Vikan


Vikan - 04.10.1956, Síða 7

Vikan - 04.10.1956, Síða 7
Aðalbyggingin er fimm hæðir, V2 km. á lengd og 80 metrar á breidd. Skipulag verksmiðjunnar byggist á lóðréttum flutn- ingi á efninu, þ. e. milli hæða, en í Fiat- Mirafiori fara efnisflutningar fram lá- rétt og þykir það henta betur. Þessar verksmiðjur framleiða nú um 800 bíla á dag og framleiðslan fer stöð- ugt vaxandi. Nýjar gerðir eru sífellt að koma á markaðinn. Nýjasti bíllinn frá verksmiðjunum er Fiat 600 — lítill og ódýr fjögurra manna bíll, við hæfi almennings. Eftirspurn eft- ir Fiat 600 er svo mikil, að verksmiðjan hefur vart við að auka framleiðsluna. Þá hefur breyting orðið á 1100 fjögra manna bílunum og 1400 fimm manna bíl- unum, sem nú eru þekktir orðnir hér á landi. Fiat 1900 er nú einnig breyttur. Nú má gera ráð fyrir, að nýju gerðirn- ar fari að sjást hér á vegunum. Gefst mönnum þá kostur á að dæma smekk itölsku bílaframleiðendanna, en eflaust eru gæðin þau sömu og áður. Hvernig er bíllinn litur? Samkvæmt upplýs- ingnm frá Félagi btf- roiSaeigenda á Nýja Sjálandi, getur litur- inn á bilnum þínum bjargað lífi þínu. Bíl- ar, sem bera daufa liti, lenda oftar i á- rekstrum en hinir, sem málaðir eru með áberandi litum. Rautt, hvítt og gult eru beztu öryggislit- irnir, en grænir bílar verða öllum bílum fremur fyrir skakka- föllum. STEINALDARMENN Á TUTTUGUSTU ÖLD Það eru víðar , andvarpaði stúlkan, um leið og hún gekk út úr bíóinu, þar sem hún hafði verið að horfa á hörkuspennandi ást- armynd, — verst að karlmenn- irnir skuli ekki vera svona hug- rakkir í veruleikanum! Jæja, hún hefði getað sparað sér andvarpið. Hetjurnar í kvikmyndunum eru að vísu feikn „kaldar“ og ákveðnar. En heimurinn á líka sína köldu kalla, eins og hvað eftir annað hefur sannast. Sumir eru meir að segja einbeittari og fífl- djarfari en góðu hófu gegnir. Stúlkan, sem andvarpaði, hafði væntanlega aldrei heyrt getið um unga Italann, sem var á göngu í Róm, þegar hann sá 18 ára gamla stúlku með hrafn- svart hár, sem heillaði hann svo, að hann ákvað samstund- is að eignast hana. Ýmsir hefðu talið það frem- ur óheppilegt, að stúlkan var í fylgd með karlmanni, sem þar að auki var í flughernum. En ekki Italinn okkar. Hann var allt of ástfanginn til að hafa áhyggjur af slíkum smámun- um. Hann var búinn að gera það upp við sig, að hann ætlaði að giftast stúlkunni og hann elti hana og fylgdarmann hennar, uns þau kvöddust með kossi fyrir framan dyrnar á heimili hennar. Næsta kvöld leigði hann sér bíl, ók heim til stúlkunnar, lagði bínum fyrir framan hús- ið og beið. Klukkan sjö birtist hún. Þá birtist líka unnustinn úr flughernum, og hann ætlaði einmitt að fara að faðma hana að sér, þegar ítalinn tók í taumana. Hann renndi bílnum upp að hliðinni á þeim, stökk út á gangstéttina, sló flugkappann niður og dró stúlkuna með sér inn í bílinn. Svo ók hann af stað eins og skrattinn væri á hælun- um á honum! ,,Eg ætla með þig í kofa, sem ég á uppi í sveit,“ tjáði hann stúlkunni. „Þar verður farið vel með þig og þú þarft ekkert að óttast. En þar verður þér líka haldið, þar til þú lofar að gift- ast mér.“ Stúlkan byrjaði að brjótast um og hrópa á hjálp. Bíllinn hentist út af veginum. En Ital- anum tókst að koma honum upp á veginn aftur og halda hinu æðisgengna ferðalagi áfram. Þau kornu að kofanum seint um kvöldið, eftir að sá ástfangni hafði róað aumingja stúlkuna hetjur en í bíó — með því að slá hana í rot. Hann var nýbúinn að bera hana inn í kofann, þegar lög- reglan ruddist inn til hans.með flugmanninn í broddi fylking- ar. Þessi ítali situr nú í fangelsi. En öðrum elskhugum, sem beitt hafa svipuðum steinaldarað- ferðum, hefur stundum vegnað betur. I Nevada í Bandaríkjunum gerðist það, að efnaður imgur kaupsýslumaður varð feikn ást- fanginn af brúnhærðri stúlku, sem send var til skrifstofu hans með ýms skilríki frá húsbónda sínum. „Þú ert dásamlega fögur og ég vil að þú giftist mér,“ tjáði hann stúlkunni hispurslaust. I fyrstu hélt hún, að hann væri að gera að gamni sínu. En þegar hann læsti skrifstofuhurðinni og sagði, að hann mundi ekki hleypa aumingja stúlkunni út fyrr en hún tæki bónorði hans, varð augljóst, að honum var rammasta alvara. „Ég er alveg óvenjulega vilja- fastur maður,“ sagði hann henni, „og ég kem alltaf mínu fram. Þar til þú birtist hérna fyrir fáeinum mínútum, hélt ég satt að segja, að ég hataði allt kvenfólk. Viltu giftast mér?“ 1 sömu andrá hringdi síminn og stúlkan þreif símatólið og hrópaði: „Hjálp! Hjálp!“ Þegar kaupsýslumaðurinn gerði sér ljóst, að hann var bú- inn að tapa þessari lotu að minnsta kosti, sleppti hann stúlkunni. Hún flýtti sér heim. Hún var munaðarleysingi og átti engan að, sem hún gæti leit- að ráða hjá. Ekki vildi hún kæra manninn, því að af því gætu spunnist leiðinleg blaða- skrif. Hún tók það því til bragðs að flytja úr bænum og fá sér vinnu í fimmtán mílna fjar- lægð. Tveimur dögum síðar tók hún saman pjönkur sínar og fór. En kaupsýslumaðurinn ást- fangni var ekki lengi að hafa upp á henni. Næstu vikurnar varð hann sex sinnum á vegi hennar, og í hvert skipti bað hann hennar. Hún hryggbraut hann jafn oft. Stúlkan fluttist í gistihús. Hann elti og fékk sér herbergi við hliðina á henni. Hún skellti á hann, þegar hann hringdi upp og byrjaði að bera upp bón- orðið. Tveimur dögum seinna kvikn- Framhald á bls. 18. 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.