Vikan - 14.06.1956, Síða 3
Nú segja læknarnir og vísindin:
>Ú GETUR LENGT ÆVI-
SKEIÐ ÞITT UM TlU ÁR
T^F þú tekur þér tak og byrjar strax í dag, þá geturðu lengt
líf þitt um allt að tíu ár. Það þarf heldur ekki að kosta þig
mikið erfiði. Þú þarft aðeins að fylgja nokkrum einföldum
heilbrigðisreglum, sem eiga rætur sínar að rekja til nýjustu
uppgötvana á sviði læknavísindanna.
Æviskeið okkar mannanna hefur sífellt verið að lengjast.
Það á eftir að lengjast enn — og til mikilla muna. Meðal menn-
ingarþjóða hefur meðalævin lengst um tuttugu til þrjátíu ár
á fáeinum áratugum. Barn, sem fæðist í Bandaríkjunum í
dag, getur til dæmis vænst þess að lifa í ein sjötíu ár.
Við getum þakkað það hinni öru þróun á öllum sviðum,
hve meðalœvin hefur lengst. En við þurfum ekki endilega að
vera bundin við þetta meðaltal. Við getum sjálf stóraukið
líkurnar fyrir því, að við verðum langlíf. Já — ef ’ ú nennir
að hafa fyrir því, geturðu bætt allt að tíu árum við ^fcið áætl-
aða æviskeið þitt!
Framtak og hreyfing — það er allur galdurinn. Til þess að
lifa lengur, verðurðu að hafa næg verkefni að spreyta þig
við, líkamlega og andlega. Þú verður að halda áfram að lifa
þótt þú eldist, að halda áfram að taka þátt í því, sem fram
fer í kringum þig. Þetta þýðir engan veginn, að þú þurfir að
búa til einskonar stundatöflu og fylgja henni til æviloka. Þú
þarft einfaldlega að kynna þér, hvað það er, sem langlífi
er einkum talið byggjast á, og ákveða að því loknu, hvaða leið
til andlegs og líkamslegs heilbrigðis sé þér best að skapi.
Hér skulu aðalatriðin talin upp.
Þyngd. Þú hefur þegar heyrt, að offita geti orðið þér
að aldurtila mörgum árum fyrir tímann. Lækna hefur hins-
vegar til skamms tíma greint á um það, hvaða þyngd hæfði
bezt hverjum aldursflokki. Nú telja bandarískir vísindamenn
sig hinsvegar hafa leyst þessa þraut. Eftir umfangsmiklar
rannsóknir telja þeir sig vera búna að komast að því, hvaða hlut-
föll milli vöðva og fitu séu ákjósanlegust fyrir mannslíkamann.
Á grundvölli þessara útreikninga hafa þeir svo samið skrá yfir
það, hvaða líkamsþyngd hæfi hverjum aldri bezt, með hliðsjón
af kynferði, stærð og líkamsbyggingu. Ein staðreynd blasir þá
strax við mönnum: Heilsu sinnar vegna ber þeim að megra
sig úr því þeir eru orðnir fertugir.
Eftir því sem menn eldast, rýrna vöðvar þeirra, en fitan
eykst. Því er það, að ef þyngd þín helst óbreytt eða eykst
eftir fertugt, þá ertu hlutfallslega að rogast með sífellt hættu-
legri fitubyrði utan á þér.
Líkamleg hreyfing. Þú hefur árum saman heyrt því haldið
fram, að líkamleg hreyfing og áreynsla sé heilsusamleg. Lækn-
arnir voru þó á báðum áttum um (og sumir eru það enn), hve
mikið gagn menn hefðu af þessu með hliðsjón af langlífi þeirra.
Rannsókn, sem lokið var fyrir skemmstu í Englandi, sýnir,
að menn, sem stunda vinnu, sem krefst daglegrar hreyfingar
og nokkurrar áreynslu, lifa að meðaltali átta árum lengur en
hinir, sem sita allan daginn við vinnu sína. Það liggur þá
í augum uppi, að hinum síðarnefndu er það lífsnauðsyn (í orðs-
ins fyllstu merkingu) að vinna gegn hinum skaðlegu áhrifum
kyrrsetunnar. Það geta þeir gert í frístundum sínum með
skemmtilegum íþróttaiðkunum af ýmsu tagi, tómstundavinnu
o. s. frv. Hreyfing og hófleg áreynsla skapar heilbrigðan
líkama. I heilbrigðum líkama verður hjartað sterkara og út-
haldsbetra. Þessi aukni kraftur, segja læknarnin, getur bjargað
lífi manna, þegar þeir veikjast.
Andlegt heiTbrigði. Allt of margir menn verða sinnulausir
og værukærir strax og unglingsárunum sleppir. Þeir láta und-
ir höfuð leggjast að nota heilafrumurnar. Hugsun þeirra verð-
ur slöpp, framkoman dauðyflisleg. Þetta skapar ýmiskonar hætt-
ur. Það er eins með heilann og önnur líffæri: vannotkun sljóvg-
ar hann og deyfir. Hinsvegar má brýna hann og skerpa með
heilbrigðri- notkun, eins og til dæmis lestri góðra bóka, sam-
ræðum og allskyns viðfangsefnum, sem krefjast hugsunar, vak-
andi áhuga og eftirtektar. Það er enda fræðilega sannað, að
þeir menn lifa lengur, sem gæddir eru heilbrigðri forvitni, en
hinir, sem eru hugmyndasnauðir, innhverfir og vinafáir.
Til þess að eldast vel, segir dr. Irving Lorge, prófessor við
Columbia háskóla, skyldu menn einsetja sér að kynnast ein-
hverju nýju á degi hverjum. Þá er einskis að óttast í sam-
bandi við ellina.
Hvíld. Hópur vísindamanna tók sér fyrir hendur að kynna
sér ævisögur mikils fjölda karla og kvenna, sem náð hafði átt-
ræðisaldri. Tilgangurinn var sá að uppgötva, hvað væri sam-
eiginlegt við sögu þessa fólks, sem gæti hafa verið ein af ástæð-
unum fyrir langlífi þess. f ljós kom, að sumt reykti, sumt drakk,
sumt var jafnvel talsvert of feitt. En allt hafði pað fengið
nœgan svefn allt frá barnæsku.
Hve lengi þurfa menn að sofa? Vísindamennirnir hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að engum manni nægi fjögra til fimm
stunda nætursvefn. Tillaga þeirra: minnst sjö tíma svefn til
sextugsaldurs og níu tímar eftir það.
Auk þeirra atriða, sem hér hafa verið nefnd, er til einfalt
ráð til að lengja lífsskeið sitt. Það er að ganga undir læknis-
skoðun með vissu millibili. Til dæmis vekur Krabbameinsfélag
Framhald. á bls. 19.
ÞAU ERU SVÖIMG
I’ESSI tvö böm em liungruð. I>au em meðal þeirra, sem mœta dag-
lega í einu af sjúltrahúsiun Manila, þar sem þau fá mjólliurlögg
og lýsi. Barnalijálparsjóður Sameinuðu þjóðanna leggur hvortveggja
til. Þetta er einn þáttur í baráttu samtakanna gegn sjúltdómiun
og næringarskorti. Mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna ætti að
verða mönnum hvatning til að styrkja þær og efla.
3