Vikan


Vikan - 04.10.1956, Qupperneq 12

Vikan - 04.10.1956, Qupperneq 12
/ s 4m Á FORSAGA: ttaston fangavörður segir réttvJsinni stríð á hendur, þegar 21 árs gömul stúlka er sett í dauða- klefa fylkisfangelsisins i Georgíu. Hin rauðhærða Gwen Benson hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða föður sinn á eitri. Gaston bjargar henni úr dauðaklef- anum nóttlna fyrir aftökudaginn, en getur ekki komið hennl út úr fangelsinu. Hann tekur það til bragðs að dulbúa hana sem karlfanga. Ungur piltur að nafni Bobert • Flowers hefur látist fáeinum dögum eftir að hann var fluttur til fangelslsins tU þess að afplána tuttugu ára dóm, og með aðstoð tveggja fanga tekur Gwen við nafni hans og hlutverki. Hún veit, að hún er óhult svo iengi sem henni tekst að þrauka sem Bobert Flowers. Hún og David Wint, annar fanganna, sem hafa hjálp- að henni, eru valin í fangaflokk, sem Continental jámbrauta- félagið tekur á leigu. Vinnubúðimar em uppl f fjöllum. í*ar verður hún fyrir ásóknum Patricks Shayne, lögfræðingsins sem varið hafði mál hennar. Hann vill fá hana til þess að af- sala sér jarðarskika, sem hún hefur fengið eftir föður sinn. Þegar hún fer að ráðum Gastons og neitar, reynir lögfræðingur- inn að beita þvingunum. Honum tekst að ganga svo frá hnút- unum, að Gwen — eða öllu heldur „Bobert Flowers", eins og hún nefnist — er sökuð um flóttatilraun úr vinnubúðunum og flutt f fangahúsið í Kenham til refsingar. Þar hyggur Shayne, að hann muni eiga auðveldara með að kúga hana tll hlýðni. Gaston skrifar ritstjóra „Morgunpóstsins" f Kenham og biður hann að kynna sér tlidrögin að morðinu, sem Gwen var upp- haflega dæmd fyrir. Nokkrum dögum seinna skrifar ritstjór- inn honum að hann hafi komist yfir athyglisverðar upplýsing- ar, og biður hann að koma sem skjótast tll viðtals. Þegar Gaston flýtir sér tU Kenham, fer hann á mis við ritstjórann. Hinsvegar liittir hann Shayne, sem segir lionum, að Gwen hafi réttilega verið dæmd fyrir föðurmorð og býðst tU að fara með hann f fangahúsið, þar sem henni er haidið fyrir „flóttatUraunina“, svo að liann geti heyrt játnlnguna af hennar eigln vörum. VÖRÐURINN sneri lyklinum i akránni og opnaði klefadyrnar. Það marraði í hurðinni, og um leið og hann lyfti olíuluktinni og lýsti inn um dyrnar, vék hann sér til hliðar og sagði kurteis- lega við fylgdarmann minn, eins og stimamjúkur þjónn: „Gerið þér svo vel, herra Shayne." Það var augljóst, að hann bar mikla virðingu fyrir lögfræðingnum. Shayne tók við luktinni og sagði: „Við köllum á þig, þegar við erum búnir hérna.“ Hann stillti luktinni á gólfið við dyrnar og ávarpaði fang- ann, sem húkti í klefahorninu og bærði ekki á sér: „Jæja, er runninn af þér mesti móðurinn ?“ Þá leit stúlkan upp og sá mig og horfði lengi á mig á meðan Sháyne beið eftir svari. Loks sagði hún lágt: „Ég er fegin að þú skyldir koma, Gaston. Herra Shayne (hann var þá aftur orðinn herra Shayne í hennar munni!) sagði mér í dag, að þú mundir fara uppeftir á morgun. Ég held það sé þá bezt, að ég segi þér . . . sannleikann." Hún hneigði höfuðið. „Já, það er eflaust öllum fyrir beztu, eins og komið er.“, „Gættú þess að segja ekkert, sem þú kannt að sjá eftir seinna, Gwen.“ „Já, mikíl ósköp. En ég er búin að gera þetta upp við mig. Eg veit alveg, hvað ég er að gera. Ég . . . sjáðu til . . . ég ætla að taka afleið- ingunum -af gerðum mínum.“ Hún hnikkti til höfðinu og horfði festu- lega á inigv „Já, ég ætla að fella mig við orðinn hlut, Gaston, og þú mátt ei%i reyna að telja mér hughvarf," Ég beygði mig og tók i öxlina á henni, svo fast að hún kveinkaði sér. „Meiddu mig ekki!“ „Hvað áttu við, Gwen?“ „Er . .\ herra Shayne . . . ekki búinn að segja þér . . . ?“ „Hann hefur sagt mér svo margt upp á síðkastið! Þetta er þitt mál, þín barátta, Gwen - framtíð þin!“ K V G G A L G A JV S eftir William Gaston jr. ,,Já.“ Hún tautaði þetta ofan í barm sér, lágt og vesældarlega. Hún forðaðist að horfa í augun á mér. Var þetta sama stúlkan, sem Shayne sagði að hefði ráðist á sig, tryllt af bræði ? Var þetta andlit gríman, sem hann hafði verið að tala um, eintóm uppgefð, eintóm látalæti? Nú horfði hún á Shayne: „Ég hélt þér væruð búinn . . .“ „Gaston, vinur okkar, er maður tortrygginn, stúlka mín. Hann kýs að heyra þetta af þínum eigin vörum.“ „Jæja? Nú, jæja . . .“ Hún horfði í gaupnir sér. „Svona nú, Gwen Benson, reyndu að manna þig upp!“ Shayne lyfti göngustafnum kæruleysislega og lét brodd hans andartak hvíla á vanga hennar. „Við getum ekki hangið yfir þér i allt kvöld." Svo hló hann: „Og Wint bíður uppfrá!“ „Wint?“ Ég rétti úr mér og horfði á Shayne. „Hvað kemur David Wint þessu máli við?" „Hann kemur þvi ekkert við — beinlínis — Gaston minn góður." Shayne brosti. „En ef ég man rétt, hrökk það einhverntíma upp úr fanganum, að hún — hm — elskaði þennan tukthúsfélaga sinn." „Og . . . ?“ „Og?" Shayne ypti öxlum. „Vertu ekki svona hátíðlegur, Gaston! Hefurðu enga kýmnigáfu, maður? Hefurðu ekki tekið eftir sorgarsvipn- um á kunningja okkar hérna, siðan þeim var stíað sundur? Líttu á, mað- ur . . ." hann benti með stafnum . . . „líttu á hve fallega hún roðnar." Ég sagði harðneskjulega: „Gwen, hverju hefur hann lofað þér?“ „Engu!“ Hún var fljótmælt og það var hræðsluglampi í augum henn- ar. „Hann hefur engu lofað mér!“ „Uss, Gwen Benson! Við megum ekki skröka að vini okkar! Víst hef ég gefið þér loforð. Sagði ég þér ekki síðast í dag, að þessir sex mán- uðir, sem þú fékkst fyrir flóttatilraunina, yrðu strikaðir út, ef þú segðir Gaston allan sannleikann?" Hann kýmdi og gaut til mín augunum: „Að þú yrðir komin í fangið á Wint áður en þú vissir af, ef þú hættir að segja aumingja Gaston þessar óttalegu skröksögur." Hann sneri sér að mér: „Skrítið, Gaston, en ég held í raun og veru, að þau séu ástfangin. Hún er ótrúlega hörundsár, þegar talið snýst að hon- um,“ Hann hristi höfuðið. „Ég hefði ekki trúað því, að þetta væri hægt! Tveir tukthúsfangar! Og þó held ég þau geti orðið hamingjusöm á sina vísu, ef þau fá að vera saman. Hvernig líst þér á, Gaston? Það lítur út fyrir, að þú verðir að búa þig undir það að hafa fangaklætt kærustupar fyrir augunum á þér næstu árin!“ Hann sneri athygli sinni aftur að Gwen: „Jæja, hvað segirðu." „Ég . . . já, ég drap hann!" Orðin hrukku út úr henni og röddin var hás og æst, en þegar hún horfði á mig, var andlitið einarðlegt og nærri þvi harðneskjulegt. „Farðu nú!“ Hún beit saman vörunum. „Farðu nú, þvi nú ertu' búinn að heyra það!“ „Hvern . . . drapstu?" „Föður minn! Herra Shayne veit allt um það. Hann getur sagt þér hvað gerðist. Nú vil ég fá að vera í friði! “ „Hvernig drapstu hann, Gwen?“ „Það var eitur. Þú veist það.“ Hún horfði bænaraugum á Shayne: „Er þetta ekki nóg, herra Shayne? Þarf ég að segja meira?“ „Þeir eru svona þessir fangaverðir." Shayne brosti góðlátlega. „Þeir hafa gaman af að leika lögreglumenn. Rök - sannanir — ástæður. Þeir hafa gaman af slíkum orðum.“ „Ég vildi komast burtu.!‘ Hún leit reiðilega á mig. „Já, það var ein- mitt það. Við vorum svo fátæk og ég var orðin svo þreytt á þessu basli. Við sátum alltaf í sama farinu. Blásnauð. Þegar aðrar stúlkur skemmtu sér, var ég að strita. Jafnvel þegar ekkert var að gera, sat ég heima, því að ég skammaðist mín fyrir fatagarmana, sem ég gekk í.“ Hún horfði á Shayne og hann kinkaði kolli. „Já, segðu honum bara allt af létta." Hún dró djúpt að sér andann og hrukkaði ennið eins og hún væri að hugsa sig um. Svo hélt hún áfram: „Ég vildi að við seldum jörðina. Já, ég talaði oft um það. En pabbi . . . vildi ekki selja. Svo . . . svo komu til okkar menn, sem buðu okkur gott verð, og . . . og . . ." Hún kreppti saman hnefana og það fór skjálfti um líkama hennar, eins og henni væri allt í einu orðið óbærilega kalt, J2

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.