Vikan


Vikan - 12.09.1956, Síða 6

Vikan - 12.09.1956, Síða 6
#y"ustur „Skrýtiö aö eiga að í dgúpri (jgá deyja svona,“ hugsaði Hillary Everestfari Ileiðangrinum árið 1954 stóðu tjaldbúð- ir „Nýja Sjálands fjallamannaklúbbs- ins“ uppi í Barun jöklinum í Himalaya- fjöllunum, í um 5700 metra hæð. Þetta var eyðilegur skiki milli hrikalegra snævi þakinna tinda. Jim McFarlane og Brian Wilkins höfðu verið úti í rannsóknar- ferð. Sir Edmund Hillary, sá sem sigrað hafði Everesttindinn árið áður skreið út úr tjaldinu sínu og svipaðist eftir þeim úti á jöklinum, en hann gat ekki komið auga á nokkum mann. Hann hafði sagt þeim að koma snemma til baka, en nú var langt liðið á daginn og dimmt og drungalegt í lofti. Hvað gátu þeir verið að gera? Klukkan hálf sex staulaðist Wilkins loks heim, alblóðugur í andliti. — Hvar er Jim? spurði Hillary. — Við féllum niður í sprungu. Ég komst upp, en Jim er enn þar niðri. Svo sagði hann frá því, að þeir hefðu verið rétt komnir að jökulkambi á ísbreiðunni, þegar þeir stigu á þunna snjóskán og stungust gegnum djúpan, lausan snjó, um 18 metra niður í mjóa sprungu. Snjógleraugun hans höfðu skorið hann á enninu og honum gekk illa að koma í veg fyrir að blóðið rynni ofan í augun á honum. Hann kvað McFarlan varla geta hreyft sig og þurfa á hjálp að halda. Wilkins hafði staulazt eftir gjánni, skriðið gegnum mjó skörð í ísinn, mjakað sér eftir snjóugum syllum, höggvið þrep í isvegginn og loks tekizt eftir tveggja klukkustunda Iífshættulegt strit, að klóra sig upp á bakkann. SMÆLKI — I>ú ættlr að kvænast. — fjg hef oft óskað þess síðustu vikurn- ar að ég ætti konu. Hún mundi þá senni- lega eiga saumavél, það þarf að bera olíu á saumavélar og ég hef svo sannar- lega þðrf fyrir olíu á lamirnar á skrif- stofuhurðinni minni. I»að ískrar svo í henni. ; j j — Hvað gerði elskan litla meðan mamma var I burtu? spurði móðir litlu dóttur sína, þegar hún hafði verið í burtu í einn sólarhring. — Ég þóttist vera pósturinn, svaraði dóttirin. — Og ég bar bréf í hvert ein- asta hús við götuna. Það var heill bunld af bréfum í skúffunni þinni, öll bundin saman með rauðum siikiborða. ! ! ! — Ungi maður, ég heyrði klukkuna slá fjögur, þegar þú komst með dóttur mina heim í nótt, sagði reiður faðir. — Það er alveg rétt, svaraði pilturinn. — Hún ætlaði að fara að slá ellefu, en ég greip um dingulinn og hélt henni, svo að hún vekti yður ekki með þessum hávaða. — Því f ósköpunum datt mér þetta ekki í hug þegar ég var ungur, tautaði faðirinn. Hillary safnaði í flýti saman reipum, mat, vatni og tveimur svefnpokum, því hann vissi að þeir yrðu að finna gjána, áður en myrkrið skylli á, og lagði síðan af stað með fimm Serpa. Það var orðið næstum aldimmt, þegar hann fann sprung- una, skreið á maganum fram á brúnina og hrópaði: „Halló, Jim!“ McFarlane svaraði veikum rómi. Hann hélt að hann væri fingurbrotinn og kvaðst vera þyrstur. Hillary lét reipi síga nið- ur til hans, en McFarlane virtist ekki geta náð því. Hann ákvað því að síga sjálfur niður með tvö reipi og binda McFarlane í annað. Þá gætu Serparnir halað þá upp, hvorn á eftir öðrum. Hillary hefur lýst því sem á eftir fór í dramatízkri blaðagrein: „Austur af Everest." Um leið og hann lét sig falla ofan í gjána, veitti hann því athygli, að hann hafði í aðgæzuleysi bundið reip- inu um mittið í staðinn fyrir um mjaðm- imar. Reipið herptist að brjóstkassanum og hindraði andardrátt hans. Serparnir létu hann síga hægt og með snöggum rykkjum þangað til hann gat snert annan vegginn, en þá hættu þeir af einhverjum ástæðum að slaka á, svo a’ð hann hékk í lausu lofti, og saup hvelj- ur eins og fiskur á þurru landi. Hann vatt sér til eins og óður maður, til að reyna að létta þrýstinginn. Hann vissi að hann gæti ekki enzt lengi svona og hugsaði: — Skrýtið að eiga að deyja svona.“ Þar sem Serpamir önsuðu ekki köllum hans um að halda áfram að láta hann síga, þá skipaði hann þeim að draga sig upp. Þeir tóku í kaðalinn af öllu afli og Hillary dróst upp á við, þangað til hann sat fastur fyrir neðan brúnina, sem slútti fram, því reypið hafði skorið rauf í ísinn, og hann gat ekki hreyft sig. Serpamir kipptu í af öllu afli og reyndu að rykkja honum lausum. Hann fann hvernig rifbeinin sveigðust undan átaki reipisins og hann fékk sáran sting í síð- una. Hann náði engri handfestu á slétt- um og hálum ísnum, en honum tókst að teygja handlegginn upp yfir brúnina og ná síðan taki með hinni olnbogabótinni, og Serpamir drógu hann upp „eins og tappa úr flösku“. Þegar hann var búinn að jafna sig, hróp- aði hann niður: — Við verðum kannski að skilja þig þama eftir í nótt, Jim. Held- urðu að það verði í lagi, ef við látum svefnpoka síga niður til þín? Þessu svar- aði McFarlane veikum rómi játandi og pokamir tveir vom látnir síga niður til hans. I þetta sinn náði hann í reipið, svo Hillary sagði honum að binda því utan um sig og gaf Serpunum svo merki um að taka í. En McFarlane sat fastur undir fram- slútandi brúninni, alveg eins og Hillary hafði gert. Hillary reyndi að rykkja til reipinu og losa hann — en árangurslaust. Þegar hann teygði sig niður, tókst hon- um aðeins að snerta fingurgóma McFar- lanes. Uggvænlegt korrhljóð gaf til kynna, að þeir yrðu að láta hann síga í snatri. Þegar Jim var kominn niður á botn- inn í gjánni aftur, kallaði Hillary til hans; og sagði honum að skríða ofan í svefn- pokana og búa sig undir að eyða nóttinni þama. Síðan festi hann endann á kaðlin- um vel í ísinn og sneri við heim í tjald- búðirnar. — Ég var helaumur og veikburða og átti erfitt með að anda, segir Hillary. — En verri var þó þessi hræðilega sekt- artilfinning yfir að þurfa að skilja vesa- lings McFarlane eftir 18 metra ofan í ísn- um. Klukkan hálf fim'm um morguninn var Hillary aftur kominn að sprungunni,- í þetta sinn með Wilkins með sér. Nú var snjórinn farinn að losna og það gat orð- ið lífshættulegt. Hillary hrópaði ofan £ gjána og sér til ósegjanlegs léttis, heyrði hann McFarlane svara að sér liði ágæt- lega, en að hann væri kaldur og þyrstur. Þar sem nú var hætta á að ísbrúnin léti undan og græfi McFarlane undir, þá bauðst Wilkins til að fara niður aftur sömu leið og hann hafði komið. Eftir að hann hafði bmgðið lykkju um mjaðmimar og merkjamál verið ákveð- ið, horfðu Hillary og Serparnir á eftir honinn ofan í aðra ójafna sprungu 15 metmm lenga til hægri. Það virtist heil eilífð, þangað til hann gaf þeim merki. Hann kvaðst vera kominn til McFarlanes, eftir mikla erfiðleika. En leiðin væri al- gerlega ófær þeim, sem ekki gæti hjálpað sér sjálfur. McFarlane hafði aðeins vafið svefnpok- unum um hnén á sér, í stað þess að skríða ofan í þá. Hann hafði tekið af sér vett- lingana og hendumar á honum vom stirð- ar af kulda. Hann var sýnilega með heila- hristing. Wilkins var búinn að bregða lykkju utan um hann og áleit einasta ráð- ið að láta reipi síga beint niður í hina sprunguna og treysta á að Jim gæti fest það við lykkjuna. Þetta var gert, en enn sat McFarlane fastur undir brúninni, svo þeir urðu að láta hann síga aftur niður á gjárbotninn. Nú var ákveðið að hætta á að höggva burtu þessa slútandi brún. Wilkins og einn Serpinn vom bundnir í reipi og þeir fóm svo fram á brúnina og hjuggu í burtu smáísmola, áður en þeir reyndu enn einu sinni að draga McFarlane upp. Þeg- ar hann sat enn fastur, lagðist Hillary með þunga í reipið, teygði sig niður, náði í lykkjuna utan um hann og beitti ýtr- ustu kröftum við að draga hánn upp. Hinar sködduðu hendur McFarlanes vom bláhvítar og frosnar stífar eins og klær og fætur hans voru líflausir og harðir. Þegar læknirinn var sóttur niður í tjald- búðirnar, kvað hann upp þann úrskurð, að hann væri með vott af heilahristingi, væri illa marinn á baki og beinin ef til vill eitthvað sködduð, rifbeinin væru mar- in, fingur og tær kalin og einhverjir af fingrunum sennilega brotnir. Skömmu seinna lagðist Hillary mikið veikur. Það var mesta mildi að þeir skyldu ekki báð- ir farast. 6

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.