Vikan


Vikan - 25.10.1956, Page 7

Vikan - 25.10.1956, Page 7
V ísrael er eina landið í víðri veröld þar sem ungar stúlkur eru skyldugar að gegna her- þjónustu á friðartímum. Ástæðan er sú, að þar ríkir vitaskuld fullkomið — * SÁSTANÐ E" G er nýkominn frá ísrael, þar sem ég meðal annars kynnti mér hervarnir þessa unga, þróttmikla lýðveldis. Það sem ég sá, gladdi huga minn. En alveg sérstaklega fannst mér ástæða til þess að gleðjast yfir þeim skerf, sem konur lands- ins leggja til landvarnanna. Israel er umkringt þjóðum, sem vilja föðurland þeira feigt. Þær eru staðráðnar í að verja líf þess og sjálfstæði við hlið manna sinna. Ibúatalan í Israel er 1,700,000. Á fjárlögum er helmingi út- gjalda varið til hervarna. Þar í landi er almenn herskylda. Það er að segja, konur jafnt sem karlar verða að inna af hendi her- þjónustu. Herkvaðningin kemur þegar piltarnir og stúlkurnar ná 18 ára aldri. Hinn lögboðni herþjónustutími karlmanna er 2% ár, kvenna tvö ár. Þó er nokkur greinarmunur gerður á kynjunum. Á friðartímum þurfa konur ekki að gegna her- þjónustu eftir að þær eru orðnar 26 ára. Sjálfboðaliðar geta þær þó að sjálfsögðu gerst. Ennfremur eru giftar konur ekki her- skyldar. Karlmenn má hinsvegar kalla til herþjónustu á frið- artímum til 29 ára aldurs og giftir jafnt og ógiftir eru her- skyldir. Þœr vilja ekki elda! Herstúlkurnar gegna hinum margvíslegustu störfum. Þær hafa að sumu leyti sama hlutverk og stúlkurnar í kvennadeild- um annarra herja. En Israel er eina ríkið í veröldinni, þar sem konur eru skyldaðar til hernaðarstarfa jafnt á friðartímum sem ófriðar. Annars er naumast hægt að segja, að um frið sé að ræða í ísrael. Vopnahléssamningur á að vísu að vera í gildi þarna austurfrá, en eins og fréttir bera með sér, eru árekstrar við hin óvinveittu nágrannaríki mjög tíðir. Israelsmönnum er það því lífsnauðsyn að hafa öflugan her. Ella mundi þeim ekki vært í landi sínu deginum lengur. Og öflugan her geta þeir ekki haft án þess að konurnar komi til skjalanna. Því veldur mann- fæðin. Ég heimsótti feiknstórar herbúðir í nánd við Tel Aviv, þar sem nýliðum í kvennasveitirnar er veitt móttaka. Herbúðirn- ar voru áður fyrr í eigu Breta. Þarna hljóta stúlkurnar þjálfun sína í sérstökum herdeildum. Stúlkur af hinum ólíkustu þjóðernum koma til þessara her- búða. I Israel býr fólk frá 72 löndum. Þegar ég skoðaði her- búðirnar, voru þar stúlkur af 16 mismunandi þjóðernum. Allar fyrirskipanir eru gefnar á hebresku, sem stúlkurnar fá tilsögn í. Þær koma víðsvegar að úr heiminum. Það er meðal annars hlutverk herforingjanna að gera þær að borgurum eins og sama ríkisins. Þær eru naumast fyrr búnar að klæðast ein- kennisbúningnum en þær fá riffil í hendurnár. Riffillinn fylg- ir þeim herþjónustutímann á enda. Þær eru aldrei án hans. Þær hafa hann sér við hlið myrkranna á milli. Þegar þær leggjast til hvíldar, er rifflunum komið fyrir í byssustæði, sem er á miðju gólfi herskálans þeirra. I hverjum skála sofa 36 stúlkur. Fyrstu vikuna er nýliðunum skipt í tíu manna flokka og látnir ganga undir allskyns hæfnispróf. Þjálfun þeirra er tekin föst- um tökum og fyrsta mánuðinn fá stúlkurnar ekki heimfarar- leyfi. Dagur þeirra hefst klukkan 5.45 jafnt vetur sem sumar og honum lýkur þegar slökkt er í skálunum klukkan 10.15. Sem dæmi um það, hve ólíkar stúlkurnar eru, sem þama mætast, vil ég nefna, að daginn sem ég heimsótti herbúðirnar, talaði ég við Gyðingastúlku frá Marokko, verksmiðjustúlku, stúlku, sem komin var beint úr húsmæðraskóla, tvær fyrrver- andi skrifstofustúlkur, bókhaldara, stúlku, sem unnið hafði í banka, og tvær yngismeyjar, sem kallaðar höfðu verið til her- þjónustu beint úr menntaskólanum. Manni finnst það dálítið skrýtið, þegar manni er sagt, að þessar stúlkur séu settar til allra starfa — nema matreiðslu. Þær krefjast jafnréttis við karlmennina og eru reiðubúnar til að gegna hvaða starfi sem er nema matreiðslu! Eldamennskan fellur karlmönnunum í skaut, og þannig stendur á því, að í kvennadeild herbúðanna er hvergi sjáanlegur karlmaður ■— nema í eldhúsinu. Laun stúlknanna eru rösklega 60 krónur á mánuði. Ein- kennisbúningurinn er einfaldur og óbrotinn. Það er hversdags- búningurinn, sem svo er nefndur: lágir skór, khakipils og skyrta, húfa og frakki. Þar að auki fær hver stúlka vinnu- og víg- \rallarbúning: sterk, reimuð stígvél, stálhjálm og buxur og treyju úr þykku brúnu vinnufataefni. Aginn er strangur, vinnutíminn langur. Þó er það stað- reynd, að margar þessara stúlkna hafa það betra en nokkru sinni fyrr. Fyrir þær, sem koma frá Norður-Afríku eða Araba- löndunum, er um algera byltingu að ræða. Þær koma frá lönd- um þar sem kvenmaðurinn er litlu betur settur en aumasta ambátt. Þær hafa frá fæðingu veríð vinnudýr föður síns. Þær hafa verið notaðar til erfiðisvinnu og burðar eins og dýr. Þær hafa engra réttinda notið og iðulega ekkert fengið að læra. Við þeim hefur í rauninni blasað ævilöng þrælkun. I nýja föð- urlandinu hafa þær verið gerðar jafn réttháar hinum almátt- ugu karlmönnum. Hvarvetna mætir þeim kurteisi og hlýja. Fötin, sem herinn fær þeim, eru skjólgóð, maturinn nógur. Þetta eru mikil umskipti fyrir stúlkur, sem oft á tíðum hafa engu kynnst nema tötrum, erfiði og hungri. Sízt að furða þótt þær fyllist ást til nýja föðurlandsins. I hernum læra þær að bjarga sér. Þeim er líka kennt að fara með allar tegundir smærri skotvopna. Þær kynnast riffl- um, skammbyssum og vélbyssum. Og í kennslustofunni heyra þær, hvernig kornungar stúlkur börðust í fremstu víglínu, þeg- ar ísraelsríki var stofnað og öryggi þess ógnað úr öllum áttum. Herforingjarnir líka konur Hæfnisprófin ráða því hvaða starfi stúlkunum er fenginn. Sumar hafna í hjúkrunardeildunum, aðrar aka bílum, aðrar eru hraðboðar, aðrar vinna í skrifstofum hersins, enn aðrar starfa við símaþjónustu, verða loftskeytamenn o. s. frv. Foringjarn- ir þeirra eru líka konur. Sumar hafa verið árum saman í hern- um. Þær voru skæruliðar áður en landið þeirra fékk frelsi og börðust við hlið karlmannanna, þegar Arabalöndin sögðu Israel stríð á hendur. Herstúlkurnar í Israel eru samhentar, einbeittar, duglegar og ánægðar. Tvö ár eru óneitanlega talsverður tími úr lífi ungrar stúlku, en enginn kvartar. Ungu, einkennisklæddu stúlkurnar vita, að landið þeirra er að berjast fyrir lífi sínu. Þær vita, að tilvera þess byggist á því, að allir leggist á eitt. Án öflugra hervarna mundi ísrael líða undir lok. Án þessara kjarkmiklu stúlkna gæti það ekki varið landamæri sín. — INEZ GORDON. viljum við meðal annars vekja athygli á grein um simdltappana, sem glíma við Ermarsund, og annari um lífið í franska útlendingahernum. I NÆSTA BLAÐI Það gerist eitthvað nýtt í hverri VIKU! 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.