Vikan - 05.09.1956, Page 9
GISSUR HLÆK FULL SNEMMA.
Gissur: Ha? Ertu búin að kaupa nýtt hús?
Rasmína: Já, nœsta hús við samkvœmiskonuna
frú Hornklofa. Og ég œtla að láta sama bygging-
armeistarann sem hún notar, sjá um breytingar
á þv'í.
Gissur: Rasmína apar állt eftir þessari frú Horn-
klofa. Ég er viss um að hún mundi kasta sér i
sjóinn, ef frú Homklofa gerði það.
Dintý: Heyrðu, ég las í blöðunum, að frú Horn-
klofa sigldi til meginlandsíns á morgun.
Dinty: Það getur ekki brugðizt, Gissur. TJm
leið og þú segir Rasmínu frá því, þá pantar hún
far með sama skipi. Og þá verður þú þinn eigin
húsbóndi.
Gissur: Ég cetla að kaupa þetta blað. Þegar Rasmína: Bn hvað það er dá- Nœsti Gissur: Ég verð hrœðilega einmana án þín, elskan.
Rasmína sér greinina, þá byrjar hún undir eins samlegt! Það er ekki mikill tími morgun. Rasmína: Gættu þess nú bara, að ekkert komi fyrir
að pakka niður. til stefnu, en ég œtla að panta far þig, meðan ég er í butu.
undir eins.
Gissur: Þú skemmtir þér áreið-
Kalli kúla: Svona á að lifa lífinu. Rasmína: Skriðkvikindið þitt! Svo þannig hag- Hjúkrunarkonan: Þér kannist við frú Horn-
Siggi súla: Við getum verið hér á hverju kvöldi. arðu þér um leið og ég er farin út úr húsinu. klofa, er það ekki, Gissur? Hérna stendur að
Gvendur sífulli: Heyrið þið, mér heyrist einhver hún hafi hœtt við ferðina til meginlandsins á
vera þama frammi. siðustu stundu.
Gissur: Ég vildi að ég hefði séð þessi um-
mœli fyrr.
„SPIKE'* JONES
SKEMMTIR FÖLKI MEÐ SKOTIIVELLUM, BÍLAFLAUTI, KÚABJÖLLUHLJÖM, SARGI Á ÞVOTTA-
* * * ★ ★ ★ BRETTI OG FÍFLALÁTUM INN A MILLI ★ ★ ★ ★ ★ ★
AÐ er sagt að ekki þurfi annað til að
græða fyrstu milljón krónurnar, dal-
ina, pundin eða frankana en að búa til
betri músagildru en nágranninn og þá
keppist veröldin við að færa manni mill-
jónina heim að dyrum.
Það er einmitt þetta, sem ,,Spike“ Jones,
maðurinn sem myrðir tónlistina daglega
fyrir gífurlega þóknun, hefur gert. Fertug-
ur að aldri er hann orðinn milljónamær-
ingur, sem hefur engan tíma til að eyða
auðnum.
Síðan honum datt það í hug árið 1942,
að barsmíð, skothvellir, bílaflaut, glymur
í kúabjöllu og sarg á þvottabretti væri
nýstárleg tegund af tónlist, hefur hann
verið uppáhalds hljóðfæraleikari milljóna
ungra Bandaríkjamanna, sem öskra af
fögnuði í hvert skipti sem hann stígur
upp á sviðið í litskrúðugu köflóttu föt-
unum sínum, og halda áfram að öskra af
hlátri út alla tónleikana.
Hljómplöturnar hans með hinum vit-
fyrringslegu útsetningum á Cocktails for
Two (með alls kyns grófum aukahljóð-
um), Holiday for Strings (með svo djöful-
legum hlátri að fólk veltist um lengi á
eftir), og öllum hinum skopstældu morð-
tilraunum á vinsælum dægurlögum, selj-
ast betur en nokkrar aðrar hljómplötur í
Bandaríkjunum, og það segir Lindley Arm-
strong Jones að komi sjálfum sér meira
á óvart en nokkrum öðrum.
— Þetta var ekkert annað en grín í
upphafi, segir hann í nokkurra mínútna
hléi á skemmtiþættinum, sem hann ferð-
ast með milli borga í Bandaríkjunum. í
flokknum hans eru 40 skemmtikraftar,
meðal þeirra svín, dúfur, geit, 240 sm. hár
risi, 90 sm. dvergur og 14 „hljómlistar-
menn“.
— Ég var trompetleikari 1942 og lék
á litlum skemmtistöðum í nánd við San
Francisco og Los Angeles. Ég hafði alltaf
ofan í mig, en gat ekki lagt mikið til
hliðar. Ég stjórnaði hljómsveit, ósköp
venjulegri hljómsveit í þá daga, en var
orðinn dálítið þreyttur á öllum þessum há-
stemmdu lögum. Eftir vinnu vorum við
vanir að koma saman og gera gys að öllu
saman, rétt svona til að létta á skapinu.
Einhver bað okkur um að leika eina af
þessum lagleysum okkar inn á hljómplötu,
og það gerðum við svona rétt upp á grín.
Við bættum alls konar skrýtnum hljóðum
inn í lagið. Platan seldist í milljónum ein-
taka, og við vorum beðnir um meira af
svo góðu. Eftir þrjá mánuði vorum við
önnum kafnir frá morgni til kvölds við að
leika inn á hljómplötur, í kvikmyndum
eða útvarpi og skemmta á leiksviði og í
næturklúbbum. Nú segir umboðsmaður
minn mér, að ég sé orðinn milljónamær-
ingur. Ég á sundlaug og hús í Hollywood
og dóttur, sem segir mér að þar sé ágætt
að synda. Sjálfur hef ég aldrei haft tíma
til að reyna fjárans laugina!
Þetta segir Spike Jones með einlægri
hæversku, og eins og hann geti ekki áttað
sig almennilega á því að allt þetta fáist
bara fyrir að rífa niður lög, sem aðrir
menn hafa skapað í sveita síns andlitis.
„Tónlistarrevían sundurtætandi", sem
Spike hefur nú ferðast með um þver og
endilöng Bandaríkin og farið með í aðr-
ar heimsálfur, er ekkert annað en tveggja
klukkustunda hávaði með ofurlitlum fífla-
látum inn á milli. Viðvaningur, sem villist
inn á hljómleika hjá Spike Jones, heldur
kannski að hann sé kominn á vitfirringa-
hæli. Og um það leyti sem skemmtuninni
lýkur, er hann orðinn alveg sannfærður
um að svo sé, en það eina sem ef til vill
mælir á móti því, er að nú vill hann líka
fá að vera með.
Þarna getur maður átt von á hverju sem
vera skal. Spike Jones þýtur inn á sviðið
og út af því aftur, og skiptir í sífellu um
köflóttu fötin. Hann á 10 alklæðnaði. Und-
arlegir síðhærðir náungar leika á hvell-
byssur, „músik“byssur, réttstilltar bíla-
flautur og eldspýtustokka. Og dauðar end-
ur detta niður úr loftinu, til að skapa hið
rétta andrúmsloft. Olíumálverk af Beet-
hoven horfir niður á þessa vitfirringa, og
þegar lát verður á, rekur Beethoven út úr
sér tunguna.
Inn á milli sýna gamanleikarar flokks-
ins sínar eigin listir. Jones sjálfur stjórn-
ar hljómsveitinni með boltapriki, sverði,
eldskörungi eða með boxhanzka á hönd-
unum.
Milli borga ferðast flokkurinn í sér-
stakri lest, Einkalest Spike Jones, og lífið
um borð er eins og á vitfirringahæli. Jones
annast öll sín störf á leiðinni og hefur
fjögurra manna lið til að svara bréfum
aðdáenda, gera samninga og sjá um ann-
að í sambandi við milljón dala veltu. Miklu
af frítíma sínum eyðir hann í að ræða við
„hljómlistarmenn", sem hafa fundið upp
undarlegustu hljóðfæri.
— Á lítilli járnbrautarstöð í Kaliforníu
fann ég það bezta af því tagi, segir hann.
— Þar kom maður upp í lestina með 20
hvellbyssur, sem komið var fyrir í einum
ramrna, og þegar hann kippti í streng,
léku þær Hallelujah.
Með alt þetta fé í bankanum og von í
meiru fyrir að gera hávaða á komandi
árum, er Spike Jones að líta í kringum
sig eftir fleiri stöðum, sem hann getur
gert innreið sína í.
Samt sem áður finnst honum, að hann
ætti bráðum að taka sér frí, til að hvíla
taugarnar. — Það sem ég þrái mest af
öllu er bara friður og ró í svona hálfan
mánuð, segir hann.
OLIVER WALPOLE.
SMÆLKI
Hvernig' gengur?
■— ®g stend andspænis hungri og vesöld.
Þð er hræðilegt fyrir ykkur öll.
—o—■
Hef ég ekki séð andlitið á yður einhvers
staðar áður?
Nei, það hefur alltaf verið þar sem það er
núna.
BLESSAÐ
BARIMIÐ
Pabbinn: Mér líður ekki sem bezt i day, húsbóndi
góður. Ég hugsa að ég jafni mig, ef ég hvíli mig i
einn dag.
Mamma: Hvernig œtli húsbónda þínum litist á, ef hann vissi hvar Mamma: Hamingjan góða! Konan þarna
þú ert ? er að drukkna og það er enginn strandvörð-
Pabbinn: Hann yrði alveg æfur. Ég sagðist þurfa að hvíla mig { ur sjáanlegur.
einn dag, en ég nefndi það ekki að ég ætlaði að gera það úti á ströndinni Pabbinn: Það kemur víst i minn hlut að
bjarga henni.
Áhorfandinn: Þessi maður bjargaði lífi hennar! Hann Lilli: Hvers vegna vildirðu ekhn leyfa Ijós-
er hreinasta lietja. myndaranum að taka mynd af þér, pábbi?
Lilli. Þctta er pábbi minn. Hún hefði birzt i öllum blöðunum á morgun.
Pabbinn: Á morgun vil ég einmitt ekki fá
slíka mynd í blöðunum.
s
9