Vikan


Vikan - 14.02.1956, Qupperneq 7

Vikan - 14.02.1956, Qupperneq 7
starfsmanni rússnesku leynilögreglunnar, verið falið að fylgja fangalest til Bulun og flytja yfirmanni ríkislögreglunnar aft- ur skýrslu um „líðan og hegðan fangans Olgu Orlov.“ Átti hann að ræða við liana í viðurvist fangelsisstjórans, fullvissa sig um heilsufar hennar og gefa lögregluforingjanum skýrslu strax og hann kæmi aftur til Moskvu. Hinsvegar var hann mjög stranglega varaður við því að nefna fangann við nokkurn mann, að viðlögðu lífláti. Og engin afskipti mátti hann hafa af að- búnaði „01gu“ og geymslu. Samtal sendimannsins við „01gu“ fór fram um miðja nótt í skrifstofu fangelsisstjórans. Yfirfangavörðurinn sótti stúlk- una sjálfur og stóð við dyr skrifstofunnar á meðan samtalið fór fram. Það stóð í 30 mínútur, en að því loknu var sendimanni sýndur klefi hennar. Hann hafði það á tilfinningunni, að þótt varðhald hennar væri alveg óvenjulega strangt og ómannúðlegt, væri ekki bein- línis verið að reyna að murka úr henni lífið. Þannig var henni séð fyrir hlýjum fatnaði og ljós fékk hún að hafa fáeinar stundir á dag. En klefinn var kaldur og rakur, hún var geymd í járnum og hún bar að staðaldri grímu af því tagi, sem þá voru aðeins notaðar til að refsa verstu illvirkjum og þeim þó sjaldnast gert að bera nema stuttan tíma í senn. Sendimaður gaf skýrslu um för sína í Moskvu og var enn áminntur um þagmælsku. Hann lagði til, að stúlkan fengi að ganga laus, að hún yrði færð í samskonar klefa og venjulegir fangar voru hafðir í og loks, að henni yrði hlíft við hinni ömurlegu grímu. En þegar hann var kvaddur á fund lögreglu- foringjans og endurtók þessar tillögur, fékk hann það svar, að þær væru óframkvæmanlegar vegna öryggis ríkisins. Hinn landflótta aðalsmaður lýsti yfir því við Calonne lög- fræðing, að allar þessar varúðarráðstafanir gætu þýtt það eitt, að „01ga“ væri laundóttirin, sem almannarómur eignaði keis- aranum og fullyrt var að látin hefði verið „hverfa“. Hafi kviksögurnar verið sannar — og tilgáta aðalsmannsins rétt — var stúlkan í dýflissunni i Bulun því hinn rétti ríkiserfingi Rússlands. En víkjum nú sögunni aftur að Theodore Lermontor. Hver var hann? Enginn annar, sagði Calonne eftir andlát hans, en sá maðurinn, sem falin var framkvæmd níðingsverksins, hlaut fyrir það óhemjufé, en var svo kvalinn af samvizkubiti upp frá því, að hann stytti sér að lokum aldur. Frásögn Lermontors (í endursögn Calonnes) var á þá leið, að í júlí 1867 hefði yfirmaður ríkislögreglunnar sent eftir hon- um og tjáð honum umbúðalaust, að í klaustri einu í grennd við Moskvu væri geymd 17 ára gömul laundóttir Alexanders keisara. Nú hefði leynilögreglan komist á snoðir um, að óvinir keisarans hygðust nota stúlkuna sér til framdráttar, og alþjóð- arheill krefðist því þess, að hún yrði fjarlægð hið bráðasta, ekki síst sökum þess, að samsærismenn hefðu þegar upplýst hana um hið sanna faðerni hennar. Væri ekki annað ráð fyrir hendi en að senda hana í útlegð, og hefðu ráðgjafar keisar- ans komið sér saman um að fela honum, Lermontor, fram- kvæmdina. Þremur dögum síðar var Lermontor aftur kvaddur á fund lögregluforingjans. Fékk hann þá munnlegar fyrirskipanir um að flytja stúlkuna til Bulun í Síberíu, en þangað væru þegar farnir tveir af trúnaðarmönnum leynilögreglunnar til þess að taka við stjórn fangelsisins og undirbúa móttöku fangans. Lermontor spurði, hvort hann mætti beita stúlkuna þving- un, ef hún neitaði að fylgja honum. Svarið var á þá lund, að menn lögregluforingjans væru þegar búnir að sækja hana í klaustrið og sæti hún í fangageymslu leynilögreglunnar. Ler- montor óskaði þá eftir að fá að hafa tal af henni og fór það 'samtal fram samdægurs. Hann spurði, hvort hún vissi, hvert ætti að flytja hana, og jánkaði hún því. Þrem vikum seinna hófst ferðin til Síberíu. Lermontor og fangi hans ferðuðust með stórum fangahóp, en þess var vandlega gætt, að stúlkan hefði ekkert samneyti við hina fangana. Vissi hún hvað beið hennar á leiðarenda? Nei, sagði Ler- montor, hún vissi að vísu, hver var faðir hennar, og að fað- ernið var orsök ógæfu hennar, en hún hélt frá upphafi, að einungis væri verið að flytja hana í væga útlegð. Raunar full- yrti Lermontor, að hann hefði ekki vitað sjálfur, hverjar mót- tökur hennar voru búnar í Bulun. Sagði hann, að ef hann hefði vitað það, hefði hann aldrei tekið að sér flutninginn. Fyrstu móttökurnar í fangelsinu gáfu stúlkunni raunar ekki ástæðu til sérstaks ótta. Henni var fengin þriggja herbergja íbúð í húsi fangelsisstjórans og gamall kvenfangi var látinn þjóna henni. En tveimur vikum eftir komu sína til Bulun, gerði fangelsisstjórinn boð eftir Lermontor. Sýndi hann honum bréf, sem bar innsigli lögregluforingjans í Moskvu og sem borist hafði með hraðboða. Bréfið hafði inni að halda fyrirmæli um „gæzlu og geymslu ríkisfangans Olgu Orlov“. Var þar nákvæm- lega sagt fyrir um, hvernig geymslu hennar skyldi hagað, og hótað vægðarlausum refsingum ef út af yrði brugðið. Sérstök áherzla var lögð á það, að einangra yrði stúlkuna algerlega NÝTT HÚS Á CEYLON SVONA byggja þeir á Ceylon. Samkvæmt upplýsingnm stjórn- arvaldanna, vantar þar nú hvorki meira né minna en 276,000 íbúðir! Auk þess er fólksfjölgunin svo ör, að landið þarfnast minnst 40,000 nýrra íbúða á ári hverju. Maðurinn er að vinna við verkamannabústað. I stað steypu, er notast við leir, og er honum þjappað í sérstök mót, eins og hér er verið að gera. frá öðrum föngum og ganga svo frá hnútunum, að jafnvel kunnugir gæti ekki borið kennsl á hana. Þá ætti og að nota við hana samskonar þvinganir sem þeir fangar væru beittir, sem venjulegt eftirlit dygði ekki við. í einskonar eftirmála, gerði svo lögregluforinginn með eigin hendi nánari grein fyrir þeim varúðarráðstöfunum, sem hann taldi nauðsynlegar. Ósk- aði hann eftir því, að stúlkan yrði látin klæðast samskonar fangabúningi og karlfangarnir (þetta kemur heim við upplýs- ingar Krylovs), enda mundi slíkur búningur bezt dylja útlit hennar. Þá kvað hann, þótt illt væri, nauðsynlegt að láta hana bera sakamannagrímu jafnt innan klefa síns sem utan. Lermontor tjáði Calonne lögfræðingi, að bréfið hefði kom- ið eins og reiðarslag yfir viðstadda. Hann, Lermontor, hefði þegar lagst á móti því, að fyrirskipanir lögregluforingjans yrðu framkvæmdar. Fangelsisstjórinn og yfirfangavörðurinn hefðu líka verið á báðum áttum, einkum sá fyrrnefndi. Lásu þeir hið furðulega plagg hvað eftir annað, í þeirri von, að þeim tækist að finna einhverja smugu. Loks skutu þeir málinu á frest. En undir miðnætti daginn eftir var Lermontor á ný kvadd- ur á fund fangelsisstjórans, sem tjáði honum, að hann og yfir- fangavörðurinn hefðu orðið ásáttir um, að þeir yrðu nauðugir viljugir að hlýða, og væri yfirfangavörðurinn þegar búinn að sækja stúlkuna í íbúð hennar og tilkynna henni ákvörðun yfir- valdanna. Á skrifborði fangelsisstjórans lá sakamannagríma. Þetta var miðaldalegt og grimmúðlegt verkfæri. Einskonar hjálmur eða járnhúfa féll þétt að kolli fangans og náði niður undir augabrýr og allangt niður á hnakkann, en raufar voru fyrir eyrun. I keðju, sem fest var aftan á ,,húfuna“, hékk gild hálsgjörð, en framan á ,,húfunni“ var gríman og var hægt að lyfta henni upp eins og andlitshlífinni á hjálmi miðaldaridd- ara. Gríman var þannig sett upp, að fyrst var ,,húfan“ látin á höfuð fangans, en síðan hálsgjörðinni brugðið um háls hon- um. Þá var gríman felld yfir andlitið og læst við hálsgjörðina. Var þá þessi höfuðbúnaður — hálsgjörðin, gríman og ,,húfan“ — orðinn að einni órjúfanlegri heild. Framhald á bls. 13. 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.