Vikan


Vikan - 05.09.1956, Side 6

Vikan - 05.09.1956, Side 6
LOKSINS, loksins var fyrirhöfn Mahmeds um það bil að bera ávöxt! Liðlegi fulltrúinn, sem hafði lóðsað hann yfir hafsjó skriffinnskunnar sópaði saman síðustu skjölunum og ætlaði að fara að veita honum vega- bréfsáritun til Bandarikjanna. Þetta hafði ekki verið neitt smámál, ónei! Það var liðið meira en heilt ár síðan Mahmed Gontalz yfirgaf átthaga sína i albönsku fjöllunum til að setjast að í Tríest, og nú fylltist hann snöggvast sigurvissu, þarna sem hann sat í skrifstofu Evrópsku útflytjendaskrifstofunnar, að afloknum rannsóknum, fyrirspurnum, formsatriðum, spurningarlistum og læknisskoð- nnum í heilt ár; eftir að hafa eytt heilu ári í niðurlægjandi bið, bænir til Allah og bréfaskriftir til frændans í Fíladelfíu, sem hafði samþykkt að taka við honum ásamt fjölskyldu hans i landi frelsisins. Liðlegi fulltrúinn dró fram nokkur skjöl í viðbót og sagði eitthvað, sem í þýðingu túlksins var: Það vantar mynd af konunni yðar og undirskrift hennar. I fremra herberginu sátu tvær litlar dökkhærðar konur hlið við hlið á baklausum bekk og biðu þolinmóðar, eins og þær voru búnar að bíða dag eftir dag í marga mánuði. Mahmed gaf þeim merki, þær risu á fætur sem einn maður og komu inn í skrifstofuna, þar sem fulltrúinn sat. Mahala konan mín kann ekki að skrifa, sagði Mahmed til skýringar, en Jurada kann það; hún skrifar undir fyrir hana. — Konan yðar verður að skrifa undir sjálf, sagði túlkurinn og reyndi að útskýra málið. Vinkona hennar getur ekki gert það fyrir hana. —• Undirskrift annarrar þeirrar dugir áreiðanlega, sagði Mahmed í . bænarrómi. Mahala sér um eldamennskuna, en það er Jurada sem skrifar. Túlkurinn leit á litlu dökkhærðu konumar tvær, sem stóðu sín hvoru megin við lágvaxna dökkhærða manninn, ofurlítið aftan við hann, og allt í einu kom skilningsglampi í augu hans. — Hamingjan góða! hrópaði fulltrúinn upp yfir sig, ætlið þér að segja konu frá Hollywood og olíukóngi. Fyrir neðan hana stóðu nokkrar lín- ur, sem létu Mahmed hrökkva við . . . Hann hafði áreiðanlega ekki mis- skilið þetta. Nei, þetta var áreiðanlega rétt: unga leikkonan var fjórða kona olíukóngsins og hann fimmti maðurinn hennar. Mahmed hrópaði upp yfir sig af undrun. Hvað átti nú þetta að þýða? Einn maður eiginmaður fjögurra kvenna og nýjasta konan hans eiginkona fjögurra annarra manna ? Um leið og útflytjendaskrifstofan var opnuð, flýtti Mahmed sér að reka blaðið upp að nefinu á túlkinum: Þarna sjáið þér að vissir menn í Ameríku geta átt fjórar konur, meðan þið neitið mér um tvær ofurlitlar! Allir hafa rétt til að kvænast hversu mörgum konum sem þeir vilja, bara ef þeir eiga aðeins eina í einu, útskýrði túlkurinn þolinmóð- ur. Maður verður að vera skilinn við þá fyrstu til að geta kvænzt annarri, og skilinn við aðra til að geta kvænzt þeirri þriðju o. s. frv. Skiljið þér, Gontalz ? Þetta skildi Gontalz ákaflega vel, hann var enginn kjáni. Sönnun þess er það, að hann gætti þess vel að trúa engum fyrir ráðagerðinni, sem var að myndast í huga hans. Eftir að hafa spurzt fyrir og leitað ráða svo lítið bæri á í nokkra daga, tilkynnti Mahmed útflytjendaskrifstofunni að hann beygði sig undir það að taka aðeins aðra konu sína með sér, ef þeirri sem eftir yrði í Triest væri séð fyrir atvinnu. Þetta var ákveðið og svo kom dagurinn áður en leggja skyldi upp í ferðina til Filadelfíu. Nú var aðeins eitt erfitt skref eftir: að tilkynna eiginkonunum ákvörð- unina. Hvernig átti hann að tilkynna annarri hvorri þeirra langan aðskiln- að við hann? Bezt yrði að segja þeim sannleikann. — önnur ykkar fer með mér á morgun, sagði hann. 1 Ameríku ætla ég að leggja hart að mér, safna peningum eins fljótt og hægt er og skilja á vestræna vísu. Eftir það kem ég aftur til að sækja þá ykkar, sem verður hér eftir og flyt hana án allra erfiðleika til Filadelfiu, þar sem hún verður samkvæmt einhverjum einkennilegum lögum ■— eina kon- Tvœr eiginkonur SMÁSAGA EFTIR mér að þær séu báðar eiginkonur hans. En það getur ekki verið, það er ekki hægt að eiga tvær konur! — Jú, jú, tvær konur, staðfesti Mahmed með ljómandi brosi. Ég er Múhameðstrúar og Múhamed leyfir manni að eiga margar konur, ekki satt? En ég er fátækur maður og ég á ennþá aðeins tvær .. . Fulltrúinn sagði eitthvað og túlkurinn þýddi það. Bandarísku lögin segðu ákveðið fyrir um þetta, Mahmed gæti ekki komið þangað með nema eina eiginkonu. -— Þær eru svo litlar, sagði Mahmed biðjandi og virti þær fyrir sér. Þær taka varla meira rúm en ein og þeim nægir báðum einn lítill ostbiti. Jurada horfði þögul á mennina tvo bak við skrifborðið, svo lítil og grönn að hálfur ostskammtur hlaut í rauninni að nægja henni. Samt sem áður hélt hún sínu virðulega fasi þess sem kann að skrifa nafnið sitt. Hinum megin við eiginmann þeirra beggja, horfði Mahala sínum stóru augum á túlkinn og sendi honum feimnislegt undirgefinsbros þeirrar mann- eskju, sem ekkert kann annað en að elda mat. Hún var ennþá minni en samkona hennar og þurfti sýnilega ekki nema hálft sæti. Konurnar mínar eru það eina sem ég á núna, kveinaði Mahmed vesældarlega í síðasta sinn. Ég er búinn að missa allt, húsið mitt, olífu- garðinn, kindurnar : . . Eg leita á náðir þessa vestræna frelsis og svo vilja Vesturlöndin láta mig yfirgefa konuna mína. Er það þetta sem þið kallið frelsi ? — Margir mundu bara vera fegnir, sagði túlkurinn. Mahmed kom ekki dúr á auga alla nóttina. Hann lá og hlustaði á hirm kunnuglega andardrátt lifsföi-unauta sinna tveggja. Hvernig gæti hann skilið aðra hvora þeirra aleina eftir í Triest? Voru þær ekki báðar sama sem hold af hans holdi? Hafði hann ekki lofað Allah og Múhameð spá- manni hans, að vaka yfir þeim báðum? Honum leið eins og föður, sem í sjávarháska er spurður hvoru bama sinna hann vilji bjarga . . . Fyrir sólarupprás reis Mahmed á fætur, þar sem hann gat ekki sofið, fór út á dyraþrepið, sneri andlitinu til Mekka og bað bænar. Svo fór hann að fletta i gömlu amerísku blaði, sem ein vélritunarstúlkan hjá útflytjenda- nefndinni hafði gefið honum. Þetta var þykkt og fallegt blað, kryplað og þvælt af viðkomu við margar hendur, en engu að síður hrífandi með öll- um þessum myndum af óhóflegum bílum, útlendum matvörum, byggingum, sem hlutu að ná upp í tunglið og fleiri ljósum en stjörnumar á himnin- um. Skyndilega beindist athygli hans að mynd af nýgiftum hjónum, leik- an mín, og þá lifum við öll aftur saman og þurfum aldrei að skilja. Skiljið þið þetta? Ég tek Mahölu með mér, að því að þú ert hæfari til að sjá um þig sjálf, Jurada. Þú kannt að lesa og skrifa. Gegnum þig getum við frétt hvort af öðru og haft samband okkar í milli. Þú mundir þurfa að fá hjálp til að skrifa, Mahala, og það gerði málið miklu flóknara . . . Konurnar tvær beygðu sig undir úrskurð hans án þess að mögla. Hús- bóndi þeirra hafði talað, og um það var ekkert meira að segja. Hryggir í huga pökkuðu þessir þrír meðlimir litlu fjölskyldunnar niður í tösk- umar og eftir kvöldbænina, bjuggu þau sig undir síðustu nóttina saman. Mahala sofnaði strax eins og lítið barn, en Jurada grét lengi . . . — Gráttu ekki, hvislaði Mahmed í eyra hennar, ég lofa að láta þig ekki vera eina lengi. - Eg græt ekki af því að ég verð ein eftir, heldur af því að þú ert að fara, svaraði hún blíðlega. ANTON GONTALZ eða Tony, eins og kunningjarnir kölluðu hann, tók með sýnilegri ánægju á móti Mahmed og Mahölu í Filadelfíu. Hann átti litla matvöruverzlun í fjölbýlu hverfi í borginni og þar sem hann var nýlega orðinn ekkjumaður, fannst honum þetta amstur alltof erfitt. Hjónin settust að í þriggja herbergja íbúð frændans uppi yfir búðinni og brátt gekk allt eins og í sögu. Mahala gei’ði húsverkin og eldaði matinn, meðan Mahmed sá um matvöruverzlunina á móti frændanum. 1 fyrstu reyndist það honum dálítið erfitt, einkum við kassann, þar sem reikningur i dölum og sentum gerði hann alveg ruglaðann í kollinum. En eftir að hafa lagt hart að sér í tvo mánuði, kunni hann utanbókar nöfnin á öllum vörunum og gaf til baka án þess að hugsa sig um. Tony var harðánægður. Hann var geysilega stór og feitur og eftir því latur og hann gerði ekki annað tilkall til lífsins en að fá þrjár góðar máltíðir á dag og að mega sofa í mjúku rúmi, án þess að þurfa að rífa sig upp úr því fyrir allar aldir til að afgreiða viðskiptavinina. Skömmu seinna kom það í Ijós að Mahala var komin þrjá mánuði á leið. Juarada verður himinlifandi, hrópaði Mahmed fagnandi og settist umsvifalaust niður með penna í hönd, til að tilkynna hinni fjarverandi eig- inkonu væntanlega fjölgun í fjölskyldunni. „Ég vona að þú verðir komin til okkar áður en barnið fæðist," skrifaði hann. ,,Ég legg til hliðar alla Ovenjuleg en fyndinn saga um 6

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.