Vikan - 05.09.1956, Blaðsíða 4
Ævintýrið um
OPC7II ðflBllil
UHt I V UHRDU
Ævísaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar 19
FOBSAGA: Tiittaign smk ir*
gömul 6T Greta Garbo orðfn (Táðasta fcvlk-
mymlastjarna licimsins og þar að anki
milljónamærmgur. En hún er líka orðin
ómannblendin og- á sífeldum flótta undan
aódáendum og blaðamönnum. Frama sinn
á hún algeriega að þakka kvikmynda-
stjóranum fræga, Mauritz Stiller, sem tók
hana fátæka og fákunnandi upp af götu
sinni í Stockhólmi, og kenndi benni smátt
sem stórt, þangað til hann skildi við hana
fræga stjörnu í Hollytwood, en fór sjálfur
heim til Svfþjóðor til að deyja, Annar
karlmaðurinn í lífi hennar, John Gilbert,
er líka dáinn, nokkuð löngu eftir að hinu
fræga ástaræfintýri þeirra hefur lokið.
Hljómsveitarstjóranum fræga Leopold Sto-
kowski tekst ekki að leiða Gretu upp að
altarinu og hann hefur dregið sig í hlé
áður en hún kynnist matarræðissérfræð-
ingnum Hauser.
EKKI leið á löngu áður en Hauser fór að færa
út kvíarnar með fyrirlestrum og bréfanám-
skeiðum og í Hollywood var auðunninn markað-
ur. Kvikmyndastjörnur eins og Clara Bow, Laura
La Plante, Billie Burke og Paulette Goddard
gerðust nemendur hans. Hauser kunni líka tökin
á að auglýsa, hann hafði eitthvað við sig, sem
einkum eldri konum fannst alveg ómótstæðilegt,
og brátt átti hann líka viðskiptavini meðal ,,fínu“
baðgestanna í Florida. Einn af hinum bandarísku
áhangendum hans var frú Ann Astaire, móðir
Adelu og Fred Astaires. Adela giftist Cavendish
lávai'ði- og gegnum hana fékk Hauser aðgang að
því sem hann kallaði sjálfur „fínasta og áhrifa-
ríkasta fólkið í London“. Gegnum Adelu kynntist
hann ennfremur hinni forríku lady Medl, vinkonu
hertogans af Windsor og frú Simpson, og hún
varð einn af áköfustu fylgismönnum hans. Hún
kynnti hann fyrir Barböru Hutton, Diönu Mann-
ers, Franz Josef erkihertoga, Phillippe de Rot-
child baróni og mörgum öðrum af „finni stétt-
inni“.
Þegar Hauser byrjaði að gei'a hosur sínar græn-
ar fyrir Gretu Garbo, var hann þegar orðinn vel
þekktur og auðugur og áberandi maður í sam-
kvæmislífinu í Hollywood. Hann hafði á prjón-
unum miklar ráðagerðir um að verða leiðtogi
Gretu. Hann byrjaði á því að láta hana breyta
matarræði sínu. Hann taldi hana á að hætta við
þetta einhæfa grænmetisát en mælti með kjöti,
einkum lifur, ásamt sínum eigin réttum; skyri,
þurrkaðri undanrennu, geri, sírópi og ávaxtasafa.
Greta fylgdi fyrirmælum hans í blindni og þreifst
bara vel, eftir því sem vinir hennar segja.
En leiðsögn Hausers var ekki aðeins bundin
við matarræðið. Hin gerfimennskulega geðlækn-
ing hans var einn liðurinn á dagskránni. Hann
kvaðst geta „raskað við sálinni", með því að
hrista sjúklinginn upp úr makindum og venju-
bundnum lifnaðarháttum. Hann setti sér það
markmið, að breyta Gretu í glaðlynda sam-
kvæmiskonu.
Þegar Greta kvartaði yfir höfuðverk, sýndi
Hauser henni enga meðaumkun. I stað þess að
aumka hana (eins og Stokowski hafði alltaf
gert), sagði þessi hressilegi „sálarraskari” að-
eins: „Farðu í góða gönguskó og svo fáum við
okkur ferskt loft. Það er bezta ráðið við höfuð-
verk". Ef hún þá stundi við og kvaðst vera þreytt,
þá stakk Hauser ekki upp á því að hún legði
sig. 1 stað þess blandaði hann handa henni hress-
andi drykk, eins og t. d. ,,sólskinskokteil“ (sem
var blanda af appelsínusafa, gulrót og seljurót)
eða dreif hana út í bíl og ók henni á mjólkur-
bar, þar sem hún gat fengið yogurt. Þegar Greta
kvaðst ekki megna að hitta nokkra manneskju,
þá útbjó hann veizlu eða skipulagði skemmtiferð.
Kvartaði hún yfir svefnleysi, mælti hann með
því sem hann kallaði „andlegan kokteil", það er
að segja svæfandi seyði af fögrum hugsunum.
Greta fór fúslega að ráðum hans. Hún fór
með honum í veizlur í heimahúsum og lét sjá
sig með honum í veitingahúsum, leikhúsum,
hljómleikasölum og á listasýningum. Kunning-
skapur þeirra fór brátt að vekja athygli. Lou-
8
| VEIZTt—?
| 1. Hvernig farið er með hinar heilögu
kýr í Bombay vorra daga; a) hvort
trúaðir menn hirða þær innan girð-
iga, b) hvort þær ganga ennþá lausar
eða c) hvort þær eru hættar að vera
= heilagar ?
5 2. Hvar er Hvalbaksbanki eða Hvalbaks-
grunn ?
: 3. Gary Cooper lék Kobert Jordan og
Ingrid Bergman Maríu árið 1944 í
kvikmynd gerðri eftir bók eftir Hem-
mingway. Hvaða bók var það?
| 4. Hver þvoði hendur sínar og sagði:
„Sýkn er ég af blóði þessa réttláta
manns“ ?
i 5. Hverja elskaði Dante?
i 6. Hvenær var verzlunin gefin frjáls á
1 fslandi ?
I 7. 1 vestanverðu Atlantshafi er 300 eyja
eyjaklasi, sem Bretar ráða yfir. Höfuð-
i . borgin heitir Hamilton. Hvaða eyjar
em það ?
I 8. I hvaða borg var stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna gerð vorið 1945?
| 9. Hvaða dagur var áður fyrr kenndur
við Óðinn ?
| 10. Hvað er það sem hleypur þrátt
hæðir yfir vötn og dal ?
Nafnið finna ef þú átt,
í undirdjúpi leita skal.
Sjd svör á bls. llf.
SnnHiHHmMimnmmiiimMiimmimiiiniinmimtmimHiti
ella 0._ Parson upplýsti lesendur sína um að þau
væru svona og hinsvegar. Og Hauser lét nokkr-
ar hógværar athugasemdii' falla í fyrirlestrum
sínum, eins og og t. d.: „Ég er ekki grænmetis-
æta og Greta Garbo er ekki fótstór", og ekki
brást að slíkt hefði tilætluð áhrif á kvenfólkið,
sem fyllti áheyrendahóp hans. Honum hafði um-
svifalaust tekizt að telja Gretu trú urn, að hún
hefði gott af því að koma innan um fólk. Það
hafði áreiðanlega heldur ekki svo lítið auglýs-
ingagildi fyrir hann sjálfan.
Rétt fyrir frumsýninguna á „Ninotchku“, 15.
nóvember 1939, gátu blöðin skýrt frá því, að
Hauser hefði gefið Gretu demantshring og að
hún bæri hann á „réttum fingri". Margir undr-
uðust það, hvernig blöðin hefðu komizt á snoðir
um þetta; það var alveg óhugsandi að Greta hefði
frætt þau á því. En hvorki hún né Hauser gáfu
neinar yfirlýsingar þar að lútandi, og þegar
þau lögðu af stað saman frá Hollywood, í fylgd
með Frey Brown, til að eyða nokkurra vikna
fríi í New York, þá lofuðu slúðurdálkahöfund-
arnir að éta hattana sína, ef Greta væi'i ekki bráð-
um gengin í hjónaband.
Hauser sýndi Gretu New York í öðru ljósi en
hún hafði nokkurn tíma séð borgina. Þau fóru
í síðdegisdrykkjur til frú Cornelius Vanderbilt í
einbýlishúsið hennar við Fimmtugötu, og á kvöld-
in borðuðu þau með hinum frægu kunningjum
Hausers. Kvöld nokkurt urðu þau fyrir því að fá
ekki borð i matsalnum á Algonquin-hótelinu —
og það gaf Hauser tilefni til að segja við Gretu,
að ef hún héldi áfram að láta sjá sig á opinber-
um stöðum, þá mundi hún brátt ekki vekja rneiri
athygli en lögregluþjónn. Á dagskrá þeirra voru
jafnvel næturklúbbar og jassknæpur.
Eftir nýjár eða í febrúar héldu Greta og Hauser
niður til Palm Beach á Florida og settust að á
slæpingjahótelinu Whitehall. Frá Florida lá leið
þeirra til Nassau á Bahamaeyjum, þar sem þau
stigu um borð í hina frægu listisnekkju Axels
Wenner-Grens, „Suðurkrossinn“. Eftir að hafa
siglt í nokkrar vikur um hafið kringum Bahama-
eyjar, lagði snekkjan að landi á Miami, þar sem
æfintýri Gretu og Hausers lauk.
Fyrir Hauser var þetta bitur endir. Hann hafði
í alvöru vonazt til að geta komið til baka til
Hollywood með Gretu sem brúði sína. Áður en
hann lagði af stað til Florida, hafði hann trúað
nánustu vinurn sinum fyrir því, að hann hefði
í hyggju að kvænast Gretu og væri búinn að
ákveða staðinn í Florida, þar sem brúð-
kaupið ætti að fara fram. Svo viss var hann
í sinni sök, að hann var búinn að láta skrifa
fréttina um brúðkaupið, í samráði við vin sinn
hjá „Alþjóðlegu fréttaþjónustunni“, svo að hún
væri tilbúin til birtingar fyrirvaralaust! Um leið
og athöfninni væri lokið, átti Hauser að láta vita
með því að tala við vin sinn i síma. Það sírntal
fór aldrei fram!
En þó Hauser tækist ekki fremur en Gilbert
og Stokowski að leiða Gretu upp að altarinu, þá
hélt hann áfram að vera vinur hennar og ridd-
aralegur fylginautur eftir komu þeirra til Holly-
4