Vikan


Vikan - 14.06.1956, Page 5

Vikan - 14.06.1956, Page 5
1 kaflanum, þar sem flóðið nær hápunkti — sem samkvæmt handritinu á að vera „álíka villt, æsandi og ómótstæðilegt og ástin í brjóstum elskendanna — meðan tré, hús og menn þyrl- ast í burtu í freyðandi vatnsflaumnum, hættir Don Rafael lífi sinu og ryður sér braut heim til Leonoru, til að bjarga henni. Hann verður dálítið undrandi — og það er skiljanlegt með tilliti til kringumstæðnanna — við að finna hana liggjandi i rúminu með bók í hendinni. Án þess að láta sér bregða, býður hún þessum holdvota gesti sínum að ganga inn í næsta herbergi og fara í þurr föt. Hann kemur aftur, klæddur moll- slcinnjakka og hreysikattarloðkápu og minnir mest á afkáralegan Eskimóa." Slík atriði fannst vandlátum áhorfendum, ekki sízt hinum sænsku vinum Gretu í Hollywood alveg ómögulegt að sætta sig við. Landar hennar voru heldur ekki ánægðir með leik hennar. „Okk- ur fannst hún klunnaleg í hreyfingum", segir eiginkona sænslcs leikara í Hollywood. „En Ameríkumönnum fundust hreyfingar hennar eftir- tektarverðar. Hún gengur eins og dýr!“ Það var líka hérumbil það sem þeir sögðu. „Hún er liðleg og tíguleg,“ skrifaði Mordaunt Hall í New York Times. „Ungfrú Garbo er dökkhærð, hefur dásamleg augu og fínlega andlitsdrætti," skrifaði hann einnig. „Hún hefur vald yfir svipbrigðum sínum og hreyfingum og virðist — að minnsta kosti í flestum atriðunum — ekki vita neitt af kvik- myndavélinni. Hún hefur gát á öllum tækifærum til að leika til fullnustu og færa sönnur á hæfileika sina og leysir þannig hlutverkið af hendi með sóma“. Aðrir gagnrýnendur tóku í sama strenginn. 11. KAFLl Metro-Goldwyn var ánægt með móttökurnar, sem myndin fékk, og ágóðann og ákvað, sam- kvæmt Hollywoodsið, að halda uppteknum hætti. Að einni undantekinni voru aðrar myndir Gretu að innihaldi nákvæmlega eins uppbyggðar eins og þessi fyrsta; önnur skáldsaga Blasco-Ibanez, sem var látin gerast í Suður-Ameríku og hét „Freistarinn", byggði undirstöðuna; annar suð- urlandatöfrari, Antonio Moreno, lék hlutverk elskhugans; og Greta fékk annað ýkt og ómögulegt hlutverk, í þetta sinn sem Elena, fögur, hjartalaus og yfirborðsleg kona, sem dáð var af bankastjórum og þorpurum. Einn mimur var þó á. Stiller átti að stjórna. Nú þegar hann fékk tækifærið til að stjórna skjólstæðingi sínum, var öll tortryggni og allt þunglyndi á bak og burt. Hann ljómaði af eftir- væntingu og ákafa. „Loksins skulu þeir fá að sjá hvað Greta getur," sagði hann við Lars Hanson. Hann var ákafur í að gera eitthvað alveg sérstakt úr „Freistaranum". Hann vann sjálfur að handritinu og kom fram með heil- margar hugmyndir, sem hann hélt að mundu slá í gegn. Hann hugsaði sér t. d. að byrja myndina á heilum sirkus með leikfimismönn- um, gamanlcikurum, dansandi björnum o. s. frv. í fullum gangi, sem svo átti aðeins að vera hluti af skemmtuninni í einkaveizlu, þegar myndavél- arnar færðust fjær. Þegar Stiller sagði Hanson frá ráðagerð sinni, sagði hann: „Við skulum sýna þeim djöflakúnstir," Það varð heilmikill gauragangur um leið og Stiller steig fæti sinum inn í vinnustofuna í fyrsta sinn. „Þegar ég kom inn, héngu fimmtíu manns upp um alla veggi“, sagði hann seinna við vin oinn, Ernst Mattson. „Hvað eru þeir að gera þarna? spurði ég. Mér var sagt að einn væri aðstoðarstjórnandi, annar aðstoðarmaður framleiðandans, ein var kölluð handritagæzla o. s. frv. Rekið þau út! sagði ég. Ég þarf þeirra elcki mel — ég þarf aðeins á kvikmyndavél, myndntökumanni og leikurum að halda. En þau hreyfðu sig ekki!" Á svipstundu var Stiller búinn að gera Antonio Moreno að óvini sínum. Stiller áleit að aðal- söguhetjan í „Freistaranum" ætti að vera skegg- laus og skipaði því Moreno að raka af sér yfir- skeggið. Þetta gekk of nærri heiðri kvennatöfr- arans og úr því urðu harðar deilur. Seinna fékk Stiller þá hugmynd, að í einu atriðinu ættu fæt- ur Morenos að sjást undir borði, sem stóð við hliðina á borði Gretu; og til að undirstrika mis- muninn, skipaði Stiller svo fyrir, að Moreno væri í skóm, sem væru mörgum númerum of stórir. En Moreno, sem var hreykinn af hinum smá- gcrðu fótum sínum, þverneitaði og lokaði sig inni í búningsherberginu sínu. Þar var hann, þangað til Stiller lét undan með skóna. En samband' þeirra hélt áfram að vera þvingað. Þegar Stiller var óánægður með eitthvert atriði hjá Gretu og Moreno, kenndi hann Moreno alltaf um. Moreno var vanur að með hann væri farið sem mikla stjörnu, og hann átti erfitt með að kingja þessu. Stiller lék sitt gamla hlutverk harðstjórans með gjallarhornið, sem sífellt öskraði og bað- aði út höndunum, og tókst með því ýmist að róa eða æsa upp starfsfólk sitt. Honum hafði karlinn vitlaus? Hefur hann yfirleitt komið í kvikmyndaver áður?“ Thalberg talaði við Stiller og reyndi að fá hann til að vinna meira kerfis- bundið, en árangurslaust. Stiller reiddist þessari afskiptasemi fram- kvæmdastjórnarinnar. „Þeir réðu mig af þvi þeim leizt vel á verk mín,“ sagði hann við Lars Hanson. „Þeir sáu að ég hafði eitthvaö sérstakt til að bera. Svo leyfa þeir mér ekki að vinna eftir mínu höfðu, án. þess að vera að reyna að kenna mér að stjórna kvikmyndatöku." Tíu dögum eftir að myndunin byrjaði, var Stiller kallaður inn í skrifstofu Thalbergs. Vinnuherbergi hans var í annarri álmu stjórn- arbyggingarinnar og á því voru stórir glugg- ar út að sundi, svo að allir, sem gengu þar um eftir að fór að dimma, gátu séð það sem var að gerast þar inni. Einn þeirra sem átti leið þar um var framleiðandinn Albert Lewin, sem þá var aðstoðarmaður Thalbergs. ,,Ég kom gang- Greta og Antonio Moreno í „Virveln“, hádramatíslm ást- aræfintýri, sem okkur mundi sennilega þykja hlægilegt. verið fenginn túlkur til umráða, en hann kærði sig ekki um að nota hann, heldur útskýrði hann allt á sinni lélegu ensku og með handapati og svipbrigðum. En þetta hafði iðulega misskilning í för með sér. Svekktur yfir að geta ekki út- skýrt það, hvernig hann vildi hafa hin ýmsu at- riði, fékk hann reiðiköst. Þá safnaði hann leik- urunum í kringum sig og öskraði framan í þá á samblandi af sænsku, þýzku og ensku. I aug- um allra nema Gretu hegðaði hann sér oft allt að þvi spaugilega. Þegar hann var reiðubúinn til að mynda eitthvert atriði, hrópaði hann „hættið!" til myndatökumannanna, og þegar hann vildi stanza, hrópaði hann „byrjið!“ Eitt skipti vildi hann láta leikarana klappa og hrópaði „springa“ í staðinn. Sá orðrómur breiddist út, að ekki væri allt með felldu við myndatökuna á „Freistaranum. “ Kvöld nokkurt -— á fjórða degi myndatökunn- ar — fékk Greta skeyti um að Alva systir henn- ar væri dáin. Alva, sem mörgum fannst ennþá fallegri en Greta, hafði verið farin að hugsa gott til að verða kvikmyndaleikkona heima í Svíþjóð, þegar hún fékk berkla. Greta sagði Stiller þessar sorglegu fréttir, og hann stöðvaði myndatökuna þegar í stað. Slikt var alls ekki vel séð í fjármáladeild félagsins. Yfirleitt voru starfsmenn Metros alveg agndofa yfir vinnuaðferðum Stillers, sem ekki virtist fylgja neinum ákveðnum reglum. „Stiller reyndi að vinna í Hollywood á sama hátt og í Svíþjóð, en félagið þekkti iðulega ekki annað til kvikmynda hans en nafnið," sagði Hanson. „Hann vann á sinn eigin sérkennilega hátt. Hann tók atriðin eftir því sem bezt hentaði, sjaldan í réttri röð og ekki alltaf eins og hann hafði hugsað sér í fyrstu. Hann vildi taka elns mikið af myndum og hægt var, og búa síðan til kvikmyndina í klippingarherberginu. Hann gat aldrei haldið fast við ákveðna áætlun. Og hann gat átt það til að láta kalla saman fjölda aukaleikara og láta þá svo standa í kvikmyndaverinu allan daginn,' án þess að nota þá, meðan hann var að taka eitthvert ómerkilegt atriði. Mayer og Thal- bcrg voru gramir. Þeir vildu fá að sjá kaflana og þeir þekktu ekki aftur sum atriðin í hand- ritinu. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað hann var að fara. Og Stiller kunni ekki enslcu og gat ekki útskýrt það fyrir þeim, hvað hann ætti við. Ég man að Thalberg spurði mig: „Er andi gegnum sundið,“ segir Lewin. „Það var dimmt og ég leit upp í gluggana á skrifstofu Thalbergs. Hann og Stiller voru að tala saman. Irving gckk um gólf, eins og hans var siður þeg- ar hann var að tala, og hann lék sér allan tímann að tuttugu dala gullpeningi. Ég heyrði auð- vitað ekki hvað þeir sögðu, en það lék enginn vafi á að þeir voru æstir. Þetta var skrýtin sjón. Þeir töluðu með nokkurs konar handapati. Meðan ég stóð þarna, kom ég auga á Gretu, fyrir utan búningsgeymsluna. Öðru hverju stanzaði hún og lcit upp í gluggann til Stillers og Thalbergs, og hélt svo áfram göngunni. Ég hafði aldrei hitt hana og ávarpaði hana ekki. Hún var þar enn, þegar ég hélt leiðar minnar. Hún vissi, að þetta kvöld var mikilvægt mál á döfinni og hún beið eftir fréttum af því.“ Stiller kom út úr skrifstofu Thalbergs með fréttir, sem voru ekki síður niðurlægjandi fyrir hann eh Gretu. Honum hafði blátt áfram verið vikið fá starfi sem stjórnandi „Freistarans“. Annar stjórnandi átti að ljúka við myndina. Still- er hafði ekki verið gert neitt annað tilboð. Brottvikning hans gerði bæði hann og Gretu þunglynd og reið. Af bréfi frá henni til sam- eiginlegs vinar hennar og Stillers, fæst hugmynd um þá örvæntingu, sem hafði gripið hana. Hún skrifar: Kæri Nisse! Þakka þér fyrir elskulega bréfið þitt. Ég hef oft ætlað að skrifa þér, en ég er eins og Moje — það verður ekkert af því. Þú hefur kannski frétt hvað komið hefur fyrir ? Ástandið hér hefur verið slæmt, svo mað- ur segi ekki hræðilegt. Ég ætla ekki að segja þér hvernig mér hefur liðið. Ég hélt að sólin mundi aldrei framar koma upp, þegar þetta gerðist með Moje. Hvers vegna þarf Moje alltaf að eiga svona erfitt, því hefur hann alltaf svo mikið að giima við? Moje sem er einhver bezti maður í heimi! Ég vona að minsta kosti að þetta lagist allt. Þú hefðir átt að sjá Moje, hann var eins góður og clskulegur og hann einn getur verið. Hann varð svo þreyttur og niðurdreginn af þessu öllu, að hann vildi ekki halda áfrcm. Ég kenni svo í brjósti um hann. Kveðjur frá þinni Gretu. 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.