Vikan - 14.06.1956, Side 9
GISSUR SÉR SÉR LEIK Á BORÐI.
Rasmína: En hvað mér þyklr vœnt um að þið
skulið geta komið! Gissurri er það líka áncegja að
fá ykkur.
Rasmína: Hafið engar áhyggjur af því að þið
finnið ekki bílastæði. Þið getið skilið bílinn eftir
á akbrautinni að skúrnum okkar.
Rasmína: Berglind frœnka min og Bergkvist
maðurinn hennar kom til kvöldverðar. Er það ekki
gaman ?
Gissur: Það vœri ennþá meira gaman, ef þau
biðu okkur einu sinni til sín.
Rasmina: Byrjarðu enn einu sinni .... alltaf Gissur: Þetta fólk sezt bara upp hjá
að finna að œttingjum mínum. okkur og étur okkur út á gaddinn. Eg
Gissur: Ef þú þyrftir að borga matarreikningana, verð að gera eitthvað, til að koma í veg
mundirðu gera það líka. fyrir þetta háttálag.
Gissur: Þarna er Hermann lögregluþjónn. Nú dettur
mér snjallrœði í hug!
Gissur: Já, þetta' er álveg óþolandi! Fóllc skilur eftir
bílana sína á gangstígnum mínum, svo ég get ekki náð
bílnum mínum út.
Lögregluþjónninn: Ef ég verð var við það, þá skal ég
fara með það á lögreglustöðina.
Eldabuskan: Maturinn er tilbúinn. Eg er
hrœdd um að steikin verði ofsoðin.
Rasmína: Reyndu að hálda henni heitri
svolítið lengur. Þau hljóta að koma á
hverri stundu.
Rasmina: Hvað skyldi hafa komið fyrir þau.
Maturinn er eyðilagður. Ég er álveg hissa á
að frœnka skuli ekki einu sinni hringja.
Gissur: Ef ég vœri í þinum sporum, mundi ég
aldrei bjóða þeim aftur.
HVAR ERU ÞÆR?
HVER HIRTI ÞÆR?
HVERT FÓRU ÞÆR?
MILLJÓNIR MUSSOLIIMIS
ÞEGAR Mussolini hröklaðist frá völdum og bjóst til að flýja
norður á bóginn, tók hann þúsund milljónir líra, sem þá
voru 112 milljón króna virði, úr bankanum í Milano. Samkvæmt
ítölsku blöðunum, tók hann einnig með sér yfir 50 kíló af gulli,
sextán milljónir franskra franka, 200,000 svissneskra franka og
miklar upphæðir í sterlingspundum, dollurum og spanskri og
portúgalskri mynt.
Gullið var ekki einungis í stöngum og mótað, heldur voru
innan um allskyns gullmunir, sem óbreyttir borgarar höfðu gefið
til stríðsrekstursins, svosem giftingahringar og skartgripir alls-
kyns.
Hvað varð um þennan mikla fjársjóð, sem geymdur var í
bílalestinni, sem skæruliðarnir stöðvuðu fyrst við Musso og
Dongo og loks við Ponte del Passo? Plvað varð um hin mikil-
vægu opinberu skjöl, sem Mussolini safnaði í flýti til stuðn-
ings málstað sínum, ef hann yrði að lokum tekinn og ásakað-
ur um stríðsglæpi? Þau hurfu öll með tölu. Það er ekki vitað
enn þann dag í dag, hvar þau eru niður komin.
í nýútkominni bók um Mussolini, segir höfundurinn, Roman
Dombrowski, að einræðisherraiin hafi skipt nokkru af fénu milli
tryggustu fylgismanna sinna. ,,Renso“, skæruliðinn, sem ritaði
frásögn af atburðunum, sem lyktaði með dauða Mussolinis, áð-
ur en hann hvarf sjálfur, skýrði frá því, að skæruliðamir hefðu
fundið ógrynni svissneskra franka í bíl fasistaforingjans Bam-
baccis, og 35 kíló af mótuðu gulli í bíl hins svokallaða „spanska
ambassadors“, sem kunni ekki orð í spönsku og hefur væntan-
lega verið Marcello Petacci, bróðir hjákonunnar, sem átti eftir
að deyja við hlið Mussolinis.
Skjölin, en meðal þeirra var handrit Mussolinis með nafn-
inu: „Til þess að Italir viti sannleikann“, voru geymd í tveim-
ur ferðatöskum, og einvaldurinn ríghélt í aðra svo lengi sem
honum var leyft það og bað skæruliðana þráfaldlega að gæta
þess að láta hana ekki glatast, þar sem í henni væru feikn-
mikilvæg ríkisskjöl.
I annarri töskunni var sagt að væru ýms bréf, s§m Sir
Winston Churchill hefði ritað Mussolini fyrir styrjöldina. Skæð-
ar tungur fullyrða, að það hafi verið vegna þessara bréfa sem
Sir Winston tók sér ferð á hendur til Como skömmu eftir
styrjaldarlok.
Það er vitað með vissu, að töskurnar voru rannsakaðar í
Domaso, ef til vill í húsi svissneska auðkýfingsins Luigi Hoff-
mann, sem hafði allnáið samband við skæruliðaforingjann
,,Pedro“ og starfaði gegn fasistum bak við tjöldin.
Skjalasafnið var að lokum sett til geymslu í bankanum í
Domaso, en seinna tekið þaðan, geymt um stundarsakir í kirkju
einni, og loks sent áleiðis til Cardona hershöfðingja í Milano.
Tveimur skæruliðum var falið að koma því til skila. Annar var
„Pietro Gatti“, sem kom á dularfullan hátt við sögu fjársjóðs-
ins mikla. En skjölin komust aldrei í hendur Cardona.
Fyrrnefndur ,,Renzo“, sem áætlar að peningagildi fjársjóðs-
ins hafi samsvarað 2,000 milljónum líra, skýrði svo frá, að
skæruliðarnir hefðu í fyrstu geymt féð í húsi Hoffmanns, en
strax eftir aftöku Mussolinis, hafi bæði gullið og peningarnir
verið sendir í innsigluðum kassa til Como. Kassinn var flutt-
ur með vörubíl. En eftir því sem næst verður komið, skaut
annar gæzlum mnanna félaga sinn í bakið og hvarf með sjóðinn.
Fasistaforinginn Pavolini var líka með peninga í bíl sínum,
þegar hann náðist. Þegar farið var með bílinn til Dango, dreif
saman mikinn mannfjölda og ýmsir urðu til þess að seilast
inn í bílinn og ná sér í „minjagripi". Árangurinn var sá, að
aðeins tólf milljónir líra fundust, þegar leitað var í bílnum.
„Petro“ lagði þessa upphæð inn í banka béejarins. En sama
kvöldið sem hitt morðið var framið, kom kona úr 52. skæru-
liðadeildinni í bankann og sótti þessar tólf milljónir til þess
að flytja þær til aðalbækistöðva skæruliðanna. Hún hvarf líka
og lík hennar fannst seinna í Como vatni.
Nokkuð af gulli og peningum var falið í þýzku bílunum, sem
fylgdu flóttalest Mussolinis. Þegar skæruliðarnir leituðu í þeim,
höfðu þeir fyrst og fremst í hyggju að fullvissa sig um, að
engir ítalskir fasistar leyndust í bílunum. Þegar Mussolini fannst
aftan á vörubíl, urðu menn að vonum talsvert æstir og skipu-
lagningin fór út um þúfur. Því var það, að þegar bílar Kritz
rnajórs héldu burt frá Dongo, var mikið af gulli og pening-
um enn í þeim.
I Domaso stigu tveir þýzkir liðsforingjar niður af einum
vörubílanna og spurðu tvær konur, sem þeir sáu, hvort þær
gætu vísað þeim á áreiðanlegan mann, sem þeir gætu rætt við
um mjög mikilvægt mál. Þeim var vísað heim til Hoffmans,
þar sem þeir afhentu honum 33 kíló af gulli og 36 milljónir
líra.
Hoffmann fannst þetta að vonum mikið fé að hafa liggj-
andi heima hjá sér, og honum fannst ráðlegast að láta flytja
nokkurn hluta þess til aðalbækistöðva 52. skæruliðadeildár-
innar. „Pedro“, foringi hennar, tók við því og lagði það í
bankann í Dongo. Samtímis sendi hann yfirmönnum sínum
tilkynningu um peningana.
Hinn 6. mai var honum falið að senda þá til aðalbækistöðva
skæruliðanna í Como, en skæruliðinn, sem falið var að koma þeim
til skila, var „Pietro Gatti“ (rétt nafn: Michele Moretti), sem
fyrr er nefndur og sem afhenti Pedro kvittun fyrir peningana.
En „Gatti“ kom aldrei til Como.
Nákvæmlega ári síðar kom hann í leitimar í Milano. Hann
var tekinn til yfirheyrslu og bar, að hann hefði komist að
þeirri niðurstöðu á leiðinni til Como, að honum bæri að afhenda
æðstu hersjórninni fjársjóðinn. En hann hafði enga kvittun í
höndunum og ekki gat hann upplýst, hver það hefði verið hjá
„æðstu herstjórninni", sem tekið hefði við fénu.
Lögreglan fékk málið til rannsóknar, en enn þarm dag í
dag er samt hvorki vitað, hvað kom fyrir „Gatti" né fyrir
hvern eða hverja hann starfaði.
Annar skæruliði, Luigi Canali, sem í styrjöldinni gekk und-
ir dulnefninu „Neri“, var myrtur 8. mai. Hann var skotinn í höf-
uðið. Líkur benda til þess, að hann hafi reynt að koma í veg
fyrir hina dularfullu flutninga á milljónunum og verið drep-
inn sem svikari.
Að Mussolini látnum, fannst ein taska til viðbótar með
skjölum í. Það var í húsi því í Como, þar sem Rachele kona
hans hafði dvalið með börnin. Innan um ríkisskjölin fundust
nítján forláta heiðursrnerki, innlend og erlend og skreytt
demöntum, sem honum hafði áskotnast. ítölsku stjórnarvöldin
gerðu heiðursmerkin upptæk — og það var allt og sumt af
fjársjóði einvaldsherrans, sem þeim tókst að klófesta.
Hvað varð um milljónirnar ? Hver hirti þær eða hverjir?
Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað svo óyggjandi
có cnn þann dag í dag.
Mamman: Ein af konunum i bridgekMÍLbnunkiniiWi'>ninms
BBidlmBil 8b iJJse giniáv i
•■Binii riB'gmi! rtuj ujÖbJs! ;
8
13