Vikan


Vikan - 14.02.1956, Side 17

Vikan - 14.02.1956, Side 17
að Vicente var áhyggjufullur. Það sýndi eirðarleysi hins unga mexikana; auk þess var hann alltaf að skima upp á fja.ll. Þó var svosem ekki víst, aö hann vissi, hvar flóttamaðurinn leyndist. Kvíði hans gat einfaldlega stafað af nærveru mannaveiðaranna í dalnum. Lantz valdi sér stöðu undir grastó kippkorn frá varðeldinum. Hann var með sjónauka og þegar morgnaði beindi hann honum að mexikanska hús- inu. Hann var gæddur ódrepandi þolinmæði. 1 hans augum skipti það veiðimanninn litlu máli, þótt einhver tími fari í að leita uppi bráðina. Sá þolinmóði sigraði að lokum. Hann fylgdist með ferðum mexikananna allan daginn. Undir kvöld ráku þau Maria' Ci'istina og Jua.nito ærnar heim að bænum. Skömmu seinna byrjaði að rjúka úr reykháfnum. Vicente kom út á hlað og hjó brenni. Sólin hvarf bak við sjóndeildarhringinn í rauðum loga. Jacob Lantz kveikti í pípunni sinni og beið. Þetta var stundin, sem mestu máli skipti. Og þó skeði ekkert. Myrkrið grúfði sig yfir dalinn. Maria Cristina birt- ist í bæjardyrunum og Lantz beit fast í pípuna og beið. En ekkert skeði — hreint ekki neitt. Maria Cristina hvarf aftur inn í bæinn. Dalurinn var myrkur, dauður pollur. Og þó beið Lantz. Hann vafði um sig teppinu sínu og beið. Kannski hafði honum skjátlast. Kannski vissu þau ekkert um manninn, sem þeir voru að elta. Kannski. En í myrkrinu mundi Lantz geta læðst nær bæn- um . . . En það var annar maður, sem vakti og reykti og beið. Trace Jordan liafði skreiðst fram á syllubrúnina. Hann horfði niður í dalinn. Hann sá ljósin á bæ mexikananna og eitt andartak sýndist honum hann sjá ljós- glampa skammt frá varðeldi mannaveiðaranna. Hann velti því fyrir sér stundarkorn, hvort honum hefði missýnst, en ypti svo öxlum. Hann lá á maganum og horfði niður í dalinn og vissi ekki, að hinu- megin í hlíðinni sat Lantz á verði. En um það leyti sem Lantz vafði um sig teppinu, skreiddist Jordan aftur í bólið sitt hjá lindinni og lagðist út af og dró ábreiðuna yfir sig og hvíldist. Hann var sárþreyttur eftir þessa áreynslu. Hann lá lengi hreyfingarlaus og starði upp í loftið, áður en hann treysti sér til áð setjast upp og seilast til matarins, sem Maria Cristina hafði fært honum. Þessi matarbiti — þessi kaka og þetta kjöt — gat kostað hana lífið. Hér var háð tafl við miskunnarlausa menn. Það var ekki um að villast, að Suttonarnir ætluðu, að hann leyndist einhverstaðar þarna í grendinni. Ella væru þeir löngu farnir. En hve lengi mundi þeim sjást yfir þennan felustað? Ef einhver færi nú hæst upp í hlíðina hinumegin og sæi skuggann yfir syllunni ? Mundi hann ekki telja ástæðu til að athuga málið nánar ? Eða ef einhver sæi hreyfingu þarna uppi í klettunum ? Hlyti það ekki að vekja forvitni hans? Maria Cristina var umkringd mönn- um, sem fyrr eða síðar kynnu að sýna henni fullan fjandskap. Þetta var ójafn leikur. Jordan þóttist geta treyst því, að hesturinn hans reyndist hestum óvinanna frárri, ef hann fengi nægan tíma til hvíldar. En svo var hins að gæta, að Jordan var síður en svo sjálfur orðinn ferðafær. Auk þess átti hann enn verk að vinna: Enn var hann hvorki búinn að finna morð- ingja vinar síns, Johnny Hendrix, né hestana, sem þessir sömu morðingjar höfðu stolið frá þeim. Hann vaknaði um sólarupprás. Hann fékk sér matarbita og vatn úr lindinni. Hann neri handleggi sína og fætur, fannst allur líkami sinn stirður og sljór. Nokkru seinna datt honum í hug að skreiðast aftur fram á brún syllunnar, en varð að hætta við það. Hann var of máttvana. Hesturinn hans var innst á syllunni, þar sem grasið var grænast og safarikast. Það var engin hætta á, að hann sæist meðan hann hélt sig þar. Sólin hækkaði á lofti, en tíminn var lengi að líða . . . Smyrslið, sem Maria Cristina hafði boriJ á sáriö, virtist vera góðui' græðandi. Þegar hann skygndist undir umbúðirnar, sá hann, að bólgan var stórum minni og roðinn ekki eins uggvænlegur. Þó var sárið ljótt ennþá. Hann tók sjónaukann sinn úr hnakktöskunni. Hann hafði keypt þenn- an sjónauka af hermanni, og hann var góður og hafði oft komið sér vel i leit þeirra Johnnys að villihestunum. Hann skreiddist að kofarústinni og settist upp og beindi sjónaukanum að hlíðinni hinumegin í dalnum. Hann ætlaði að skygnast ögn um á staðnum þar sem hann hafði talið sig sjá Ijósglampann kvöldið áður. Hann renndi sjónaukanum fram og aftur um hlíðina, en árangurslaust. Nei, honum hafði víst missýnst, það var ekkert grunsamlegt þarna, alls ekkert — og þó! Hafði hann ekki séð einhverja hreyfingu undir grastónni skammt fyr- ir ofan staðinn, þar sem varðeldurinn hafði verið? Hann beindi sjónauk- anum þangað aftur. Hann sá engan, en hann vissi, að ef einhver laut væri þarna, þá þyrfti hún ekki að vera djúp til þess að maður gæti leynst i henni, ef hann væri hreyfingarlaus. Og þá sá hann manninn, sá allt í einu höfuð hans og herðar birtast, sá framan í gamalt sólbrennt andlit, sem starði niður i dalinn. Jacob Lantz! Það hlaut að vera hann. Þótt Jordan hefði aldrei séð hann, þá var hann sannfærður um það. Hann beindi sjónaukanum í flýti frá manninum, minnugur þeirrar staðreyndar, að það er ekki með öllu hættulaust að horfa of ákaft á suma menn. Það eru til þeir menn, sem finna það á sér, þegar njósnað er um þá, menn, sem gæddir eru sex en ekki fimm skilningarvitum. Menn eins og Jacob Lantz. Maria Cristina sat yfir ánum. Drengurinn bróðir hennar var að Framhald á bls. 18. (MATBOR®) HREVFILL hefir opið allan sólarhringinn 9imi bbtU 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.