Vikan


Vikan - 04.10.1956, Qupperneq 17

Vikan - 04.10.1956, Qupperneq 17
Grace Keily klippir meistarann og . . . 4LFRED HITCHCOCK kýmdi og ávarpaði mig glaðklakka- lega. „Veiztu hvað ég held gð gæti orðið virkilega áhrifa- ríkt og hroðalegt atriði í kvikmynd?“ sagði hann. „Það væri að láta blóð úr helsærðum manni drjúpa hægt á hvítar rósir.“ Manni brá nærri því að heyra þetta af vörum þessa feit- lagna, vingjarnlega manns, sem sat þarna í hægindastólnum og lét fara vel um sig og minnti mest á efnaðan kaupsýslumann. En þetta var Hitchcock hinn annálaði, kvikmyndastjórinn heimsfrægi, sem hefur þá skoðun, að morð megi fremja af mik- illi list. Hann stjómaði Fjárkúgaranum, sem var fyrsta brezka talmyndin — og fjallaði um morð. Síðan hefur hann stjórnað hverri morðmyndinni á fætur annarri, og óneitanlega með listrænum tilþrifum. Einn ái’angurinn er sá, að hann er löngu orðinn forríkur. Hann er. fram úr hófi vandlátur. Morðin í myndunum hans verða að sýna hugkvæmni og dirfsku. Aldrei hefur hann til dæmis leyft morðingjunum sínum að kála fómarlömbunum með vélbyssu á bandaríska vísu. Ónei! „Hvað fífl sem er,“ segir Hitchcock, „getur drepið mann með vélbyssu. Og hver hefur gaman af fíflum?“ Hvemig er hann, þessi snillingur blóðmyndanna ? „Ég er sauðmeinlaus og reglusamur,“ segir hann, „og mér hefur vegnað vel af því ég er ekkert að slá um mig.“ Hann var árum saman einn feitasti kvikmyndastjóri ver- aldar. Svo léttist hann um þriðjung og varð að kasta öllum gömlu fötunum sínum. Nú er hann feitlaginn — en það er líka allt og sumt. Hvernig fór hann að þessu? Hann svelti sig. „Og ég má enn svelta mig,“ tjáði hann mér. „Ég bragða naumast vott né þurrt mánuðum saman.“ Hánn bragðar ekki brennda drykki og forð- ast sykur eins og heitan eldinn. Hann sagði mér: „Þegar ég skoða hinn spengilega líkama minn í spegli, finnst mér ég vera endurfæddur. Einskonar dýrlingur. Ég er sísvangur og þjáist eins og ósvikinn píslar- vottur. En ég nýt píslan'ættisins. Það verður maður að gera til þess að geta þetta á annað borð.“ En það er aðeins líkamlega sem Hitchcock hefur rýrnað. Hann er ennþá sami risinn sem kvikmyndastjóri. Á því sviði gnæfir hann yfir flesta keppinauta sína. Hann er ekki hátíðlegur leikstjóri. En hann getur orðið reiður og strangur. Hann krefst skilyrðislausrar hlýðni af stjörnum sínum. Hann hefur ánægju af að stjórna fallegum kvikmyndadís- um. Þær koma honum í gott skap, segir hann. Doris Day, Ingrid Bergman, Marlene Dietrich, Grace Kelly, Jane Wyman og marg- ar aðrar hafa skreytt myndirnar hans. Og þær bera allar virð- jngu fyrir hinum miklu hæfileikum hans og þykir vænt um hann eins og góðan vin. Þó getur hann svosem gert þær fokvondar. Hann lætur þær ávallt finna, að það er hann sem er við stýrið. Ein Hollywood- stjarna sagði í blaðaviðtali: „Hann stjórnar leikkonunum eins •g þær séu ambáttir, en, drottinn minn góður, hann fær þær líka til að leika eins og engla!" Hitchcock fæddist í Bretlandi. Faðir hans var kaupmaður. Hitchcock byrjaði að vinna fyrir sér á teiknistofu og hefur ÞAÐ ER ENGINN VANDI AD SKJÚTA l)R VÉLBYSSU — segir ALFRED HITCHCOCK enn feikngaman af að teikna. Næst fékk hann vinnu hjá aug- lýsingafyrirtæki og upp úr því byrjaði hann að vinna í kvik- myndaiðnaðinum. Hann skrifaði textann inn á gömlu mynd- imar. Honum finnst barnalega vænt um það, þegar honum er hrós- að. Andlit hans ljómar af ánægju, þegar minnst er á, að tvær af myndunum hans urðu metsölumyndir um víða veröld. Hann bókstaflega malar af vellíðan. Fyrstu myndinni stjórnaði hann árið 1925. Síðan hafa þær streymt frá honum og undantekningarlaust fengið frábærar móttökur. Það má nefna myndir eins og Hin .3.9 þrep, Reipið, Horfna stúlkan, Mor'öingi í símanum, Glugginn* Hann er einn þeirra fáu leikstjóra, sem bíógestir kannast við. Venjulegast veljum við myndimar eftir leikurunum. En það er ekkert óalgengt að heyra: „Það er byrjað að sýna nýja Hitchcock-mynd. Við verðum að sjá hana.“ Kona Hitchcock heitir Alma Reville. Þau hafa verið gift ár- um saman og kváðu vera ákaflega hamingjusöm. Alma semur kvikmyndahandrit og aðstoðar manninn sinn á ýmsan hátt. Þau eiga fagurt hús í Hollywood. Hvernig er Hitchcock sem eiginmaður? „Rólegheitin sjálf," tjáði konan hans mér. „Hann gerir sig ánægðan með flest í lífinu nema egg og ostrur.“ Auðvitað er hann ekki fullkominn. Einn af siðum hans veldur frú Hitchcock satt að segja talsverðum erfiðleikum. Honum finnst ákaflega gott að fá sér blund fyrir mat. Og stundum blundar hann yfir matnum! Hann er lítill samkvæm- ismaður, og eitt sinn, þegar hann neyddist til að fara í veizlu, sem var haldin honum til heiðurs, var hann ekki fyrr sestur í sæti sitt en hann sofnaði. Um miðnætti stuggaði konan hans við honum og hvíslaði: „Eigum við ekki að fara, væni?“ Hitchcock var ákaflega hneykslaður. „Nei, það getum við ekki verið þekkt fyrir,“ svaraði hann. „Það væri dónaskapur." Hitchcock er mesti hrekkjalómur. Hann reyddist eitt sinn hrokafullum leikara, sem (meðal annars) var sífellt að stæra sig af því, að á heimili hans gengi allt fyrir rafmagni. Húsið var jafnvel rafmagnshitað. Nokkrum dögum síðar gat leikara- garmurinn ekki þverfótað fyrir kolamönnum, sem spurðu, hvar þeir ættu að láta kolatonnið, sem hafði verið pantað. Hitchcock hafði hringt á allar kolaverzlanir borgarinnar og beðið um kol í nafni leikarans. Hitchcock er oft spurður að því, hvort hann langi ekki að reyna sig við aðrar myndir en morðmyndir. „Jú, óneitanlega langar mig það stundum," svarar hann. „En . . og hann yptir öxlum . . . „ég geri mér það fullljóst, að ég sit fastur í gildr- unni. Fólk yrði fyrir vonbrigðum, ef það sæi engin lík í mynd- unum mínum." Við megum þessvegna búast við því, að hann eigi enn eftir að sýna okkur urmul af líkum. Og ef ég þekki bíógesti rétt, láta þeir sér það vel lynda. — DICK RICHARDS. * Tjarnarbíó sýndi Gluggann fyrir skemmstu. 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.