Vikan - 05.09.1956, Síða 10
H E IMIL IÐ
RITST4ÓKI: JELlN PALMADÓTTIIí
RITHÖFUNDUR OG AUOKÝFINGUR
18 ÁRA GÖMUL
UM fátt er meira talað um
þeSsar mundir meðal ungra
stúlkna í Frakklandi og víðar,
heldur en það hver muni hljóta
hið mikla hnoss, að fá að leika
Cecile, söguhetjuna í skáldsög-
unni „Bonjour Tristesse“ sem
Francoise Sagan skrifaði fyrir
þremur árum, þegar hún var 17
ára gömul, og vakti með því at-
hygli alls heimsins, jafnframt
því sem hún varð sjálf milljóna-
mæringur næstum að segja á
einni nóttu. Sagan er íslenzkum
lesendtim kunn undir nafninu
„Sumarástir“, en hún kom út
fyrir jól í fyrra í þýðingu Guðna
Guðmundssonar.
Tilefni þessarar eftirvænting-
ar ungu stúlknanna er það, að
eftir að kvikmyndastjórinn Otto
Preminger var búinn að leita
ákaft en árangurslaust í hópi
amerískra og franskra kvik-
myndaleikkvenna, þá ákvað
hann að hefja leitina að réttri
stúlku 1 hlutverk Cecile í stærri
hóp, eða meðal allra frönsku-
msSlándi unglingsstúlkna, sem
vildu senda honum mynd af sér
og aðrar upplýsingar. Væru
hann og meðdómendur hans svo
ekki ánægðir með stúlkuna, sem
valin yrði, þegar hún ætti að
fara að leika, þá yrðu henni
bætt vonbrigðin með mánaðar
dvöl á stnnardvalarstað, ásamt
einum ættingja sinna. Preming-
er var aftur á móti ekki í nein-
um vandræðum með að finna
mótleikarana, sem verða þau
Gregory Peck og Michele Morg-
an.
Þeim sem kynnast hinni ungu
skáldkonu gegnum bókina
„Sumarástir“ hættir til að
hugsa sér söguna sem nokkurs
konar sjálfsæfisögu, þar sem
Cecile er engin önnur en Fran-
coise sjálf. Þó það sé handhæg
skýring á því að svona ung
stúlka geti skrifað slíkt snilld-
arverk, þá er hún alröng.
„Sumarástir“
þegar henni var boðið til Banda-
ríkjanna eftir útkomu bókar-
innar. Hún á líka bróður, sem
er skilinn við konu sína og á
tvö börn, og nú hafa systkinin
tvö tekið sér íbúð á leigu sam-
an. Francoise var rétt miðlungs-
nemandi í kaþólskum mennta-
skóla, og varð fyrir því óhappi
að falla á prófi. Það sumar
skrifaði hún bókina sína „Sum-
arástir“ á fimm vikum, að sagt
er, meðan hún var í sumarleyfi,
og lagði svo handritið inn hjá
útgefanda nokkrum. Þá var hún
17 ára gömul.
Varla var bókin komin út,
þegar nóbelsverðlaunahöfundur-
inn Francois Mauriac skrifaði:
-— Bókmenntalegir yfirburðir
blasa við allt frá fyrstu blað-
síðu og þeir eru óumdeilanleg-
ir. Tólf manna nefnd ströng-
ustu og hæfustu bókmennta-
gagnrýnenda Frakka veittu
henni „Gagnrýnisverðlaunin".
Og hvarvetna fékk bókin hið
mesta lof.
I Frakklandi seldust strax
450.000 eintök af „Sumarástir"
og ein milljón eintaka í Banda-
ríkjunum. Og bókin var um-
svifalaust þýdd á 14 tungumál.
Francoise Sagan var orðin fræg-
ur rithöfundur og milljónamær-
ingur 18 ára gömul.
En nú fóru sumir að hafa
áhyggjur af henni. Hvaða áhrif
mundi það hafa á kornunga,
hlédræga stúlku hvernig látið
var með hana og henni hamp-
að, jafnframt því sem hún stóð
nú berskjölduð fyrir allra aug-
um. Mundi ekki hégómagirni,
sjálfselska, tilgerð, frekja eða
falskt lítillæti fara að segja til
sín? Og margir spurðu sjálfa
sig, hvort hér væri ekki aðeins
um að ræða stúlku, sem hefði
eins og af hálfgerðri tilviljun
tekizt að skrifa eina afburða
snjalla bók af tilfinninganæmi
æskunnar, og að þar með væri
draumurinn búinn. En þær
áhyggur virðast ætla að verða
ástæðulausar.
„Einskonar bros“
Þrátt fyrir auðæfin hefur
Francoise í engu breytt lifnað-
arháttum sínum. Hún gengur
enn í sama einkennisbúningn-
um sínum: blárri peysu, sléttu
pilsi og háhæluðum skóm, greið-
ir hárið á sama hátt og áður,
en notar ef til vill ívið meira
púður og varalit. Hún hefur
gaman af að dansa og leika
dægurlög á grammofóninn sinn.
Einasta óhófið sem hún veitti
sér, var að kaupa gamlan jag-
úarbíl, sem kemst 240 km. á
klukkustund, en hún hefur ein-
staka nautn af því að aka
hratt.
Og hún hefur haldið áfram
að vera hlédræg. Henni leiðast
Francoise Quoirez er komin
af ósköp venjulegri borgara-
fjölskyldu, sem búsett er í
París. Foreldrum hennar kem-
ur prýðilega saman. Hún á
eldri systur, sem er gift og á
f jölskyldu, og það var hún sem
ferðaðist með litlu systur sinni,
Franoois#
Sagaa
er enn
látlaus og
hlédræg.
veizlur og blaðamenn og allt
þessháttar, en það umber hún
með þolinmæði og sýnir ein-
stakt umburðarlyndi, en hún
verður fljótt leið. Þegar þann-
ig stendur á er hún eins og
barn, sem er látið sitja of lengi
við borðið, og situr óþolinmótt
og sparkar í stólinn sinn. Þetta
kom greinilega í ljós dag nokk-
urn, þegar henni var boðið sem
heiðursgesti í heilmikla veizlu
í New York. Þegar kom að
ræðuhöldunum var Francoise
öll á bak og burt. Henni hafði
verið farið að leiðast og því
læðzt út, sannfærð um að eng-
inn mundi veita því eftirtekt í
þessum hópi glæsilegra gesta.
I fyrravetur sendi Francoise
Sagan svo frá sér aðra skáld-
sögu sína, sem vakti engu minni
athygli en sú fyrri. A einrnn
mánuði seldust 250.000 eintök.
Þessi saga er líka væntanleg í
islenzkri þýðingu Guðna Guð-
mundssonar undir nafninu
„Einskonar bros“.
Kvikmyndafélögin Columbia
og Fox kepptust um að fá rétt-
inn til að kvikmynda seinni bók-
ina. Leikritahöfundurinn Ten-
nesee Williams tók sig til og
eyddi löngum tíma í að rann-
saka verk þessarar ungu stúlku.
Billy Wilder hringdi til hennar
frá Hollywood og bauð henni
eina litla milljón, ef hún vildi
skrifa handrit að kvikmyndinni
„Rússneska stúlkan Ariane“, en
hún var nógu skynsöm til að
hafna boðinu, alveg eins og
hún hafði hafnað öllum boðum
um að vinna við kvikmyndirnar
heima í Frakklandi. Ballett
óperan í Amsterdam fór meðal
annars fram á samvinnu við
hana. En Francoise litla held-
ur bara áfram að semja ljóð
fyrir dægurlagasöngkonuna Ju-
liette Greco og skrifa skáld-
sögurnar sínar, og er nú síðast
byrjuð að reyna sig við leikrit
um söguhetju að nafni Elísabet
í litlu látlausu íbúðinni þeirra
systkinanna.
Söguþráðurinn uppspuni
Seinni bók Francoise Sagan
er stutt, eins og sú fyrri. Sögu-
hetjan er tvítug stúlka að nafni
Dominique. Hún á ýmislegt
sameiginlegt með Francoise
sjálfri. Báðum þykir gott að
slæpast í sólinni og hanga á
kaffihúsum, hvorug hlustar á
það sem sagt er við hana,
Dominique hirðir lítið um hús-
búnaðinn í kringum sig, ef
hann er henni ekki til óþæg-
inda . . . en söguþráðurinn í
„Einskonar bros“ er alger upp-
spuni, eins og söguþráðurinn í
„Sumarástir“. Og í lífi Fran-
coise er enginn kvæntur maður.
Hún skrifar bara af næmi og
skilningi um vissa lifnaðarhætti
og hugsanagang, sem einkennir
þá tíma, sem við lifum á.
Það er ekki að efa, að „Eins-
konar bros“ muni þykja mikiU
fengur hér eins og annars
staðar, þai' sem bókin hefur
komið út.
10