Vikan


Vikan - 04.10.1956, Page 13

Vikan - 04.10.1956, Page 13
og hún hrópaði framan í mig: „Er þetta ekki nóg? Hvað viltu meira? Ég drap hann segi ég!“ Ég hristi höfuðið: „Nei, Gwen, Þú mátt ekki gleyma því, að einu sinni sagðirðu mér, að þú værir saklaus. Nú vil ég vita, hvað gei’ðist. Nú vil ég engar hálfsagðar sögur.“ Hún horfði á Shayne og svitinn perlaði á enni hennar: „Þér vitið hvað gerðist." ,,Þú heyrðir hvað maðurinn sagði!“ Svipur hans var byrstur. „Þú ert allt of lengi að þessu. Við kærum okkur ekkert um ævisögu þína. Haltu þér við það, sem máli skiptir.” Hún horfði í gaupnir sér og andlitið var tómlátlegt, eins og hún hefði ekki skilið hann. Hann lyfti stafnum aftur og stakk broddinum undir höku hennar og neyddi hana til að líta upp: „Horfðu framan í okkur; við heyrum þetta ekki, ef þú muldrar það niður í gólfið.“ „Já, ég skal flýta mér.“ Augnaráðið var flóttalegt og varirnar skulfu. „Hvert var ég komin?" „Nei, heyrðu mig nú, kvenmaður!“ Hann lyfti stafnum eins og hann ætlaði að slá hana. „Hvar heldurðu þú sért? Heldurðu að við séum hingað komnir til þess að stytta þér stundir i einverunni? Ég er bráðum bú- inn að fá nóg af þessu!“ Ég horfði þegjandi á hann. Ætlaði hann að slá hana ? Jæja, í þetta skipti mundi ég ekki taka fram fyrir hendurnar á honum. Þetta varð að ganga sinn gang. Nú varð hver maður að spila úr sínurn spilum sjálf- ur. Þannig vildi hún hafa það, stúlkan, sem húkti þarna og var að reyna að segja mér, hvernig hún hefði drepið föður sinn á eitri. Hún horfði á Shayne og bar ótt á og það var til hans fremur en mín sem hún nú beindi orðum sínum: „Ég vildi umfram allt selja jörðina og komast burtu.“ Shayne lét stafinn siga. „Svo var okkur boðið gott verð — já, ágætt verð.“ Aftur fór skjálfti um líkama hennar. „En pabbi — hann vildi ekki selja. Ég grátbændi hann að gera það. Og svo . . . svo rakst ég á eitrið úti í skemmu." Hún hallaði höfðinu upp að veggnum og andardrátturinn var harður og óreglulegur. Svitataumarnir runnu niður andlitið og hún klemmdi snöggvast saman augun, eins og henni væri illt. ,,Já,“ hélt hún áfram og kinkaði kolli eins og til áherzlu, „eitrið var úti í skemmu. Við höfðum einhverntíma notað það til þess að útrýma illgresi. Svo hafði flaskan hafnað bak við kassa uppi á efstu hilunni, og hún var nærri þvi hálf. Þannig var það!" Hún horfði áköf á Shayne. „Þannig var þetta! Ég . . . ég veit ekki hvað kom yfir mig. Ég tók eitt af lyfjaglösunum hans pabba — hann var oft lasinn og hellti inni- haldinu úr því og fór út í skemmu. Eitrið hlýtur að hafa verið bragðlítið. Hann . . . hann . . „Hann grunaði ekki neitt, Gaston minn góður!“ Shayne lauk setn- ingunni fyrir hana. „Og á ég að segja þér meira? Ég hef komið í skemm- una, sem hún var að tala um. Ég leitaði bak við kassana á efstu hillunni. Og ég var svo nærgætinn að fjarlægja flöskuna, sem hún hafði verið svo dæmalaust kærulaus að skilja þarna eftir með dreggjun- um.“ Ég kinkaði hægt kolli: ,,Þú hefur fleygt henni." „Auðvitað!" Hann brosti. „Kannski ekki fullkomlega heiðarlegt gagn- vart lögreglunni. En ég var búinn að taka að mér vörn hinnar ákærðu." Svo bætti hann við gremjulega: „Ekki svo að skilja, að þetta kæmi að neinu gagni. Eins og þú manst kannski, fannst lyfjaglasið." Ég jánkaði. „Þú veist hvað þetta þýðir, Gwen?“ „Já." „Þú ert við því búin að taka afleiðingunum?“ „Þú . . . þú ætlar ekki . . .?“ Hún beit á vörina og þagnaði. „Að koma upp um þig; áttu við það?" Hún horfði í gaupnir sér: ,,Já.“ „Nei, ég mun standa við það sem ég sagði, þegar við fyrst ræddum um sekt þína — eða sakleysi." Hún hreyfði sig ekki, leit ekki upp, kúrði þarna við vegginn og þagði. „Þú verður • ekki hengd, Gwen, ef þú átt við það. Gwen Benson er horfin. Hún strauk, manstu ? Hún hvarf úr dauðaklefanum nóttina áður en það átti að taka hana af lífi, og mér er ekki kunnugt um, að það hafi spurst.til hennar síðan. Eða er það, Shayne?" Hann brosti kuldalega og hristi höfuðið: „Nei.“ „Þú getur með öðrum orðum verið alvæg óhrædd, Gwen. Þú ert bara réttur og sléttur fangi." Ég þagnaði og leit í kringum mig. „Mér skilst méir að segja, aé herra Shayne ætli að losa þig héðan. Hann er mikill áhrifa- maður og ég samgleðst þér. Ég hefði ekki gefið mikið í þig eftir sex mán- uði hérna. Og — ég er ekki viss um, að David Wint hefði fundist þú vera sérlega aðlaðandi." Frantháld á bls. 18. T'ýnda eríHnshrúin Framhald af bls. B legur, ef okkur hefði ekki verið svona þungt í skapi. — Ég skil þetta ekki, urraði hann. — Hver eyðilagði þetta? Og hver var tilgangurinn ? ■— Bakerhjónin kannski? sagði ég. -— Pourquoif Hvorug erfðaskráin gerir ráð fyrir neinu handa þeim, og það var miklu sennilegra að þau yrðu hér áfram hjá ungfrú Marsh, heldur en ef húsið yrði eign einhvers sjúkrahúss. Hvernig getur það verið nokkrum manni í hag að eyðileggja erfðaskrána? Það kemur sjúkrahús- unum að vísu að gagni — en maður getur ekki tortryggt stofnanir. Kannski gamli maðurinn hafi skipt um skoðun og eyðilagt hana sjálfur, sagði ég. Poirot reis á fætur og burstaði af hnjánum á sér með sinni venju- legu vandvirkni. — Getur verið, viðurkenndi hann. — Þetta er einhver skynsamlegasta tilgátan þín, Hastings. Jæja, við getum ekki gert neitt meira hér. Við erum búnir að gera allt, sem er á valdi dauðlegra manna. Við höfum stefnt vitsmunum okkar með góðum árangri gegn vitsmunum Marsh sáluga, en þvi miður er frænka hans ekkert betur stödd, þrátt fyrir þennan góða árangur. Með því að aka í skyndi af stað til stöðvarinnar, náðum við lestinni til London, sem ekki reyndist þó vera hraðlestin. Poirot var niðurdreg- inn og óánægður. Sjálfur var ég þreyttur og mókti úti í horni. Kétt þegar lestin var að leggja af stað út af stöðinni í Taunton, gaf Poirot allt í einu frá sér skerandi vein. — Vite, Hastings! Vaknaðu og stökktu út! Stökktu segi ég! Áður en ég vissi af stóðum við úti á stöðvarpallinum, berhöfðaðir og töskulausir, meðan lestin hvarf út í myrkrið. Ég var bálreiður. En Poirot hirti ekkert um það. — Hvílíkt fífl ég hef verið! hrópaði hann. — Þrefalt fífl! Aldrei skal ég framar gorta af litlu gráu heilafrumunum mínum! — Það er að minnsta kosti gott, sagði ég geðvonskulega. — En hvað er eiginlega um að vera? Poirot skipti sér ekkert af mér, fremur en venjulega, þegar hann var upp fullur af sínum eigin hugmyndum. Heimilisreikningamir — ég tók þá alls ekki með í reikninginn! Já, en hvar? Hvar? Það skiptir reyndar ekki máli, mér getur ekki skjátlazt. Við verðum að snúa við undir eins. Það var hægara sagt en gert. Okkur tókst að ná í hægfara lest til Exeter og þaðan tók Poirot leigubíl. Við komum aftur til Crabtree Manor í dögun. Ég ætla ekki að lýsa því hve rugluð Bakerhjónin voru, þegar okkur hafði að lokum tekizt að vekja þau. Poirot hirti ekki um neitt annað, en stikaði beint inn í skrifstofuna. :— Ég hef ekki aðeins verið þrefalt fífl, heldur þjátíu og sex sinnum fífl, sagði hann með lítillæti. — Líttu nú á! Hann gekk rakleiðis að skrifborðinu, kippti lyklinum úr og losaði um- slagið frá honum. Ég starði á hann með opinn munninn. Hvernig gat hann vænzt þess að finna heilt erfðaskráreyðublað í þessu örlitla um- slagi ? Hann opnaði umslagið af mikilli varkárni og sléttaði úr því. Svo kveikti hann upp eld og bar innra borð umslagsins að logunum. Að nokkr- um mínútum liðnum, fóru daufir stafir að koma í ljós. — Sjáðu, mon ami! hrópaði Poirot sigri hrósandi. Ég skoðaði miðann. Á honum stóðu aðeins nokkrar línur, með daufu letri, þar sem Marsh lýsti því yfir, að hann arfleiddi frænku sína, Violet Marsh, að öllum eigum sínum. Miðinn var dagsettur 25. marz, kl. 12.30 og vottaður af Albert Pike, bakara og Jessie Pike, húsfrú. — En er þetta plagg löglegt? spurði ég. — Eftir því sem ég bezt veit er það ekki lagalega rangt að skrifa erfðaskrá sína með bleki, sem er ósýnilegt þangað til það er borið að hita. Tilgangur arfleiðandans er augljós og það er einasti ættinginn hans á lífi, sem nýtur góðs af þessu. En sá var snjall! Hann sá fyrir hvert skref, sem leitandinn mundi taka — og ég var svo mikill bansettur bjárvi að hegða mér samkvæmt áætlun hans. Hann fær sér tvö eyðublöð undir erfðaskrána, lætur þjónustufólkið skrifa tvisvar undir, rubbar svo upp erfðaskrá sinni innan á óhreint umslag og hefur þessa blekblöndu sína í pennanum, þegar hann skrifai’ hana. Undir einhverju yfirskini fær hann bakarann og konu hans til að skrifa nafnið sitt undir nafnið lians, festii miðann við lykilinn að borðinu sínu og það hlakkar í honum. Ef frænka hans sér í gegnum þetta litla bragð hans, þá er hún þarmeð búin að rétt- læta lífstefnu sína og sína miklu menntun, og henni eru peningai’ haus guðvelkomnir. — En hún sá ekki í gegnum þetta, eða var það? sagði ég hægt. Þetta virðist fremur ósanngjarnt. Það var í raun og veru gamli maðm- inn, sem sigraði. — Nei, nei, Hastings. Nú læturðu skynsemina hlaupa með þig í gönur Ungfrú Marsh sannaði gagnsemi æðri menntunar fyrir konur og skarpav gáfur sínar, með því að fá mér málið undir eins í hendur. Leitíð alltaf til sérfræðinganna. Hún hefur ríkulega sannað rétt sinn til auðæfanna. Ég er í vafa — ákaflega miklum vafa — um hvernig Andiæw Marsh hefði litið á málið! 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.