Vikan - 25.10.1956, Qupperneq 10
r
H E IMIL IÐ
RITSTJORI: ELIN PALMADOTTIR
Samlokur á kvöldboröiö
(handa fjórum)
8 hveitibrauðsneiðar
2 harðsoðin egg
2 reyktar síldar
smjör
200 gr. mayonnaise
Til skrauts: pétursselja
tómatsneiðar.
Skerið skorpurnar af og
smyrjið brauðsneiðarnar. Sker-
ir eggin í sneiðar. Látið reykta
síld og egg á neðri brauðsneið-
ina, smyrjið mayonnaisi ofan
á og leggið aðra smurða brauð-
sneið ofan á. Smyrjið mayonn-
aisi ofan á hana og skreytið
brauðið með eggjasneiðum,
pétursselju og tómatasneiðum.
• Þrátt fyrir það að konur hafa nú
deilt, hvort leysi af hendi meiri
vinnu, konan, sem annast heimili og
börn éða maðurinn, sem vinnur úti.
Tveir skozkir vísindamenn hafa ný-
lega tekið sér fyrir hendur að rann-
saka hvert sé hlutfallið milli orku-
eyðslu húsmóðurinnar og eiginmanns
hennar. Þeir hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að konan eyði eins mik-
illi orku í að vaska upp, eins og karl-
maður eyði í að stjórna léttri vél
i verksmiðju, að það sé álíka erfitt
að þvo gólfin, eins og að veggfóðra
þil . . .
Visindamennii’nir segja, að vinnan
við að halda heimili svo að vel sé,.
mundi teljast í flokki erfiðisvinnu,
ef konur hefðu með sér stéttarfélags-
skap, sem berðist fyrir réttindum
þeirra.
—o—
• 1 Englandi er að koma á mark-
aðinn lítið tæki, sem hringir um leið
og koma dropar úti, svo að húsmóð-
irin hafi tíma til að bjarga þvott-
inum sínum og loka öllum glugg-
um, áður en byrjar að rigna fyrir
alvöru. Það mundi sennilega ekki
vera mjög friðsamt á Reykjavíkur-
heimili, sem hefði slíka bjöllu.
—o—
• Þrátt fyrir það að konur hafa nú
öölast kosningarétt og kjörgengi
víðaT um heim, eru táar þeirra í
ábyrgðarstöðum eða sitja í háum
embættum. Því hærri sem staðan er
þess minni líkindi eru til þess að hún
sé veitt konum. Þetta á ekki ein-
göngu við á stjórnmálasviðinu held-
ui' einnig um framkvæmdastörf,
ríkis- og bæja embætti, stöður innan
verkalýðshreyfingarinnar, innan
stjórnmálaflokka og í einkafyrir-
tækjum.
Það er sjaldgæft, að konur fái
forstjóraembætti í viðskiptum og
iðnaði.
Þetta eru niðurstöður, sem franski
prófessorinn, Maurice Duverger, hef-
ur komist að eftir að hafa rannsakað
málið eftir b.eiðni Vísinda- og menn-
ingarstofnunnar Sameinuðu þjóð-
anna (UNESCO). Rannsóknir próf-
essorsins eru byggðar á opinberum
skýi'slum frá Frakklandi, Vestur-
Þýzkalandi, Noregi og Júgóslavíu.
Skýrslur þessar voru samdar að
beiðni Kvenréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna á árunum 1952 og 1953.
Nú er eltki langt þangað til alls konar
böll og héraðsmót íara að byrja off því
kominn tími til að fara að bugsa fyrir
ballkjólnum.
iMMinan hvíta rómantíska kjól teiknaði
Castillo kavin i París. Hann er gerður
úr fíngerðu Súdan l)aðmullarcfni. Á báð- I
um liliðum eru blúnduleggingar frá mitti
og niður að faldi, og sjálfur faldurinn
er skreyttur á sama bátt. Á bolnum eru
hvítar blúnduleggingar snyrtilega lagðar
og í hálsinn er rykkt skreyting úr hvítu
Súdanbaðmullarorgandí. Á svörtu síðu
kvöldkápunni er lílta rykktur kragi úr
sama cfni og kjóllinn.
Ótti við krabbamein
"C'F það er í þágu læknavísindanna að skora á fólk að vera á
verði gegn krabbameini, sem í fjölmörgum tilfellum er
hægt að lækna, ef það er tekið til meðferðar nægilega snemma
og réttum aðferðum beitt, þá er það engu síður í þágu þeirra
að vara við ,,krabbameinshræðslunni“, eða því að sjá alls stað-
ar krabbamein, sem eitrar líf f jölmargra og verður oft að reglu-
legri sálsýki.
eiirar !íf fjölmargra
segir franskur læknir
Krabbameinshi'æðslan á venjulega
upptök sín í rótlausu og kvíðagjörnu
lundarfari. Undir hana ýta svo rang-
ar hugmyndir um eðli krabbameins,
um það hvernig það lýsir sér og
hvernig það magnast. Fólk ímyndar
sér að það sé smitandi eða gangi að
erfðum, en hvorutveggja er alrangt.
Fólk óttast krabbamein, af því að
það þekkir ekki sjúkdómseinkennin.
Slík hræðsla er ákaflega algeng.
t&g hef vitað til þess að fólk héldi
sig vera komið með krabbamein
vegna örsmárrar meinsemdar í húð-
inni, sem hægt var að lækna á
nokkrum dögum, vegna höfuðverkj-
ar eða einhverra lítilfjörlegra sjúk-
dómseinkenna. Ég hef þekkt konur,
sem héldu að þær væru búnar að fá
krabbamein, af því að þær litu illa
út eða höfðu óþægindi í brjóstunum
fyrir tíðir. Annað fólk veit ég um,
:sem sífellt er með krabbamein i hug-
anum, af þvi „það er í ættinni“ og
ímyndar sér öll smávægileg veikindi
ólæknándi krabbamein.
Bezta ráðið sem ég get gefið þeim,
sem sífellt óttast krabbamein, er að
leita læknis, tala hreinskilnisléga um
það við hann og láta hann rannsaka
sig almennilega.
Fjöldi fólks, sem óttast krabba-
mein, er sannfært um að sjúkdómui'-
inn sé miklu útbreiddari en áður. I
raun og veru er þetta miklu fremur
áberandi en sannleikanum sam-
kvæmt, og stafar aðallega af því að
miklu fleiri tilfelli þekkjast nú orð-
ið og eru sjúkdómsgreind sem slík,
og auk þess hefur meðalaldur fólks
færst heilmikið aftur (krabbamein
er lang algengast hjá fólki sem
komið er yfir fertugt). Auk þess
sýna skýrslur, að aukin dauðatilfelli
af völdum krabbameins stafa aðal-
lega af aukningu lungnakrabba og
þá mestmegnis hjá karlmönnum.
Aftur á móti hefur dánartalan af
völdum margskonar krabbameins
Jækkað allverulega síðustu tuttugu
árin, einkum krabbameins í móðurlífi
og brjóstum kvenna.
Er krabbainein arfgengt?
Það er óhætt að svara þessari
spurningu, sem ásækir svo fjölmarga,
ákveðið neitandi.
Nákvæmar rannsóknir hafa sannað
að krabbamein gengur ekki í erfðir.
Það er því engin ástæða til að halda
að maður fái krabbamein, þó að
móðir manns, faðir eða aðrir með-
limir fjölskyldunnar hafi fengið það.
Samt sem áður má segja, þó með
miklum fyrirvara, að vissar f jölskyld-
ur virðist móttækilegri en aðrar,
alveg eins og þegar um berkla er
að ræða eða taugasjúkdóma, án
þess að hér sé nokkurt vei'ulegt böl
á ferðinni.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt,
að krabbamein er alls ekki smitandi,
og óhætt er að fullvissa þá sem það
óttast, einkum eftir að hafa búið
með eða hjúkrað fólki með krabba-
mein, að öllu sé óhætt hvað það
snertir. Það er eingöngu tilviljunum
háð ef margir í sama húsi fá krabba-
mein.
Krabbameinið er svo að segja
alveg sársaukalaust í byrjun. Það
kemur aðeins fyrir i örfáum tilfell-
um að það valdi sál'sauka i upphafi.
Og það er ekki fyrr en það hefur
magnast í nokkuð langan tíma og
er því komið á nokkuð hátt stig og
um leið orðið augljóst, að það fer
að valda kvölum.
Það er því alrangt að ímynda sér
að maður sé með krabbamein, en
að læknirinn geti bara ekki fundið
það, þó maður finni til óljóss eða
stöðugs sársauka. Ef sársaukinn
stafar af krabbameini, á læknirinn
ákaflega auðvelt með að finna það.
Það er heldur ekki rétt að halda
að krabbamein sé einhver „óljós“
sjúkdómur, og að það hafi engin
ákveðin einkenni: krabbamein er
rétt eins og hver annar sjúkdómur,
sem hægt er að finna.
Er hægt að finna krabbamein
á byrjunarstigi ?
Vissulega, og það er einmitt þess-
vcgna sem lang skynsamlegast er að
láta rannsaka sig reglulega í stað
þess að hafa áhyggjui' að óþörfu —
einu sinni á ári eða einu sinni í
mánuði eftir að maður er orðinn
35 ára gamall — og í hvert skipti
sem eftirfarandi sjúkdómseinkenni
eru fyrir hendi:
— óvenjulegur blóðmissir (óvenju-
miklar eða langvarandi tíðir, blóð-
missir eftir tíðir o. s. frv.)
— þroti í brjóstum (einkum sé
hann nýkominn og sársaukalaus)
— óvenjulegar og þrálátar melt-
ingartruflanir (lystarleysi og ógeð á
matnum), verkir í sambándi við
meltingu, stöðugt og þrálátt harð-
lífi, blóðmissir gegnum þarma.
— Þroti í húðinni eða slímhimnunni
— óvenjulegur og þrálátur hósti
— óskýranleg breyting á almennri
liðan (ef maðui' horast skyndilega
og óaflátanlega, finnur til magnaðrar
og þrálátrar þreytu o. s. frv.)
Auðvitað á að líta á þessi einkenni
sem aðvörunarmerki, en þau benda
á engan hátt til þess að um krabba-
mein hljóti að vera að ræða. Þau
gefa bara einfaldlega til kynna, að
rétt sé að .vera á verði og fara strax
til læknis eða einhverrar sérfræði-
stofnunar, ef hún er fyrir hendi.
Skynsamleg forsjálni, sem gerir
manni fært að fá rétta læknismeð-
fei'ð strax, ef með þarf, á ekkert skylt
við ástæðulausan ótta, sem gerir að-
eins lífið ömurlegt.
O. P.
10