Vikan


Vikan - 26.07.1956, Síða 6

Vikan - 26.07.1956, Síða 6
SJÓRÆHIIftlGIHM SCll BJ^RGARI MOMtlNSOiX DR. Thomas Dover var um margra hluta sakir merkilegur maður. Hann var víðsýnn og dutlungafullur, hugrakkur og hugmyndaríkur. Hann var naumast fyrr orðinn læknir en hann komst í iandstöðu við starfsbræður sína. Og hann átti enn í hatrömum deilum við þá, þegar hann andaðist að loknum löng- um og viðburðaríkum starfsferli. Hann tók snemma upp á því að gefa fátækum læknishjálp sína — og hlaut að sjálfsögðu fyrir það ámæli margra — og þegar læknisstörf hans höfðu gert hann kunnan um allt Eng- land, lagði hann þau á hilluna og gerðist í senn sjóræningi og landkönnuður. Nú á dögum er hann frægastur fyrir að finna upp lyfið, sem aspirínskammtar nútímans eru sprottnir af —. og fyrir að bjarga Robinson Crusoe. Dover bjargaði Alexander Selkirk, skoska sjómanninum, sem Defoe síðar gerði ódauðlegan i gerfi „Robinson Crusoe“, þegar sjóræningjaskipin hans, Hertoginn og Hcrtogafrúin, vörpuðu ankerum við Juan Fernandez eyju í nánd við Chile. Ýmiskonar hjátrú var bundin við þessa litlu eyju og foringj- arnir í liði Dovers vildu tefja sem skemmst við hana. Dover var hinsvegar á öðru máli. Margir af áhöfnum skipanna voru veikir. Skyrbjúgur hafði stungið sér niður meðal hásetanna og dular- fullur sjúkdómur að auki. Dover afréð að láta skjóta sér á land. Bátur var mannaður og áhöfnin á Hertogafrúnni fylgdist með ferð hans upp að eynni. Það var farið að skyggja. Þegar bátur- inn átti skammt ófarið, sáu menn á Hertogafrúnni sér til mikill- ar furðu, að bál virtist hafa verið kveikt upp á eynni. Áhöfn- inni sýndist bátnum snúið við, og Ijós voru sett upp til þess að leiðbeina honum að skipinu. Annað ljós birtist í myrkrinu og yfirmennirnir komust að þeirri niðurstöðu, að frönsk óvinaskip lægju við ankeri undan eynni. Það hvessti og bilið milli sjóræningjaskipanna breikkaði nokkuð. Hertogafrúin hélt sig nær landinu og skaut úr byssum sínum öðru hvoru til þess að gefa til kynna, hvar hún væri. Ein- mitt þegar menn voru farnir að óttast, að Dover og ræðarar hans mundu aldrei sjást framar, birtist báturinn við skipshlið- ina. Dover hafði séð hir dularfullu ljós, en hvorki orðið var við spönsk né frönsk skip. Þegar birti, héldu skipin tvö varlega meðfram eynni, en sáu ekkert grunsamlegt. Um hádegisbil fór Dover í land við sjöunda mann. Allir voru vel vopnaðir. Könnunarsveitin sást lenda, en kom ekki aftur. Þegar menn tóku að óttast um, að óvinaflokk- ur hefði leynst í landi og handsamað mennina átta, var send- ur öflugur liðsauki. Skömmu seinna kom allur hóþurinn aft- ur, tilkynnti að öllu væri óhætt og hafði meðferðis þann, sem valdur hafði verið að hinum dularfullu ljósum — „mann, sem var klæddur geitarskinnum frá hvirfli til ilja“. Þessi skrítni maður kvaðst heita Alexander Selkirk. Hann fullyrti, að hann hefði verið stýrimaður á skipinu Cinque Ports og að fyrir fjórum árum og fjórum mánuðum hefði skipstjóri hans skilið hann eftir á þessari eyðieyju. Hann talaði hægt og hikandi, eins og hann væri byrjaður að gleyma mannlegu máli. Hann hafði lent í deilum við skipstjór- ann, sagði hann, og skipið verið svo hriplekt, að hann hefði í fyrstu ekkert haft á móti því að verða eftir á eynni. En þegar honum hafði snúist hugur, skömmu áður en skipið létti ankerum, hafði skipstjórinn þverneitað að taka hann aftur um borð. Dover var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að trúa manninum, þegar saga hans var staðfest á óvæntan hátt. „Þetta er satt,“ sagði William Dampier, skipstjóri Hertog- ans. „Ég þekki þennan mann. Ég var viðstaddur, þegar þetta gerðist". Hann hafði verið skipstjóri á Sankti Georg og slegist í fylgd með Cinque Ports á umræddri ferð. Hann hafði talið, að Sel- kirk hefði orðið eftir af frjálsum vilja. Deginum lauk með því, að Selkirk var gerður að stýrimanni 6 á Hertoganum, og í ferðalok fékk hann 36,000 krónur í sinn hlut af herfanginu. Selkirk skýrði svo frá, að hann hefði séð skipin tvö kvöldið áður, talið þau vera brezk og kveikt bál til þess að vekja á sér athygli. Meðan hann dvaldist á eynni, hafði hann séð til all- margra skipa, en aðeins tvö — og bæði spönsk — höfðu varp- að ankerum. Hann flýði til skógar. Spánverjarnir elti og skutu á hann, en hann komst undan. Þegar hann hafði verið skilinn eftir á eynni, hafði honum verið fenginn fatnaður, byssa, nokkuð af púðri, kúlur og tóbak, hnífur, ketill og biblía. Með þessu hafði honum tekist að halda í sér lífinu, en fyrstu átta mánuðina hafði einveran nærri gert hann sturlaðan. Hann reisti sér tvo strákofa og klæddi þá innan með geitar- skinnum, en geitur gat hann skotið meðan púður hans entist. Eld kveikti hann með því að núa saman tveimur spýtum. Hann matreiddi í minni kofanum en í þeim stærri svaf hann, söng sálma sér til hughreystingar og baðst fyrir. Hann lifði á geitaketi, skelfiski og fljótakrabba, og á meðan hann dvaldist á eynni, felldi hann um 500 geitur og fangaði jafn margar og markaði sér þær. Hann hljóp oft geiturnar uppi. I einum; slíkum leiðangri var hann hætt kominn, þegar hann féll fram af háum kletti. Það vildi honum til lífs, að geitin, sem hann var að elta, var undir honum. En það leið heill sólarhringur, áður en hann gat dreg- ist heim í kofann sinn, og í tíu daga treysti hann sér ekki á fætur. Það var urmull af köttum þarna og nokkra tók hann undir verndarvæng sinn. Þeir höfðu komist á land úr skipum — og líka rottur. Áður en Selkirk fékk sér kettina, var honum illa vært fyrir rottunum, sem réðust að honum og bitu hann í svefni. Hann tamdi líka riokkra kiðlinga og hafði þá hjá sér í kofan- um. Stundum stytti hann sér stundir með því að syngja og dansa með köttunum! Þegar fötin hans ónýttust, saumaði hann sér skinnklæði og hafði nagla fyrir nál. Það tók hann marga mánuði að venjast einverunni. En þegar honum tókst það, urðu þáttaskil í lífi hans. Hann fór að kunna ágætlega við einsetulífið. Til þess að týna ekki niður málinu, þuldi hann bænir dag- lega upphátt. Heimkoma Selkirks vakti feiknmikla athygli og allir ætluðu að sjálfsögðu, að hann væri feginn frelsuninni. Én hann varð fyrir vonbrigðum. Hann saknaði hinnar kyrrlátu eyjar sinnar. „Þegar ég sá hann fyrst“, ritaði Sir Richard Steele, „leyndi það sér ekki, að hann hafði lifað lífi einsetumanns. Maður fann, að hann kærði sig harla lítið um siðmenninguna. Ég heyrði hann oft lýsa því, hve mjög hann saknaði einverunnar. Éitt sinn sagði hann við mig: Nú er ég efnaður. En aldrei aftur mun mér líða eins vel og þegar ég átti ekki túskilding“. — L. STRONG ^Bezt að auglýsa í VIKUNNI i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.