Vikan


Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 3
Ray Waddon MAÐURINN SEM SAGÐIST VERA GUÐ AÐ var sunnudagur. Fólkið í kirkjunni horfði þögult og eftirvæntingarfullt á háa, fölleita manninn, sem stóð í stólnum. Konur voru í miklum meyihluta meðal kirkjugesta. Hái maðurinn setti upp gullspangargleraugu, spennti greipar og hvessti augum á söfnuðinn. Stundin var runnin upp. Maðurinn í stólnum hét T. Hugh Smyth-Pigott, og það, sem hér greinir frá, gerðist árið 1902. Hann laut áfram, lygndi augum andartak, rétti svo skyndi- lega úr sér. ,,Ég er Jesús Kristur upprisinn,“ tilkynnti hann. Kona byrjaði að gráta. Aftarlega úr kirkjunni hrópaði rödd; „Hann er kominn . . .“ Aðrar raddir tóku undir og konur þustu fram og að stóln- um til þess að snerta háa manninn og kyssa klæði hans. Andartak sást sigurbrosi bregða fyrir á- vörum Pigotts. Innan sólarhrings var nafn hans komið í heimsblöðin . . . T. Hugh Smyth-Pigott var vissulega furðulegur maður. Hann var sonur efnaðra foreldra, sem þó voru ekki nógu efnaðir til þess að geta veitt honum öll þau lífsþægindi, sem hann gerði kröfu til allt frá barnæsku. Hann var valdafýkinn maður. En eitt var það þó, sem hann þráði mest af öllu. Það var aðdáun og undirgefni fagurra kvenna. Hann lagði stund á guðfræði í Oxford, þar sem félögum hans fannst hugmyndir hans vægast sagt harla óvenjulegar. Hann hélt því fram, að guð hefði skapað konuna til þess að vera ambátt mannsins. Hún ætti að hlýða honum í einu og öllu, hans vilji að vera hennar vilji. Hann viðaði að sér bókum um dáleiðslu og sálfræði, sem þá var nærri ný fræðigrein. Það leið heldur ekki á löngu þar til hann sjálfur fór að fást. við dáleiðslutilraunir. Hann lauk prófi og tók vígslu og varð prestur í London. Hann varð fljótt vinsæll meðal kvenfólksins í sókninni. Korn- ungar stúlkur flykktust að kirkju hans. Hann giftist einni þeirra, laglegri ráuðhærðri stúlku að nafni Kathie Reynolds. Hann byrjaði mjög snemma að gefa í skyn í stólræðum sínum, að hann væri ekki réttur og sléttur klerkur. ,,Ég tala til ykkar sem einn hinna innblásnu,“ boðaði hann söfnuði sínum einn sunnudaginn. ,,Það eru spámenn uppi í dag engu síður en fyrr á öldum. Ég er einn þessara spámanna." Nokkrum sunnudögum síðar hækkaði hann sig í tign og hætti að vera ótíndur spámaður. „Guð býr í mér,“ tilkynnti hann. „Mín orð eru hans orð. Þann sem ég blessa, blessar hann.“ * Fólkið í sókninni snerist gegn honum. „Hann er vitfirrtur," hvísluðu sumir. „Ekki vitfirrtur — en vondur,“ sögðu aðrir. Andúðin varð svo mikil, að hann neyddist til að láta af embætti. Hann gaf það sem tilliástæðu, að hann væri orðinn einlægur aðdáandi Hjálpræðishersins. Hann komst fljótt til nokkurra metorða hjá þessari dug- miklu stofnun — og var aftur neyddur til að segja af sér. Þá kynntist hann ungum Skota, sem tilheyrði sértrúarsöfnuði, sem taldi hjónabandið brot á lögmálum ritningarinnar. Það var í írlandi. Söfnuðurinn trúði á „andlegar ástir“, þ. e. frjálsar ást- ir. Þetta fannst Pigott ágæt kenning, og hann sneri til Eng- lands til þess að boða hana í hinni spánýju, glæsilegu kirkju, sem söfnuðurinn var búinn að reisa í London. Það var í þessari kirkju, sem hann lýsti yfir, að hann væri ICristur endurfæddur. Það gerðist í september 1902. Pigott var þá 49 ára gamall. Lundúnabúar urðu æfir, og næsta sunnudag, þegar Pigott bjóst til að halda til kirkjunnar, hafði múgur manns safnast saman við húsið hans. „Þar sem ég er sá, sem ég segist vera, hef ég ekkert að óttast,“ sagði Pigott rólega og lét senda eftir kerru sinni. Reiðiöskur kvað við, þegar hann birtist í dyrunum. Lurkar og önnur barefli voru á lofti. En Pigott hikaði ekki. Hann gekk út á götuna. I sömu svifum bar að lögreglusveit, sem kölluð hafði verið út, þegar fréttist af mannsöfnuðinum. Koma henn- ar kann að hafa bjargað lífi Pigotts. Lögreglan fylgdi honum til kirkju, þar sem hann endurtók yfirlýsingu sína. En í þetta skipti blönduðust hæðnishróp sam- an við fagnaðaróp hinna kvenlegu aðdáenda hans. Lögreglan varð að fylgja honum heim til sín aftur, til þess að forða hon- um frá líkamsmeiðingum. Næst þegar Pigott reyndi að efna til guðsþjónustu, kom til uppþots. Eftir það var kirkjunni lokað fyrir fullt og allt. Á kvöldin safnaðist allskyns lýður að húsi hans og hótaði honum öllu illu. Pigott hafði vit á að halda sig innan dyra undir lögregluvernd. Hann hélt þó áfram að leika lausnara- hlutverkið, fór mörgum orðum um skilningsleysi mannfólks- ins og kvaðst vera að bíða eftir því, að guð segði honum, hvað hann ætti að taka til bragðs. Nokkrum vikum seinna fór hann frá London og leitaði sér griðastaðar á sveitasetri, sem söfnuðurinn átti á Vestur-Eng- landi. Henri J. Prince, upphafsmaður safnaðarins, hafði stofn- að þarna til nýlendu, sem héraðsmenn gáfu nafnið: Musteri ástarinnar. Prince hafði haldið því fram, að hann væri sendiboði Heilags anda á jörðinni og ódauðlegur í þokkabót. Það kom þó ekki í veg fyrir, að hann sálaðist ósköp hversdagslega. Það var þremur árum seinna sem Pigott tók við stjórn. Kathie konan hans flýði með honum frá London, og í fylgd með þeim var Ruth Preece, forkunnarfögur stúlka, sem var að- dáandi „meistarans". Pigott kallaði Ruth hina „andlegu brúði“ sína, en þegar hann varð þreyttur á henni, tók hann sér aðra „andlega eiginkonu“, og þannig koll af kolli. Um skeið bjuggu sextíu konur í þessari nýlendu, allt frá fögrum kornungum stúlkum til gamallegra og ósköp hversdags- legra kvenna, sem þó höfðu þann kost að vera efnaðar. Hvað olli því taumlausa aðdráttarafli, sem .maðurinn virtist búa yfir, þegar kvenfólk var annarsvegar? Það er litlum vafa undirorpið, að hann hefur að einhverju leyti beitt dáleiðsluáhrif- um sínum. Ein hinni „andlegu,, lagskvenna hans sagði síðarmeir: ,,Ég mun aldrei gleyma því, hve augu hans heilluðu mig. Þau virt- ust sjá allt inn í sál mína og krefjast undirgefni, hlýðni og tilbeiðslu." Pigott hafnaði ekki í tukthúsinu vegna þess, að ekkert var til í enskum lögum, sem hægt var að byggja á ákæru á hendur honum. En kirkjan svipti hann kjól og kalli fyrir „ósiðsamlegt líferni“. Þegar honum barst fregnin, hækkaði hann sjálfan sig enn í tign. „Þeir mega gera hvað sem þeim sýnist,“ sagði hann. „Ég er guð.“ Iiann var samviskulaus þorpari, en villti ekki einasta öðr- um sýn, heldur og sjálfum sér. Maður, sem hitti hann um þessar mundir, sagði: „Hann talaði háalvarlegur um eintóma hringavitleysu, en eftir því sem ég bezt gat séð, trúði hann hverju orði, sem valt upp úr honum.“ Það var fjögra metra hár steinveggur umhverfis sveita- setur safnaðarins og Pigott lifði þar eins og blóm í eggi. Hann hafði gnægð peninga, enda voru margar kvennanna, sem fylgt höfðu honum í útlegðina, vel efnaðar, en safnaðarlög mæltu svo fyrir, að allt fé skyldi lagt í sameiginlegan sjóð. Hann barst mikið á, hafði þjón á hverjum fingri og ók um sveit- irnar í íburðarmiklum, rauðum bíl. „Guðsþjónustur" safnaðarins fóru fram í skrautlegri kap- ellu. Pigott stjórnaði þeim úr stóru ,,hásæti“, sem klætt var rauðu silki. Sjálfur klæddist hann við þessi tækifæri ákaflega litríkum austurlenskum búningi. Framhald á hls. 15. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.