Vikan - 08.11.1956, Page 15
I skugga gálgans Framh. af U 13.
þið vitið, hvað þið eruð að gera. Og hvernig á ég að vita, nema þið
séuð að reyna að fá mig til þess að . . .“
„Þú verður að treysta okkur, Gwen!“ Enn spratt Ware á fætur. ,,Þú
verður að treysta okkur, heyrirðu það!“
„Hann er kænni er þið haldið."
,,Ég er með skriflega játningu frá Klinker lækni i vasanum! Patrick
Shayne er búinn að tapa, Gwen!“
,,Nei!“ Nú rétti hún úr sér í sætinu og hvessti augum á manninn, sem
stóð andspænis henni. „Nei, þar skjátlast ykkur einmitt hrapalega. Hann
hefur .. . ég verð . . .“ tárin stóðu allt í einu í augum hennar.....ég
verð að leyfa honum að sigra, heyrið þið það!“
„Standa við játninguna?"
,,Já!“
„Láta færa þig aftur til vinnubúðanna á morgun, byrja þar sem frá
var horfið, týnast aftur í þessum skuggaheimi, sem Patrick Shayne hefur
valið þér, leyfa þeim að murka úr þér lifið?“
„Já, jafnvel það.“
„Vaknaðu, Gwen!“ Ware tók aftur í axlir hennar og hristi hana.
„Littu á sjálfa þig, vesalingur! Þú ert að hverfa úr tölu hinna lifandi!"
Hún horfði í gaupnir sér, þegar hann sleppti henni, og kinkaði þreytu-
lega kolli. Svo leit hún upp, og tárin streymdu niður kinnar hennar, þegar
hún hvíslaði: „Þið skiljið þetta ekki. Guð minn góður, þið skiljið þetta
ekki! Vitið þið ekki, að ef ég geri ekki það, sem Patrick Shayné krefst
af mér, þá drepa þeir manninn sem ég elska!"
Framliald í nœsta blaði.
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4:
1. Nefnd kosin af norska Stórþinginu veitir friðarverðlaunin, hin eru
veitt af vfsinda- og bókmenntafélögnm í Svíþjóð. — 2. Islenzka er ger-
manskt mál og tilheyrir því indóevrópska flokknum. — 3. Kopar og tini.
— 4. 1 La Boheme eftir Giacomo Puccini. — 5. Þjóðverjar skutu niður
flugvélina, sem hann var í, á stríðsárunum. — 6. Félagi, á rússnesku. —
7. Offenbach. — 8. Bræður Ægis. — 9. 50%. — 10. Tær og fingur.
— FÆST ÍIJÁ ÖLLUM ÚRSMIÐUM —
Steindórsprent
prentar fyrir yður
Tjarnargötu 4 • Simi 1174
Það gerist eitthvað
nýtt í hverri
Kjörbókaflokkur Máls og menningar 1956
ásamt heildarútgáfu af Ijóðum
Sjór og menn
eftir Jónas Ámason, — en hann er eftir fyrstu bók
sína, Fólk, orðinn einn vinsælasti rithöfundur þjóð-
arinnar.
Sextán sögur
eftir Halldór Stefánsson. — Úrval gert af ólafi Jóh.
Sigurðssyni með ritgerð um skáldið. — Handhæg
bók til að kynnast því, hve fjölhæfur snillingur Hall-
dór Stefánsson er í smásagnagerð sinni.
Fyrstu skáldrit tveggja ungra höfunda:
Þytur um nótt
eftir Jón Dan. — Þar á meðal þrjár verðlaunasögur
frá Helgafelli og Samvinnunni.
Stofnunin
sögur eftir Geir Kristjánsson.
Kvæðasaf n
eftir Guðnuind Böðvarsson. — Fyrsta heildarút-
gáfan af ljóðum skáldsins, en flestar bækur hans
eru löngu ófáanlegar.
Bókmenntafélagið
Guðmundar Böðvarssonar.
íslenzka skattlandið
nýtt rit eftir Bjöm Þorsteinsson, úr þjóðarsögu Is-
lendinga 1262—1400, framhald af Islenzka þjóð-
veldinu, sem hlaut mikið lof.
Líf í listum
sjálfsævisaga hins óviðjafnanlega leikstjóra Stan-
isslavkís, „sannkölluð biblía leikara", segir Ásgeir
Hjartarson í formála. Bók handa öllum sem vilja
skilja hvað leiklistarstarf og leiklist er.
Leikrit eftir Shakespeare
í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. — Fyrsta bindi
nýrrar útgáfu á hinum ódauðlegu leikritum Shake-
speares. Leikritin í þessu bindi eru Draumur á Jóns-
messimótt, Rómeó og Júlía og Sem yður þóknast.
Náttúrlegir hlutir
Bók um nútíma tækni eftir þýzkan háskólakennara
í eðlisfræði, með fjölmörgum skemmtilegum teikn-
ingum. Gefur svör við margskonar spurningum úr
daglegu lífi.
Bækurnar fást í öllum bókaverzlunum.
Mál og menning
SKÓLAVÖRÐUSTlG 21 — SÍMI 5055
15