Vikan - 14.02.1956, Qupperneq 5
S TEFNUMÓ TIÐ
SMÁSAGA EFTIR JOSEPH E. SHANER
"Lezcano er ekki þannig- gerður, að hann láti taka
af sér það sem hann á dýrmætast, hélt hann
áfram alvarlegur í bragði. Ég' var að ímynda mér
alls konar fjarstæður í nótt. Það er auðvitað
mesta fjarstæða að spyrja konu, sem er búin að
lifa í fimm ár úti í óendanlegum frumskógi,
hvort henni geðjist að útilífinu, en . . .
— Já, ég dái slíkt líf,
— Ég á alveg dásamlegt hús í Californíu.
Hefurðu komið til Californíu? Ekki það ? Þér
er óhætt að trúa því, að hún er þess virði að
sjá hana. Imyndaðu þér síbláan himin, veðurfar,
sem alltaf er gott, síblómstrandi engi . . . húsið
mitt stendur uppi á lítilli hæð, í miðjum stórum
garði með pálmatrjám. Heldurðu að þér mundi
geðjast að því? Að þú vildir búa þar, á ég við?
— Búa þar? Ég mun aldrei fá tækifæri til
að.........
— Tækifæri . . . það hefurðu núna, Olga. Þú
þarft aðeins að segja eitt orð. Nei, móðgastu nú
ekki. Ég veit alveg hvað þú ætlar að segja. Að
ég sé óttalegur flautaþyrill og að engin kona
geti treyst tilfinningum mínum. Þú hefur rétt
til að segja það. Þessi langa reynsla mín af
falskri tilfinningasemi er búin að skipa mér í
flokk hinna óáreiðanlegustu manna.
Málrómur Dick var hlýlegur og hann horfði
með aðdáun á Olgu. — En í þetta sinn er þetta
allt öðruvísi. Með einu orði geturðu eignast allar
Wyne appelsínurnar ásamt eiganda þeirra.
— Hættu þessu, Dick. Gerðu það fyrir mig.
Ég get ekki hlustað lengur á þig.
— Ég er ástfanginn af þér, Olga. Alvarlega
ástfanginn.
— Þú hegðar þér eins og barn, Dick. Þú verður
að halda loforð þín. Hér er um að ræða . . . .
konu, sem elskar þig og sem er reiðubúin til
að fela þér alla sína framtíð. Það er hún, sem
mun stjórna þessu yndislega húsi þínu . . . (Olga
andvarpaði). Hver maður verður að taka sínum
örlögum, Dick. Mín . . .
— Eru í Mazzaehusetts, er það ekki? Segðu
mér að minnsta kosti eitt í fullri hreinskilni. Ef
ekki væri um Elenu að ræða . . .
-— Þú verður að afsaka mig, Dick. Ég kann
ákaflega vel að meta vináttu þína. Já, hlæðu ekki
að því. Ég kann svo vel að meta hana, að ég
hefði kannski valið Californíu . . . En ég hef
um ekkert að velja. Og nú skulum við koma heim.
Klukkan er orðin margt og það er vafalaust
farið að undrast um mig heima.
— Hver er farinn að undrast um þig? Hann?
Olga gekk af stað, án þess að svara og Dick
fylgdi á eftir henni, þvert yfir anddyrið og út að
bílnum. Hann mælti varla orð af munni alla leið-
ina heim, en sat með hnyklaðar augabrúnir.
Hann þáði heldur ekki að koma inn og heilsa upp
á Elenu, heldur ók í burtu eins og barn, sem er
í fýlu.
Elena var ekki heima og Xavier ekki heldur.
Framhald á bls. 18.
'C’D tók sér stöðu imdir klukkunni og
ýtti annars hugar upp jakkaerm-
inni, til að líta á sitt eigið úr. Klukkan
var eitt; eins klukkutíma bið fyrir hönd-
um. Hann fór hálfvegis hjá sér þarna
sem hann stóð og gnæfði upp yfir há-
væra kvenkaupendur, sem ruddust á-
fram, og horfði rannsakandi á andlit-
in, sem liðu framhjá. Hann óskaði þess
að einhverjir karlmenn biðu þama líka.
Hann kunni illa við sig innan um þenn-
an kvennaskara, en ennþá verra hefði
það þó verið, ef konumar hefðu vitað,
að hann var kominn á stefnumót, sem
ákveðið hafði verið fyrir fimm árum,
hugsaði hann.
Þegar Ed hafði stigið um borð i Pittsburg
vélina í Chicago, hafði hann ekki gefið Hut
nákvæma skýringu, aðeins sagt, að þessu
kvöldi væri hann búinn að lofa Bill Evans. Það
hefði verið ákveðið nótt eina á Guadalcanal.
Hann sagði henni ekki, að hann vissi ekki
heimilisfang Bills, né að þeir ætluðu að hitt-
ast undir klukkunni á verzlunarhúsinu. Hann
hafði sagt henni margt um Bill, bezta vin
sinn í hernum, en ekki nefnt það, að þessi
300 mítna ferð gæti alveg eins orðið fýluferð.
Hann heyrði varla fótatakið og skellina í
háu hælunum á gangstéttinni, flautið í bílun-
um og urgið í hemlunum. Hugur hans reikaði
aftur til græna og raka hitabeltisgróðursins.
Óhugnanlegir skellir í flugvélum óvinanna bár-
ust gegnum dimma nóttina. Og í þessum kola-
myrkri teygðu eldtungur frá nýhröpuðu flug-
vélaflaki sig upp í loftið. Bill Evans bölvaði.
— Á slíkum nóttum þykir mér vænzt um
Pittsburg, sagði hann og andvarpaði, þarna
sem hann lá í skotgröfinni. — Einhverntíma
skal ég sýna þér bæinn minn. Ég skal svei
mér bjóða þér upp á glas á hverjum bar í
miðbænum. Pittsburg er alveg dásamlegur
staður, þegar hún er öll upplýst og maður er
sjálfur búinn að kveikja.
— Þann stað hef ég aldrei séð, svaraði Ed.
— Jæja, þá skulum við ákveða að hittast
þar undir klukkunni, þar sem allir Pittsburg-
búar eiga stefnumót sín. Við skulum nú sjá, nú
er 31. desember. Allt í lagi, þá hittumst við
klukkan tvö eftir hádegi 31. desember í Pitts-
burg í Pennsylvaníu. Bill rétti fram óhreina
hendina og Ed þrýsti hana brosandi. — Við
bindum það fastmælum, sagði Ed. ...- En viltu
þá gjöra svo vel og segja mér hvaða ár það á
að vera.
Bill veltist um i sandinum af hlátri. Flug-
véladrunur heyrðust einhvers staðar uppi yfir
þeim. -- Við skulum segja 1947, sagði hann
svo. — Eftir því að dæma hvernig þessir Jap-
anir berjast, þá verður komið árið 1947 áður
en þú gengur aftur um með dröfnótt háls-
bindi. Klukkan tvö eftir hádegi 31. desember
árið 1947 skal ég sýna þér hvernig við í
Pittsburg kveðjum gamla árið.
Nú var klukkan tvö eftir hádegi 31. des-
ember 1947 og Bill hafði ekki enn látið sjá sig.
Aftur fannst Ed þetta ósköp kjánalegt.
Annað hvort skipti slíkt öllu máli fyrir mann
eða engu. En Bill hafði þó hvatt hann til að
muna eftir þessu stefnumóti þeirra í bréf-
unum, sem hann skrifaði um nokkurt skeið
eftir að þeir voru aðskildir. Ed kveikti í
annarri sígarettu og horfði upp í loftið, þar
sem nú voru að myndast dökk rigningarský.
Klukkan á verzlunarhúsinu sló þrjú.
Kvenfólkið streymdi út og inn í búðina og
margar biðu eftir vinum sínum fyrir utan. Þær
biðu nokkrar mínútur, vinirnir komu, og þau
gengu hlægjandi í burtu. Nú byrjaði að rigna.
Ed hörfaði í skjól. Kaupendurnir flúðu inn und-
ir gluggaskermana og inn í næstu búðir. Ed
langaði til að reykja, en fólkið stóð svo þétt,
að hann gat ekki einu sinni stungið hend-
inni í vasann.
— Fyrirgefðu, sagði átta ára gamall snáði,
sem steig ofan á tána á honum.
— Þetta gerir ekkert til, svaraði Ed.
— Þú ert svo stór. Hvernig varðstu svona
stór ?
— Ég bara hélt áfram að vaxa, svaraði Ed.
Konan, sem var með drengnum, varð vand-
ræðaleg, en svo brosti hún. Drengurinn spurði
Ed hvort hann léki knattspyrnu, og hann sagð-
ist hafa gert það fyrir mörgum árum í Illi-
nois-háskólanum.
— Pittsburgarliðið getur sigrað Illinois-
liðið. Eftir nokkur ár fer ég í Pittsburgar-
háskólann og þá skulum við sigra ykkur.
— Ég efast ekkert um það. Við getum víst
ekki komið í veg fyrir það.
Konan brosti aftur og drengurinn hélt
áfram að spjalla. Það dró úr rigningunni og
hópurinn fór að dreifast. Konan reyndi að ná
í bíl, og drengurinn ræddi við Ed um knatt-
spyrnu á meðan. Loks kallaði hún, en dreng-
urinn heyrði ekki til hennar. Þá kom hún til
baka. — Ég er alveg undrandi, sagði hún af-
sakandi við Ed. ■— Hann er ekki vanur að
gefa sig að ókunnugum.
— Bless, kallaði drengurinn. — Ég vona
að þið hafið gott lið, þegar ég fer að keppa
fyrir okkur hérna. Gleðilegt nýár!
— Við munum þurfa á þvi að halda. Gleði-
legt ár!
Ed beið þangað til búðunum var lokað, en
þá gafst hann upp. — Ég býst við að Bill
sé búinn að steingleyma því. Óttalegur kjáni
get ég verið! sagði hann.
Ed reikaði niður götuna og kveikti
í síðustu sígarettunni sinni. — Aleinn í
Pittsburg á gamlárslivöld, tautaði hann.
Hnugginn í bragði fór hann inn í næsta
bar, án þess að vita það, að Bill Evans,
sem hann var að skála fyrir aleinn,
hvíldi undir öldunmn kringum Okinawa,
og ,að þar sem hann gat ekki komið
á stefnumótið, hafði hann sent son sinn.
Veiztu —?
1. Þessi mynd er úr einni frægustu gaman og alvöru kvik-
mynd, sem gerð hefur verið. Hver er hún?
2. Um hvaða leyti var farið að nota vélknúin skip til fiski-
veiða hér á landi?
3. Hver þessara manna hefur aldrei verið forseti Bandaríkj-
anna: Grant, McKinley, Monroe, Taft, Webster?
4. Hvað hét bróðir Grettis Ásmundssonar, sá sem var með
honum í Drangey?
5. Hvaða dag vikunnar er borðað mest af fiski í heiminum?
6. Hvaða land er það, sem kallað er ,,land hvitu fílanna“?
7. Hvar í Finnlandi er Porkkala, sem svo mikið hefur verið
talað um í fréttunum að undanförnu?
8. Hvað haldið þið að sé algengasta eftirnafnið í Skotlandi?
9. Hvar á landinu eru Rúfeyjar?
10. Gáta: Geri ég enda á öll þau mál,
er menn fyrir mig leggja;
ýmist lífi eða sál
er ég þyngsta sleggja.
Sjá svör á bls. 18
5