Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 24
25. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR
Bókin Freakonomics eða Furðuhagfræði
eftir hagfræðiprófessorinn Steven D.
Levitt og blaðamanninn Stephen J.Du-
bner sló öll met í sölu bóka um hag-
fræði þegar hún kom út árið 2006,
seldist í fjórum milljónum eintaka um
allan heim og kom út á 35 tungumál-
um, meðal annars á íslensku. Í bók-
inni eru lögmál og tölfræði hagræð-
innar notuð á daglegt líf, vonir og
væntingar. Er sá frambjóðandi sem
hefur meira fjármagn bak við sig
líklegri til sigurs í kosningum en
aðrir þótt hann hafi ekkert annað til
að bera en fé? og svarið er nei. Spurt er líka hvort
frekar eigi að leyfa barninu sínu að leika á heimili
þar sem er byssa eða sundlaug og niðurstaðan er að
börnum stafar meiri hætta af sund-
laugum þar sem fleiri börn drukkna
í sundlaugum ár hvert en verða fyrir
voðaskotum. Aðdáendur Freakonim-
ics geta glaðst því nú er komin önnur
bók frá þeim félögum sem ber hið
stutta og þjála nafn, Superfreakon-
imics: Global cooling, patriotic prost-
itutes and why suicide bombers should
buy lifeinsurance sem útleggst á ís-
lensku: Ofurfurðuhagfræði: hnattræn
kólnun, þjóðernissinnaðar gleðikonur og
af hverju sjálfsmorðssprengjusveitir ættu
að fá sér líftryggingu. Bók þessi er ekki
síður umdeild en sú fyrri og mikill feng-
ur fyrir alla þá sem féllu fyrir henni. Eitthvað til að
rökræða í jólaboðunum.
Bókin Fransí Biskví er nú end-
urútgefin í fyrsta sinn en hún
hefur verið ófáanleg frá því
að hún kom út árið 1989. Þar
er meðal annars að finna áður
óbirt efni og myndir sem varpa
nýju ljósi á viðfangsefnið.
Um þessar mundir eru tuttugu ár
síðan blaðamaðurinn og rithöf-
undurinn Elín Pálmadóttir gaf út
bókina Fransí Biskví, þá fyrstu
íslensku sem helguð er þorsk-
veiðum Frakka á Íslandsmiðum.
Bókin seldist upp á sínum tíma
en hefur nú verið endurútgefin
í fyrsta sinn, með lagfæringum,
nýjum myndum og áður óbirtu
efni sem höfundurinn hefur viðað
að sér frá fyrstu útgáfu.
Bókin í sinni uprunalegu mynd
þótti tímamótaverk og var meðal
annars tilnefnd til Íslensku bók-
mennaverðlaunanna fyrsta árið
sem þau voru veitt. „Þá hafði
ekkert verið ritað um þetta efni
á íslensku, nema um einstök sjó-
slys og strönd, sem voru ekki svo
fá. Mér telst svo til að 400 skip
og 4.000 franskir fiskimenn hafi
ekki snúið aftur heim til konu og
barna,“ útskýrir Elín, sem fékk
sjálf áhuga á efninu þegar hún
vann hjá íslenska sendiráðinu í
París.
„Þar voru Frakkar sífellt að
spyrja mig út í fiskveiðar Frakka
hér við land. Þannig að ég heim-
sótti loks frönsku útgerðarbæina,
sem áttu afkomu sína undir þess-
um sjómönnum á sínum tíma. Út
frá því skrifaði ég þrjár lang-
ar greinar í Morgunblaðið. Eftir
það linnti ekki símhringingum
frá fólki alls staðar að af land-
inu. Áhuginn var svo mikill. Svo
ég hélt áfram að afla fanga þar til
úr varð bók,“ rifjar hún upp.
Elín segist hafa skynjað
mikinn og sívaxandi áhuga á
þessu efni, enda hefur myndast
virkt vinabæjasamband milli
heimabæja fiskimannanna og
íslensku bæjanna þar sem þeir
komu mest. Hún hefur vart haft
undan að svara fyrirspurnum og
segja frá.
Samhliða því hefur hún kom-
ist yfir upplýsingar sem varpa
nýju ljósi á viðfangsefnið. Nefnir
þar sem dæmi landgöngu frönsku
fiskimannanna í Reykjavík. En
þegar þeir flykktust í land í hverj-
um fiski í maí skiptu þeir til dæmis
á brennivínssnafsinum sínum,
sem Íslendingar nefndu ranglega
koníak, fyrir ullarvörur.
Með þessar nýju upplýsing-
ar undir höndum þótti Elínu ekki
stætt á öðru en að uppfæra verk-
ið og koma því í prentun. „Í sam-
ræmi við það er búið að hanna útlit
bókarinnar upp á nýtt með undir-
fyrirsögninni Þriggja alda bar-
áttusaga og bæta við nýjum mynd-
um og frásögnum,“ segir Elín og
tekur fram að ekki sé þó vikið út
af þræði upphaflegu útgáfunnar.
Þriggja alda baráttusaga
í endurbættri útgáfu
Elín stóð í ströngu við endurútgáfu bókarinnar Fransí Biskví. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● FRÆÐIRIT VERÐLAUNUÐ Félag íslenskra bókaútgefenda
veitir Íslensku bókmenntaverðlaunin í janúar ár hvert. Verðlaun eru
veitt annars vegar í flokki fagurbókmennta og hins vegar í flokki
fræðirita og rita almenns efnis. Verðlaunin voru sett á stofn af Félagi
íslenskra bókaútgefenda í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins
árið 1989. Meðal vinningsfræðirita síðustu ár eru Íslensk byggingar-
arfleifð I: ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940 eftir Hörð Ágústsson
(1998), Hálendið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson (2000)
og Þingvallavatn eftir Pál Hersteinsson og Pétur M. Jónasson (2002).
Af ýmsum furðustaðreyndum