Vikan


Vikan - 05.09.1956, Qupperneq 3

Vikan - 05.09.1956, Qupperneq 3
ATJ'AN' AR - SA MARION GILCHRIST var kannski ekki beinlínis sérvitur, en duttlungafull var hún í meira lagi. Til dæmis fann hún upp á því að geyma skartgripi, sem hún átti og virtir voru á 135,000 krónur, í fata- skápnum sínum. Og það átti eftir að verða hennar bani, þótt hún hefði öflugar skrár fyrir öllum hurðum. Marion Gilchrist var tekin að reskjast. Hún var ógift og bjó í íbúð sinni í Glas- gow með einni þjónustustúlku, konu að nafni Helen Lambie. I íbúðinni fyrir neðan bjó maður að nafni Adams með systrum sínum. Marion hafði tjáð þeim, að hún mundi berja í gólfið, ef hún einhverntíma þarfnaðist skjótrar hjálpar. Um sjöleytið mánudagskvöldið 21. des- ember 1908, fór þjónustustúlkan í sendi- ferð, sem tók hana um tíu mínútur. Á meðan á því stóð, heyrðu Adams-systkin- in „hávaða að ofan, þvínæst mjög þungt fall og loks þrjú greinileg högg.“ Adams minntist orða gömlu konunnar, flýtti sér upp og hringdi dyrabjöllunni. Enginn svaraði, en hann heyrði hljóð út úr íbúðinni, „eins og einhver væri að brjóta í eldinn.“ Hann komst að þeirri niðurstöðu, að allt væri með feldu, og sneri til baka til íbúðar sinnar. Nærri því á sömu stundu heyrðu systkinin enn óvenjuleg hljóð úr íbúðinni efra; „eins og loftið mundi falla ofan á okkur,“ eins og eitt þeirra orðaði það. Adams fór upp aftur, og um leið og hann lagði hendina á hurðarhúninn, kom þjón- ustustúlkan upp stigann. Hún opnaði með lykli sínum. Þegar hún nálgaðist eldhús- ið, kom maður út úr svefnherberginu. Hann skaust fyrir aftan hana, komst ó- séður framhjá Adams og þaut niður stig- ann „eins og elding.“ Áður en þjónustustúlkan fór inn í íbúð- ina, hafði Adams sagt henni, hvað hann hafði heyrt, en hún virtist taka því með mestu ró, þótt hún vissi, að húsmóðir hennar var taugaóstyrk. Samkvæmt frásögn hennar, sá hún þenn- an ókunna mann þjóta út úr íbúðinni, sem átti að vera harðlæst. Hún sagði ekkert við Adams, og í stað þess að hlaupa inn í svefnherbergið til þess að aðgæta, að ekkert væri að gömlu konunni, fór hún hin rólegasta fram í eldhús, áður en hún loks leit inn í herbergið! Það var ekki fyrr en Adams spurði: „Hvar er húsmóð- ir þín?“ að þjónustustúlkan fór inn í borð- stofuna. Á boröstofugólfinu lá lík Marion Gil- chrst. Höfuð hennar var með miklum áverkum og blóðslettur á arninum. Það lá í rup.um uppi, að hún hafði vcrið myrt á hróðalegan hátt. Nokkru af skartgripum Það felst meira í lífinu en að auka liraða þess. >Ialiatma Gandhi. Öl! dýr nema maðurinn vita að aðalmark- niið lífsins er að njóta þess. Samuel Butler. í FAIMGELSI KLAUS hafði verið stolið, en mörg djásn lágu enn á snyrtiborði hinnar myrtu, þar sem morð- inginn hafði orðið að hlaupa frá þeim. Lögreglan birti ófullkomna lýsingu á morðingjanum — svo ófullkomna, að henni lauk með orðunum: „Betri lýsing ekki fyrir hendi.“ Unglingsstúlka að nafni Barrowman staðfesti þó þessa lýsingu. Hún sagðist hafa verið á heimleið og komin á móts við húsið, þar sem Marion Gilchrist bjó, þegar maður kom hlaupandi út um for- stofudyrnar, straukst fram hjá henni og og hvarf. Hún hafði ýmsu smávegis við lögregluna að bæta, en þar sem þetta gerð- ist á dimmu desemberkvöldi, var hæpið að byggja of mikið á upplýsingum henn- ar. Hinn 25. desember tjáði maður að nafni M’Lean lögreglunni, að þýzkur Gyðingur að nafni Oscar, hefði boðist til að selja honum veðlánarakvittun fyrir brjóstnál, sem Marion Gilchrist hafði átt og blöðin voru búin að lýsa. Lögreglan fór heim til Gyðingsins, en var tjáð, að hann hefði farið til Liver- pool fyrr um daginn og kona verið í fylgd með honum. Hann hafði ekki reynt að leyna því, hvert hann var að fara. Burð- armaður tjáði lögreglunni, að níu töskur, sem ferðalangurinn hefði haft meðferðis, Þaó er aðeins hægt að skilja lífið eftir á, en því verður samt að lifa fram á við. S. A. Kierkegaard. Lífið er eins og að leika opinberlega ein- leik á fiðlu og læra á hljóðfærið um leið. Lytton lávarður. smmmsm hefðu allar verið merktar: „Liverpool". Og næst kom á daginn, að hann hafði fengið sér hótelherbergi í Liverpool und- ir sínu rétta nafni, Oscar' Slater, en dag- inn eftir lagt af stað með vinkonu sinni til New York með Lusitaniu. Um sömu mundir gerði lögreglan óvænta uppgötv- un — brjóstnálin hafði verið veðsett fimm vikurn á'ður en morðið var framið! Þótt sönnunargögn lögreglunnar væru eklti upp á marga fiska, fór hún þess á leit við bandarísku yfirvöldin, að þau framseldu Oscar Slater. Lögfræðingar Slaters í New York tjáðu honum, að hann gæti mótmælt þessum aðförum, en hann lýsti yfir, að hann væri gjörsamlega sak- laus og hélt af frjálsum vilja til Skot- lands til þess að svara ákærunni á hend- ur sér. Réttarhöld í máli hans hófust 3. mai 1909, og þremur dögum síðar kvað 15 manna ltviðdómur upp þann úrskurð, að Iiann væri sekur. Meirihlutinn réði. Níu töldu sekt ákærða sannaða, fimm töldu sönnunargögn ónóg, einn sýlmaði hann skilvrðislaust. Slater var dæmdur til dauða og belndi þá eftirfarandi orðum til dómarann úr sakborningastúkunni: „Lávarður minn, foreldrar mínir eru fá- tækir. Ég sneri aftur til þessa lands af frjálsum vilja. Ég kom hingað til þess að hreinsa mannorð mitt. Mér er þetta mál með öllu ókunnugt. Þið eruð að dæma saklausan mann.“ Dómurinn vakti ólgu og deilur. Blöðin fordæmdu hann í einu hljóði. Efnt var til mótmælafunda, og kunnir lögfræðing- ar urðu til þess að skrifa blöðunum og jafnvel gefa út bæklinga, til þess að sýna fram á, hve óréttlátur úrskurður meiri- hlutans hefði verið. Meðal áköfustu málsvara hins dauða- dæmda var Sir Arthur Conan Doyle, höf- undur Sherlock Holmes bókanna. Yfir 20,000 skrifuðu undir náðunarbeiðni, sem send var konungi. Aftakan hafði verið ákveðin hinn 27. maí, og það var aðeins sólarhring fyrir aftökudaginn sem innan- ríkisráðherrann tilkynnti, að dauðadómn- um hefði verið breytt í ævilangt fangelsi. Mótmælum hélt þó áfram að rigna yfir stjórnarvöldin, og í apríl 1014 var stjórn- skipaðri nefnd falið að rannsaka málið. Vald nefndarinnar var sáralítið og mikil leynd hvíldi yfir starfi hennar. Hinn 27. júní var birt opinber yfir- lýsing um málsrannsóknina. Við lestur hennar kom að visu í ljós, að nefndin varð r.ð viðurkenna, að sönnunargögnin gegn Oscar Slater væru harla veigalítil. En dómurinn stóð óhaggaður! Þegar heimsstyrjöldin braust út, gleymdist þessi maður að mestu, þótt ýms- ir héldu tryggð við málstað hans. Árið 1925 skrifaði Conan Doyle innan- ríkisráðherranum og vakti athygli á því, að Slater væri þegar búinn að afplána 15 ár af ævidómnum. Með góðri hegðun, skrifaði Doyle, væri það venjulegast látið nægja, jafnvel þótt dómurinn hefði hljóð- r.ð upp á lífstíð. En ráðherrann svaraði, að hann teldi „ekki í'éttmætt," að Slater yrði látinn laus. Þessum úrskurði gat hinn ógæfusami fangi ekki áfrýjað. En góðir menn héldu áfram að berjast fyrir frelsi hans. Árið 1926 tókst þeim að fá mál hans tekið upp að nýju. Dórnstóllinn, sem nú fjallaði um það, komst að nokkuð annarri niðurstöðu cn kviðdómurinn. Hann kvað upp þann úrskurð, að fullkomlega væri ósannað, að Slater hefði framið morðið. Hann var sýknaður af ákærunni og fékk fulla upp- rc'nn æru. En skaðafcæturnar, sem þessi saklausi maður fékk cftir 18 ára fangels- isvist, námu aðcins um 270,000 krónum. — ART BRICKER. Það er skritið þetta með lífið: ef maður neitar að taka við nema því allra bezta, fær maður það oft. Somerset .Muugluim. *•> .)

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.