Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 28
25. NÓVEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fræðirit
Á
N
E
T
A
N
2
0
0
7
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
Næring fyrir andann
www.haskolautgafan.hi.is • hu@hi.is • 525 4003
Fræðiritið Le Deuxième Sexe eða
Hitt kynið eftir franska rithöfund-
inn og heimspekinginn Simone de
Beauvoir er talið hafa lagt grunn-
inn að femínisma samtímans.
Ritið kom út árið 1949 en þar er
að finna ítarlega athugun og grein-
ingu á kúgun kvenna. Ritið var
fyrsta tilraunin á tuttugustu öld
til að kanna stöðu kvenna í sögu-
legu og félagslegu ljósi og marg-
ir telja að það hafi komið af stað
því sem hefur verið kallað önnur
bylgja femínismans.
Bókin er tæpar þúsund síður
en þar fjallar Simone um sögu
kvenna, hlutverk þeirra í mann-
kynssögunni og hvers vegna órétt-
lát skipting kynhlutverka varð
til í aldanna rás. Í framhaldi af
því beinir hún sjónum að stöðu
kvenna í samtímanum í þeim til-
gangi að opna þeim möguleika og
tækifæri.
Þó að femínistar efist ekki um
áhrifamátt verksins hefur de Bea-
uvoir verið umdeild; þykir hún
meðal annars hafa göfgað hlut-
verk karla og lagt upp úr því að
gera konur eins og karla. - ve
Lagði grunninn
að femínisma
Hitt kynið er frægasta verk rithöfundar-
ins og heimspekingsins Simone de
Beauvoir.
„Ég fæ ekki skilið að nokkur þjóð
geti unnið úr eigin menningararfi og
orðið fullgildur þátttakandi í þeirri
veraldarmenningu sem nú er að mót-
ast nema hún tileinki sér vestræna
heimspeki af grískum og kristn-
um stofni. Við Íslendingar hljótum
að leggja stund á heimspeki, ef við
ætlum að lifa af sem sjálfstæð þjóð
og hafa einhverja stjórn á ákvörð-
unum okkar og athöfnum,“ segir
Páll Skúlason, fyrrverandi rektor
Háskóla Íslands, í bókinni Pæling-
um sem kom út árið 1987. Þar velur
Páll saman erindi og greinar þar
sem leitast er við að skýra vestræna
heimspekihugsun og beita henni á
margvísleg viðfangsefni. - ve
Pælt í heimspeki
Í framhaldi af Pælingum gaf Páll út
bókina Pælingar II árið 1989.