Vikan


Vikan - 17.04.1958, Side 2

Vikan - 17.04.1958, Side 2
VERÐUR kona við stýrið í fyrstu eldflauginni, sem send verður mönnuð til tunglsins ? Það er ekki útilokað. E>að er álit visindamanna, að konur séu að likams- byggingu betur fallnar til geymferða en karlmenn. Kvenlikaminn er að ýmsu leyti sterkbyggðari en karlmannslíkaminn. Vandinn verður að finna konu, sem býr yfir nægri tæknilegri kunnáttu — og nógu hugrekki. Þeir sem ekki vilja taka mark á hugmyndinni um ,,tunglkonuna“, mega minnast þess, að meðal fræknustu og frægustu flugmanna veraldar hafa verið margar konur. VÍSINDAMENN rannsaka nú hvernig standi á lang- lífi Indíánanna i fjalla- héruðum Colombiu í Suð- ur-Ameríku. Þeir verða öllum mönnum eldri. Indíánarnir þakka þetta jurt nokkurri, sem þeir borða og hafa miklar mætur á. Hún vex hátt í f jöllunum. Vísindamenn- irnir hafa nú náð sér í sýnishom af henni og hafa hana til athugunar. Það kvað ekki vera óal- gengt á þessum slóðum að niræðir Indíánar verði pabbar. 1 NORÐUR-KANADA er nú gerð tilraun með að afgreiða mjólk — frysta. Þarna eru frost mikil á vetrum og flutningar á öllu, sem frosið getur, því miklum erfiðleikum bundnir. Þennan vanda hyggjast mjólkurframleiðendur nú leysa með þvi að frysta mjólkina á mjólkurbúun- um og senda kaupendum hana í snotrum pappa- umbúðum. ISLANDSFÖR Ölmu Cogan vakti mikla athygli í Englandi. Fjöldi brezkra blaða sagði frá henni. Það fylgdi jafnan frétt- inni, að Alma hefði keypt sér hálfgerðan „heim- skautafatnað" til farar- innar og búist við feikn- miklum kulda. ,,En það var þá hlýrra á lslandi,“ segir hún, „en hér hjá okkur.“ Eitt blaðanna hefur það eftir henni, að vinsælasta lagið, sem hún hafi sung- ið fyrir Reykvíkinga, hafi verið: „Never do a Tango with an Eskimo.“ ALMA er líka nýbúin að vera í hljómleikaför í New York. Þar söng hún í næturklúbb. Þar eignaðist hún mikinn aðdáanda, sem hlustaði á hana á hverju kvöldi, skrifaði henni f jölda bréfa og sendi henni blóm, Aldur: Tíu ára! UM EKKERT er nú meira talað í Hollywood en ógæfu Lönu Turner og Cheryl Crane dóttur henn- ar. Eins og lesendum er kunnugt, varð Cheryl Johnny nokkrum Stromp- anato að bana með hníf. 1 Hollywood eru menn hræddir um, að atburð- ur þessi eigi eftir að draga dilk á eftir sér, reynast kvikmyndabæn- lun slæm kynning. Það bætir ekki úr skák, að Strompanato var alræmd- ur bófi og að verknaður- inn var framinn í svefn- herbergi hinnar heims- frægu kvikmyndastjörnu. ÞAÐ hefur löngum viljað loða við Hollywood, að bófar ættu þar meiri ítök en æskilegt væri, að kvikmyndaleikararnir sumir hverjir veldu sér vægast sagt vafasama vini. Sumir hafa jafnvel miklast af sambandi sínu við trantaralýðinn. George Brent er í þeim hópi. I endurminningum sín- um, sem hann gaf út í fyrra, segir hann það ber- um oröum, að hann hafi verið afbrotamaður áður en hann gerðist leikari og átt og eigi fjölda vina meðal bandariskra glæpa- manna. ÞRJÁR brezkar konur und- irbúa nú leiðangur á Everest. Mennirnir þeirra eru í flughernum og eru miklir fjallamenn. Konunum leiddist að dúsa heima á meðan eigin- mennirnir priluðu upp um fjöllin, keyptu sér fjall- gönguútbúnað og byrjuðu að reyna þetta sjálfar. Nú eru þær búnar að klífa hrikalegustu fjallstinda Bretlandseyja og þykjast tilbúnar að leggja i Everest. HAMBORGARI nokkur að nafni Henry komst í blöð- in fyrir skemmstu þegar hann hringdi til Moskvu og bað um að fá að tala við Krustjoff forsætisráð- herra. Krustjoff var ekki heima, en Henry átti langt samtal við mann nokkurn, sem kvaðst vera starfsmaður í rússneska utanríkisráðuneytinu. Hvað vildi Henry forsætis- ráðherranum ? „Tala við hann um heims- málin,“ tjáði hann blaða- mönnum, „og stinga upp á því, að hann tæki sér keisaratign!“ KONURNAR eru sifellt að sækja á. Nýjustu fréttir af þeim: • Tuttugu og eins árs göm- ul stúlka i Israel er orðin flugstjóri á farþegaflug- vél. Hún mun vera fyrsta konan sem fær slíkan starfa hjá flugfélagi. • Tæplega þrítug itölsk kona er búin að öðlast réttindi sem kafari. Mað- urinn hennar, sem var kafari, leyfði henni stund- um að bregða sér niður. Þegar hann dó, sneri hún sér að þessu fyrir alvöru, og er nú ráðin hjá fyrir- tækinu, sem hann starf- aði hjá. • Þrítug brezk kona, sem var í sjóhernum á stríðs- árunum, varð blaðamað- ur, samdi kvikmynda- handrit, sneri sér að tízkuteikningu og loks gerðist sýningardama, hefur nú enn einu sinni skipt um vinnu. Hún er komin á togara. FORSlBUMYNDENA og myndirnar á bls. 8 tók Ingimundur Magn- ússon. Vika, viltu birta fyrir mig íslenzkan texta við lagið Marianne. Við kunnum tvo texta við þetta lag. Annar er eftir Björn Braga og heitir ,,Sólin skín“. Hinn er eftir Böðvar Guðlaugsson og heitir „Óskalandið okkar“. Pann texta syngur Ingibjörg Smith á hljómplötu, og fer hann hér á eftir: Þú kemur með mér, vinur kcer. Lengst í suðri, fyrir handan haf og lönd rts úr hafi bláu œvintýraströnd, þar er óskalandið okkar, vinur kœr. Ýfist sœr, öldufald klýfur glœstur knör, okkur tvö yfir sce ber á brúðkaupsför. Og við safírbláan vog, þar sem gullið aldin grœr, loks við göngum tvö á land, vinur kcer. Vilta þrá vakið fá suðraen sólarlönd, með sedrusvið, eplatré, hvíta pálmaströnd. Þar við nema skulum land, byggja bambusskýli lágt, og búa þar við guð og menn i sátt. Þar verður gott að lifa, þar verður elskað heitt, þar verður hverju angri í Ijúfa sœlu breytt. Og þegar tímar líða fram, mun töfrum slungið kvöld tifa um hvítan sandinn barnafjöld. Getur þú gert svo vel og gefið mér upplýsingar um hvað það tekur langan tíma að taka „sóló“-flugpróf, og hvenær það er kennt á ár- inu og hvað það kostar. Ef þú hefur t hyggju að lœra að fljúga, skaltu snúa þér til Flugskólans Þyts, sem hefur aðsetur á Reykja- víkurflugvelli. Eftir að hafa lœrt flugreglur og undir- stöðuatriði í flugeðlisfrœði og notið kennslu í lofti i 12 stundir, hefurðu rétt til að taka próf, sem veitir þér réttindi til að fljúga einn í nágrenni flugvallar undir eftirliti kennara. En viljirðu fá réttindi til að fljúga á eigin ábyrgð hvert sem er, einn eða með far- þega, án þess að taka gjald fyrir, verðurðu að bceta við 32 stundum í lofti og allt að 100 stunda bóklegu námi í siglingafrœði, veðurfrœði, flugeðlisfrœði og flugregl- um. Fyrra prófið geturðu tekið eftir að þú ert orðinn 17 ára og það seinna þegar þú ert orðin 18 ára. Gætir þú ekki gefið mér upplýsingar um leikarann Jack Palance? Það eina sem við vitum um hann er, að nýjasta mynd- in sem hann hefur leikið í, heitir „House of Numbers“ og er frá Metro-Goldwyn- Mayer. Geturðu gefið mér upp- lýsingar um hver kennir dans í einkatímum ? Viðskiptaskráin gefur upp tvo danskennara: Sigríði Ármann (simi 10509) og Rigmor Hanson, Laugavegi 72, (sími 13159). Hvernig er það, starfa leikskólarnir í Reykjavík allt árið? Hvað kostar t. d. á mánuði að ganga í þá ? Hve gamall þarf maður að vera ? Nei, leikskólarnir starfa að- eins á veturna. Á haustin fara fram inntökupróf í leikskóla Þjóðleikhússins, en þar verður að leggja fram meðmœli frá leikara, sem kennt hefur nemanda. Það mun því vera til œtlast að nýir nemendur þar hafi verið i einkaskóla hjá ein- hverjum leikara. Hvað verð og skilyrði snertir, verðurðu að leita upplýsinga hjá hverjum leikkennara fyrir sig. Framh. á bls. 15. orðsending Vegna lesenda Vikunnar úti á landi, verður ekki hægt að birta úrslit verðlaunakeppninnar fyrr en í næsta blaði. Þegar blaðið fór í pressuna, voru svör enn að berast. Þar sem sýnt þótti, að svör ættu enn eftir að koma frá ýms- um stöðum fjarri Reykjavík, þótti ekki nema réttlátt að framlengja frestinn um nokkra daga. Er þá lesendum blaðsins öllum gert jafnhátt undir höfði — jafnt þeim sem búa við tregar póstsamgöngur. Blaðinu hafa þegar borizt tugir ráðninga. Margar eru réttar. Þegar þar að kemur, verður því hlutkesti að ráða, hver hreppir vinninginn. IJtgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.