Vikan - 05.09.1956, Qupperneq 12
1 S K U G G A
G A L
A Æ
F O R S A G A : Þeir atburð-
ir, sem hér greinir frá, gerö-
ust fyrir fimmtíu árxmi. Eg
var fangavörður í fylkis-
fangelsinu í Georgíu, imgur,
óbanginn og kannski dálítill
glanni. Mitt verk var
l>að að minnsta kosti,
að þegar niutíu manna fangaflokkur var leigður út til Con-
tinental járnbrautafélagsins, fylgdi honum — ung stúlka. Con-
tinental fékk fangana til jámbrautarlagningar i fjöllunum fyrlr
vestan Kenham, og stúlkan, sem erfiðaði við hlið þeirra dul-
búin sem venjuiegur fangi, var dauðadmmdur morðingi. Fyrir
morð hafði hún að minnsta kosti vei*5 dæmd. I>eir höfðu
komið með hana til fangelsisins til þess að fulinægja dómnum
og ég hafði hrifsað hana úr dauðaklefanum nóttina fyrir af-
tökuna og faiið hana uppi á lierbergi mínu. Ég var nefnilega
ekki viss um, að hún væri sek. Mér fannst það að sumu leyti
haria ótrúlegt, að Gwen Benson hefði byriað föður slnum eit-
ur. Ég vildi að minnsta kosti reyna að komast til botns i mál-
inu, og það var að mínu undirlagi, sem Gwen klæddist liinum
röndótta einkennisbúningi karlfanganna og leyndist þar sem
mönnum datt sízt í hug að leita hennar — meðal fanganna
sjálfra. I*að var ekki um annað að velja. Hún sat föst í gildr-
’-inm, pott hún væri komin út úr dauðaklefanum. tJt úr þeim
stein og stálhring, sem fangelsið var, treysti ég mér ekki tii
að koma henni. Lífsvon hennar byggðist á því, að henni tæk-
ist að leynast sem venjulegum fanga. Þvf var það, að þegar
fangahópurinn, sem Continental járnbrautaféla^ið hafði tekið
á leigu, Isélt upp í fjöllin, var meðal þeirra ungur, iagleg-
ur fangi, sem í fangaskránni hét Robert Flowers og sem sam-
kvæmt fangeisisskýrslunum var að afplána 18 ára dóin. Aðeins
fjórir menn vissu, að undir hinum grófa fangabúningi bærðist
konulijarta — ég og þrfr fangar. Xveir þeirra — VVint og Hale
— liöfðu augljósa samúð með stúlkunni og lijálpuðu henni eftir
beztu getu. Sá þriðji — Carson — rcyndist samviskulaus þorp-
ari, scm reyndi að notfæra sér vamarieysi hennar til þess að
þröngva upp á hana blíðu sinni. Þannig stóðu málin, þegar
Patrlck Shayne, sem verið hafði verjandi liennar, heimsótti
fanganýlenduna og mútaði Mugridge yfirfangaverði til að pína
Gwen til hlýðni, ef hún féllist eklti á að selja jörðina, sem
orðið hafði hennar eign við fráfall föður hennar.
ÞAÐ voru liðnir þrír dagar, síðan ég hafði sent Philip Ware, rit-
stjóra Morgunpóstsins, bréfið, þar sem ég bað hann enn að
liðsinna mér í sambandi við mál Gwen Benson. Ég beið svars
hans fullur óþreyju. Ég gerði mér að visu ljóst, að ég mátti
ekki byggja of miklar vonir á því. Það var viðbúið, að upplýsingar hans
reyndust algerlega neikvæðar.
En það var allt betra en þessi óvissa. Atburðir síðustu daga tóku á
taugarnar. Það skein út úr andlitum fanganna við vinnuna, þessum and-
litum, sein gátu lýst svo takmarkalausu hatri. Hafi þeir hatað Mugridge
varðstjóra áður, þá var það hatur nú orðið að logandi báli. Við þorðum
ekki að leggja frá okkur byssurnar eitt andartak.
Það er ótrúlegt, hve næmir fangar eru.fyrir því, sem gerist i kring-
um þá. Það er eins og einangrunin skerpi skllningavit þeirra, á svipað-
an hátt og hinn blindi heyrir betur en sá, sem hefur fulla sjón.
Panginn skynjar hluti, sem honum er hvorki ætlað að heyra né sjá.
Það þurfti enginn að segja þessum föngum, að Mugridge hefði Wint
’og Gwen fyrir rangri sök. Þeir vissu, að hvorugt hafði gert tilraun til
að strjúka, áð hin svokallaða flóttatilraun, sem Mugridge þóttist hafa
komið í veg fyrir á síðustu stundu, var tilliástæða, sem hann hafði gripið
til í þeim tilgangi að ná sér niðri á þessum félögum þeirra. Þeir vissu ekki
hvað á bak við lá. En þeir vissu, að Mugridge hafði falsað ákæruna á
hendur þeim, til þess að skapa sér tækifæri til að refsa þeim fyrir brot,
sem þeir höfðu ekki framið.
Raunar hafði hann látið Wint í friði síðan. Það var að sjá sem hann
ætlaði að láta höggin, sem hann hafði greitt honum óviðbúnum í upp-
eftir William Gaston jr.
hafi „flóttatilraunarinnar", nægja í bráð að minnsta kosti. Og Wint virt-
ist ætla að jafna sig furðufljótt. Maðurinn var ótrúlega sterkur. 1 heilan
sólarhring hafði hann verið rænulítill. En nú, aðeins sex dögum eftir hina
fólskulegu árás, var hann kominn aftur til vinnunnar. Andlitið var
marið og höfuðið reifað. En til vinnu var hann kominn og að vinnunni
var honum haldið af engu minni hörku en hinum föngunum.
öðru máli gegndi um félaga hans, fangann, sem hinir fangarnir þekktu
undir nafninu Robert Flowers, en sem ég og fáeinir menn aðrir vissu,
að í rauninni var ung stúlka, sem forlögin höfðu neytt til að skýla sér
bak við karlmannsnafn og karlmannsklæðnað.
1 sex daga var Mugridge búinn að hafa hana lokaða inni í skúrnum
bak við fangavarðavagninn. I sex daga var hann búinn að hafa hana lok-
aða inni í skúrnum bak við fangavarðavagninn. 1 sex daga var hann
búinn að reyna að þvinga hana til að láta að vilja prúðbúna mannsins
með gullspangargleraugun, mannsins, sem eitt sinn hafði verið verjandi
hennar, en sem nú virtist kæra sig kollóttan um þjáningar hennar. 1 sex
daga var hann búinn að endurtaka spurninguna: „Ætlarðu að hlýða og
taka tilboði Patricks Shayne?" Og jafnoft, og stundum oft á dag, var hún
búin að svara: ,,Ég sel ekki jörðina!"
Patrick Shayne var tvisvar búinn að heiðra okkur með návist sinni á
þessu tímabili. Hann virtist hafa nærri vísindalegan áhuga á að fylgjast
með starfsaðferðum Mugridges. Það var ekki að sjá sem honum fynd-
ist neitt athugavert við þær. Annaðhvort var maðurinn gjörsamlega sam-
viskulaus, eða hann var svo sannfærðui' um, að Gwen væri morðingi af
versta tagi, að honum fannst ástæðulaust að hafa samúð með henni.
Sjálfur var hann tvisvar búinn að tala við hana í skúrnum. 1 bæði
skiptin byrjaði hann í föðurlegum umvöndunartón. Og í bæði skiptin end-
aði hann með hótunum og formælingum. Hann útmálaði það fyrir henni
með mörgum fögrum orðum, hve sá fangi mætti telja sig sælan, sem
fengi hundrað dali fyrir lélega jörð, sem hann hvort sem væri mundi
sennilegast aldrei lita augum. Og þegar svarið var þetta síendurtekna
nei, umhverfðist hinn virðulegi lögfræðingur og skipaði Mugridge að brjóta
hana, brjóta, brjóta!
Nú var hann kominn uppeftir til okkar í þriðja skipti. Hann sat í
fangavarðavagninum og ræddi við Mugridge. Ég var staddur hjá eld-
húsvagninum að fá mér kaffisopa. Hinir verðirnir voru uppi í gilinu
yfir föngunum. Járnbrautin, sem Continental járnbrautafélagið var að
leggja, átti að liggja um þetta gil.
Ég var daúfur og kjárklaus. Ég hafði vonast eftir svari frá Ware
ritstjóra um morguninn, með mönnunum, sem vikulega færðu okkur
vistir þarna upp i fjöllin. En það kom ekki stafur frá honum. Kannski
hafði honum ekki fundist taka því að svara bréfi mínu. Kannski leit hann
sömu augum á málið og Shayne, að sekt Gwen væri svo augljós, að það
væri heimskuleg tímasóun að skipta sér frekar af máli hennar.
Var hún sek ? Jafnvel ég átti stundum bágt með að bægja þeirri hug-
mynd frá mér. Kviðdómurinn hafði talið hana seka. Grandvar dómari
hafði verið svo viss um, að sú niðurstaða byggðist á rökum, að hann hafði
ekki hikað við að dæma hana til dauða. Og maðurinn, sem tekið hafði
að sér vörn hennar - og sem ástæða var því til að ætla, að hún hefði
sagt allan sannleikann — sló því hispurslaust föstu, að hún hefði myrt
föður sinn.
Auk þess var framkoma hennar stundum með þeim hætti, að þeirri
hugsun skaut ósjálfrátt upp í huga manns, að hún hefði getað framið
þennan verknað, sem hún hafði verið dæmd fyrir. Byggðist hin
takmarkalausa seigla hennar ekki á þeirri vitneskju, að ekkert gæti i
rauninni bjargað lífi hennar, ef hún þraukaði ekki í gerfi Roberts Flow-
ers? Að hverju fúsir sem menn væru til að hjálpa henni, þá væri sann-
leikurinn sá, að það vœri ekki tiœcjt að hnekkja dóminum yfir henni, af
þeirri einföldu ástœðu, að hann vœri réttlátur.
Ég hafði haft gnægð tækifæra til þess að gefa henni gætur. Og stund-
um hafði mér næstum því fundist eins og hún sætti sig við fangavistina,
eins og hún hugsaði sem svo: Ég slapp billega!
Svo var það samband hennar við David Wint. Hún reyndi ekki að
leyna því, hve náið sambandið var orðið á milli þeirra. Hafði hún ekki
sama sem játað það fyrir Shayne, að hún og Wint elskuðust? Hefði
12