Vikan


Vikan - 12.09.1956, Side 5

Vikan - 12.09.1956, Side 5
fús til að leika þessa frönsku skáldkonu í kvik- mynd, sem átti að taka í England fyrir enskt, franskt og bandarískt fé. Og hún var í raun og veru vonsvikin, þegar fjárhagsörðugleikar komu í veg fyrir kvikmyndatökuna, sem Salka Viertel, George Cukor og Laurence Olivier ætluðu að vera með í. Árið seinna kom það aftur til orða að hún byrjaði aftur að leika, i það skipti lá senni- lega mesta- alvaran á bak við. Hún skrifaði t. d. undir samning við hinn sjálfstæða framleiðanda Walter Wánger og viðurkenndi móttöku á 50.000 dölum i fyrirfi-amgreiðslu fyrir að leika aðal- hlutverkið í mynd, sem byggð yrði á skáldsögu Balzacs „Hertogafrúin af Lageais", háróman- tizkri frásögn frá því rétt eftir fall Napoleons, frásögn um hertogafrú, sem gengui- í klaustur og afsalar sér öllum lystisemdum heimsins 29 Greta og Schlee, sem hefur verið fastur fylgi- nautur hennar, ráðgjafi og ferðafélagi í mörg ár. ára gömul, eftir ljúfsárt ástaræfintýri. Eftir að hafa lesið handritið, fallizt á það og leikið nokk- ur atriði til reynslu árið 1949, fór Greta til Róma- borgar, þar sem taka átti myndina. En af ýms- um ástæðum var aldrei byrjað á henni — Wanger átti meðal annars i erfiðleikum með að útvega nauðsynlegt fé — og að lokum fóru allar fyrir- ætlanirnar út um þúfur. En Greta átti enga sök á þvi. Síðan hafa engin slik áform megnað að vekja áhuga hennar, nema rétt um stundarsakir. Árið 1952 fékk Munnally Johnson, einn af beztu og ráðvöndustu kvikmyndaframleiðendum Holly- wood, henni handritið af skáldsögu Daphne du Maurier „Rakel frænka mín“, og bauð henni að- alhlutverkið í fyrirhugaðri kvikmynd undir stjórn Georges Cukors. Þá var Greta í London og Cukor sendi Johnson sigri hrósandi skeyti. Daginn eft- ir skipti Greta um skoðun. „Mér þykir það leitt,“ sagði hún ,,en ég get ekki leikið þetta hlutverk. Ég hef ekki hugrekki til að leika i nýrri mynd.“ Eins og sést af þessu, þá heldur Greta áfram að vera eggjandi og lokkandi, þó hún haldi sig fjarri áhorfendum sínum. Vofa Gretu Gai'bo sést allsstaðar, eins og einhver komst að orði. Helgimyndin af Gretu er sköpuð af hugmynda- ríku fólki, sem „breytti heilbrigðri bóndastúlku í óraunverulegan njósnara“, svo að notuð séu orð eins af þeim sem að þvi stóðu. En það lét sér ekki nægja að slá upp frægasta andliti aldarinn- ar — heldur eignaði það eiganda þess líka alls konar dularfulla eiginleika, sem hrifu það sjálft, en voru henni kvalræði. Einu sinni kviknaði nokkrum sinnum lítilsháttar í kvikmyndavei'inu, þar sem hún vann, og ýms önnur óhöpp komu fyrir, að því er virtist af óskýranlegum ástæðum. Undir eins breiddist sá orðrómur út, að Greta væri upphafsmaðurinn. Hún væri poltergeist, sagði fólli og deplaði íbyggið augunum. Og orð- um sínum til stuðnings gat það liaft eftir orð Ludwigs Bergers, sem á að hafa sagt, þegar Greta var búin að segja eitthvað sem hneykslaði hann (enginn virðist þó minnast þessa atviks): ,,Ef þii hefðir verið uppi á 16. öld, þá hefðir þú verið brennd sem guldranorn“. Vinir Gretu spjöll- uðu og ræddu oft um hana sin á milil og um- ræður þeirra bárust svo út í breyttri mynd. Þannig vai'ð sagan um hana til, og Greta varð í hugarheimi milljóna manna að goðsögn, sem Sögulok í næsta blaði örfáir höfðu skapað — dularfull, ósnertanleg gyðja, ímynd fegurðarinnar, ibyggninnar og vizk- unnar. Á vissan hátt gerðu þessar goðsagnir henni óleik, þar sem Greta gat aldrei samsvarað þeim eöa lifað i samræmi við þær. Hún hefur alltaf verið það sem hún er enn i dag — kona með hörmulegt og hrifandi barnalegt sakleysi. Hún er brellin, eigingjörn, viljastei'k og sjálfselsk. Hún krefst skilyrðislausrar dýrkunar og aðdáunar vina sinna, annars er hún ekki i góðu skapi. Hún er leyndardómsfull og gerir það að leyndar- máli hvort hún hefur borðað egg eða ekki í morgunverð eins og einhver hefui' sagt og er barnslega áhugalaus um allt sem ekki viðkemur henni sjálfri. Gamall vinur hennar, sem aldrei hafði staðið fyrir framan myndavélna, en átti að koma fram í sjónvarpi, bað hana um að gefa sér einhver góð ráð. Greta svaraði af áberandi kæruleysi: ,,Þaö er svo langt síðan ég hef gert það sjálf, að ég er búin að gleyma öllu“. Vegna getuleysis eða viljaleysis til að viðurkenna skyld- ur raunverulegrar vináttu, er hún dæmd til að lifa klausturlífi. Kona nokkur,. sem hefur þekkt hana lengi, bæði í Hollywood og New York, seg- ir: „Garbo er eins og Mona Lisa — eitthvaö það fallegasta sem til er á jörðinni. En hún hirðir ekki frekar urn mann en myndin gerir." Mótsetningin í list hennar og einkalífi liggur i þvi að hún, sem gat á léreftinu lýst ólíkustu til- finningum af krafti og dýpt, á erfitt með að tjá sig eðlilega í daglegu tali. Hún er betri áheyr- andi en þátttakandi í samræðum. Henni þykii' gaman að spjalla, og hefur þá oft yfir meinlegar sögur um sjálfa sig, og hlær gjarnan að fá- brotinni gamansemi. Hún er varkár í tali og bæt- ir oft við ,,Ég veit að það virðist heimskulegt, en . . .“ eða „Það trúir mér áreiðanlega enginn, en . . .“. Og hún leggur beinar spurningar fyrir ókunnugt fólk, alveg eins og barn, sem kemur í nýtt umhverfi. „Hvað gerið þér? Eruð þér gift- ar? Eigið þér börn?“ Þegar hún kom einu sinni í fyrsta sinn í þekkta hattabúð í New York, hneykslaði hún eigandann með því að spyrja hana: „Eigið þér elskhuga?" Það' hefui' alltaf þjakað hana, að fólk ætlast til þess að hún segi eitthvað gáfulegt eða ákaf- lega andlegt í hvert skipti sem hún opnar munn- inn, vegna hins gáfulega sphinxlega svips á and- liti hennar. Þær fáu setningar sem vinir hennar hafa lagt á minnið, vöktu miklu fremur athygli fyrir það hve tvíræðar þær voru en fyrir að þær væru skynsamlegar. Greta virðist ekki hafa nokkurn áhuga fyrir stjórnmálum eða bókmennt- um. Hún hugsar yfirleitt ekki um neitt annað en það, sem beiniínis viðkemur henni sjálfri. Hún vai'ð amerískur ríkisborgari árið 1951. ,,Ég er ánægð yfir að vera amerískur rikísborgari,“ vai' það eina, sem hún hafði um það að segja, en það er almennt vitað að hún notar aldrei at- kvæðisrétt sinn. Vinir hennar hafa oft gefið henni bækur, en aðeins til að komast svo að raun um að hún hefur aldrei opnað þær. Það að hún ætlaði í alvöru að reyna að telja Hitler á að hætta stríðinu, ber dálítið órakenndri stjórnmála- þekkingu vitni. En það mátti aldrei minnast á striðið í návist hennar. Það hefui' oft farið i taugarnar á vinum henn- ar, einkum menntaðra fólkinu sem hefur átt þátt í myndun helgisögunnar um hana hvað hún snýst sifellt um sjálfa sig og innantóm málefni. Jafn gamall vinur hennar og stuðningsmaður og Cecil Beaton, lét einu sinni sleppa út úr sér eftir- farandi ummæli: „Hún hefur ekki áhuga fyrir neinu eða neinum, og það er jafn erfitt að um- gangast hana og örkumla manneskju, hún er álika sjálfselsk og algerlega ófær um að færa nokkra fórn fyrir aðra. Það væri sannarlega þreytandi að vera kvæntur henni, því hún er stöðugt stynjandi og kvartandi. Hún er hjátrúar- full, tortryggin og veit ekki hvað vinátta er. Hún er ekki fær um að elska.“ Og svo heldur hann áfram að velta því fyrir sér hvort „töfrar hennar liggi ekki í einhverju bragði frá náttúr- unnar hendi, sem komi manni til að skapa sér mynd í huganum, sem hún geti svo aldrei sam- svarað." Þessi orð voru sögð fyrir tíu árum. En í fyrra skrifaði Beaton: „Allur leyndardómurinn liggur 1 hinni bleltkjandi en fangandi tilfinninganæmi hennar", og svo heldur hann áfram og talar um „hinar óþrjótandi andlegu lindir hennar". Það lítur semsagt út fyrir, að töfrar Gretu, hvort sem þeir eru nú bragð frá náttúrunnar hendi eða ekki. haldi áfram að hrífa jafnvel þá sem er vel kunn- ugt um mannlega bresti hennai'. Og núna þegar Greta er rúmlega fimmtug, er töfravald hennar alveg óbreytt. Hún hefur jafn heillandi áhrif á alla, hvort sem það eru gamlir vinir eða nýir, karlmenn eða kvenfólk, enginn getui- staðizt hana. „Hún er kannski hugsunar- laus eins og dekurbarn, en hún er að minnsta kosti meira lifandi en nokkur annar í kringum Framllald á bls. llf. Fegurðardrottning greiðir gamla skuld Zdenka Babic var kjörin fegurðar- drottning Ástralíu árið 1956. Og þá fékk hún tækifæri til að greiða skuld, sem henni fannst hún vera í við Barnahjálpar- sjóð Sameinuðu þjóðanna. Zdenka er fædd í Jugóslavíu, en eftir stríðið hélt f jölskylda hennar til Austurríkis, þar sem hún naut góðs af störfmn Barnahjálparsjóðsins. I þakklætisskyni fyrir þá aðstoð sem liún fékk, þegar hún var lítil, tók Zdenka ný- lega þátt í söfnun fyrir sjóðinn, sem gaf stórfé í aðra. liönd, 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.