Vikan


Vikan - 25.10.1956, Síða 14

Vikan - 25.10.1956, Síða 14
í FJÖTRUM MINNINOANNA Framhald af hls. 5 fyrir alheiminn, sandurinn og þessir fáu steinar eru dásamleg ímynd landsins og sjávarins . . . Meðan við gengum frá einum steininum til ann- ars, áður en við fórum til að skoða skálann, þar sem teathöfnin fór fram, spurði Quentin mig hvort ég væri kristinnar trúar. — Nei. Þetta hof er Zean hof. Ég trúi á kenn- inguna um æðri heimspeki og hreina hugsun eða heilabrot, eins og faðir minn. Það er hin gamla trú samouranna. Hann lagði ekki fyrir mig fleiri spurningar. Þrátt fyrir fegurð og áhrifavald Ryoan-Ji garðs- ins, kvaldi umhugsunin um foreldra Makotos mig. —- Af hverju eruð þér nú aftur orðin hrygg? Án þess að svara leit ég upp og reyndi að brosa. Hann horfði svo djarflega og jafnframt bliðlega á mig, að hjartað tók viðbragð í brjósti mér. Heimsókninni í hofið var lokið. Ég átti aðeins eftir minninguna um skammvinna hamingju. Hvernig átti ég að jafna mig, eftir þessa erfiðu, en hugljúfu nærveru útlendingsins ? Mér fannst ég þegar vera eins og yfirgefið barn, eins og týndui’ hundur. Ég átti hvorki heimili né hús- bónda lengur. Af ótta við að geta ekki haft af honum augun, stillti ég mig um að líta aftur upp. Hann hjálpaði mér upp í bílinn. — Segið bílstjóranum heimilisfang Sugawara- fjölskyldunnar. Það er kominn tími til að ég fylgi yður þangað. Við ókum áfram þegjandi. - - Hvar vinnið þér, Youli ? Þessi beina spurning kom mér á óvart. - Hjá Daiei. Stærsta kvikmyndafélaginu í Japan. Kvik- myndaframleiðslan í Japan er sú þriðja á heims- markaðinum. Plest kvikmyndaverin eru í Kyoto. —- Hvað gerið þér hjá Daiei ? — Ég er einkáritari Kisaki Yahiro, eins kvik- myndastjórans. — Geðjast yður vel að þeirri vinnu? —- Mjög vel. Brátt mundum við skilja og ég vissi ekkert um hann, hvorki hvar hann bjó né hvaða starf batt hann í Kyoto. Ég varð að nota þessar fáu mínútur, sem eftir voru, til að komast að öllu þvi sem hann þagði svo vandlega um, og finna möguleika til að sjá hann aftur. — Hvers vegna þetta angistarfulla augnaráð, Youli? Hvað get ég gert til að gleðja yður ofur- lítið? Eruð þér svona hræddar við óánægju for- eldra unnusta yðar? Þetta gerði mig alveg ruglaða. Ég fann ekk- ert svar við þessu. Tíminn leið og alltaf minnkuðu möguleikarnir á því að ég gæti haldið ofurlítið lengur í hann. Við höfðum hitzt af tilviljun. Að- skilnaðurinn var í nánd og örlögin voru aldrei tvisvar svona velviljuð. Allt í einu spurði ég, undrandi yfir dirfsku minni: — Eruð þér kvæntur? 832. krossgáta Vikunnar. Lóðrétt skýring: 2 lýsa — 3 niðursuðuverksmiðja — 4 saurga -— 5 fljót — 6 útungun — 7 ýra --8 slitna — 11 æða — 12 máttur — 13 á fæti — 15 skartgrip- ur — 17 hús 18 rugl — 19 til öl- gerðar — 21 karlmann — 23 efna- hagsmál — 25 leyndarmál — 28 fangamark léikfélags — 29 sam- hljóðar —- 31 landslag — 33 eyktar- mark 36 tímarit — 38 tónn — 39 íþrótt — 40 49 spýta —J 52 stúlkan — 54 spendýr — 56 greiði — 41 eihs — 42 veðurlag — 43 hestur —• r.iynni — 57 tímabil 59 for 60 Ás. 44 meltingarfæri - 46 hæna - 47 gefa gaum Lárétt skýring: 1 kvenmannsnafn — 5 ferð — 9 staliur 10 ungviði — 12 forma 14 not — 16 frægð —• 18 æst — 20 krá — 22 bíta — 23 titili, sk. st. 24 forskeyti — 26 lengdarmál 27 elska 28 amboð — 30 fæða — 31 sjólag — 32 bygging — 34 tvíhlióði — 35 gjörð —. 37 ungviði -— 40 lap- kennd — 43 flík — 45 andlegur 46 lausung - 48 æst — 50 tónn — 51 eins — 52 nautur — 53 rannsaka —- 55 smælki 57 kvendýrið — 58 rót- arávöxtur - 60 dirfast — 61 nagla 62 hestsnafn — 63 þvottaefni 64 skakka. Lausn á 831. krossgátu Vikunnar. LÁRÉTT: 1 þref 4 ásaka — 8 afar — 12 eir — 13 æla — 14 Lux — 15 una — 16 stig — 18 lumir — 20 alin — 21 Lot — 23 máf — 24 afi - 26 sagnfræði — 30 gys — 32 krá — 33 ars — 34 ská — 36 ástamál — 38 rakstur — 40 ota - - 41 inu — - 42 kafarar — 46 aflúnar — 49 ina 50 kló — 51 fúi — 52 ala — 53 viilimann — 57 goð — 58 eða .... 59 net — 62 skyr — 64 ógirt — 66 færi — 68 kóð — 69 Ásu — 70 kút — 71 kæn — 72 apar — 73 krían — 74 firn. LÓBRÉTT: 1 þess — 2 rit 3 eril — 4 áll 5 saumnál — 6 klifrar — 7 aur — 9 full — 10 ani — 11 rani — 17 gos - — 19 máf — 20 afi - 23 takmarkið — 24 aðskilinn — 25 þys — 27 grá — 28 æra — 29 óku — 30 gáski — 31 stofa 34 stuna 35 Áróra — 37 ata — 39 snú — 43 ang - 44 .all — 45 róiegur — 46 afmarka — i'J fúa — 48 alt — 53 vor — 54 iði — 55 nef -— 56 æska — 57 Gyða — 60 tæki — 61 sinn ■— 63 kóp — 64 ósk — 65 tún — 67 rær. MUNAÐARLEYSINGI . . . Framhald af hls. 6. sem samkvæmt handritinu átti að heita Bleikar huxur. Snemma árs 1954 giftist hún íþrótta- stjörnunni Joe DiMaggio. Það hjóna- band entist ekki árið út. Eftir því sem bezt verður séð, voru hjónin fullkomnar andstæður; þau höfðu einfaldlega ekkert um að tala. Hún lék í nýrri mynd, sem fékk ágæt- ar móttökur og sem var einna skársta myndin, sem hún hafði verið látin leika í fram að þeim tíma. En hún var samt óánægð með hlutverk- ið og hlutskipti sitt hjá kvikmyndafélag- inu. Hún sagði starfssamningi sínum upp, settist að í New York og sneri sér að því í fullri alvöru næstu mánuðina að sigrast á menntunarskorti sínum. Hún las mikið, eignaðist vini meðal hinna þróttmiklu listamanna stórborgarinnar, stundaði leiknám, málaði vatnslitamyndir, las kvæði upphátt og stofnaði kvikmynda- félagið Marilyn Monroe hf. Upp úr því fékk hún veigamesta hlutverkið, sem hún hefur glímt við fr»am að þessu; það var í kvikmyndinni Biðstööin. Um þessar mund- ir dvelst hún í Englandi, þar sem hún og Sir Laurence Olivier vinna að framleiðslu myndarinnar Hinn sofandi prins. Þau fara með aðalhlutverkin, en Sir Laurence hef- ur auk þess leikstjórnina á hendi. Biðstöðinni var ágætlega tekið í Banda- ríkjunum og verður frumsýnd í Bretlandi innan skamms. Með þeirri mynd sannar Marilyn Monroe, að þriðji maðurinn henn- ar, leikritaskáldið Arthur Miller, hefur rétt fyrii» sér, þegar hann segir, að hún sé gædd mikilli og óvenjulegri leikgáfu. Svör við „Veiztn — ?“ á bls. 4: 1. Dauðahafið. — 2. Hreppsnefnd kýs sér for- mann úr sínum hópi og nefnist hann oddviti. — 3. Margaret Webster. — 4. Tíu — 5. Sextíu ára aidurinn. — 6. . . . í alfræðiorðabókum. — 7. I Ecuador. — 8. 1104. — 9. 1 Englandi. — 10. Tóbakspípa. ÖHEILLAKVEIKJARI Framhald af bls. 11. skýlið aiveg eins og venja er. Samt sem áður var ég orðinn ennþá taugaóstyrkari en nokkru sinni áður. Ein af þessum vélknúnu börum, sem burðarmennirnir aka, var næstum búin að aka yfir mig. Þær komu á' fleygiferð í áttina til mín, eins og einhver fórnarvagn, og ég varð skelfingu logtinn, þegar é_g áttaði mig á því að þær höfðu rétt strokizt fram hjá mér. Ég svitnaði. Ég verð að losna við þennan hærði- lega kveikjara, hugsaði ég. Við komum út og gengum þangað sem leigubílarnir stóðu í röð. Ég átti á hverri stundu von á því að einhver þeirra æki af stað frá gangstéttinni og stefndi beint á mig, því hugarfari mínu var orðið þannig háttað. Ég sá að leigubíll ók af stað með einn gluggann opinn, og ég held að ég hefði ekki getað stillt mig um það, þó ég hefði viljað. En ég reyndi ekkert til þess. Ég hóf upp kveikjarann og fleygði honum inn um opinn gluggann á bílnum. Eitthvað í burtu — bara til að fleygja honum frá mér. Andar- tak sá ég náfölt andlit gægjast forviða á mig, og þekkti unga manninn frá kvöldinu. Um leið vissi ég, að eitthvað mundi gerast og kaldur sviti spratt út á enninu á mér. Ég heyrði ískrið í hemlunum, skruðn- ing og óp. Leigubíllinn hafði rekist á flutningabíl. Ég hélt að þetta hræðilega brothljóð í glerjunum ætlaði aldrei að hætta. — Hamingjan góða, þarna slasaðist áreiðanlega einhver, tautaði maðurinn við hliðina á mér. — Hann er dáinn, svaraði ég. Ég vissi það. Maður þarf ekki að láta segja sér allt í lífinu. Sögumaður þagnaði og leit á mig. I fyrstu hafði ég ekki lagt trúnað á sögu hans, en einhvern veginn viss ég núna, að hun var sönn. Hann kveikti með skjálfandi fingrum í annarri sígarettu áður en hann sagði: — Það sem heídur vöku fyrir mér allar nætur og veldur mér mestum áhyggjum er þetta: Myrti ég hann með því að dreifa athygli bílstjórans, þegar ég fleygði kveikjaranum inn í bílinn hans? Eða hafði þessi fjárans kveikjari bölvun í för með sér? 14

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.