Vikan


Vikan - 05.09.1956, Síða 13

Vikan - 05.09.1956, Síða 13
nokkur venjuleg stúlka — nokkur saklaus stúlka — þannig lagt lag sitt við dæmdan afbrotamann? Ég dæsti og saup á kaffinu. Þetta var orðið ærið flókið. Ég horfði þangað sem Shayne og Mugridge sátu á ráðstefnu í fangavarðavagnin- um. Gwen ætlaði að reynast þeim erfið. Þrákelkni hennar, eins og þeir orðuðu það, var furðuleg. Ég horfði á skúrinn, þar sem hún var búin að sita í sex daga, og furðu- aði mig á því enn einu sinni, hve mikið þrek leyridist i þessum granna líkama. Var það sekt hennar eða sakleysi sem olli því, hve illa þeim gekk að „temja" hana. 1 nærri því viku var hún búin að sitja snöggklædd i myrkri og kulda. Og þó sýndi hún þess engin merki, að hún væri að gugna. öðru nær. Hún svaraði hótunum Mugridges með kuldalegri þögn, og þegar Shayne gat ekki hamið sig lengur og byrjaði að öskra framan í hana, hrópaði hún á móti, hrópaði að hún mundi ekki afsala sér jörðinni þótt hann héldi henni þarna til dauðadags. Mugridge virtist hafa gaman af þvi að láta mig fylgjast með þessari viðureign. Hann lét mig koma með sér á morgnana, þegar hann færði henni matarskammtinn, og ég var viðstaddur báðar tilraunir Shaynes til þess að telja henni hughvarf. Kannski bjuggust þeir við því, að ég mundi gef- ast upp á undan henni og grátbæna hana, hennar vegna, að láta að vilja þeirra. Svo mikið var víst, að þegar þeir við þetta tækifæri komu út út fangavarðavagninum og gengu að skúrnum, kallaði Mugridge til mín og sagði mér að koma. Gwen sat nærri því i sömu stellingum og um morguninn. Hún sat í hnipri á gólfinu og spennti greipar um hnén. Þegar við gengum inn, stóð hún á fætur, hallaði sér þreytulega upp að veggnum og beið þess, að þeir ávörpuðu hana. Hún var enn jakkalaus og höfuðfatslaus; hvor- tveggja hékk frammi við dyr, þar sem hún náði ekki til þess, þa.r sem járnin á fótum hennar voru læst við vegginn. Mugridge sagði: „Jæja, hvað segirðu í dag?“ Gwen sagði eins og við sjálfa sig: „Það er kalt.“ Svo var sem hún áttaði sig og sæi eftir þessu, því að hún horfði beint framan í hann og sagði einarðlega: „Óbreytt ástand!" „Með þvi muntu eiga við, að þú neitir enn að skrifa undir afsalið ?“ Hún kinkaði þegjandi kolli. „Ég get látið húðstrýkja þig fyrir flóttatilraunina." „Ég er við því búin." „Hinsvegar hef ég hugsað mér að gefa þér enn eitt tækifæri til að sleppa við slíka refsingu". Hann sneri sér að Shayne. „Herra Shayne á hugmyndina." Gwen brosti hæglátlega. „Þér leggið mikið á yður mín vegna, herra Shayne!" Lögfræðingurinn bandaði frá sér hendinni, eins og hann skyldi ekki háðið. Hann hoi'fði út um dyrnai' um leið og hann sagði: „En ef þú fengir nú frelsi?" Spurningin var svo óvænt, að Gwen virtist í fyrstu ekki skilja hana. Svo strauk hún hendinni hægt yfir ennið, eins og hún væri að þurrka móðu frá augum sér. Hún sagði hikandi: „Frelsi?" „Já, ef ég héti þér því sem greiðslu fyrir jörðina, að þú fengir að fara héðan strax í dag." „Hvernig?" Rödd Gwen var hás af geðshræringu og augu hennar voru allt í einu orðin kúffull af tárum. „Hvernig?" endurtók hún „Þú ert búin að gera eina flóttatilraun, og hún fór út um þúfur. Þessvegna siturðu hérna. En ef þú reyndir aftur og ef þú værir búin að skrifa undir afsalið — þá mætti segja mér að það mætti ganga þannig frá hnútunum, að sú tilraun tækist." Gwen þagði. Hún studdist við vegginn og horfði á Shayne og Mug- ridge til skiptis. Loks var eins og hún tæki ákvörðun. Hún rétti úr sér og horfði beint á Shayne um leið og hún spurði: „ Og hvað um Wint?" „Wint ?“ „David Wint . . .“ hún renndi augunum kuldalega til Mugridges . . . „manninn, sem reyndi að „strjúka" með mér?“ Shayne ræskti sig. „Við getum ekki hleypt ykkur út í hópum," sagði hann varfærnislega. „David Wint kemui' ekki þessu máli við.“ ,,Ég elska hann!" Það var stolt í röddinni og augun voru skær gegn- um tárin. „Ég elska hann," endurtók hún, og það( fólst ósegjanleg blíða í orðunum. Shayne sneri sér að Mugridge og horfði á hann spurnaraugum. Mugridge yppti öxlum. „Einn eða tveir," tautaði hann kuldalega; „það skiptir ekki máli." „Þú gengur þá að þessu?" Shayne dró gult umslag úr vasa sínum um leið og hann bætti við: ,,Ég er hér með afsalsbréfið." Gwen horfði á mig. Hún horfði á mig eins og hún vildi segja: Get ég annað? Tárin streymdu niður vanga hennar og hún kreppti hnefana á brjósti sér uns hnúarnir hvítnuðu. Hún horfði á mig og úr társtorknu andlitinu mátti lesa: Hvað get ég annað gert? Þeir hafa mig á valdi sínu. Þarna eygi ég þó einhverja von fyrir sjálfa mig og manninn, sem ég elska! Svo sneri hún sér hægt að Shayne. Það var átakanleg þreyta í mál- rómnum, þegar hún sagði: „Má ég þá treysta þvi, að David fái að koma með mér?“ Framhald d bls. ll/. Ilalska leikkonan Pier Angeli, sem hefur leikið í Hollywood- inyndum um skeið, er nú að leika í nýrri mynd, sem heitir „Ein- hverjum þarna uppi geðjast að mér“. Og í raun og veru hlýtur einhverjum þarna uppi að gcðjast að henni, því hún liefur alla sína ævi verið einstaklega heppin. Hún varð fræg kvikmynda- leikkona alveg fyrirhafnarlaust, er kvænt leikaranum Vic Damone og á yndislegann, lítinn son með honum, og auk þess er hún bæði falleg og heilsuhraust. Lmis Jourdan er að verða ákaflega vinsæll kvikmyndaleikari. Haiin kom til Hollj'Wood frá Frakklandi fyrir nokkrum árum og liefur síðan leikið rómantíska elskhuga í mörgum myndum, síðtst í „Svaninum“ með Grace Kelly og Alec Guinness. Næsta mjnd hans heitir „Julie“. 1 henni verður Doris Day mótleikari hais. Hann leikur sálsjúkan glæpamann og er ákaflcga ánægður með hlutverkið, segir það gefa sér gott tækifæri til að sýna livað hann geti. 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.