máttur meyprestsins.
Lafði Harlech, móðir brezks ráðherra,
gerði það eitt sinn að gamni sínu að reka
út úr sér tunguna framan í Amen-Ra. Þeg-
ar hún gekk út úr safninu, féll hún niður
tröppur þess og meiddi sig illa á fæti.
Þegar hjónaefni frá Blockpool heimsóttu
safnið, manaði unnustan kærastann að
niðra musterisgyðjunni. Tæpum klukku-
tíma seinna slösuðust bæði í bílaárekstri.
Hefnd gyðjunnar — eða tilviljun? Ein-
skasr hégómi segja stjórnendur safnsins.
Þó eru staðreyndirnar vægast sagt næsta
furðulegar.
Nútímasaga Amen-Ra hefst í raun-
inni á nítugasta tug síðustu aldar, þeg-
ar kunnur og auðugur Lundúnabúi að
nafni Douglas Murray heimsótti Louis
Hamon greifa, sem þá var orðinn fræg-
in* um allt England fyrir spádómshæfi-
leika sína.
Murray bað Hamon að lesa úr hendi
sinni. Hann varð fúslega við því, en brá
illa í brún, þegar hann byrjaði. Hann þótt-
Eftir John IMorina
ist sjá það þegar í stað, að þessi hendi
ætti brátt eftir að verða fyrir miklu
slysi!
Hinn frægi spámaður bar hendina bet-
ur upp að ljósinu. Hvað var það, sem
þessi maður átti eftir að eignast og sem
mundi færa honum svo mikla óhamingju?
Hamon einbeitti sér sem mest hann mátti,
og allt í einu þóttist hann sjá útskorið
lok af smurlingskistu.
Hann skýrði Murray frá sýn sinni og
bað hann að gæta fyllstu varúðar. „Kom-
ið ekki nálægt neinu slíku,“ sagði hann.
„Það mun leiða yfir yður ógæfu.“
Spádómur hans rættist. Murray lét
undan tveimur vinum sínum, sem vildu
fá hann með sér til Egyptalands. Dag
einn kom Egypti á fund Murrays og
bauðst til að sýna honum óvenjufagurt
fornt kistulok, sem hann vildi selja.
Murray fór með manninum og stóð
brátt andspænis hinni tignarlegu Amen-
Ra. Þótt Murray hikaði, vildu vinir hans
óðir og uppvægir kaupa kistulokið og
stungu upp á því, að þeir vörpuðu um
það hlutkesti, hver skyldi hreppa það.
Hlutur Murrays kom upp þrisvar í röð!
Þegar hann fór þremur dögum seinna á
veiðar, sprakk byssan í höndum hans.
Hægri höndin meiddist svo illa að taka
varð hana af.
Á leiðinni heim aftur til Englands,
veiktust báðir félagar hans mjög skyndi-
lega og gáfu upp öndina. Líkum þeirra
var sökkt í sjóinn.
Þessi óhöpp fengu svo á Murray, að
hann gleymdi kistulokinu um stund. En
þegar hann lét flytja það heim til sín
og stóð andspænis musterisgyðjunni, rifj-
uðust upp fyrir honum aðvörunarorð
greifans. Vikan var heldur ekki liðin á
enda, fyrr en hann varð fyrir miklu fjár-
hagslegu tjóni. Þá þóttist hann ekki leng-
ur þurfa að efast um, að eitthvað hefði
verið hæft í orðum greifans.
Kvenrithöfundur, sem hann sagði frá
raunum sínum, hló að hjátrú hans og
bauðst til að geyma fyrir hann kistulokið.
Hún var ekki fyrr búin að fá það í sína
vörzlu en óhöppin dundu yfir hana. Sama
dag sem lokið var flutt heim til hennar,
datt móðir hennar og mjaðmarbrotnaði.
Unnusti hennar sleit trúlofuninni. Þrír
verðmætir verðlaunahundar, sem hún átti
veiktust og dóu.
Eitthvað œgilegt...
Hún trúði því ekki, að gamalt málað
kistulok gæti ollið öllum þessum vand-
ræðum. Hún lét ekki sannfærast fyrr en
frægur miðill og dulspekingur heimsótti
hana. Hann var ekki fyrr kominn inn
fyrir dyrnar en hann sagði:
,,Það er eitthvað illc í þessu húsi. Iiér
býr eitthvað ægilegt . . .“
Þetta dugði. Konan flýtti sér að losna
við bölvaldinn. Ung og efnuð samkvæm-
iskona keypti lokið að gamni sínu. Hún
hafði heyrt furðusögurnar um það og var
staðráðin í að afsanna þessar firrur.
Hún lét koma kistulokinu fyrir í dag-
stofu sinni. Daginn eftir fannst nærri
allt, sem brotnað gat — öskubakkar,
blómavasar o. s. frv. — mölbrotið í her-
berginu. Egypska kistulokið var í flýti
flutt í herbergi uppi á lofti — með sama
árangri.
Næstu daga var eins og skaiDvondur
draugur hefði tekið sér bólfestu í húsinu.
Málverk voru rifin af veggjum, dularfull
ljós svifu um loftið, ömurleg hljóð kváðu
við þegar minnst varði. Og þegar maður
var fenginn til að taka mynd af kistulok-
inu og framkallaði hana í myrkraherbergi
sínu, reyndist hún svo ljót og ægileg, að
hann eyðilagði hana í flýti.
Um það leyti skipti Amen-Ra enn um
eiganda. Það var líka kona og hún veikt-
ist og lét það verða sitt fyrsta verk að
losna við gripinn. Þá komst hann í eigu
A. F. Wheeler fornleifafræðings, sem gaf
fornminjasafninu í London hann.
Hér hefði furðusaga kistuloksins
kannski getað endað. En þegar verið var
að flytja það á sinn stað á safninu, féll
það ofan á fót eins burðarmannsins og
meiddi hann illa. Er það því kannski
síst að furða, þótt lokinu hafi jafnan
verið kennt um síðan, ef einhver slys
hafa átt sér stað í grennd við það.
m KEMUR...
ÞAÐ er biiið að vera svo kalt og storma-
samt að nndanförnu, að þegar okkur var send
þessi litla mynd fyrir skemmstu, fannst okk-
ur ekki nema sjálfsagt að birta ltana strax.
Hún gæti minnt menn á, að EINHVERNTlMA
kemur sumarið og hlýjan — það er að segja,
ef það fer ekki fyrir sunnh'ndingum eins og
fór í fyrra. — Að öðru leyti virðist myndin
ekki þarfnast neinna skýringa.
3