Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 13
Shayne ypti öxlum: ,,Það eru allir saklausir. I5g á enn eftir að hitta
morðingja, sem ekki segist vera saklaus."
Andartak var dauðaþögn. Svo steig Wint fram. „Bruð þér lögfræð-
ingurinn hennar, eða eruð þér bónir að taka að yður hlutverk ákær-
andans ?“
„Góði minn, ég er hvorugt." Shayne horfði kuldalega á hann. „Þetta
er búið, skiljið þér það ekki ? Útkljáð. Stúlkan hérna er búin að fá sinn
dóm. Ég gat ekki hjálpað henni og ég get vissulega ekki hjálpað henni
núna. Þessvegna er ég ekki hingað kominn sem lögfræðingm’, heldur
sem . . . ja, óbreyttur borgari eiginlega, sem vegna meðaumkunar með
fyrrverandi skjólstæðingi sínum er búinn að leggja á sig langt og erfitt
ferðalag.“
„Meðaumkun?" Gwen starði á hann stórum augum.
„Ja.“ Shayne tók út úr sér vindilinn. „Ég sé ekki, að það sé ástæða til
að kalla það neitt annað.“ Hann þagnaði andartak og horfði á hana. Svo
sneri hann sér að mér. „Gaston, hve lengi haldið þér, að hún geti haldið
áfram að leynast með þessu móti ?“
Ég horfði á Gwen. Kinnar hennar voru tárvotar og varirnar titruðu lítið
eitt. Wint hafði lagt annan handlegginn utan um mitti hennar, og hún
hallað höfðinu að brjósti hans, eins og barn, sem vill láta hugga sig.
Ég horfði á Carson og sagði hægt: „Ef enginn okkar kemur upp um
hana, getur hún leikið þetta hlutverk ..." Ég hikaði og gaut augun-
um til Gwen.
„Já!“ Rödd Shaynes var hvöss og óþolinmóð.
„Svo lengi sem hún hefur þrek til.“
Shayne velti þessu fyrir sér stundarkorn. Svo ypti hann kæruleysislega
öxlum og gekk fast upp að Gwen.
„Og hvað heldur þú?“
• Wint svaraði fyrir hann. „Hún kýs lífið,“ sagði hann stuttaralega, lyfti
hendinni og strauk henni blíðlega um vangann á stúlkunni.
Það skall snögg vindhviða á brekkunni og þyrlaði upp steingráum ryk-
mekki. Það hvein í grjóturðinni fyrir ofan okkur og svartir skýjabólstrar
komu þjótandi úr austri og hlóöust upp i ferlegar skýjaborgir. Hvítblár
vetrarhiminninn sortnaði óðfluga, og áður en varði var brekkan, sem
við stóðum í, og fjallið fyrir ofan okkur, sólarlaus, grár steinheimur.
Þetta gerðist svo snögglega, að okkur setti hljóð, og í nokkrar mín-
útur stóðum við þarna, lögfræðingurinn, fangavörðurinn og fangarnir
þrír, og horfðum á þessar hamfarir. Það var engu líkara en verið væri
Fyrsta stóra hlutverkið
STEVE FORREST heitir hann þessi og er tiltölulega nýr hjá
Metro-Goldwyn-Mayer kvikmyndafélaginu. Hann byrjaði i smá-
hlutverkum, en er nú búinn að Ieika aðalhiutverkið i spánýrri
Iitmynd, sem félagið lét taka í Mexiko. Hann leikur blaðamann
frá tímaritinu „Time.“
að skipta um leiktjöld á leiksviði. I stað sólarljóss og birtu kom blý-
grár himinn og jörðin varð grá og köld og dauð svo langt sem augað
eygði.
. Það komu fleiri vindhviður utan úr geymnum og þyrluðu upp fleiri
rykmökkum, ískaldur norðanvindur, sem smaug í gegnum ltlæði manns
eins og þau væru úr pappír. Shayne bölvaði, togaði hattinn niður í augu
og hneppti frakkann upp i háls. Ég kipraði mig saman undir einkenn-
isfrakkanum, gróf hendurnar í vösunum og stappaði niður fótunum.
Carson gretti sig og byrjaði að berja sér af alefli.
En Gwen og Wint stóðu kyrr í sömu sporum. Þa.u hreyfðu sig ekki,
virtust ekki finna til kuldans. Wint hafði tekið báðum höndum utan um
stúlkuna, og hún hjúfraði sig upp að brjósti hans með lokuð augu, og yfir
andlitinu var undarleg, sælukennd ró, sem var i algeru ósamræmi við
umhverfið. Þau voru eins og meitluð í stein, og hinir röndóttu búningar
þeirra runnu saman í eitt og það var eins og ekkert gæti skilið þau
framar.
Ég horfði á þau og síðan á Shayne og Carson. Shayne hailaði undir
flatt, augun voru mjóar rifur bak við gleraugun og um munninn lék
veikt bros. Það var kæruleysislegt og kuldalegt bros, og þegar hann
gaut augunum til mín sem snöggvast og kinkaði koll, þá sagði hann
með þeirri hreyfingu: Ja, hver fjandinn! Allur þremillinn getur skeð!
Ég leit undan. Mér var undarlega innanbrjósts. Ég fann blóðið hlaupa
fram í kinnarnar á mér, fann hvernig ég roðnaði eins og krakki! Mér fannst
allt í einu, að ég ætti engan rétt á að vera þarna, að stúlkan og mað-
urinn, sem stóðu þarna, ættu siðferðislegan rétt á að fá að vera ein og
ótrufluð.
Því að úr svip Gwen Bensons mátti lesa ást og blíðu og ró, eins og
hún væri á þessari stundu sátt við tilveruna, eins og augnablikið væri fullt
af sælu og unaði, sem umhverfi og aðstæður gætu ekki raskað.
Það skein úr svip Gwen Benson, að hún elskaði manninn, sem hún
hjúfraði sig upp að, og sem hélt höndunum utan um hana og beygði sig
niður að andliti hennar og hvislaði að henni orðum, sem við heyrðum ekki
fyrir ýlfrinu í vindinum.
Shayne ræskti sig og Carson hætti að berja sér og starði á þau. Wint
leit upp. „Jæja,“ sagði hann hæglátlega og beindi orðum sínum til lög-
fræðingsins, „höfum við þá um nokkuð fleira að ræða?“
Shayne reif út úr sér vindilinn. „Höfum við um fleira að ræða, spyr
maðuri'nn!“ Hann þreif i öxlina á honum og rykkti honum að sér. Hann
var furðu sterkur. Andlitið var hvitt af bræði og æðarnar við gagnaug-
un eins og rauðir þræðir. „Heldurðu að ég sé kominn hingað til þess að
horfa á þig flaðra upp um þetta stelpufífl?“ öskraði hann. „Heldurðu
að ég sé búinn að leggja á mig þetta ferðalag til þess að sjá tvo snoð-
klippta tukthúslimi leika elskendur? Nei, þar skjátlast þér; ég kom hingað
í allt öðrum tilgangi.“
Gwen stökk fram, en ég' varð fyrri til. Ég þreif til hennar, greip ut-
an um úlnliðina á henni og' sagði: „Hægan, Gwen! Viltu að þeir heyri til
okkar þarna efra?“ Svo sneri ég mér að Shayne. „Þér áttuð hingað ákveðið
erindi,“ sagði ég. „Þér voruð eitthvað að tala um hundrað dali Eigum við
ekki að snúa okkur að efninu?“
Shayne var að reyna að stilla sig, en hendin. se'm hélt á vindlin-
um, skalf. Loks brosti hann með erfiðismunum. „Ég bið yður afsökunar,
Gastori. Hef verð dálitið lasinn að undanförnu. Taugarnar." Hann horíði
á Gwen og bætti við kuldalega: „Ætli yður sé ekki óhætt að sleppa
henni?“
Gwen brosti snögglega. „Þér eruð þó ekki hræddur við einn kven-
mann ?“
Shayne hi-isti höfuðið. ,,Við skulum ekki vera að þjarka. Ault þess .
og hann hvessti augum á Gwen . . . „hefur þú ekki benlínis efni á því."
Hann sneri sér aftur að mér, og næstu orðum sínum beindi hann :il
mín. Hann var aftur orðinn virðulegur lögfræðingur með gullspangar-
gleraugu. Hann sagði: „Ég geri þá ráð fyrir, að þetta sé útkljáð." Hann
sló út hendinni. „Kvenmaðurinn kýs þetta. Gott og vel, það er hennar
einkamál. Það kemur mér ekki við, eins og komið er. En það voru
þessir peningar." Hann hoi'fði á Gwen og talaði hægt og skýrt. „Þrátt
fyrir það, sem á undan er gengið, mun ég ekki taka tilboð mitt aftur.
Ég get útvegað þér hundrað dali, Gwen. Þú gerir þér vonandi íjóst, hve
álitleg fúlga það er fyrir manneskju í þínum sporum."
Gwen ætlaði að fara að svara, þegar Wint tók í handlegginn á lienni.
„Við skulum láta hann tala út," sagði hann rólega.
„Það er ósköp einfalt," sagði Shayne. „Fyrir fanga eru hundrað dalir
hrein auðæfi. Með lagni getur hann notað slíka upphæð tii þess að
kaupa sér ýms forréttindi. Jæja, Gwen, ég er reiðubúinn til að útvrga
þér þessa peninga endurgjaldslaust."
„Ég þigg ekki ölmusu af yður!" Rödd Gwen var há og hvell.
,,Ég er ekki að tala um ölmusu." Shayne horfði kuldaicga á stúlk-
una. „Ég hef kaupanda að jörðinni þinni."
„Kaupanda?" Gven horfði undrandi á hann.
„Kemur heim!“ Hann brosti þurrlega. „Þú hafðir ekki gert þér grein
fyrir þessu, var það, Gwen mín góð? Þú varst að visu dæmd til dauða
fyrir að myrða föður þinn. En — og svona eru lögin flókin og skrýtin
sem eini erfingi hins myrta ertu orðin eigandi jarðarinnar!"
Gwen sneri sér að Wint. „Guð minn góður, Wint! Þeir dæma niig
til dauða og svo búast þeir til að afhenda mér aleigu föður mxns."
Wint tók bliðlega í hendi hennar. „Bíddu við, Gwen. Við skulum heyra
hvað hann hefur í' huga.“ ,
„Ég hef ekkert í huga, eins og þú orðar það,“ sagði Shayne þvirriega.
Framliald á bls. 15.
13