Vikan


Vikan - 04.10.1956, Side 3

Vikan - 04.10.1956, Side 3
VERZLUNARVARA ENN ÞANN DAG í DAG: ÞRÆLAR OG AMBÁTTIR eftír MAX CAUIFIELD FYRIR tæpum tveimur mánuðum brotnaði trékassi, sem stóð á bryggjunni 1 Lagos í Nígeríu. Tít úr þessum kassa stukku þrír ungir svertingjadrengir. Það er ótrúlegt en satt, að hefði hann ekki brotnað, væru þeir sennilegast núna orðnir þrælar í Arabíu. Fyrst hefði þeim verið smyglað upp Niger fljót til Timbuk- tu, hinnar dularfullu borgar í Sahara. Þaðan hefðu þeir verið fluttir Pílagrímsleiðina svokölluðu til hafnarbæjarins Suakin við Rauðahaf — 3,000 mílna veg um frumskóga, mýrarfláka, sólbrunnar sléttur og eyðisanda. Þar hefði beðið þeirra arabisk skúta. Litlu drengirnir þrír gætu því á þessari stundu húkt hlekkjaðir á steinbekkjunum í Suk-el-Abid, þrælamarkaði Mekka. Það er áætlað, að nú séu í veröldinni um 11,000,000 þræla og ánauðugra leiguliða. I Arabíu eru þrælamarkaðarnir og þræl- arnir, sem ganga kaupum og sölum, eins og kvikfénaður. 1 frumstæðustu ríkjum Suður-Ameríku eru svo leiguliðarnir, sem lögum samkvæmt mega ekki yfirgefa húsbændur sína. Þetta er svipað kerfi og tíðkaðist í Evrópu fram eftir öldum. Þá má ekki heldur gleyma brúðar-ambáttunum meðal sumra þjóðflokk- anna suður af Sahara — himnn komungu stúlkum, sém eigin- mennirnir kaupa, iðulega án þeirra samþykkis. Þeir öðlast þar með ótvíræðan eignarétt yfir þeim; það er hægt að selja þær í hendur öðrum manni eða selja þær hæstbjóðanda, fef eigin- maðurinn — eigandinn — skyldi deyja. Það tíðkast raunar víðar, að börnum sé haldið í dulbúinni ánauð. Það var algengt í Kína og Mongolíu áður en kommún- istar komu til skjalanna (nú vantar upplýsingar frá þessum löndum) og það er enn allalgengt í afskekktustu héruðum Ind- lands. Þá má nefna Japan, Síam og — til skamms tíma að minnsta kosti — Malakkaskaga og Hong-Kong, þar sem svo er látið heita, að börn séu tekin í fóstur, en „fósturfaðirinn“ greiðir í rauninni fyrir þau beinharða peninga og notar þau síðan sem ódýrt vinnuafl. Þegar Sameinuðu þjóðirnar fyrir skemmstu boðuðu til ráð- stefnu í Genf um þrælahald, var ástandið í þessum efnum á Arabíuskaga helsta dagskrárefnið. Þrælahald er sumsé algengt í Saudi-Arabíu, og ennfremur tíðkast það í Yemen og á brezka verndargæzlusvæðinu Aden. Á þessum slóðum eru þrælakaupmennirnir ötulastir. Blökku- menn — „svart fílabein“ — eru algengasta varan á þrælatorg- unum, en þar má einnig sjá hörundsljósari þræla og ambáttir. Þess eru jafnvel dæmi, að hvítt fólk hafi verið hneppt í þræl- dóm. Frönsk stúlka, sem var á ferð í Sýrlandi fyrir nokkrum árum, var tekin með valdi og seld. Árið 1951 gerðist það, að tveir brezkir skipbrotsmenn höfnuðu í höndunum á arabiskum þrælaveiðurum, sem seldu þá í Saudi-Arabíu. Það vildi þeim til, að brczka sendiráðið frétti af þeim og þvingaði eigendur þeirra til að láta þá lausa. Fyrir heimsstyrjöldina síðari var það algengt, að þrælaveið- ararnir i'éðust með báli og brandi á afskekkt þorp í Afríku og flyttu þá af þorpsbúum, sem söluhæfir þóttu, á brott með sér. Nú eru árásir af því tagi sjaldgæfari. Innfæddir Afríku- menn, sem dvalist hafa í Saudi-Arabíu og tekið múhameðstrú, eru sendir sem „trúboðar“ til héraðanna fyrir sunnan og vest- an Sahara. Hlutverk þeirra: að hvetja trúbræður sína á þess- um slóðum til að fara í pílagrímsferð til Mekka. Þeim verður mikið ágengt. En pílagrímarnir eru ekki fyrr lagðir af stað í hina ótrúlega erfiðu ferð en hinir arabisku ,,vinir“ þeirra byrja að féfletta þá. Hinir fátækustu enda ósjald- an sem þrælar. Algengast er þó, að hinir varnarlausu pílagrímar séu ein- faldlega ,,handteknir“. Þetta fólk fer yfir Rauðahaf í leigu- skútum, sem skila því á land í Lith. Við komuna má það bú- ast við því, að því sé varpað í fangelsi, undir því yfirskyni að það hafi komið í heimildarleysi til Saudi-Arabíu. Eftir nokkra daga í fangelsinu framselur lögreglan það svo þrælakaupmönn- unum, sem selur þsð ými::t i Jeddah eða Mekka. Síðasta verðskráin frá Saudi-Arabíu lítur svona út: Fyrir karlmann fást 150 sterlingspund. Fyrir rosknar konur fást 40 pund. Fyrir laglegar stúlkur fást 400 pund. Fyrir stúlkur með ljósan hörundslit eða hvítan má reikna með 700 sterlingspundum. „Olíuæðið" í Saudi-Arabíu veldur því, að verðið er svona hátt. Auðmennirnir eru auðugri en nokkru sinni fyrr og verð- lag hefur hækkað um 500 % á síðastliðnum fimm árum. Er þrælunum misþyrmt? Margir eiga hina verstu ævi; nærri allir eru þeir brennimerktir. Strokuþrælar eru húðstrýktir og stundum lagðir á pínubekkinn. Líka kemur það fyrir. að stroku- þrælar, sem nást aftur, eru hálshöggnir. Þó má segja, að með- ferðin á þrælunum í heild sé fremur væg. Þrællinn er verðmæt eign og það borgar sig ekki fyrir eigandann að eyðileggja hana með 'of mikilli harðneskju. Börn ánauðugra manna verða auðvitað sjálfkrafa ánauðug sjálf. Jafnvel þau, sem frjálsir menn eiga með ambáttum, hljóta þessi örlög. Hve lengi eiga þrælaveiðararnir og þrælakaupmennirnir að fá að stunda óþokkaðiju sína? Sameinuðu þjóðirnar hafa í undirbúningi yfirlýsingu, sem fordæmir þrælahald. Bretar hafa barist ötullega gegn þrælahaldi síðustu áratugina. Sú var tíð- in, að þeir voru sjálfir miklir þrælakaupmenn. En nokkrir hug- rakkir menn meðal þeirra hófu baráttu gegn verzluninni með „svarta fílabeinið“, og þeir sigruðu að lokum. I Bretlandi starfar enn félagsskapur, sem hefur útrýmingu þrælahalds um allan heim að markmiði. Meðal ötulustu for- ystumanna hans eru afkomendur þeirra tveggja manna, sem á sínum tíma börðust hatrammlegast gegn þrælahaldi í brezku nýlendunum. Félagið hefur skrifstofu í London og fast starfslið. Það tel- ur meðlimi víða um heim; sumir oru búsettir á landsvæðunum, þar sem útsendarar þrælakaupmannanna hafa sig mest í frammi. Þeir senda skrifstofunni í London sífellt upplýsingar. Þegar þetta er ritað, er ur"ur Englendingur auk hess staddur á Píla- grímaleiðinni svokölluðu, þrælaveginum alræmda. Ferð hans um þessar slóðir getur ekki talist hættulaus. En hann er að viða að sér gögnum fyrir Lundúnafélagið. MYNÐIN: ÞRÆLAMARKAÐUR Í AMERÍKU - FYRIR 100 ÁRUM i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.