Vikan


Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 10
0 Útlendingar leggja yfirleitt meiri áherzlu á haldgóðan morgunverð en við. Sennilega af því að þeir byrja yfirleitt daginn fyrr og fara ekki heim um há- degið. I Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum getur maður átt von á eftir- farandi á morgunverðarborðinu: Franskur morgunverður Kanna með svörtu sterku kaffi og kanna með sjóðandi lieitri mjólk, eða kanna með súkkulaði. Bistaðar brauðsneiðar, Hálfmúnar (croissants) eða brioclie Hunang, ávaxtamauk Egg „með slöri“ eða soðin egg Ávextir Enskur morgunverður Glas af úvaxtasafa Te í stórum tekatli Kanna með sjóðandi vatni Kanna með mjóllc Bistað brauð, smjör og ávaxtamauk Hafiagrautur Hrærð egg eða egg og bacon Fiskur í bræddu smjöri (ýsa eða koii) Amerískur morgunverður Glas af ávaxtasafa Mjólkiu-glas Sjóðheitt, veikt kaffi í katli Kanna með kaldrí mjólk Alls lcyns steikt korn Bistað brauð með kanel eða eugifer Sveskjumauk Egg„sunny side down“eða nýrnaragú Vöflur Mjólkurkaffi (með kaffibæti). Það' er siður margra i Frakklandi að nota kaffibæti í morgunkaffið. 1 sigtið er látin ein skeið af kaffi- bæti og fjórar af kaffi. Þegar vatnið er komið að suðu, er þrem- ur skeiðum af því helt á kaffið og það látið bólgna, áður en þvi sem eftir er af vatninu ((4 líter) er hellt á. Vatnið á að vera sjóð- andi heitt, en má ekki sjóða. Þeg- ar kaffið er sigið í gegn, er sigt- ið tekið af og kaffinu hellt með einu handtaki yfir gromsið. Hellt i kaffikönnu. Með þessu kolsvarta, sterka kaffi er borin sjóðheit mjólk. Mjólkursúkkulaði. Látið einn líter af mjólk og 250 gr. af nið- urbrotnu suðusúkkulaði yfir eld og hrærið í öðru hverju. Bætið 5—10 sykurmolum út í. Þegar sýður, er súkkulaðið tilbúið. Sláið svolítið úr því með þeytara og berið það sjóðandi heitt á borð. Brioches. Hellið 300 gr. af hveiti í hrúgu á borðið, gerið holu í miðjuna og bætið í það 20 gr. af geri, úthrærðu í stóru glasi af volgrí mjólk, einu eggi, 150 gr. af smjörliki og ofurlitlu salti. Hnoðið þetta þangað til deigið hættir að festast við hendumar. Breiðið yfir það og látið það bíða í tvær klukkustundir á heitum stað. Þá er það mótað í aflangt brauð og bakað í meðalheitum ofni. Egg með slöri á ristuðu brauði. Bætið grófu salti og skeið af ediki út í vatn í skaftpotti, sem settur er yfir eldinn. Þegar það fer að gára, er bezt að brjóta eggið í bolla, til að fullvissa sig um að það sé nýtt, og renna því svo ofan í vatnið. Hvítan umlykur þá rauðuna undir eins. Látið eggið sjóða í þrjár mínútur, takið það svo upp úr með gataspaða, látið það snöggvast á hreina þurrku, svo vatnið drjúpi af þvi og setjið það loks ofan á vel ristaða brauð- sneið. Borið á borð með bræddu smjöri, salti og pipar. Soðið egg. Meðalstórt egg á að vera hæfilega soðið eftir fjórar mínútur, sé það látið ofan í sjóð- andi vatn. Sumir láta egg ofan I kalt vatn og taka þau upp úr þegar sýður. Aðrir láta þau ofan í sjóðandi vatn, taka pottinn af eldavélinni og segja eggin soðin, þegar vatnið er ekki lengur nema vel volgt. Á morgunverðarborðinu eru eggin höfð með steiktu brauði og smjöri, og sumir láta drjúpa í þau dropa af ediki. Teið. Gleymið ekki að te á allt- af að laga úr sjóðandi vatni í katli, sem búið er að skola með heitu vatni áður en telaufin eru látin í hann. Hæfilegt magn af tei er ein skeið á mann og ein að auki „handa tekatlinum". Hellið í bollana gegnum tesiu eftir þriggja mínútna bið. Englending- ar láta alltaf sykur og heita mjólk i bollann, áður en teinu er helt i hann. Hafragraut elda Englendingar á sama hátt og við úr 150 gr. af haframjöli og ofurlitlu salti í % líter af vatni. Þeir sjóða hann í 10 mín. og bera hann á borð með mjólk og strásykri. Hrærð egg verða bezt ef þau eru brotin ofan í skaftpott, slegið úr þeim með litlum gaffli, og skaft- potturinn síðan settur ofan I ann- an stærri með sjóðandi vatni. Það þarf að hræra stöðugt i eggj- unum og skafa hræruna vel frá botninum. Þegar eggin byrja að hlaupa er bætt smjörlíki, salti og pipar í pottinn. Takið skaft- pottinn upp úr áður en eggin eru orðin alveg eins og þau eiga að vera, því þau halda áfram að steikjast í heitum pottinum. Egg og baoon. Steikið tvær þunnar sneiðar af svínafleski á meðalheitri pönnu. Steikið síðan eggin á pönnunni, en gætið þess að hitinn sé ekki svo mikill að neðri hliðin brúnist. Notið ekk- ert salt en ofurlítinn pipar. Steikt ýsa. Berið brætt smjör á ýsuna og steikið hana báðum megin við hægan hita. Borðið hana með bræddu smjöri og kart- öflum. Soðin ýsa. Ýsan er látin I kalt vatn og álitin soðin, þegar hreyf- ing fer að sjást á vatninu. Látið síga vel af fiskinum, og berið hann á borð með vel heitri feiti og sítrónusneiðum. Gufusoðinn koli er fljótlegur réttur. Þannig með farinn tapar fiskurinn ekki bragði og þykir hollur fyrir böm. Roðflettið kol- ann og látið hann á disk ofan á skaftpott, sem fullur er af sjóð- andi vatni. Hvolfið öðrum diski yfir. Fiskurinn soðnar I gufunni og er borinn á borð með bræddu smjöri og sítrónusneiðum. 'CÖ Bistað brauð með kanel eða engifer. Skerið franskbrauð í tveggja sm. þykkar sneiðar og ristið þær í brauðristinni. Smyrj- ið þær síðan öðru megin, stráið sykri ofan á og síðan kanel. Brauð með engifer er útbúið á sama hátt. Alls kyns korn. 1 matvörubúð- um fæst Com flakes, Bran og margar fleiri tegundir af steiktu komi. Það borða Bandaríkja- menn hrátt með kaldri mjólk og sykri út á. Sveskjumauk. Sveskjurnar eru lagðar í bleyti yfir eina nótt og vatninu svo helt af þeim. Þær eru síðan látnar sjóða sykurlausar í skaftpotti í ofurlitlu vatni í fimm minútur og safinn ekki borðaður með. Prýðilegt ávaxta- mauk fyrir þá, sem ekki vilja fitna. Franskt brauð. Vætið fransk- brauðsneiðar vel í kaldri mjólk, án þess að gera þær of gegn- blautar. Látið þær brúnast og bólgna báðum megin I feiti á pönnu. Brauðið er borðað heitt með smjöri, sykri, sirópi eða sveskjumauki. Egg „sunny side down“. Nafn- ið er ákaflega skáldlegt, „egg með sólarhliðina niður". Tvö egg eru brotin á pönnuna. Þegar hvít- er vel hlaupin saman; er eggjun- um snúið með spaða, svo að sólar- hliðin eða rauðan snúi niður. Steikt áfram við hægan hita I eina mínútu. Nýrnaragú. Flettið himnunum af nýmnum, skérið þau I fer- hyrnta bita, sem látnir eru liggja I edikvatni i 30 mín. Bræðið svo smjör á pönnu og látið nýrun sjóða í því við mikinn hita. Bætið salti og pipar út i. Þegar bitam- ir eru orðnir stifir, en það tek- ur í mesta lagi 2 mín., er nýrn- aragúið borið á borð heitt með sitrónusafa. Vöflur með sírópi. Blandið sam- an 250. gr. af hveiti og 200 gr. af sykri, bætið tveimur eggjum í og svolitlu salti. Hrærið vel með trésleif. Bætið svo 75 gr. af bræddu (ekki soðnu) smjöri út í, og smám saman vatni, til að fá fljótandi (%—% líter) deig. Ef hægt er, ætti að hræra deigið daginn áður. Vöflumar eru siðan bakaðar I vöflujáminu og bomar á borð heitar með smjöri og sírópi. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.