Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 25. nóvember 2009 31
HANDBOLTI Í gær var dregið bæði í
sextán liða úrslit EHF-bikarkeppn-
innar og í fjórðungsúrslit Eim-
skipsbikarkeppni karla og kvenna.
Óhætt er að segja að Haukar eigi
verðug verkefni fyrir höndum á
öllum vígstöðum.
Í EHF-bikarkeppninni mætir
liðið Naturhouse Ciudad de Logrono
frá Spáni en liðið er í sjötta sæti
spænsku úrvalsdeildarinnar. Í
karlaflokki bikarkeppninnar dróst
liðið gegn erkifjendum sínum í FH
og annað árið í röð mætast þessi
lið í fjórðungsúrslitum bikarsins í
Kaplakrikanum.
Þá mætir kvennalið Hauka
Íslands- og bikarmeisturum Stjörn-
unnar og það á útivelli. Þessi lið
mættust nýverið í deildinni og þá
vann Stjarnan stórsigur, 36-20.
„Mér líst bara vel á þetta, það
þýðir ekkert annað,“ sagði Aron
Kristjánsson, þjálfari karlaliðs
Hauka, um leikina sem eru fram
undan hjá liðinu.
„Fyrst við fengum lið frá Spáni
má gera ráð fyrir því að um afar
sterkt lið sé að ræða. Spænska
deildin er ein sú besta í heimi.“
Hann neitar því ekki að hann
hefði viljað mæta einu því Íslend-
ingaliða sem voru í pottinum en
þau voru fjölmörg.
„Ódýrasta ferðalagið fyrir
okkur hefði verið að fara og spila
við GOG í Danmörku og það hefði
verið gaman að fá Íslandstenging-
una. En það er engu að síður afar
spennandi verkefni að fá að mæta
þessu spænska liði.“
Hvað varðar bikarkeppnina á
hann von á hörkuleik gegn FH,
eins og reyndar alltaf. „Þetta hafa
verið hörkuleikir og góð skemmtun
fyrir áhorfendur og ég á ekki von
á öðru nú. Húsið verður örugglega
pakkað aftur núna,“ sagði Aron en
í fyrra slógu FH-ingar Hauka úr
bikarnum með naumum sigri, 29-
28. „Það kemur ekkert annað til
greina en að hefna þess.“ - esá
Dregið bæði í EHF-bikarkeppninni og í fjórðungsúrslit Eimskipsbikarkeppni karla og kvenna:
Haukar eiga erfiða leiki fyrir höndum
ARON KRISTJÁNSSON Spennandi leikir
eru fram undan hjá Haukum hér heima
og í Evrópukeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÁTTA LIÐA ÚRSLIT Í BIKAR
Karlaflokkur
FH - Haukar Selfoss - HK
Víkingur - Grótta Valur - Fram
Kvennaflokkur
Víkingur 2 - Valur FH - KA/Þór
Grótta - Fram Stjarnan - Haukar
FÓTBOLTI Allt útlit er fyrir að
Cristiano Ronaldo spili með
Real Madrid gegn FC Zürich í
Meistaradeild Evópu í kvöld.
Ronaldo hefur misst af síðustu
níu leikjum Real vegna ökkla-
meiðsla. Hann hóf hins vegar
æfingar af fullum krafti síðast-
liðinn föstudag og er í leikmanna-
hópi Real í kvöld.
Fimmtu umferð riðlakeppni
Meistaradeildarinnar lýkur í
kvöld en Real leikur í C-riðli.
Mikil barátta er um efstu tvö
sæti riðilsins en AC Milan og
Marseille eigast við í hinum leik
kvöldsins.
Juventus (A-riðill) og Wolfsburg
(B-riðill) geta tryggt sér sæti í
sextán liða úrslitunum í kvöld
og þá er þegar ljóst að það verða
Chelsea og Porto sem fara áfram
upp úr D-riðli. Bordeaux (A-riðill)
og Manchester United (B-riðill)
eru einnig komin áfram. - esá
Meistaradeildin í kvöld:
Ronaldo í hópn-
um hjá Real
CRISTIANO RONALDO Fagnar hér marki í
leik með Real Madrid. NORDIC PHOTOS/AFP
LEIKIR KVÖLDSINS
A-riðill
Bayern - Maccabi Haifa 19.45
Bordeaux - Juventus 19.45
B-riðill
CSKA Moskva - Wolfsburg 17.30
Man. United - Besiktas 19.45
C-riðill
AC Milan - Marseille 19.45
Real Madrid - FC Zürich 19.45
D-riðill
APOEL - Atletico Madrid 19.45
FC Porto - Chelsea 19.45
HANDBOLTI Íslenska handbolta-
landsliðið tekur þátt í fjögurra
liða móti í Frakklandi dagana 16.
og 17. janúar næstkomandi ásamt
heimamönnum, Spánverjum og
Brasilíumönnum.
Mótið er liður í undirbúningi
fyrir EM í Austurríki sem hefst
hinn 19. janúar.
Ísland mætir fyrst Spáni í
undanúrslitum mótsins en sigur-
vegari leiksins mætir sigurveg-
ara leiks Frakklands og Brasilíu.
Tapliðin mætast í leik um þriðja
sætið. - esá
Íslenska handboltalandsliðið:
Mætir Spáni
FÓTBOLTI Paul Hart var í gærkvöld
rekinn úr starfi knattspyrnu-
stjóra hjá enska úrvalsdeildar-
félaginu Portsmouth sem
Hermann Hreiðarsson leikur
með. Fram kom í tilkynningu
frá félaginu í gær að ástæðan
fyrir þessu væri slæmt gengi
liðsins, sem er nú í neðsta sæti
deildarinnar.
Paul Groves og Ian Woan taka
við liðinu tímabundið en þó þykir
líklegt að Avram Grant, nýráðinn
yfirmaður knattspyrnumála hjá
félaginu, taki við starfi knatt-
spyrnustjóra. - esá
Stjóramál Portsmouth:
Hart rekinn
PAUL HART Portsmouth náði sér ekki á
strik undir hans stjórn. NORDIC PHOTOS/GETTY