Vikan - 12.09.1956, Side 7
HJÓIMABAIMDIÐ ER DÁSAMLEGT
- ÞEGAR RÉTT ER AÐ FARIÐ
Gætið þess að heimilið verði ekki einskonar fangelsi
EG geri ráð fyrir, að það sé nú á dög-
um að ýmsu leyti erfiðara að vera
giftur en nokkru sinni fyrr. Það er svo
mikið sem gengur á allt í kringum okk-
ur; það verður sífellt erfiðai’a og flókn-
ara að stjórna heimili og það er sannar-
lega enginn barnaleikur lengur að átta
sig á hinni sívaxandi dýrtíð. Auk þess
neyðumst við flest til að vinna of mikið
og — það er bezt að segja sannleikann
eins og hann er — við erum oft allt of
þreytt. Það er alltaf erfitt að umgangast
þreytt fólk.
Og svo eru hugmyndirnar, sem fólk
g;erir sér um hjónabandið, allt of oft rang-
ar. Það dreymir um hjónaband með eins-
konar kvikmyndasniði. Hvert ævintýrið á
að reka annað, allt að vera hlátur, söng-
ur og dans. Hjónaefnin hittast aðeins þeg-
ar bezt á stendur. Engin ólund. Bæði eru
eins og klippt út úr tízkublaði.
Hann kemur fram sem hinn síglaði
heimsmaður, hún sem skilningsbezta og
fegursta stúlka veraldar. Hann sér hana
aldrei nema í beztu fötunum sínum og í
sínu skemmtilegasta skapi, og alltaf eru
þau að fara eitthvað saman og reiðubúin
að skemmta sér.
Flest ungt fólk skemmtir sér mikið í
trúlofunarstandinu. Hjónaefnin eru sífellt
að „fara út“ saman. Þau fara í bíó, í leik-
húsið, á dansleiki og í veitingahús. Þau
vita ef til vill, að seinna muni þau ekki
hafa efni á þessu. Þá hugsa þau sem svo,
að það sé bezt að njóta lífsins meðan þau
geti.
Og þar sem allt er svo dásamlegt, er
ekki nema eðlilegt, þótt sum hjónaefnin
haldi, að svona verði það ævinlega. Hjóna-
bandið þeirra á að verða ólíkt öllum öðr-
um. Þau gera sér ekki ljóst, að hið á-
hyggjulausa tilhugalíf þeirra kann að
draga dilk á eftir sér. Því meiri verða við-
brigðin, þegar' þau uppgötva, að hjóna-
bandið þeirra er nákvæmlega eins og öll
önnur.
Sannleikurinn er sá, að hugmyndir ungs
fólks um hjónabandið eru oftast alrang-
ar. Enginn 'hefur fyrir því að sýna hjóna-
efnunum fram á, að hjónabandið sé ekki
eintómur dans á rósum, að það sé í raun-
inni gjörólíkt tilhugalífinu. Hið róman-
tíska ástarævintýri tekur enda og við tek-
ur daglega lífið með öllu sínu erfiði og
vandamálum.
Það er mikill vandi að láta hjónabandið
ekki verða leiðinlegt. Þegar fólk stofnar
heimili, er það að binda sér bagga. Þetta
er svosem ekki rómantískt, en þetta er
staðreynd. Það fylgja ýmsar skyldur
hjónabandinu, og það er ekki hægt að
hlaupast frá þeim. Heimili þarfnast þjón-
ustu; það er ekki of djúpt tekið í árina
að segja, að á heimilinu séu verkefnin
óþrjótandi. Það er ekki hægt að halda
áfram að haldast í hendur og hvísla ástar-
orðum, þegar diskarnir standa óþvegnir
frammi í eldhúsi.
Hið hættulega augnablik rennur upp,
þegar ungu hjónin gera þessa uppgötv-
un. Þau verða sumsé að læra að taka hin-
um nýju skyldum með jafnaðargeði og
án þess að láta sér leiðast.
Staðreyndirnar blasa við ungu hjónun-
um, þegar hann arkar út á nýþvegið gólf-
ið í skítugum skóm eða henni tekst að
stífla eldhúsvaskinn í fjórða skipti á jafn-
mörgum vikum. Eða hið fagra sumar-
kvöld, þegar þau geta ekki farið í göngu-
túr „eins og einu sinni“ af því verkefn-
in heima fyrir eru svo mörg og knýjandi.
Eitt sinn dreymdi þau um að snæða sam-
an morgunverð á fallega dúknum, sem
hún hafði saumað. Þau mundu aldrei láta
hversdagslega hluti skyggja á rómantík-
ina.
Það eru einmitt hversdagslegu smáat-
riðin sem varpa skugga á svo mörg hjóna-
bönd. Þau hjón eru allt of mörg, sem láta
koma sér úr jafnvægi. En þessi skyldu-
verk eru partur af hjónabandinu, og þeg-
ar þau byrja að valda leiðindum, er voð-
inn vís. Svo mikið er víst, að mikill háski
er fyrir dyrum, þegar hjónabandið kemst
á það stig, að hjónunum fer að leiðast.
Ég er sannfærð um, að fátt er heim-
ilisfriðnum og hjónabandinu hættulegra
en að lifa um efni fram. Peningaáhygggj-
um fylgja allskyns aðrar áhyggjur og
framhaldið er oft á tíðum óánægja, þreyta
og rifrildi.
Staðreynd er það líka, að ung hjón eru
oftast allt of mikið saman. Ég skal viður-
kenna, að þetta lætur einkennilega í eyr-
um. En bíðum nú við. Þegar þau voru
trúlofuð, höfðu þau feiknin öll að tala
um; þau sögðu hvoru öðru frá öllu, sem á
daga þeirra hafði drifið, síðan þau sáust
síðast. Svo að það er alveg óhætt að mæla
með því, að hjón leiti öðru hvoru út af
heimilinu — og ekki alltaf saman. Það er
farsælt fyrir hjónabandið, að þau hafi
eitthvað að tala um, sem ekki snýst ein-
göngu um þau bæði. Af sömu sökum get-
ur það verið heilladrjúgt á stundum fyrir
hjón að vera ekki saman allt sumarfríið.
Einkum mæli ég með þessu, ef heimilis-
lífið er eitthvað erfitt. Allir þarfnast til-
breytingar, og skiptir það þar að sjálf-
sögðu engu, hvort menn eru giftir eða
ógiftir.
Þótt margar skyldur fylgi hjónaband-
inu, ættu aðilar ávallt að gæta þess, að
þær verði ekki að fjötrum. Það er hollt
fyrir hjónabandið að fleygja skyldunum
fyrir borð — öðru hvoru. Til dæmis er
sjálfsagt að taka frá að minnsta kosti
eitt kvöld í viku — og helst einn dag —
til þess að láta eitthvað eftir sér. Þá eiga
hjónin að fara út saman eða skemmta sér
á þann hátt, sem báðum líkar bezt. Kunn-
ingi minn, sem er læknir, sagði einu sinni
við mig, að hann ráðlegði oft sjúkling-
um að fara út að skemmta sér. Tilbreyt-
, ingarleysið og hinn grái hversdagsleiki er
Framhald á bls. lJf.
IMý tíðindi — af léttara tagi
KONA ein í Los Angeles fór
nýlega í mál við mann sinn og
krafðist skilnaðar á harla ó-
venjulegum grundvelli. Hún
upplýsti, að í hvert skipti sem
hundurinn þeirra neitaði að
hlýða eiginmanninum, tæki
hann hana — og flengdi!
Dómarinn veitti henni skiln-
aðinn — og hundinn.
ÞEGAR blökkumaður, sem
starfaði í gimsteinanámu i
Kimberley i Suður-Afriku
kvartaði undan magapínu,
spurði læknirinn hann, hvað
hann hefði borðað síðast.
,,Nautaket,“ var svarið.
En þegar hann var gegnum-
lýstur, komu í ljós tíu gim-
steinar, sem hann hafði ætlað
að smygla upp úr námunni á
þennan hátt.
BOBBY WHEELER heitir
Bandaríkjamaður, sem búsett-
ur er í bænum Memphis. Fyrir
skemmstu lenti hann i klandri,
þegar hann var að reyna —
eftir beztu getu — að fylgja
umferðarreglunum.
Hann var að aka heim til
sín um kvöld, þegar hann sá
rautt ljós framundan, taldi það
vera umferðarljós og stöðvaði
bílinn sinn. Járnbrautarstarfs-
maður, sem þarna var nær-
staddur, horfði sem snöggvast
á bílinn, Wheeler og ljósið, og
hringdi að þvi búnu á lögregl-
una.
Upp úr þessu var Wheeler
sakaður um ölvun við akstur.
Rauða ljósið hafði verið á
járnbrautavita og hann hafði
verið að aka eftir járnbrauta-
teinunum!
WOODY WOODSON í Corn-
ing, Californiu, komst líka i
kast við lögregluna fyrir
skemmstu, en fór eiginlega
með sigur af hólmi. Hann var
sektaður fyrir ógætilegan
akstur, taldi dóminn ranglát-
an og borgaði fyrir sig með
því að skipa lögreglunni að
flytja innan þrjátíu daga!
Gat hann þetta? Jú, raunar.
Hann á húsið, sem lögreglu-
stöðinn er í.
LOUIS VUILLEUMIER
heitir Frakki, sem mánuðuni
samau var búinn að reyna að
selja 32 herbergja sveitasetur,
sem hann átti. Fyrir slcemmstu
gafst hann upp. Hann keypti
sér 130 stengur af dýnamiti og
sprengdi óðalið í loft upp!
EGGJ AFR AMLEIÐENDUR
i Vínlandi í Bandaríkjunum
efndu í sumar til mikillar
,,eggjahátiðar“. Við það tæki-
færi harðsuðu þeir 15,000 egg
í risastórum potti og útbýttu
meðal gesta.
7