Vikan


Vikan - 14.02.1956, Síða 18

Vikan - 14.02.1956, Síða 18
Lárétt skýring: 1 nema — 4 hérað í Noregi — 7 gróðurlaust — 10 guð — 11 himintungl — 12 breyta um árstið — 14 tveir eins — 15 hljóð — 16 vökvi — 17 tveir eins — 18 forðabúr — 19 kyrrð — 20 mánuður — 21 ungi •— 23 landslag -— 24 hljóð — 25 innvols — 26 lömun — 27 lifa — 28 tvennd — 29 menn — 30 bygging -— 32 beygingarending •— 33 höfuðborg -— 34 fugl — 35 einkennisstafir ■— 36 brotsjór — 37 á skútu — 38 nærgætni — 39 skyldmennið — 41 greinir — 42 beiðni um gjöf — 43 sorg -— 44 í munni -— 45 smátæki — 46 sonur — 47 meira en nóga — 48 hestur — 50 tímabil — 51 jurt -— 52 haus — 53 lagarmál — 54 sterk — 55 hags- munasamtök — 56 léttir — 57 spyr ■—• 59 kallar — 60 úrgangur — 61 engin — 62 ys -—■ 63 veiðiaðferð — 64 sjúkdómurinn. Lóðrétt skýring: 1 farkostinn — 2 missir — 3 úttekið — 4 kast — 5 hljóð —• 6 tveir eins — 7 grunnur — 8 ungleg — 9 frumefni — 11 hljóð — 12 augnveiki — 13 óðagot — 15 lurkur — 16 hlý — 17 farga — 18 drykkur — 19 jarðefni — 20 líffæri — 22 trylltar — 23 gróðurlaus blettur — 24 kvenmannsnafn — 26 reipi —• 27 fitl — 29 ríki — 30 veldi — 31 skvamp — 33 athafnasvið — 34 buna —- 35 ein- drægni — 36 hljóð — 37 sölnað gras — 38 vopn — 40 skordýr — 41 lykkja — 42 skammur tími — 44 ílát — 45 endurtekning — 47 espar — 48 bæklingur — 49 í fjósi — 51 beygjulausu — 52 sefa — 53 dramb — 54 lögun —- 55 kort — 56 fisk- hluti — 58 neitun — 59 sómi — 60 loftraki — 62 samtenging — 63 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 797. LÁKÉTT: 1 verk — 5 ást — 7 laga — 11 saup — 13 sóði — 15 ösp — 17 lækning — 20 lag — 22 skap — 23 kenna — 24 ódug — 25 ker — 26 vil — 27 gró ■—■ 29 iða — 30 volt — 31 vagn — 34 galli — 35 innar — 38 Prón — 39 gigt — 40 aular — 44 skraf — 48 rani — 49 ölið — 51 töf — 53 fas — 54 kát — 55 ská — 57 erri — 58 nasir — 60 hver — 61 ina — 62 barónar — 64 Ari •— 65 meis — 67 rusl — 69 fitl — 70 sin — 71 tæla. LÓÐRJÍTT: 2 espar — 3 ra — 4 kul -— 6 senn — 7 lóg — 8 að —-9 gildi — 10 vösk — 12 pækill — 13 snaran — 14 ugga *— 16 sker — 18 Kelti — 19 Ingvi ■— 21 auða — 26 vol — 28 ógn — 30 vanur — 32 nagar — 33 afi — 34 góa — 36 rif — 37 áta — 41 laf — 42 ananas — 43 risar — 44 sökin — 45 klárar — 46 rit — 47 börn — 50 sker — 51 teig — 52 frami — 55 svall — 56 árið :— 59 sófi — 62 bil — 63 Rut — 66 et — 68 sæ. 798. KROSSGÁTA VIKUNNAR Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Nútíminn, sem Chaplin gerði 1936, en sýnd hefur verið hér á landi tvisvar. 2. Um aldamótin síðustu. 3. Webster. 4. Illugi. 5. Á föstudögum, því þá borða kaþólskir menn ekki kjöt. 6. Síam, vegna hvíta fílsins á fána landsins og skjaldarmerki þess. 7. Það er skagi, sem gengur út í Finnlands- flóa, rétt vestan við Helsinki (eða suðvestur úr lanainu). 8 Smith. 9. Á Breiðafirði. 10. Eiðurinn. Hver dagur á sitt leyndarmál. Framhald af bls. 5 SlMINN hringdi. Olga fékk ákafan hjartslátt. „Tíu mínútna samtal við manninn með ill- girnislega augnaráðið“, eða hvað ? Nei, þetta var Tamarova greifafrú, sem var að spyrja um Elenu. Hún hafði ekki séð hana síðan um morguninn. Olga gat ekki gefið henni neinar upplýsingar. ' Aftur hringdi siminn. Tíu minútna samtal við manninn með illgirnislega augnaráðið? Já, það reyndist rétt í þetta sinn. SMÆLKI —r- Ég skil ekki af hverju þér viljið endilega taka úr mér botnlangann, læknir. Hann veldur mér ekki sársauka, bara kitlar mig. — Einmitt! Við verðum að talta hann úr yður, áður en við getum klórað yður í honum. Aumingja- Lúðvík 16., alltaf lenti hann í ein- hverjum vandræðum. Fyrst gekk hann á háum hælum, til að gera sig svolítið hærri, en svo hjuggu Frakkar af honum höfuðið, til að gera hann svolítið styttri. Hver var þessi dularíulli fangi grímuna í klefa sínum, þótt hún yrði ætíð að bera þennan ógeðslega höfuðbúnað utan klefans. Þá var hún laus við hand- jámin, en bar fótajárn sem áður. Hún hafði fengið því framgengt, að hún fékk að ganga til vinnu, og taldi Golitsin, að það hefði bjargað henni frá sturlun. Var hún höfð með fámennum hóp þrælkunarfanga, sem voru undir sérstaklega strangri gæslu. Þegar Golitsin var í Bulun, var flokkurinn við vegargerð skammt frá fangelsinu. Vegurinn var lagður úr trjábolum. Golitsin fékk oft tækifæri til að ræða við „01gu“ og komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri búin að sætta sig við hina ömurlegu tilveru sína. Hún kvartaði aldrei og gerði oft að gamni sínu. Það mátti jafnvel stundum heyra dillandi hlát- ur bak við grímuna! Þegar hann kvaddi hana, var hún að koma frá vinnunni með fangaflokknum. Hún var þá óvenju glöð og sagði honum, að hún hefði fengið um það ákveðið loforð fangelsisstjórans, að hún yrði innan tíðar með öllu laus við grímuna. Ef það loforð yrði efnt, bætti hún við, mundi hún una hlutskipti sínu vel. Þetta er það síðasta, sem við vitum um hina þrautseigu og hugprúðu ,,01gu“. MANNAVEIÐAE Framháld af bls. 17. sáfna spiekum í eldiviðarknippið, sem þau mundu reiða heim með sér að kvöldi. Vissi húp, að Lantz var á gægjum? Jordan reyndi að finna eitt- hvað ráð til að áðvara hana, án þess að koma um leið upp um felustað sinn. En það var ógerlegt. Hann gat aðeins beðið og vonað, að stúlk- an sæi við þessum gamla bragðaref. Hún stóð tvisvar á fætur og gekk út með hlíðinni, og Lantz skreidd- ist úr fylgsni sínu og veitti henni eftirför eins og ormur. Hún gekk í bæði skiptin uns hún kom að háum steini í hlíðinni, og þá gekk hún undir hann og settist þar og lét fara vel um sig. En Lantz beið fyrir ofan steininn og einblíndi á hann. Jordan var lengi að átta sig á því, hvað þarna væri að ske. Hvað var stúlkan að gera? Ekki þurfti hún að ganga þetta til þess að komast í forsælu. Og svo rann sannleikurinn skyndilega upp fyrir honum og hann gat ekki varist hlátri. Maria Cristina vissi, að Lantz var að njósna um hana, og hún var að kvelja hann! Meðan hún sat undir steininum, gat hann með engu móti séð, hvað hún var að gera, og fyrir mann í hana stöðu var naumast hægt að hugsa sér meira kvalræði. Það var ómögulegt að giska á, hvað hún var að bauka. Kannski var hundelti maðurinn þarna undir steininum hjá henni. Kannski var hún að gefa honum merki. Kannski var hún að fela mat handa honum. Lantz vesalingurinn einblíndi á steininn og Maria Cristina sat hin rólegasta í skugganum og saumaði! Þetta var sannkallaður skollaleikur. Maria Cristina var Lantz vissulega verðugur andstæðingur. Framháld í vœsta blaði. Dr. LIVINGSTONE Fravihald af bls. 9. fyrir yfirráðasvæði Mirambos. Honum tókst með erfiðismunum að ráða nýja burðarmenn og ákvað að halda suður á bóginn, inn á landsvæði, sem engir leiðangrar höfðu farið um áður. Leiðangurinn var naumast lagður af stað fyrr en Shaw kvaðst vera veikur. Þótt Stanley grunaði hann um græsku, hjúkraði hann honum dögum saman. En að lokum neyddist hann til að senda hann til baka til Tabora. Svo gerðu burðarmennimir uppreisn. Þeim átökum lyktaði með því, að þeir stóðu andspænis hvor öðrum, Stanley og Asmani, leiðsögumaður hans. Báðir vom með byssur síriar á lofti, þegar hinn trúfasti einkaþjónn Stanleys hljóp til, greip utan um byssu leiðsögumannsins og fékk deiluaðila til að sættast. Þegar Stanley nálgaðist Ujiji, mætti hann flokki svertingja, sem tjáðu honum, að þangað væri nýkominn hvítur maður. „Hann er gamall. Hann hefur hvítt hár á andlitinu og er veikur,“ sögðu þeir. „Hann hefur áður verið í Ujiji, en hann hélt burtu þaðan fyrir löngu.“ Þetta hlýtur að vera Livingstone, hugsaði Stanley, og flýtti sér sem mest hann mátti. Hann tók fram ný föt, sem hann átti, lét hreinsa stígvélin sín og kalkbera sólhjálminn sinn. Banda- 181

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.