Vikan


Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 11

Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 11
Með tísturli Vföjfu ti! pabba Smásaga eftir JOAN 60DINNAR — Við horfum í aðra átt og kvörtum svo undan því að það sé ekkert að sjá, sagði Monsieur Paul. Ég skildi ekki hvað hann átti við, svo ég leit á pabba til að vita hvort hann mundi ekki útskýra málið, en hann snaraðist út að glugganum, þungbúinn á svipinn, svo ég vissi að ég yrði að mjaka mér lengra út í hornið og látast vera að lesa í bók- inni, sem ég hafði fundið þar. Ég vissi að ef ég bærði ekki á mér og létist vera önnum kafin við að gera eitthvað, þá mundi pabbi sennilega gleyma nærveru minni. Pabbi minn er fallegasti maðurinn sem ég hef nokkurn tíma séð, þó mamma, eða móðir mín eins og hún vill að ég nefni sig, segi að það sé heimskulegt að kalla karlmann fallegan. Hann sé annaðhvort myndarlegur, glæsilegur eða virðulegur, en pabbi er allt þetta og meira til. Mamma er lítil og grönn og næstum alltaf dálítið gröm, en pabbi er stór og Ijós- hærður maður með skegg. Þegar hann er reiður, þá er hann eins og hvirfilvindur, en þegar hann er góður, þá er eins og sól- in sé farin að skína. Mér þykir svosem nógu vænt um mömmu, en ég elska pabba minn, hvort sem hann æðir um eða Ijóm- ar. Hann er skáld og sér ýmislegt, sem aðr- ir sjá ekki. Þegar við erum á gangi í skemmtigarðinum, þá er grasið ekki bara íykugt gras meðan hann er að tala um það, heldur allir iðgrænu hagarnir út um viða veröld; og þegar hann talar um tré og blóm, þá eru það allt tré og blóm, sem til eru til að gleðja auga mitt. Hann talar bara ekki mjög oft við mig, heldur gleymir mér dögum saman, eða verður reiður ef ég er fyrir honum. Núna er hann hingað kominn til að vita hvort Monsieur Paul vill ekki lána honum peninga, þó ég eigi ekki að vita neitt um það. Pabbi á aldrei neina peninga, af því enginn kaupir ljóðin hans, og það er þeim sjálfum til tjóns, því það eru falleg Ijóð um ást og dauða og jafnvel þó ekki sé mjög mikil merking í orðunum, þá hljóma þau svo fallega. Ég hugsa að við mundum enga peninga hafa, ef mamma væri ekki ensk og færi á hverjum degi til að kenna tveimur litl- urn drengjum í húsi við torgið. Ég held að það séu peningamir sem hún vinnur sér þannig inn, sem hún notar til að borga Súsönnu gömlu fyrir íbúðina okkar. Én þó við höfum oftast nær nóg að borða, þá er aldrei neitt afgangs til að kaupa vínflösku með matnum handa pablDa eða til að eyða í kaffihúsum með stúlkimum hans. Þá verður hann reiður og æðir fram og aftur um litlu stofuna okkar og hrópar, og hárið á honum og skeggið, sem hvorki er rautt né gyllt heldur hvorutveggja, stendur upp í loftið, eins og það sé gætt sjálfstæðu lífi. Þá þykir mér svo vænt um hann af því hann er svo fallegur. Og nú var hann alveg eins fallegur í reiði sinni við Monsieur Paul. — Hvernig á ég að geta hugsað ? Hvem- ig á ég að geta skrifað? Hvernig á ég að geta lifað ? hrópaði hann. — Er ég þá hund- ur eða dýr, sem tjóðrað er niður? „Drekktu ekki vín, húsaleigan er óborg- uð; sittu ekki alla nóttina í kaffihúsun- um; það er engin mjólk til, ekkert brauð! Eyddu ekki öllum morgninum í að ganga um í garðinum, reyndu heldur að skrifa falleg ljóð sem einhver vill kaupa, svo að Anna geti fengið nýja skó. Ekki að hugsa, ekki að anda, ekki að lifa — bara vinna! Hvernig get ég lifað eins og kanína í búri? Hvernig get ég skrifað með hlekki um fæturna? Ég verð að hafa tíma og svigrúm — og ást.“ Þá var það sem Monsieur Paul sagði þetta sem ég skildi ekki, um að maður horfði í aðra átt og kvartaði svo yfir því, að það væri ekkert að sjá. — Mundi „hún rígbinda mig í báða skó, ef hún elskaði mig? sagði pabbi. — Mundi hún reyta í mig smáaura eins og krakka? Mundi hún sífellt liggja í mér um að vinna, rnn að sjá fyrir heimili og bami? Og svo bætti hann við þessu hræðilegasta: — Hef ég beðið um eiginkonu, heimili og barn? Ég hlýt að hafa gefið frá mér hljóð, því Paul kom auga á mig. — N-ei, litla mín, sagði hann. — Hvað mundi þessi góða, enska móðir þín segja um að láta þig sitja inni í svona góðu veðri ? Farðu og findu Kisu og farðu með hana út í sólskinið. Ég gat ekkert annað gert en að fara. Þarna sat Kisa í sólskininu á tröppunum við dyrnar hennar Súsönnu gömlu og þvoði fallega svarta trýnið með stóru, hvítu loppunni. Ég settist á tröppuna og tók hana í kjöltu mína. Hún var heit úr sólinni og ég hélt henni þétt upp að mér, til að reyna að verma kalda, þunga klump- inn, sem hafði verið hjartað í mér. Hvað eftir annað glumdu þessi orð í eyrum rnínurn: — Hef ég beðið um heimili, eig- inkonu og barn? Er það kannski ég sem vil eiga barn. Mig langaði til að gráta. Mig langaði svo mikið til að gráta, að mig sveið í hálsinn, en tárin létu standa á sér. Ein- asta huggun mín var harða, hlýja höfuð- ið á Kisu við vanga minn og þungi, mátt- lausi skrokkurinn á henni í kjöltu minni. I fjarska heyrði ég raddir, djúpa og reiðilega rödd föður míns og þýðari rödd M. Pauls, sem af einhverjum ástæðum var nú ofsafengin. Þá skildi ég hvað um var að vera. Pabbi vildi fá peninga til að kaupa sér frelsi; hann vildi fara í burtu frá mömmu og mér; hann gat ekki skrifað ef hann var hjá okkur; orðin komu ekki lengur fram á varir hans. Pabbi sagði að mamma elskaði sig ekki lengur, af því hún vildi ekki gefa honum peninga til að komast í burtu. En ég, sem elskaði hann meira en nokkuð annað í veröldinni, ég skyldi veita honum frelsi, Hve mikið mundi frelsið kosta? Hann hafði einu sinni verið hamingju- samur, sagði hann, á ítalíu. Það var ekki svo mjög langt í burtu. Kisa stakk hlýja, svarta höfðinu í hálsakotið á mér og ég strauk þykka, loðna feldinn hennar. Um leið og ég strauk fingrinum gegnum hár- ið á henni, þá vissi ég hvað ég ætlaði að gera. Rétt hjá húsinu okkar er mjó gata, sem liggur niður að ánni, með litlar dimmar búðir á báðar hliðar. Gatan virðist öll svo dimm, vegna þess að húsin eru há og göm- ul og sólin nær sjaldan að skína niður á gangstéttina. Búðirnar selja kynlega, drungalega hluti, eins og rúllur af þung- um svörtum reipum og Ijóta ðngla, og sumar hafa óhrein húsgögn, gömul föt og hálfslitna skó á boðstólum. Yið endann á götunni er verzlun með skilti í glugg- anum, innan um druslur og brotna muni: „Loðskinn keypt og seld“. Það var heitt þennan dag og þó það væri ekki langt að fara, þá seig Kisa í. Hún hvíldi á handleggnum á mér og mal- aði þýðlega við sjálfa sig, eins þung og hún væri þegar dauð, og það glytti í sæ- grænu augun í tænni milli sjrfjulegra augnalokanna. Ég gaf mér ekki tíma til að hugsa neitt, og þegar ég rejmdi að kingja, var eins og lokaðist fyrir hálsinn á mér, svo ég var næstum köfnuð. Svit- inn lak niður í augun á mér og ég fann bragðið af honum í munninum á mér. Mig sárverkjaði í handleggina, en ég þorði ekki að stanza. Það var svo dimmt í búðinni eftir að sólin var gengin til viðar, að ég sá ekki út úr augunum. Ég fann aðeins raka lykt af gömlum fötum, þurra maðkakenda lykt af gömlum húsgögnum — nálykt, hugs- aði ég. Kisa barðist um, þegar ég staulaðist inn í búðina og ég varð að halda fast ut- an um hana miðja, eirís og ég hafði verið vön að gera þegar ég var lítil. Ég vissi að það var óþægilegt fyrír hana, en ég mátti ekki sleppa henni. Innan úr bakherberginu kom kona, fremur ung kona. Ég hafði ímyndað mér að hún mundi vera gömul, gráhærð ©g nornarleg, en hún var góðleg, þó hÁi væri fremur sóðaleg. — Ég ætla að selja köttinn minn, sagði ég, þó mig verkjaði svo í háfehua, að ég gæti varla talað. — Mér þykir það leitt, litla min, svar- Framhald á bts. H. Faðir hennar var fallegasti maðurinn sem hún hafði nokkurntíma séð, hvort sem hann var kátur eða reiður. Þessvegna ætlaði hún að hjálpa honum, hvað sem það kostaði . . . 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.