Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 22
25. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR
Þótt Bókatíðindi, sem koma út
í nóvember á hverju ári, flokk-
ist strangt til tekið undir aug-
lýsingarit má líka líta á þau sem
mikilvægt uppfletti- og yfirlits-
rit, en þar er að finna kynningu á
helstu útgáfubókum ársins.
„Fyrsti vísir að Bókatíðindum
varð til fljótlega eftir að Félag ís-
lenskra bókaútgefenda (Bóksala-
félag Íslands) var stofnað árið
1889 en upp frá því fóru menn að
taka saman lista yfir hvað væri til
af bókum í landinu,“ segir Kristj-
án B. Jónasson, formaður Félags
íslenskra bókaútgefenda. „Fyrsta
bókaskráin kom út árið 1890 og
hefur komið út nánast sleitulaust
síðan.“
Fyrir síðari heimsstyrjöldina
var einungis um að ræða nokk-
ur hundruð titla á ári en meðan á
henni stóð fjölgaði þeim til muna.
Eftir stríð dró hins vegar úr útgáfu
þar til hún tók kipp á sjöunda ára-
tugnum. „Þá var bókaskráin orðin
nokkuð fornfáleg og komu fyrstu
Íslensku bókatíðindin út árið 1974.
Í þeim voru hins vegar engar inni-
haldslýsingar eins og verið hafði í
bókaskránni,“ segir Kristján.
Á árunum 1983-1985 komu Ís-
lensku bókatíðindin út í dagblaðs-
formi með Morgunblaðinu en í
þeim var bæði að finna kápumynd-
ir og innihaldslýsingar. „Árið 1986
komu Íslensku bókatíðindin út sem
sérstakt rit í glansblaðaformi en
þau hafa verið í núverandi broti
undir heitinu Bókatíðindi frá árinu
1991,“ segir Kristján.
Allt frá árinu 1983 hefur form
Bókatíðindanna verið hið sama:
Kápumynd af bók, titill, höfundur,
innihaldslýsing, verð og aðrar upp-
lýsingar. Bókatíðindunum er skipt
niður í ævisögur, fræðibækur og
bækur almenns efnis og handbæk-
ur en Kristján segir fræðibókum
sífellt fjölga og eru þær ívið fleiri
í ár en í fyrra. - ve
Fræðibókum fer fjölgandi
Fyrsti vísir að
Bókatíðindum
varð til fljót-
lega eftir að
Félag íslenskra
bókaútgefenda
var stofnað árið
1889.
Bókaútgáfan Skrudda gefur út
bókina Heitar laugar á Íslandi.
Þar greinir frá ósnortnum nátt-
úrulaugum og manngerðum
laugum sem skemmtilegt er að
skoða og njóta.
„Ég er alltaf á fjöllum,“ svarar Jón
G. Snæland, höfundur bókarinn-
ar Heitar laugar á Íslandi, þegar
hann er inntur eftir því hvernig
hann viti af svona mörgum laug-
um á landinu. Jón skrifaði bókina
með konu sinni, Þóru Sigurbjörns-
dóttur, en hann hefur einnig skrif-
að fleiri bækur sem tengjast óbil-
andi áhuga hans á jeppaferðum
og hálendi Íslands. Hann gaf til
dæmis út bókina Á fjöllum fyrir
jólin í fyrra.
Jón hefur verið viðloðandi starf
ferðaklúbbsins 4x4 um langt skeið
og því farið vítt og breitt um land-
ið. Á ferðum sínum hefur hann víða
komið í áhugaverðar og skemmti-
legar laugar. „Þær voru svo farn-
ar að safnast upp og ég ákvað að
taka þetta sem verkefni og gefa
út á bók,“ segir Jón en hann tekur
ávallt gps-punkta alls staðar þar
sem hann fer og því er auðvelt fyrir
ferðamenn að rata í laugarnar sem
sumar hverjar eru vel faldar.
Laugarnar í bókinni eru á
annað hundrað en Jón segir þær
vera mun fleiri á landinu. „Marg-
ar þeirra eru nú bara í hlaðinu hjá
bændum og ég vildi ekki vera að
beina ferðamönnum þangað,“ segir
hann glettinn en samt er úr nógu
að velja. Laugarnar eru bæði í
byggð og óbyggð, ósnortnar nátt-
úrulaugar og manngerðar.
Hverri laug fylgir fróðleikur.
En hvernig varð hann sér úti um
hann? „Það hefur lítið verið ritað
um þessar laugar svo þetta var
svolítið grúsk. En svo hef ég alltaf
haft eyrun sperrt þegar verið er að
segja frá íslenskri náttúru,“ segir
Jón og hefur því viðað að sér vitn-
eskju um laugarnar yfir langan
tíma.
En á hann sér uppáhaldslaug?“
„Já, ég verð að segja Landbrota-
laug við Haffjarðará, hún finnst
mér einna fallegust, svo er laug-
in í Hveragili austan við Kverk-
fjöll einnig mjög skemmtileg. Það
sem er skemmtilegt við hana er að
það er varla hægt að fara í hana
nema á veturna því á sumrin renn-
ur leysingavatn í laugina og kælir
hana um of,“ útskýrir hann.
Ljósmyndir eru af hverri laug en
Jón segist hafa tekið fæstar sjálf-
ur. Þar hafi vinir og kunningjar
lagt sitt af mörkum.
Vísar á heitar laugar
Félagar úr Rottugenginu og Sóðageng-
inu baða sig í heitu lauginni í Hveragili.
Þóra slakar vel á í Hellulaug við Flóka-
lund.
Þóra og Helena, dóttir þeirra Jóns, fara í fótabað í Landbrotalaug sem er ein af uppáhaldslaugum Jóns.
Jón G. Snæland þar sem hann kann best
við sig, í jeppanum sínum.
M
YN
D
IR/Ú
R EIN
KA
SA
FN
I
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l
Umsjónarmaður auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462