Vikan


Vikan - 04.10.1956, Page 18

Vikan - 04.10.1956, Page 18
Nýr sparisjóður verzl- unarmanna Um mánaðarmátin var opnaður Verzlunai'- spaiisjððui i Hafnarstræti 1 i Reykjavík, sem stofnaður er fyrir samtök einstaklinga úr hópi verzlunai- og kaupsýslumanna. Egill Guttormsson, formaður Verzlunarspari- sjóðsins, lét þess m, a. getið í viðtali við blaða- menn, að forráðamenn stofnunarinnar væntu þess, að hún mætti verða til þess að efla frjálsa verzlun í landinu og væri þá vel. Kvað hann stofnunina mundu gera sér far um að veita jafn- góða þjónustu og aðrar peningastofnanir þessa lands. Hún mun greiða hæstu innlánsvexti eins og þeir eru almennt á hverjum tíma. Sparisjóðurinn er til húsa á gatnamótum Hafn- arstrætis, Aðalstrætis og Vesturgötu, þar sem áðui' var veiðarfæraverzlunin Geysir, og hafa farið fram gagngerðar breytingar á húsnæðinu. Gisli Halldórsson arkitekt hefur gert teikning- arnar, en Böðvar Bjarnason, byggingarmeistari séð um aliar breytingar. Sparisjóðsstjóri er Höskuldur Ólafsson, lög- fræðingur, i stjórn sparisjóðsins eru þeir Egill Guttormsson, stórkaupmaður formaður, Þorvald- ur Guðmundsson, forstjóri og Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur, bókari er Lárus Lárusson og gjaldkeri Björgúlfur Backman. Sparisjóðurinn verður fyrst um sinn opinn alla virka daga frá kl. 9:30—42:30 og kl. 14—16, nema laugardaga, þá kl. 9:30—12:30. Þá hafa stjórnendur sparisjóðsins í hyggju að hafa hann opinn eftir að almennum afgreiðslutíma sölubúða lýkur til að geta þannig innt af hendi betri þjón- ustu fyrir kaupsýslu- og verzlunarmenn, og mun sú starfsemi hafin svo fljótt sem frekast er unnt. 829. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 lyndiseinkunnin — 13 rispa — 14 fleyið 15 rifrildi — 16 ástfólg- in — 18 ilát, þf. — 20 störf — 23 aðgæzluleysi — 25 færa úr skorð- um — 27 kveðskapur — 29 forsetn- ing 30 kvendýr — 31 í kirkju — 32 bylgja — 34 ástand efnis — 36 matreiðsla — 37 margfaldaða — 39 sterkur — 41 sefa — 42 vísir — 44 stjákla — 46 gróðurlönd — 49 vík — 51 hægindi •— 53 fugl — 55 innihaldslaus — 56 sigraður — 57 fornafn — 58 innyfli — 60 klæðir — 62 flýtir — 63 auðugar — 65 tímabil, þgf. 67 sjór — 68 eyða —. 70 hlutir 72 gabbi.— 75 ein- stæðingsskapinn. Lóðrétt skýring: 1 ull — 2 einkennisstafir —- 3 kátt -— 4 farga — 5 gremja — 6 frum- efni — 7 forsetning — 8 leysast -— 9 á litinn — 10 lætur i friði — 11 eins — 12 eins —• 17 óhreinkar -— 18 strá — 19 eldfjall — 20 fengur — 21 efnaður — 22 franskur bylt- ingamaður — 24 djúpui' árfarvegur — 26 bús- áhald —- 28 kjark — 33 peningar — 34 á flík, þf. — 35 vefja í — 36 árstíð — 38 ungviði, þf. — 40 menningarfélag -— 43 kærleikar —- 44 óvissa — 45 vesælar — 46 svalir — 47 rák ■— 48 rann- saka — 50 smælki — 52 missir — 54 spil — 59 stöndum upp — 60 á braut — 61 blómið - 62 drang — 64 lítill bátur — 66 hljóð — 69 einkennisstafir 70 samstæðir — 71 frumefni 72 bókstafur 73 eins — 74 óttast. Lausn á krossgátu nr. 828. LÁRÉTT: 1 skraddaraþankar — 13 Freyr — 14 litar — 15 kl — 17 gys — 19 lag — 20 ay — 21 námur — 23 and — 25 ramur — 27 Ægir — 28 Gudda — 30 rasp — 31 mið — 32 RE — 33 fa — 35 Sir — 36 ur — 37 kóð — 38 laf — 40 ri — 41 SU — 42 ás — 44 pótentátarnir — 46 ta — 47 af — 49 es — 51 rif — 54 lúr — 56 kr — 57 yrt — 59 ná — 60 at — 61 slá — 62 feit — 64 Klepp -— 67 skot — 68 innir — 70 ÓMó — 71 stofa — 72 li — 73 nót — 75 ske — 76 il — 77 kulna — 79 ópall — 81 framfarafélagið. LÓÐRÉTT: 1 saknæmur — 2 rf — 3 argur 4 deyr — 5 dys — 6 ar — 7 al ■— 8 þil — 9 atar — 10 nagar — 11 kr. — 12 reyrprik — 16 lágur — 18 undanlátssemi — 20 ausir — 22 mið — 23 au — 24 dd — 26 mas — 28 geð •— 29 afl — 32 ró 34 aa — 37 kutar — 39 fán- ar — 41 — sót — 43 sif — 45 deyfilyf — 48 frátalið — 50 greni — 52 in — 53 fák — 54 lap — 55 út — 56 Klofi — 58 tin — 61 sko — 63 tinum — 65 ló —- 66 Pó — 67 stela — 69 Rólf — 71 skal — 74 ina — 75 spé — 77 K.A. — 78 ar — 79 óf — 80 lg. / I skugga gálgans Framhald af bls. 1S. „Gaston!" Varir hennar titruðu, þegar hún loks leit upp. „Þú mátt ekki dæma mig of hart. Og . . .“ svipur hennar varð allt í einu furðu- lega mildur og rólegur.........og ég elska David!" , „Ágætt!" Ég sneri mér kuldalega frá henni og ávarpaði Shayne: „Ég geri ráð fyrir, að hún sé búin að fallast á, að þú fáir jörðina." Hann hneigði sig kurteislega: „Mér skilst það. Við höfum komið okk- ur saman um fimm hundruð dali — og að hún sleppi við afleiðingarnar af þessari bamalegu flóttatilraun." Hann horfði kæruleysislega á hana: „Fimm hundruð dalir eru auðvitað geisileg fjárhæð fyrir manneskju 1 hennar sporum, og" . . . hann. brosti hæðnislega . . . „unnustinn tekur eflaust vel á móti henni." „Afsalið -— er hún búin að skrifa undir það?“ „Nei." Shayne hló glaðlega. „Hún er heilmikill kaupmaður. Ég verð að sætta mig við, að hún skrifi ekki undir fyrr en hún er komin aftur þarna uppeftir." Hann geispaði og tók fram úrið sitt: „Hver þremillinn! Hún er byrjuð að ganga ellefu. En þetta vildirðu; ég vona þú sér ánægður." Hann gekk fram í klefadyrnar og kallaði: „Fangavörður!" svo spurði hann yfir öxlina á sér: „Þú átt ekkert vantalað við hana er það?" „Nei." ÍÖg hristi höfuðið. „Nei." Ég gekk út úr klefanum, þegar ég heyrði fótatak varðarins nálgast. Ég fann, að augu Gwen hvíldu á mér, fann það eins greinilega og hún hefði snert mig með hendinni. En ég leit ekki við. Þegar vörðurinn skellti klefahurðinni aftur, var ég að kveikja í vindlinum, sem Shayne hafði rétt anér. „Jæja, þá er það búið!" Hann valdi sér sjálfur vindil. „Já." „Meðal annarra orða, hvenær ferðu uppeftír?" ,,í fyrramálið vænti ég.“ Hann brosti: „Heyrðu, ég held þú ættir að koma við hérna í fanga- húsinu." „Hvað áttu við?“ „Jú . . .“ hann tottaði vindilinn ánægjulega . . . „ég er að hugsa um að taia við húsráöendur héma strax í kvöld.“ Hann brosti og klappaði kumpánlega á öxlina á mér. „Það kæmi mér semsagt alls ekki á óvart, Gaston minn góður, þó að þú yrðir beðinn fyrir stúlkuklndina uppeftir á morgun." FramlHtld l nateta btoði. Steinaldarmenn á tuttugustu öld Framhald af bls. 7. aði í hótelinu eftir að hún var sofnuð. Eldurinn breiddist feiknört út. Þegar slökkviliðið kom á vettvang, var húsið al- elda. Þá sást maður fikra sig eftir þakrennunni og brjóta glugg- ann á einu gestaherbergjanna með því að sparka í hann. Það var gluggi stúlkunnar — og of- urhuginn var hinn óþreytandi biðill. Hann komst inn í herbergið, þreif stúlkuna úr rúminu, reif í s'undur lakið og hnýtti lengj- urnar saman. Svo brá hann öðrum endanum utan um stúlk- una og renndi henni til jarð- ar. Það mátti ekki tæpara standa. Hún var orðin máttfar- in af reyk og hræðslu. Kaupsýslumaðurinn komst sjálfur til jarðar fimm mínút- um síðar; þá voru föt hans byrj- uð að sviðna og hárið. „Jæja, viltu nú giftast mér?“ hvíslaði hann í bílnum, sem hann skaut henni upp í til þess að flytja hana í annað hótel. „Kveiktirðu — kveiktirðu sjálfur í hótelinu?" stamaði hún. Hún var enn skjálfandi af hræðslu. „Auðvitað ekki, ástin mín,“ svaraði hann hlægjandi. Þau eru gift núna og eiga þrjú börn. Eiginkonan er alveg viss um það núna, að maður- inn hennar hafi ekki kveikt í hótelinu. En stundum veltir hún því fyrir sér, hva'ö hann hefði að lokum tekið til bragðs, ef forlagadísimar hefðu ekki kom- ið honum til hjálpar á svona óvæntan hátt. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. Rauðahafið. 2. Cavaleria Rusticana eftir Mas- cagni. Hún hefur verið leikln í Þjóðleikhúsinu. 3. Þar var stofnað klaustur ái'ið 1166. 4. Já, engin kona fær að stíga f sinum á Athosfjallið. 5. Dóttir Eugene O’Neil, sem hoitfa' Oona. 6. Þegar meira en helmingur kjóa- enda kýs hann og hann fmc meiri hluta greiddra atkvæö*. 7. Piano. 8. Thailand. 9. Ljónið. 10. öngull. 18

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.