Vikan


Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 10
GISSUR DEYR ALDREI RAÐALAUS. Gissur: Þarna lék hún mig grátt! Og strák- Rasmína-Éa œtla að trvaciia baö að liann lœð- Gissur: Nú lizt mér ekki á blikuna! Rasmína rr * , , ist'ekki út, með því að lœsa fötin lians inni. hefur lœst ÖU fötin min inni í skápnum og tekið armr biða mm alhr á barnum. Hvað á ég nu lyicilinn með sér. að gera. » Gissuv Halló þú, komdu hingað! Þii ert ein- Gissur: Heldurðu að þú getir opnað þennan skáp? Lásasmiðurinn: Hm! Þetta œtlar að reynast mitt maðurinn, sem ég þarf á að halda. Lásasmiðurinn: Það er enginn vandi - aðems erfiðara en ég gcrði ráð fyrvr J * 1 handtak. Gissur: Haltu afram að reyna. Lásasmiðurinn: Ég hélt að ég gceti opnað hvaða skrá sem vceri, en þessa rœð ég ekkert við. Gissur: Ekki gefast upp. Ég treysti á þig. Lásasmiðurinn: Því miður! Eg er búinn að gera mitt bezta. Eg get ekki gert meira fyrir þig. Gissur: Jú, það geturðu. (C)1955, King Featurtt Syn<?;C4t«r, ?nc.. Worl<l righis rrsrrvfd. Gissur: Ekki get ég að því gert, þó hann hafi ekki getað opnað hurðina. Ástin er ágæt, en hún getur komið manni í klípu! Eltingaleikur elskhugans — Astralíuferð þeirrar ást- fangnu - Maðurinn sem giftist tengdadóttur sinni o. fl. UNG OG LAGLEG bílfreyja í London var trúlofuð bílstjóra strætisvagns- ins, sem hún starfaði í, og bæði höfðu mikinn hug á því að komast sem fyrst í hjónabandið. En þegar þau byrjuðu að vinna eftirvinnu, til þess að flýta þeirri stundu, er þau ættu nógu mikla peninga til heimilisstofnunar, gerðu hundruð starfsfélaga þeirra verkfall. Þetta gerðist í fyrra. Verkalýðsfélagið þeirra hafði samþykkt að leggja bann við eftirvinnu — og jafnvel ástarguðinn varð að hlýta því banni. V V Ástin er ágæt — en hún getur vissu- lega komið mönnum í klípu. Breskur her- maður, sem sendur var til Kanada, kynnt- ist stúlku í Halifax. Hann gat ekki gleymt henni, eftir að hann sneri heim til Eng- lands. Til þess að reyna að ná fundi henn- ar, gerðist hann laumufarþegi á skipi, en uppgötvaði úti á rúmsjó, að það var raun- ar alls ekki að fara til Kanada heldur til Batavíu. Hann var settur í land í Port Said og sendur til Englands með herskipi. Þegar hann reyndi aftur að komast til Ameríku, hafnaði hann í fangelsi innflytjendaeftir- litsins í New York. Loks fékk hann sex mánaða landvistar- leyfi í Kanada, og til þess að eignast peninga fyrir fargjaldinu til Halifax, gekk hann í kanadiska herinn. En hann hafnaði ekki aldeilis í Halifax. Hann var sendur til Manitoba — 3,000 kílómetra í burtu! Þetta var í rauninni rothöggið, og þegar síðast fréttist, var hann enn ekki giftur stúlkunni! Betty Dobson heitir stúlka, sem líka lagði land undir fót. Hún fékk þá flugu í höfuðið að flytjast til Ástralíu. Kærastinn hennar bað hana eins og guð sér til hjálp- ar að vera um kyrrt í Englandi. Betty daufheyrðist við óskum hans. Hinsvegar snerist henni hugur, þegar hún kom til Fremantle og tók þar við tugum ástarbréfa, sem kærastinn hafði skrifað henni og sent með flugpósti. Hann hafði skrifað daglega — og Betty komst að þeirri niðurstöðu, að hún elskaði hann víst meira en hún hafði ætlað. Hún sneri heim með sama skipinu, sem flutt hafði hana til fyrirheitna lands- ins. Munurinn var bara sá, að til Ástra- líu hafði hún greitt svokallað „innflytj- endafargjald" (450 krónur) — en heim- ferðin kostaði 6,300 krónur! Til allrar hamingju tók kærastinn á móti henni á bryggjunni. Það er ekki langt síðan Alice nokkur Seldon ákvað að koma manninum sínum — liðþjálfa í bandaríska hernum — á óvart. Hann var við skyldustörf í Munchen í Þýzkalandi og Alice var með miklum dugn- aði búin að vinna sér inn nógu mikla pen- inga til að geta heimsótt hann. En þegar til Evrópu kom, uppgötvaði hún, að maðurinn hennar hafði fengið nákvæmlega samskonar hugmynd — og var sigldur í skyndiheimsókn til Banda- ríkjanna! Þegar Gina Guada, dóttir eins af fanga- vörðunum við fangelsið í Bologna, varð ástfangin af ungum fanga, harðbannaði faðir hennar henni að tala við hann. En fangarnir svöruðu með verkfalli, og málinu lyktaði með því, að Gina giftist unga manninum, þegar honum var sleppt til reynslu. Mikil og skrítin flækja varð úr því, þegar Helena Roll varð ekkja aðeins 23 ára gömul og flutti heim til tengdafor- eldra sinna með kornungt barn sitt. Þeg- ar tengdamóðir hennar andaðist, vildi tengdapabbinn ólmur giftast henni. Þetta var ekki hægt samkvæmt lögum Pennsyl- vaniu, en að lokum gátu elskendurnir látið gefa sig saman í Maryland. Eftir giftinguna stóðu málin þannig, að Roll var tengdafaðir konunnar sinnar, fósturfaðir barnabarnsins síns og tengda- sonur tengdamóður sonar síns! Ung belgisk stúlka lenti í óvenjulegum ævintýrum, þegar faðir hennar lýsti sig því mótfallinn, að hún giftist fátækum, ungum verkamanni. Faðirinn var vellauð- ugur kaupsýslumaður og sjálf var hún útskrifuð úr menntaskóla. Faðirinn hélt því fram, að stúlkan væri alin upp við of miklar allsnægtir til þess að geta búið við fátækt. Hún kvaðst fús til að sanna honum, að hann hefði á röngu að standa. Og eftir talsvert þras, fékk hún hann til að gera við sig svofeld- an samning, að ef hún gæti þraukað í átján mánuði sem verkakona, legði hann blessun sína yfir giftingu hennar og verka- mannsins. Daginn eftir fluttist hún svo að heiman. En faðirinn var mesti bragðarefur. Hann var áhrifamaður í bænum, og þegar stúlkan byrjaði að leita sér að vinnu, kom hún allstaðar að lokuðum dyrum. Faðirinn hafði einfaldlega beðið vinnu- veitendur að ráða hana ekki, og hugðist á þann hátt heimta hana sneypta heim eftir fáeinar vikur. Hann þekkti dóttur sína illa. Hún efld- ist við hverja raun, varð í þokkabót fjúk- andi vond og eyddi síðustu aurunum sín- um í fargjald til verksmiðjubæjar í grend- inni. En jafnvel þangað náði áhrifavald föð- ur hennar. Hún fékk vinnu í málningar- verksmiðju — og var sagt upp viku seinna, ,,af vissum ástæðum.“ Þegar hún komst í aðra verksmiðju, fór á sömu leið, nema hvað verksmiðjustjórinn sagði henni hrein- skilnislega, að uppsögnin væri runnin und- an rifjum föður hennar. V Það leit út fyrir, að hún ætlaði að tapa. Þá sá hún í dagblaði, að stjómarvöldin auglýstu eftir fólki til vinnu í námunum í Maaseyk. Hún keypti sér farmiða þangað sama kvöld og var komin í ráðningar- skrifstofuna skömmu upp úr hádegi dag- inn eftir. Þar fékk hún vinnu — og þar gat faðir hennar ekki hróflað við henni. — 1 þokka- bót hafnaði hún boði hans, þegar hann gafst upp og bauðst til að rifta samn- ingnum. Hún sagðist ætla að sýna honum svart á hvítu, að hún gæti komist af án hjálpar hans, auk þess sem henni og unn- ustanum veitti ekkert af því, að bæði hefðu vinnu. Sem eftirmála má þó bæta því við, að fullar sættir tókust, þegar faðirinn mætti hlaðinn gjöfum í brúðkaupinu. — JOHN COFFIN. BLESSAÐ BARIMIÐ Pabbinn: Hvenœr heldurðu að þú verðir búinn að læra lexíurnar Pabbinn: Það er sama, þú verður að Ijúka lienni Pabbinn (les): Hið œgiþrungna myrlcúr virtist vera orð- Pabbinn: Hamingjan góða! Klukkan er orðin Pabbinn: Ég lýk aldrei við þessa skvrslu þínar, Lilli, ef þú situr allt kvöldið yfir þessari sakamálasögu? einhverntíma seinna. íð ennþá svartara, þegar skerandi vein rauf allt í einu tólf, og ég er ekki byrjaður á skýrslunni fyrir í nótt. Hvað get ég sagt húsbónda minum'? Lilli: Ég er að verða búinn með hana, pabbi. Lilli: En ég átti aðeins eftir nokkrar blaðsiður. kyrrðina og . . . fyrirtœlciö. Ekki get ég sagt að ég liafi verið uð lesa sakamálasögu. 10 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.