Vikan


Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 8

Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 8
EFTIR TVEGGJA ÁRA FJARVERU Smásaga eftir ELIZABETH ROSSITER KLUKKAN var rétt að verða fjögur. Unga konan andvarpaði lítillega og lyfti upp gluggatjaldinu: knúpparnir á hvítu og brúnleitu sírenublómunum voru að opnast hver í kapp við annan í hinum hlýju geislum fyrstu aprílsólarinnar, og þetta voru síðustu mínúturnar, sem hún átti eftir að eyða á hress- ingarhælinu. Það var barið hæversklega að dyrum tvisvar sinnum, og loks í þriðja sinn, áður en hún heyrði það: hún var komin langt í burtu . . . — Ætlið þér ekki að drekka mjólkina yðar, frú? — Jú, ef ég má. Tíminn líður þá fljótar. Ég er svo óþolin- móð og svo ánægð yfir að vera að fara heim, Anna. — Ég skil yður vel! svaraði góða, feita hjúkrunarkonan hjartanlega og með samúðarbrosi. Henni þótti orðið vænt um þennan sjúkling sinn, sem var svo auðveldur viðureignar, svo elskulegur og svo ákveðinn í að láta sér batna, að hann hafði barizt látlaust í þessi tvö ár gegn berklunum án þess að láta hugfallast. Læknarnir viðurkenndu það, að lækningin hefði verið mikið henni sjálfri að þakka, þar sem engin læknisráð geta komið í staðinn fyrir lífsþrá sjúklingsins sjálfs. Allt hjúkrunarliðið var hreykið af henni og gladdist yfir því að hún skyldi nú fá að sameinast fjölskyldu sinni. Enginn hafði grun um, að innan um gleði hennar leyndist örlítill kvíði: mundi hún geta samlag- ast lifnaðarháttum hinna heilbrigðu, sem henni hafði verið haldið frá svo lengi? Þessi kvíði hafði haldið fyrir henni vöku nóttina áður og hann gerði hana óörugga, þegar henni var til- kynnt að Filip væri kominn. Henni fundust klukkustundirnar undarlega fljótar að líða á leiðinni, eða réttara sagt, það var eins og hún væri utan við tímann. Hún vildi ekki stanza, enda fann hún ekki til líkam- legrar þreytu. Það sem amaði að henni var annars eðlis. Hún sat langt frá honum í bílnum .Og hún hreyfði sig varla, sat bara eins og lömuð og neri taugaóstyrk hendur sínar, þegar hún þekkti aftur götuna þeirra og húsið. — Er María þar? spurði hún þvingaðri röddu. — Vissulega, elskan, og mig grunar að hún hafi undirbúið svolitla móttökuhátíð fyrir þig. Þú veizt hvernig hún er! Hún reynir alltaf að gleðja alla. Börnunum þykir svo vænt um hana. Það er ekkert smáræði, sem hún er búin að gera fyrir okkur þennan tíma . . . Hún vissi þetta svo vel og líka það, að hún átti að vera mág- konu sinni ákaflega þakklát fyrir að hafa yfirgefið þægilega heimilið sitt, til að taka að sér heimili bróður síns, en innst inni gat hún ekki stillt sig um að vera gröm yfir því að hún skyldi vera þar núna. Það var líka María, sem fyrst heyrði í lyftunni, opnaði dyrnar upp á gátt, tók varlega undir olnbogana á henni og faðmaði hana að sér eins og brothættan aumingja. — Elskan mín, en hvað mér þykir gaman að sjá þig hérna aftur . . . Hvað þú lítur Vel út, þó þú sért svolítið föl! Góða, flýttu þér inn. Ég ætla að hella á teið. Hún hafði vonað að börnin mundu fagna henni. En þarna stóðu þau hátíðlega við dyrnar á setustofunni, klædd nýjum fötum, sem hún þekkti ekki, og hún varð að ganga til þeirra. Hún fann að tárin komu fram í augun á henni og hún fékk hjartslátt. Móttökurnar voru ekki eins og hana hafði dreymt um. Sússana steig samt sem áður eitt skref í áttina til hennar og sagði, eins og hún væri að fara með lexíu: — Mamma, mér þykir vænt um að þér skuli vera batnað! Pétur opnaði ekki munn- inn, en hafði ekki af henni augun. Hún beygði sig niður að þeim og faðmaði þau að sér, en ekki eins innilega og hana langaði til. — Þau eru feimin, sagði María til skýringar. — Það er ofur skiljanlegt, er það ekki? Þetta er svo langur tími . . . En fáðu mér nú kápuna þína og seztu svo niður! Þau fóru með hana eins- og gest. Hún hlýddi samt sem áður. Ekki dugði að standa á móti Maríu, sem vissi svo vel hvað við átti hverju sinni. Hún hallaði sér aftur á bak í hæg- indastólnum og leit í kringum sig. Hvað hafði breytzt svona? Ójá, gluggatjöldin! Hamingjan góða, hvað þau voru hræðileg! Hversvegna......... Maðurinn hennar kom inn um dyrnar og þar sem María var farin fram og hafði tekið börnin með sér, fannst henni hún geta hrópað upp yfir sig: * — Hamingjan góða, Filip, hverjum hefur dottið í hug að koma heiðgulum gluggatjöldum fyrir í þessari stofu? Það kom skelfingarsvipur á andlit hans og hann lagði fing- » urinn á varirnar. — Uss, elskan! María gerði það fremur af vilja en smekk, . . . nefndu það ekki, í hamingju bænum! — En ég hefði getað valið gluggatjöldin sjálf, svaraði hún svolítið gremjulega. — Þið hefðuð aðeins þurft að sýna mér nokkra þræði úr efninu. — Þú varst svo lengi alltof þreytt til að við færum að ónáða þig með heimilisáhyggjum, og ég var satt að segja alltof áhyggjufullur til að hirða um slíka smámuni. Þú getur bara látið breyta þeim eftir þínum smekk, elskan mín, bætti hann við blíðlega. — Þú hefur rétt fyrir þér, elskan mín! Gluggatjöldin skipta engu máli. Ég er komin og þá er allt gott. Hún horfði ástúð- lega^ á hann. — Ertu feginn að ég skuli vera komin heim ? Áður en hann hafði tíma til að svara, heyrðu þau teborðið nálgast, ásamt fylgdarliði sínu. Sússana og Pétur ýttu því inn Þetta var sannarlega veizluborð! Og á því miðju stóð súkkulaði- terta, með áletruninni: — Hjartanlega velkomin til okkar! Hún komst við af þessari hugulsemi mágkonu sinnar og kom ekki upp nokkru orði, kyssti hana aðeins þakklát á feit- ar kinnarnar. Þegar hún hafði legið í þessu hræðilega hvíta herbergi á sjúkrahúsinu, hafði hún stundum ímyndað sér heimkomuna, og þá hafði ást hennar á þeim öllum sett þetta allt á svið: Börnin mundu koma á móti henni og hún tæki þau í fangið og hlustaði á frásagnir þeirra. Þau hlutu að hafa svo margt að segja henni og hún hafði safnað svo miklum byrgðum af ástúð, sem hún gæti nú látið þau verða aðnjótandi. Hvað það yrði gott að hlusta á trúnaðarmál þeirra. En nú hrundu þessir draumar hennar til grunna. Um leið og Sússana var búin að gleypa í sig tvær sneiðar af tertu, tók hún fram púsluspil og byrjaði að setja saman hlutana, án þess að líta upp. Pétur settist á arminn á stól föður síns og laumaðist til að virða móður sína fyrir sér. Hvað átti hún að gera? Henni leið ekki vel. Hún var of feimin til að fara að ganga um íbúðina og skoða alla gömlu, kæru hlutina sína, hikaði við að ávarpa son sinn, sem henni virtist líkastur ókunnugum manni í varnarstöðu, svo hún tók það ráð að ganga til dóttur sinnar. — Viltu að ég hjálpi þér? spurði liún og kom einum bita fyrir á sínum stað. — Mér þykir meira gaman að gera það sjálf, ef þér er sama, mamma, svaraði Sússana. — Jæja, elskan, ég vissi ekki að þú værir orðin svona dug- leg. Svona var þá að vera komin heim eftir tveggja ára fjar- Framhald á bls. 12. 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.