Vikan


Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 9
Baker fór fram og kom að vörmu spori með frú Baker, sem var að þurrka sér um hendurnar á- svuntunni sinni og brosti út undir eyru. Með nokkrum vel völdum. orðum skýrði Poirot frá erindi sínu. Hjónin voru því strax hlynnt. — Okkur langar ekki til að sjá ungfrú Violette svikna um það sem henni ber, sagði konan. Það væri fjári hart, ef sjúkrahús ættu að fá þetta allt. Poirot hélt áfram að spyrja. Já, Bakerhjónin mundu eftir að hafa skrifað undir erfðaskrána. Baker hafði fyrst verið sendur til næsta bæj- ar eftir tveimui' ei'fðaskráreyðublöðum. — Tveimur? greip Poirot hvasst fram i. -— Já, til vonar og vara býst ég við, ef hann skyldi eyðileggja annað — enda gerði hann það. Við vorum búin að skrifa undir eitt . . . — Um hvaða leyti dags var það? Baker klóraði sér í höfðinu, en kona hans var skarpari. — Ja, ég man að ég var rétt nýbúin að setja úpp mjólkina í ellefu kakóið. Manstu það ekki ? Þegar við komum aftur fram í eldhúsið, þá hafði hún soðið yfir alla eldavélina. — Og hvað svo? — Um klukkutíma seinna urðum við að koma inn aftur. „Ég misritaði og varð að rifa skjalið,“ sagði gamli húsbóndinn. „Má ég biðja ykkur um að skrifa aftur undir.“ Og það. gerðum við. Eftir það gaf húsbóndinn hvoru okkur dálaglega peningaupphæð. „Ég arfleiði ykkur ekki að neinu“, sagði hann. „En á hverju ári, sem ég á eftir ólifað, skulið þið fá vissa upphæð til að eiga í varasjóð þegar ég er horfinn. Og það efndi hann sannarlega. Poirot hugsaði sig um. — Vissuð þið hvað Marsh tók sér fyrir hendur eftir að þið skrifuðúð undir í seinna skiptið — Hann fór niður í þorpið til að borga heimilisreikningana. Þetta virtist ekki álitlegt.’ Poirot reyndi aðra aðferð. Hann rétti fram iykilinn að skrifborðinu. Er þetta rithönd húsbónda ykkar? Ég hef kannski látið ímyndunina hlaupa með mig í gönur, en mér fannst Iíða örstutt stund áður en Baker svaraði: „Já, herra minn, það er hans rithönd.“ Hann er að skrökva, hugsaði ég. En hvers vegna? — Leigði húsbóndi ykkar nokkurn tíma húsið? Hefur komið nokkuð ókunnugt fólk hér síðastliðin þrjú ár? — Nei, herra minn. — Engir gestir? — Aðeins ungfrú Violet. -— Engir ókunnugir af neinu tagi komið inn i þetta herbergi? — Nei’ herra minn. — Þú gleýmir smiðunum, Jim, sagði kona hans. — Smiðum? Poirot sneri sér snöggt við. -— Hvaða smiðum? Konan gaf þá skýringu, að fyrir um það bil hálfu þriðja ári hefðu komið smiðir til að annast viðgerð. Hún var dálítið óviss um hvers konar viðgerð þetta hefði verið. Hún virtist vera þeirrar skoðunar, að þetta hefðu bara verið duttlungar úr húsbóndanum og alveg óþarfi að gera við nokkuð. Smiðirnir höfðu haldið sig nokkuð af tímanum inni í skrif- stofunni, en hún gat ekkert um það sagt, hvað þeir hefðu verið að gera þar, þar sem húsbóndinn hafði hvorugu þeirra hleypt inn á meðan þeir voru við vinnu sína. Þau gátu því miður ekki munað nafnið á verkstæðinu, sem hafði annazt verkið, nema að það hafði verið í Ply- mouth. Okkur miðar áfram, Hastings, sagði Poirot og neri hendur sínar, þegar Baker hjónin voru farin fram. — Hann hefur sýnilega gert aðra erfðaskrá og fengið svo smiði frá Plymouth, til að útbúa hentugan felustað. 1 stað þess að rífa upp gólfið og berja í veggina skulum við fara til Plymouth. Eftir nokkra fyrirhöfn fengum við upplýsingarnar, sem okkur van- hagaði um. I þriðju atrennu fundum við verkstæðið, sem hafði starfað fyrir Marsh. Smiðirnir voru allir búnir að vinna þar í mörg ár, svo það reyndist auðvelt að finna mennina tvo, sem höfðu unnið undir stjórn Marsh. Þeir mundu vel eftir því hvað þeir höfðu gert. Meðal annarra minni háttar viðgerða höfðu þeir tekið upp einn af múrsteinunum í gamla arninum, útbúið hólf undir honum og gengið frá steininum, svo ekki var hægt að sjá samskeytin. Það var hægt að lyfta honum með því að þrýsta á annan múrsteininn frá endanum. Þetta hafði verið æði snúið verk- efni og gamli maðurinn hafði verið ákaflega vandlátur með þar. Sá sem gaf okkur þessai' upplýsingar hét Cogan. Hann var hár og lotinn maður með grátt yfirskegg. Þetta virtist vera skynsamur náungi. Við snerum aftur við til Crabtree Manor í bezta skapi og bjuggum okkur undir að nota þessa nýfengnu vitneskju okkar, eftir að við höfð- um læst hurðinni að skrifstofunni. Það var ekki hægt að sjá nein vegsum- merki á múrsteinunum, en þegar við ýttum á einn, eins og okkur hafði verið sagt, þá kom strax í ljós djúpt hólf. Poirot stakk hendinni með ákafa ofan í það. Skyndilega hvarf ánægju- og hreyknissvipurinn á andliti hans fyrir ofboði. í hendinni hélt hann aðeins á sótugum leyfum af stífum pappir. Fyrir utan það, var ekkert í holunni. Sacré! hrópaði Poirot gremjulega upp yfir sig. .Einhver hlýtur að hafa veriö á undan okkur. Við athuguðum pappírsmiðann áhyggjufullir. Þetta var sýnilega hluti af því sem við vorum að leita að. Nokkuð af undirskrift Bakershjónanna var þarna enn, en ekkert sem benti til þess hvert innihald erfðaskrár- innar hefði verið. Poirot settist á hækjur. Svipurinn á andliti hans hefði vei-ið skop- Framhald á bls. ÍS. 'ENGLISHEIECTRIC’ • 8,3 Kubikfet • Ensk vandvirkni • Hagkvæmir greiðsluskilmálar • Stórlækkað verð — Kr. 7.915,00 LAUGAVEG 166. Vélaverkstœði SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F. SKÚLATÚNI 6 — REYKJAVlK Höfum öðlast framleiðsluleyfi fyrir A/S Hydravinsj, Bergen, á vökvaknúnum . . Línuspilum Dekkspilum Hringnótaspilum Spilin eru af nýjustu gerð með 2 ganghraða (hægan og hraðan). Höfurn ennfremur hinar viðurkenndu Anderton spilkoplingar Sölu'Lonboö fyrir eftirtaldar vélar: UNION Diesei, stærðir 2. il 1000 hestöfl, FM - Motor, trillubátavélar, stærðir 3—30 hestöfl, MARNA, * diesel rafstöðvar og bátavélar, stærðir 3—33 hestöfl. Auk þess TYFON öryggismæla á dieselvélar. Mælar þessir gefa til kynna, ef þrýstingur í smurningsolíuleiðslum og vatnsleiðslum fellur, og geta þar af leiðandi ltomið í veg fyrir skemmd á vélum. Útvegum mcö stuttum fyrirvara Skrúfuútbúnað á flestar tegundir bátavéla. 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.