Vikan


Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 12
var fangavorour í fangelsinu í Georgíu, ungur, óbanginn og kannski dálítill glanni, Mitt verk var það að minnsta kosti, að þegar niutíu manna fangaflokkur var ieigður út til Con- tinental jámbrautafélagsins, fylgdi honum — ung stúlka. Con- tinental fékk fangana til járnbrautarlagningar í fjöllunum fyrir vestan Kenham, og stúlkan, sem erfiðaði við hlið þeirra dul- búin sem venjulegur fangi, var dauðadæmdur morðingi. Fyrir morð hafði hún að minnsta kosti verið dæmd. Þeir höfðu komið með hana til fangelsisins til þess að fullnægja dómnum og ég hafði hrifsað hana úr dauðaklefanum nóttina fyrir af- tökuna og falið hana uppi á herbergi mínu. Ég var nefnilega ekki viss um, að hún væri sek. Mér fannst það að sumu leyti harla ótrúlegt, að Gwen Benson hefði byrlað föður sínum eit- ur. Ég vildi að minnsta kosti reyna að komast til botns í mál- inu, og það var að mínu undirlagi, sem Gwen klæddist hinum röndótta einkennisbúningi karlfanganna og leyndist þar sem mönnum datt sízt í hug að leita hennar — meðal fanganna sjálfra. Það var ekki um annað að velja. Hún sat föst í gildr- imni, þótt hún væri komin út úr dauðaklefanum. Ut úr þeim steln og stálhring, sem fangelsið var, treysti ég mér ekki til að koma henni. Lífsvon hennar byggðist á því, að henni tæk- ist að leynast sem venjulegum fanga. Því var það, að þegar fangahópurinn, sem Continental jámbrautafélagið hafði tekið á leigu, hélt upp í fjöllin, var meðal þelrra imgur, lagleg- ur fangi, sem í fangaskránni hét Bobert Flowers og sem sam- kvæmt fangelsisskýrslunmn var að afplána 18 ára dóm. Aðeins fjórir menn vissu, að undir hinum grófa fangabúningi bærðist konuhjai-ta — ég og þrir fangar. Tveir þeirra — Wint og Hale j.jX — höfðu augljósa samúð með stúlkunni og hjálpuðu henni eftir beztu getu. Sá þriðji — Carson — reyndist samviskulaus þorp- I ari, sem reyndi að notfæra sér varnarleysi hennar til þess að þröngva upp á liana blíðu sinni. Þannig stóðu málin, þegar Patrick Shayne, sem verið hafði verjandi liennar, heimsótti fanganýlenduna og heimtaði, að ég segði honum, hvar hún leyndist. Eftir nokkurt þóf, neyddist ég til að láta undan og Oarson fór að sækja Gwen. PATRICK SHAYNE hlustaði þegjandi á, á meðan ég lýsti því fyrir honum, hvernig ég hafði komið Gwen úr dauðaklefan- mn og til hvaða úrræða ég hafði gripið, til þess að leyna henni. Eg forðaðist málalengingar, því að ég vildi vera búinn að skýra honum frá málavöxtum áður en Carson kæmi með Gwen. Ég sagði honum það eitt, sem máli skipti, en hann skaut inn í spurningum, þar sem hann vildi fá nánari skýringai’. Þegar ég lauk máli mínu, þagði hann dálitla stund, hrukkaði ennið og tottaði vindilinn ákaft. Loks spurði hann: „Með öðrum orðum sástu engin ráð til að smygla henni út úr fangelsinu, þótt hún væri laus úr dauðaklefanum ?" „Nei.“ „Og þessi Flowers, þessi piltur, sem hún hafði hlutverkaskipti við?“ „Hann dó þegar leitin að henni stóð sem hæst. Hann var nýkominn í fangelsið og ekki enn kominn á fangaskrána. Þegar ákveðið var að leita í vistarverum fangavarðanna líka, var um tvennt að velja: Að láta hana finnast eða láta hana taka sér nafn og gerfi Roberts Flowers. Við grófum Flowers á laun og hún klæddist fangabúningi og fluttist í klefann hans.“ „Eg skil. Talsvert snjöll hugmynd. Og nú . . .? Hvað tekur nú við?“ Ég sagði: „Hún segist vera saklaus. Hún segist ekki hafa drepið föður sinn. Það var þessi fullyrðing hennar —- því að ég trúði henni — sem kom mér til að gera það, sem ég gerði. Ég vpnaði, að hægt yrði að sanna sakleysi hennar." „Og nú?“ Shayne horfði framan í mig. „Hvað er næst á dagskrá? Hvað ætlið þið að taka til bragðs, þegar ég segi ykkur, að dómnum yfir stúlkunni verði ekki haggað? Það hefur ekkert nýtt komið fram í málinu; hún er dauðadæmdur morðingi, hvort sem hún situr í dauða- klefanum eða leynist hér í gerfi venjulegs fanga." Ég horfði á Shayne og það hvarflaði að mér, að ég stæði andspænis, óvenjulega harðbrjósta manni, sannkölluðu hörkutóli. Hann talaði um Gwen eins og hún væri honum alls óviðkomandi, eins og hún hefði hætt að vera mennsk manneskja á sama augnabliki sem dómarinn kvað upp yfir henni dauðadóminn. Svo ypti ég öxlum. Lögfræðingar urðu að vera raunsæismenn, að horfast í augu við staðreyndirnar. Shayne hafði öll gögn máisins í sínum höndum. Hann var bezt dómbær um það, hvernig staðan var. Úr því hann sagði, að dómnum yrði ekki hnekkt, þá hlaut það svo að vera. Þetta var hvorki staður né stund fyrir uppgerðar til- finningasemi og tálvonir. Ég sagði ekkert, sneri mér við, horfði upp að vögnunum og beið. Shayne endurtók ekki spurninguna. Hann kveikti sér í nýjum vindli, bretti upp frakkakragann og tautaði, að' þetta væri Ijóti djöfuls kuldinn. Ég kinkaði kolli. „Já.“ Svo bætti ég við: „Þarna koma þau.“ Shayne horfði á þau nálgast og hrukkurnar í enni hans dýpkuðu. Svo fór hann í vasa sinn, dró fram gleraugu og setti þau upp. Hann var mjög virðulegur og hátíðlegur með gullspangargleraugun á nefinu, stakk nærri því hlægilega í stúf við steingrátt, nakið umhverfið. Hann sagði: „Þau eru þrjú. Hver er sá þriðji?" „Hann heitir Wint,“ sagði ég. „Hann var klefafélagi Roberts Flowers. Ég hlaut að hafa hann með í ráðum.“ „Þið eruð alls fjórir, sem vitið hvernig þetta er í pottinn búið,“ sagði Shayne. „Hver er sá fjórði? Annar fangavörður ?“ „Nei, það er fangi að nafni Hale. Hale hjálpaði mér að ná henni úr dauðaklef anum. “ „Sei-sei, þetta hefur verið heilmikið samsæri," sagði Shayne þurrlega. Hann var með vindilinn uppi í sér og hendurnar á kafi i frakkavös- unum. Hann hafði ekki augun af röndóttu verunum, sem nálguðust okk- ur. Þegar Carson tók í handlegginn á Gwen, skaut henni fram fyrir sig og brosti drýgindalega, horfði lögfræðingurinn lengi á hana án þess að mæla orð af vörum. Loks kinkaði hann hægt kolli. „Já. Já, ég sé hvað þið eigið við!“ „Hefðuð þér þekkt hana?" Það var Carson, sem talaði. Hann var hreykinn á svipinn, eins og hann vildi segja: Var þetta ekki skemmti- legt uppátæki á mér. Shayne horfði á Gwen, tottaði vindilinn, hristi að lokum höfuðið. „Ég er hreint ekki viss um það.“ Svo gekk hann nær. „Nei, ég er alls ekki viss um, að ég hefði þekkt þig aftur, Gwen.“ Gwen sagði hæglátlega: „Þér vilduð tala við mig?“ „Já, Gwen, ég þarf að tala við þig." Ég hugsaði gramur: Hann gæti verið dálítið manneskjulegri. Hann getui' verið raunsær og þar fram eftir götunum án þess að þúa hana með þessum þóttafulla yfirlætissvip. Hún var að minnsta kosti skjólstæðing- ur hans. „Hvað ætlarðu að gera?“ Shayne tók út úr sér vindilinn og blés stór- um reykjarmekki út í loftið. Gwen sagði: „Get ég nokkuð gert?“ „Þú átt við . . .“ Shayne benti með stafnum upp að fangavögn- unum . . . „að þú ætlir að halda áfram að vera Robert Flowers?" „Get ég nokkuð annað?“ „Þú getur gefið þig fram." „Og látið hengja mig!“ Gwen lyfti höfðinu og' horfði beint framan í Shayne. „Eftir allt sem á undan er gengið! Eftir vistina í dauðaklef- anum. Eftir að vera búin að vera hundeltur, eftirlýstur strokufangi, eftir að vera búin að fórna öllu — bókstaflega öllu -— til þess að bjarga lífinu, eftir allt þetta á ég að skríða fram úr fylgsni mínu og segja: Jæja, hér er ég! Takið mig nú og hengið mig!“ Shanye sagði: „Mál þitt er útkljáð. Dómnum treysti ég mér ekki til að hagga." „En ég er saklaus!" Augu Gwen voru allt í einu orðin kúffull af tár- um. „Skiljið þér það ekki? Ég er saklaus!" t S K #7 G G A G A L G A JV S F O R S A G A : Þeir atburð- ir, sem hér greinir frá, gerð- ust fyrir fimmtiu árum. Ég eftir William Gaston jr. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.