Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 16
16 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E ftir því sem lengra líður fer fleira í handaskolum hjá ríkisstjórninni og samstaða innan hennar er bágborin. En sósíalísk einkenni stjórnarstefnunnar eru að koma betur í ljós. Ríkisstjórnin er ekki vinstristjórn, eins og það heiti hefur verið skilið hingað til, heldur fyrsta sósíalistastjórn á Íslandi. Allir vita að sósíalistum fellur vel að eyða arði sem frjálst atvinnulíf hefur skapað, en sósíalistum er fátt verr gefið en að blása lífi í frjálst athafnalíf eða örva það til verðmætasköpunar með arðbærum rekstri til kjarabóta fyrir almenning. Nú er það lýðum ljóst að um nokkurt skeið verður mjög aukin skattheimta algerlega óhjákvæmileg. Og ríkisstjórnin er alls ekki öfundsverð af þeim verkefnum. Allir landsmenn hljóta að viður- kenna þetta og gera það. En það er eftir öðru að sósíalistastjórnin vill taka upp skandinavískt skattakerfi og brjóta niður flest það sem helst hefur verið til umbóta í þessum efnum á síðari árum. Skandinavískt skattakerfi með bröttum þrepum elur af sér sam- svarandi bratta í launa- og tekjuskiptingu, verkar hamlandi gegn fjárfestingu og hrekur fjármagn frá landinu. Auk þessa virðist sósíalistastjórnin ekki hafa tekið eftir þeim skipulagsbreytingum og hagræðingu sem Skandinavar hafa gripið til á síðari árum til að ná tökum á ofvexti og óskilvirkni velferðarbáknsins sem legið hefur þungt á Norðurlandaþjóðunum. Með þessum orðum er ekki vegið að hugmyndum um skynsamlegt og hóflegt velferðarsamfélag. En þrátt fyrir allt þetta er það samt styrkur lýðræðisins á Íslandi að til er valkostur í stjórnmálunum, og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er staðfesting á styrk stjórnarstofnana þjóðarinnar. Um langt árabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft algert forræði á stjórnmálasviði og getað sett öðrum kosti. Stefna og störf núver- andi sósíalistastjórnar virðast reyndar munu treysta ofurveldi sjálfstæðismanna á ný eins og skoðanakannanir sýna. Reynslan af sósíalismanum hrekur fólk upp í fangið á íhaldinu. Ein helsta skýringin á ofurveldi sjálfstæðismanna er ósætti og sundrung sem áratugum saman hefur einkennt miðjuna í íslensk- um stjórnmálum. Ágreiningur og gremja hefur langtímum saman einkennt samskipti framsóknarmanna og krata, nú Samfylkingar, og þetta ástand tryggir yfirráðastöðu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og styrkir stöðu kommanna, nú Vinstri grænna, á hinum vængnum. Ef menn hafa áhuga á því að binda enda á yfirráð sjálfstæðis- manna, þá verður það aðeins gert með því að byggja brú yfir miðjuna. Þá verða menn að hefja samvinnu miðjuaflanna í Fram- sóknarflokknum og Samfylkingunni, draga úr ágreiningi milli þessara flokka og vinna að málefnalegri samstöðu yfir miðjuna. Þetta verður ekki gert á fáum dögum, og eins og mál standa nú þarf þetta starf aðdraganda. Þessir flokkar eru nú andstæðir, að minnsta kosti um einhvern tíma enn, og forysta þeirra beggja hefur öðrum skyldum að gegna. En til lengri tíma litið er þetta viðfangsefni sem mikil ástæða er til að skoða af alvöru, að byggja brú yfir miðjuna til að ná frumkvæðinu í íslenskum stjórnmálum. Miðjuflokkarnir verða að jafna ágreining sinn. Brú yfir miðjuna JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR Í haust fór ég eins og stundum áður á hátíð franska blaðsins Ĺ Humanité, sem er e.k. „þjóð- hátíð“ franskra kommúnista og haldin árlega í úthverfi fyrir norðan París. Allt var þar með gamalkunnum hætti, í tjaldbúð- inni voru veitingastaðir með alls kyns sérréttum, verslanir af hinu fjölbreyttasta tagi, salir fyrir umræður og svo höfðu tónlistar- menn komið sér fyrir hér og þar með pípur sínar, bumbur o.fl. Ég horfði á flamenco-dans meðan ég borðaði, hlýddi á Múhameðstrú- ar-rapp, mætti risastórri brúðu í líki ljóshærðrar konu sem dans- aði, enda maður falinn undir pils- inu, keypti ólífuolíusápur í búð Palestínumanna, og leit inn á umræðufund þar sem verið var að tala um Evrópusambandið: „Það hefur ákveðnu hlutverki að gegna,“ sagði ræðumaður, „og ef það gegnir því ekki eiga Frakkar að segja sig úr því.“ Loks endaði ég á miklum leik- vangi, þar sem haldnar voru aðalræður hátíðarinnar. Ritstjóri blaðsins sagði að aldrei áður hefðu svo margir komið á þessa hátíð, eða sex hundruð þúsund manns. Ég leit í kringum mig og gat vel trúað þessu, enda var þetta einnig mat blaðamanna daginn eftir. Og mikill hugur virtist vera í mönnum. Eigi að síður fær franski kommúnista- flokkurinn ekki lengur nema fáein prósent í kosningum, álíka mikið og róttæklingahópar sem kommúnistar hæddust mjög að áður fyrr. Það bjargar flokknum frá hruni, enn sem komið er, að hann hvílir á rótgróinni hefð og hefur sterka stöðu sums staðar úti á landsbyggðinni. Annar stjórnmálaflokkur sem báglega er komið fyrir er franski sósíalistaflokkurinn. Þegar Ségolene Royal beið afhroð fyrir Sarkozy í síðustu forsetakosningum bjuggust flest- ir við því að hún myndi víkja til hliðar, en hún seildist eftir að ná kosningu sem formaður flokksins. Þetta fannst ýmsum miður og þeir buðu fram á móti henni aðra konu, Martine Aubry, sem hafði þann kost að vera sú eina sem andstæðingar Ségo- lene gátu komið sér saman um. Martine Aubry náði kjöri, en með örlitlum mun. Ségolene undi þessu hið versta og lét mikið á sér bera til að reyna að láta líta svo út að hún væri hinn raun- verulegi formaður flokksins. Fyrir nokkru kom út bók þar sem því var haldið fram að ein- hver brögð hefðu verið í tafli í formannskjörinu, og þá sté Ségolene fram með miklum hávaða, hún ásakaði Martine Aubry fyrir kosningasvindl og hótaði jafnvel málshöfðun. Mart- ine Aubry svaraði ekki, en það gerðu „lautinantar“ hennar svo- kallaðir, og sögðust hafa sann- anir fyrir því að Ségolene hefði svindlað. Þá var umræðan í sósí- alistaflokknum komin niður á planið: „Þú svindlaðir“, „nei, það varst þú sjálf sem svindlaðir“, og finnst mér ólíklegt að neðar sé hægt að komast. Nú nýlega héldu nokkrir sósíalistar fund með full- trúum annarra vinstri flokka til að ræða samstarf; Ségolene var ekki boðið, en hún birtist fyrir- varalaust á staðnum með skara af papparössum á hælunum. Ætlunin var sú að hleypa fundin- um upp og stela senunni. Hvort tveggja tókst. Og nú er allt í háa- lofti í flokknum. Fyrir franska þinginu liggur nú lagafrumvarp um að banna flengingar í landinu; einhver stakk upp á að leggja fram breytingartillögu: sósíalist- ar skyldu undanþegnir banninu. En það sér í iljar flokksmanna. En ræturnar að ógæfu flokks- ins liggja þó mun dýpra. Fyrir nokkru var haldinn fundur þar sem einn af leiðtogunum, Laur- ent Fabius, hélt hjartnæma ræðu um nauðsyn þess að berjast gegn frjálshyggjunni með kjafti og klóm. En um leið og hann lauk máli sínu gall í einhverjum: „Hvers vegna voru aðgerðir þínar í þinni eigin ráðherratíð alveg þveröfugar við það sem þú boðar nú?“ Það sló þögn á salinn. Sósíalistar verða nú að borga fullu verði þá kúvendingu sína þegar þeir sneru ótrauðir inn á braut frjálshyggjunnar, gleyptu hana í rauninni með húð og hári; það voru þeirra „sögulegu svik“ og nú eru þeir færri sem taka mark á flokknum. Og alls staðar eru vinstri flokkar í molum. En á meðan leikur Sarkozy lausum hala, m.a. hefur hann nú tekið sér fyrir hendur að hefna sín á þeim flokksbræðrum sínum sem reyndu að koma í veg fyrir að hann yrði forseti, sem sagt Chir- ac fyrrverandi forseta og Vill- epin fyrrverandi forsætisráð- herra. Sá síðarnefndi var nýlega fyrir rétti og sá fyrrnefndi mun bráðum mæta fyrir rétt, báðir sakaðir um aðild að ýmsu svindilbraski. Sarkozy sagði um sakborninginn í fyrra málinu, sem sé Villepin, að hann myndi ekki láta staðar numið fyrr en búið væri að hengja hann á kjöt- krók hjá slátrara. Dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp, en kjötkrókurinn bíður. Kjötkrókurinn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Sósíalistar í Frakklandi UMRÆÐAN Ragna Sara Jónsdóttir skrifar um starf- semi UNIFEM Fyrir tuttugu árum tóku röskar konur sig saman og stofnuðu Landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Þær höfðu sömu hugsjónir að leið- arljósi og fjöldi réttsýnna einstaklinga um allan heim: Að bæta stöðu kvenna þar sem réttindi þeirra eru ekki virt að fullu, tæki- færi þeirra eru takmörkuð og frelsi ekki virt. UNIFEM er Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og vinnur að því að bæta efnahags- lega og félagslega stöðu kvenna í löndum þar sem þær standa höllum fæti. Á landi eins og Íslandi, þar sem kynin búa við lögbundið jafnrétti, spyrja ef til vill einhverjir hvort þörf sé á sérstöku átaki og vernd í þágu kvenna? Svarið er einfalt – já. Því miður búa konur í mörgum löndum heims ekki við sama rétt og karlar hvað varðar tækifæri til stjórnmálaþátttöku, borgaralegt öryggi, aðgang að menntun og eignarrétt. Enn þann dag í dag er kynbundinn munur á því hvaða möguleika og tækifæri einstaklingar eiga til þess að lifa mannsæmandi lífi. Konur bera auk þess víða um heim höfuð- ábyrgð á fjölskyldunni. Rannsóknir frá þróunarlöndum sýna að konur nota 90% af tekjum sínum í þágu fjölskyldunnar á meðan þetta sama hlutfall er 30-40% hjá körlum. Með því að styðja konur til mennta, efnahagslegs sjálfstæðis og stjórnmála- þátttöku er verið að renna styrkari stoð- um undir fjölskylduna. Þá sýna rannsókn- ir að með aukinni menntun kvenna lækkar fæðingartíðni og samhliða því aukast möguleikar fjölskyldunnar á að koma hverjum einstaklingi til manns. UNIFEM á Íslandi hefur staðið vörð um réttindi kvenna og unnið að bættum hag kvenna í þróunar- löndum í 20 ár. Íslendingar hafa stutt dyggilega við bakið á málstað UNIFEM. Félagar og styrktaraðil- ar UNIFEM á Íslandi eru nú tæplega 1.300 talsins auk þess sem íslensk stjórnvöld styðja ötullega við starfsemi félagsins. UNIFEM á Íslandi fagnar 20 ára afmæli með þakklæti í huga og mun áfram sinna réttindabaráttu kvenna um heim allan af krafti og einurð. Höfundur er formaður UNIFEM á Íslandi. Jöfn tækifæri og bjartari framtíð RAGNA SARA JÓNSDÓTTIR Blessað fjölræðið Menntamálaráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla. Þar stendur meðal annars: „Markmið laga þessara er að stuðla að tjáningar- frelsi, frelsi til upplýsinga, fjölmiðla- læsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðl- un...“ Já, það var kominn tími til að „fjölræði í fjölmiðlum“ væri tryggt, ekki satt? En hvað er fjölræði annars? Í íslenskri orðabók er orðið fjölræði ekki að finna. Hins vegar er þar lýsingarorðið fjölræður, sem merkir margræður. Getur verið að menntamálaráð- herra vilji stuðla að „marg- ræðum“ fréttaflutningi, frekar en skýrum? Varla. Er ekki hitt líklegra að þessi orðanotkun í frumvarpinu sé bara froða? Ekki lengt í Snörunni Almennum aðgangi menntaskóla- nema að vefbókum Snöru hefur verið lokað. Samstarfshópur bókasafns- fræðinga í framhaldsskólum hefur sent menntamálaráðherra bréf og lýst yfir áhyggjum af þessu. Þetta er óeigingjörn afstaða; að minnsta kosti verður trauðla séð hvernig útbreiðsla vefbóka þjónar hagsmunum bóka- safnsfræðinga. Milli flokka og innan flokka Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður skipulagsráðs, segir breytt viðhorf til Reykjavíkur- flugvallar ekki ólíklegt í ljósi efna- hagsástandsins. Þar vísar hann til hugmynda Kristjáns Möllers samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Dagur B. Eggertsson er ósammála Júlíusi, og um leið Kristjáni, þótt hann hafi ekki fært það í orð. Það gerði hins vegar Steinunn Valdís í Fréttablaðinu í gær. Og nú bætist við að Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri leggur áherslu á fyrra samkomulag, sem gerir ráð fyrir samgöngumiðstöð í Vatns- mýri en ekki flugstöð. Það er sumsé ekki aðeins ágreiningur um flugvöllinn milli stærstu flokkanna í borginni heldur innan þeirra líka. Hversu líklegt er að endanleg sátt náist um flug- völlinn á næstunni? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.