Vikan


Vikan - 12.09.1956, Síða 2

Vikan - 12.09.1956, Síða 2
PÓSTURINIM Fyrir Brynjar, lu o. fl. birtum við ljóðið „Eyjan hvíta“, sem Smára- kvartettinn syngur undir lagi eftir Svavar Benediktsson. Þó litla, hvíta eyjan vor sé ekki af akurjörð og dýrum málmi rik, hún á því meir af fjallatign og frelsi, og fegurð hennar virðist engu lík. Og þó að stundum yrði hart um haga, er hafísbreiður þöktu vík og fjörð, hún varð í augum dætra og sona sinna, er sólin skein, hið bezta land á jörð. En líkt og fyrr í öllum æfintýrum, hún álög þung’ af grimmum nornum hlaut. Ðg piinsessan varð blásnauð betlikerling, og beiskai' raunir féllu henni í skaut. Bn vel skal sérhvert æfintýri enda, og enn fór hér sem kusu vinir manns, þvi kotungssonur kom og leysti hana, og kóngsríkið og prinsessan varð hans. Og því skal aðeins glaða söngva syngja, því sólargangur styttist undir haust. Það getur ekkert grandað því, sem ástin fékk gróðursett og varið endalaust. Ég, kallar Island, eyjan jöklahvíta, í ykkar hendur framtíð mína sel. En munið, börn, að stundum endar illa margt æfintýri það, sem byrjar vel. Eg er 12 ára gömul og hef gam- a af leikurum. En af því ég á aldrei aura fyrir leikarablöðum og kann ekki að lesa ensku, þá veit ég aldrei neitt um þá, eins og hinar stelp- urnar. Geturðu ekki sagt mér eitt- hvaJð nýtt, hvaðá vinsœlir leikarar FORSlÐUMYNDINA tók Garðar Pálsson, 1. stýrimaður á Ægi. Hún er tekin vestur af Kolbeinsey. BRÉFASAMBÖND Birtlng á nafni, aldri og heimilisfangi hostar 5 krónnr. Mr. Jim Panos (við 13—14 ára dreng), 2160 E1 Molino Place, San Marino 9, California, U.S.A. — Ruth Marienne Bjerke (14 ára gömul) Myrbendshaugen, Nord-Norge. — Kristín Þorgeirsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára) Ytra-Núpi, Vopnafirði. — Geirþrúður Pálsdóttir, Sandvík og Hólmfríður Luthersdótt- ir, Fosshóli (við pilta 16—20 ára), báðar í Bárðardal, S.-Þing. — Þóra Þórisdóttir (við pilta eða stúlkur 13 —15 ára) og Þuríður A. Steingríms- dóttir (við pilta eða stúlkur 14—15 ára), báðar í Reykholti, Borgarfirði. MUNIÐ NDRA MAGASIN eru að skilja, hverjir eru að gifta sig, hverjar eiga von á barni o. s. frv. SVAR: Við skulum sjá hvort við getum ekki tínt eitthvað til, svo þú standir ekki hinum stelpunum á sporði: Elizabeth Taylor er að skilja við brezka leikarann Michael Wilding. Hún er 24 ára en hann 43. Marilyn Monroe er nýgift rithöfundinum Arthur Miller. Balletdansmærin og leikkonan Leslei Caron (Lily) er ný- gift brezkum leikstjóra að nafni Peter Hall. Þau eru 23 og 24 ára gömul. Edward G. Robinson er að skilja við konuna sína eftir 29 ára hjónaband. Svo komum við að barn- eignunum. Vivian Leigh átti von á barni eftir 17 ára hjónaband þeirra Laurence Oliviers, en missti það. Olivia de Haveland er nýbúin að eignast dóttur. Maðurinn hennar er franskur blaðamaður Pierre Galant. Þetta er allt sem við munum eftir svona rétt í bili. Kannski verða ósáttu hjónin líka tekin saman aft- ur þegar þetta kemur út og nýgiftu hjónin skilin. Þetta gengur svo fljótt fyrir sig i Hollywood. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. Um 50 km. suður af Köln, í Rín- ardalnum. — 2. Nei, Miko Skofic er eiginmaður Ginu Lollobrigidu. — 8. Mánadagur. — 4. Það er óperan fræga í Mílano á Italíu. — 5. Kain. — 6. I rJapan. — 7. 480 m. — 8. Hercule Poirot. — 9. Nei, það er Róm, sem byggð er á sjö hæðum. 10. Skugginn. CERTINA A U T D M A T I C r VIÐURKENNT MERKI FÆST HJÁ ÖLLUM ÚRSMIÐUM — ÍSABELLA KVENSOKKAR ISABELLA (Skrásett vörumerki) Gult merki: ÍSABELLA — MARTA fyrir granna fætur ÍSABELLA — MINA fyrir gildari fætur. ÞUNNIR, MJÚKIR, FALLEGIR ENDAST VEL. Blátt merki: Fallegir, sterkir til allra daglegra starfa Sokkareiknincfurinn lœkkar vendega hjá þeim sem nota ISABELLA. ÍSABELLA-sokkarnir eru búnir til af stærstu sokka- verksmiðjum Evrópu — í Tékkóslóvakíu. VMBOÐ OG BIRGÐIR: ÞÓRÐUR SVEINSSON & 00. H.F. Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J Astþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.