Vikan


Vikan - 14.02.1956, Qupperneq 16

Vikan - 14.02.1956, Qupperneq 16
MA1II1IIAVEIÐAR F O R S A G A : Trace Jordan liggur særður og illa til reika á breiðri, grösugri klettasyllu, þegar stúlka, sem býr niðri í dalnum með tveimur bræðrum sínum, birtist allt í einu, gerir að sárum hans og hverfur jafn hljóðiega og hún hafði komið. Þótt Jordan hafi aldrei séð hana áður, er hann henni að vonum innilega þakk- látur. Hann er á flótta, hundeltur af mönnum, sem hafa svarið að drepa hann. Þessir menn 5feiidu á sínum tíma föður ókunnu stúlkunnar svarthærðu. Nú þykjast þeir þurfa að hefna vígs Bobs gamla Sutton, húsbónda síns og foringja. En Jordan drap Sutton í sjálfsvarn- arskyni. Hann rakst á hann af hendingu, þeg- ar hann var að leita illvirkjanna, sem myrt höfðu vin hans, Johnny, og rænt hestum þeirra. Hann felldi Sutton þegar hann gerði sig lík- legan til að grípa til byssu sinnar — og vegna þess að hann var á einum stolnu hestanna. Og þar með voru mannaveiðarnar hafnar. EGAR hún kom til hans næst upp á bjargsylluna, skeði það í svo skjótri svipan, að hann hafði naumast tíma til að átta sig. Hann heyrði skrjáfa í pilsinu hennar og skinnskónum, og i sömu andrá stóð hún yfir honum. Hún hafði komið upp á sylluna einhverstaðar bak við kofarústina. Hún kraup við hlið honum og lagði frá sér pottinn, sem hún hélt á. Það var jafningur í pottinum, og hann var enn heitur. „Borðaðu. Við höfum engan tíma til að tala.“ Hann hámaði i sig matinn á meðan hún tók umbúðirnar af sárinu og skoðaði það. Það leit svolítið betur út. Hún þvoði það með hreinni tusku og batt um það aftur. Þegar hann var búinn að borða, þvoði hún pottinn hjá lindinni, og sneri síðan aftur með nokkrar flatkökur og kjötbita, sem ullarklút var vafið um. „Engan eld,“ sagði hún i aðvörunarróm. „Þeir eru á næstu grösum." Hún bjóst til að standa á fætur, en hann greip í pilsið hennar. Hún hoiði þegjandi og nærri því ólundarlega á hann. „Hvað heitirðu og hvaðan kemurðu ?“ spurði hann. „Spyr ég þig svona spurninga?" „Ég vil gjarnan vita, hverjum ég á að þakka." „Þetta er ekkert.“ „Segðu mér að minnsta kosti, hvað þú heitir.“ Hún ansaði ekki, en beið þolinmóð, uns hann sleppti takinu á pilsinu. Hún stóð á fætur og sneri sér frá honum, en hann lyfti höfðinu til þess að horfa á eftir henni og sagði allt í einu og nærri því ósjálfrátt: „Þú . . . þú ert falleg!“ „Mér finnst þú tala of mikið. Reyndu að sofna.“ Þó nam hún staðar, þegar hún kom að kofarústinni. Hún leit ekki við, en um leið og hún stiklaði fimlega yfir fallinn kofavegginn, sagði hún: „Maria Cristina." Svo var hún horfin. Hann hlustaði en heyrði ekkert nema niðinn í lindinni. Þessi stúlka lag.'Si sig í lífshættu hans vegna. Hann vissi, að fæstir mannanna, sem höfðu svarið þess dýran eið að drepa hann, mundu taka minnsta tillit til kyns hennar. Ef þeir grunuðu hana um græsku, mundu þeir einfald- lega líta á hana sem óvin sinn og haga sér samkvæmt því. Það var Jaeob Lantz, sem hann óttaðist mest. Lantz var ekki einasta afbuiðasnjall sporrekjandi, hann var kænn, greindur, kunni að leggja saman tvo og tvo. Hann var þaulvanur og margfróður veiðimaður, sem haf ii dvalið langdvölum meðal indiánanna, ekki einasta Utanna, sem móð- ir lians hafði talist til, heldur líka Navajoanna og Apachanna. Hann mundi áreiðanlega gefa stúlkunni gætur, minnugur þess, að hún bjó á þessum slóðum og að hún var óvinur. Hinn særði mundi þarfnast hjálpar, og aðeins Maria Cristina mundi geta veitt honum þá hjálp. Það var ekki heiglum hent að leika á Jaoob Lantz. Maria Cristina." Hann hvíslaði nafnið hennar og hjómur þess lét EFTIR LDUIS L’AMDUR honum harla vel í eyrum. Mexikánskt auðvitað. Þó gat hún farið eins hljóðlega og indíáni og raunar var ýmislegt það í fari hennar, sem minnti á indíána. Hún var stolt og bar sig vel. Þótt föt hennar væru gömul og bætt, þá var einhver virðuleiki yfir framkomu hennar, einhver aðlaðandi og öi vandi tign. Hann kunni vel að meta slíka reisn. Hann aðgætti byssurnar sínar aftur. Hann hlaut sífellt að vera á verði. Hann var i sífelldri hættu. Hver klukkustund kynni að verða hans síðasta. Hann hafði komist niður á bjargsylluna án þess að skilja eftir sig slóð. En það var naumast hægt að búast við því, að ferðalög stúlkunnar færu lengi fram hjá óvinum hans. Maturinn, sem hún hafði fært honum, mundi duga i tvo þrjá daga, ef hann færi sparlega með hann. Það yrði hann auðvitað að gera. Það var ómögulegt að vita, hvenær stúlkan kæmi næst. Ómögulegt að spá neinu um það, hvort hún kæmi yfirleitt aftur. Leiðin, sem hún notaði til þess að komast upp á sylluna, hlaut að vera vel falin; þó olli það honum nokkum áhyggjum, að yfirleitt nokkur skyldi vita af þessum felustað. Ef hann fyndist, mundu honum öll sund lokuð. Hann ætti ekki annars úrkostar en að drepa og meiða með byss- um sínum uns hann félli sjálfur í valinn. Hann gat aðeins vonað, að þeir kæmu ekki að honum sofandi. Hann lá á bakinu og mændi upp i loftið. Hann var mjög máttfarinn og hver hreyfing olli honum sársauka. Það mundi taka hann marga daga og jafnvel vikur að safna kröftum. Og það var langur tími — allt of langur. Honum varð tíðhugsað til Mariu Cristinu. Þær voru ekki á hvei'ju strái stúlkur af hennar tagi. Nokkrum sinnum heyrði hann til reiðmanna uppi á fjallinu eða niðri í dalnum, svo að hann vissi, að enn var leitað af kappi. Og enn byrjaði að rökkva, uns komin var niðdimm nótt og stjörnurnar byrjuðu að lýsa í myrkrinu. Nema hvað nú sá hann nýtt ljós tendrast í þessu myrkri, niður við sjóndeildarhringinn, í hlíðinni hinumegin I dalnum. En þetta var ekki blikandi stjarna, heldur varðeldur óvina hans. Jacob Lantz sat við eldinn og Jack Sutton og nokkrir menn aðrir. Þeir voru allir þreyttir, og hinir eldri voru úrillir og vondir. Hinum yngri fannst þetta skemmtileg tilbreyting frá daglegum störfum. En allir voru þeir ákveðnir, enginn ympraði á þvi, að mál væri að gefast upp. Jacob Lantz var í þungum þönkum. í fyrsta skipti í mörg ár, höfðu hinir furðulegu hæfileikar hans brugðist honum. Hann hafði týnt slóð mannsins, sem þeir ætluðu að drepa. Jordan hafði komist undan honum, var ltannski úr allri hættu núna eða hafði að minnsta kosti tekist að finna sér öruggt fylgsni. Slóðin hafði bókstaflega horfið. Og í þokkabót var ekki hægt að segja með vissu, hvar hún hafði horfið. Sutton hallaðist helst að því, að Jordan hefði aldrei haldið upp á fjallið, og Hindeman gaf í skyn, að hann væri honum sammála. Lantz var viss um, að Jordan hefði náð til fjalls, en átti erfitt með að rökstyðja þá skoðun. Að minnsta kosti hafði honum ekki tekist að finna slóð hans þar. Jordan hafði misst blóð —- mikið blóð. Þó hafði hann sífellt haldið áfram og aldrei hafði dómgreindin brugðist honum. Slíkur maður var hættu- legur. Lantz hafði aldrei séð Jordan, en öll framkoma hans sannaði, að hann var þaulvanur óbyggðamaður, sem kunni að fela slóð sina og villa óvinum sínum sýn. Þó notaði hann aldrei þær aðferðir, sem algengastar voru. Og hann endurtók aldrei sa'ma bragðið tvisvar. Þetta var erfitt land, ekki sist særðum manni. Á aðra hönd var Nýja Mexiko, Arizona til norðurs. Vatnsbólin voru fá og engin byggð fyrstu fimmtiu mílurnar fyrir innan mexikönsku landamærin. Undanfarin ár höfðu mikil átök átt sér stað milli nýbyggjanna á þessum slóðum. En aðeins Pablo Chavera hafði staðist Suttonunum snúning, og svo hafði hann líka fallið fyrir byssum þeirra. Ef nokkur yrði til að hjálpa hinum særða flóttamanni, þá var aðeins um hina litlu mexikönsku fjölskyldu að ræða. „Vicente er mesti heigull," sagði Mort Bayless. „Stúlkukindin er það eltki," ansaði Hindeman. „Við mundum verða varir við það, ef hún hjálpaði honum," sagði Jack Sutton. „Hún kemst ekki fótmál án þess að við sjáum til hennar." „Hversvegna sjáum við þá ekkert til hans?" Lantz tók ekki þátt í þessu samtali. Hann var að velta stúlkunni fyrir sér. Henni var síður en svo vel við Ameríkana - það vissi hann. En síst af öllu hafði hún ástæðu til að vilja Suttonunum vel. Spurningin var: Mundi hún vilja hætta lífi sínu og bræðra sinna, til þess að gera Sutton- unum óleik? Og svarið var: Það gat allt eins verið. Hann byrjaði að gefa stúlkunni gætur. Hann varð þess fljótlega vísari,

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.