Vikan


Vikan - 17.04.1958, Side 5

Vikan - 17.04.1958, Side 5
FERÐARITVELAR Höfum fyrirliggjandi 3 tegundir af ferðaritvélum Tilvalin fermingar- og tækifærisgjöf Sendum gegn póstkröfu Einar J. Skúlason SKRIFSTOFUVÉLAVERZLUN & VERKSTÆÐI Sími 24130. — Box 1188 Marple. En mér sýnist Sonja ein af þeim, sem er ákveðin í að koma sínu fram og fá það bezta af öllu .... — Kreppir og opnar hnefana á víxl eins og reiður köttur, tautaði Craddock. Heyrðu, það minnir mig á ákveðna manneskju. Skömmu seinna sagði hann: Okkur hefur aldrei tekizt að finna hvað- an skammbyssan var upprunnin, eins og þér vitið. Rudi Scherz átti hana ekki. Ef ég bara vissi hverjir eiga skammbyssur hér í Chipping Cleg- horn. ... — Easterbrook ofursti á eina, sagði Bunch. Hann geymir hana i flibbaskúffunni sinni. Frú Butt sagði mér það. Það er konan sem hjálpar mér tvisvar í viku. Hún sagði að auðvitað ætti hann byssu, þar sem hann hefði verið hermaður, og að það gæti komið sér vel ef þjófar brytust inn. — Hvenær sagði hún yður þetta? - O—o, fyrir löngu síðan. Fyrir hálfu ári, hugsa ég. — Easterbrook ofursti? tautaði Ciaddock. Easterbrook fór reyndar einu sinni upp í Little Paddocks til að skílja eftir bók. Þá hefði hann getað borið á lamirnar. Hann sagði þó frá því í fullri hreinskilni. Ekki eins og ungfrú Hinchliffe. — Þér verðið að sætta yður við þá tíma sem við lifum á, sagði Marple. Þér eruð frá lögreglunni og fólk getur ekki farið að trúa yður fyrir hverju sem er. Hvað munduð þér t. d. halda um þennan miða, sem ung- frú Blacklock hefur skrifað? Þegar lögreglufulltrúinn var búinn að lesa miðann, sem á stóð: Ég hef spurzt fyrir. Þó skrítið sé, er það í þetta sinn á miðvikudag. Ef ég fce eitthvað, skiljið það þá eftir á venjulegum stað, þá útskýrðu konurnar að bændurnir strokkuðu venjulega á þriðjudögum og laumuðu þá stundum ofurlitlu smjöri skömmtunarlaust til vildarvina sinna. Ungfrú Hinchliffe sæi um að útvega Letitiu Blacklock smjörklínuna og til hennar væri bréfið stílað. Lögreglufulltrúinn leit örvæntingarfullur á þær: — Allt er þetta svo smávægilegt og saklaust, sagði hann. Samt er búið að myrða einn mann og eina konu og önnur verður kannski drepin áður en ég kemst á sporið. Nú hef ég einbeitt mér að Sonju. Ég vildi að ég vissi hvernig hún leit út. 1 þessum bréfum voru nokkrar myndir, en engin getur verið af henni. Ungfrú Blacklock segir að hún hafi verið lítil og dökk á brún og brá. — Jæja, það er eftirtektarvert, sagði Marple. — Það var þarna ein mynd, sem minnti mig á einhvern. Hún var af Ijóshærðri stúlku með hárið tekið upp á höfuðið. Ekki veit ég hver hún getur verið. Það er að minnsta kosti ekki Sonja. Haldið þér að frú Swettenham hafi getað verið dökkhærð á yngri árum? — Ekki mjög dökkhærð að minnsta kosti. Hún hefur blá augu. — Ég var að vonast til að finna mynd af Dmiti Stamfordis. Jæja, það er afleitt að bréfið skuli ekki hafa gefið yður neinar visbendingar, ungfrú Marple. — En það hefur það einmitt gert, svaraði hún. Það gefur mér heilmikla vísbendingu. Lesið það bara aftur, fulltrúi — sérstaklega þar sem talað er um Randall Goedler. Craddock starði á hana. Síminn hringdi. Bunch reis á fætur og fór fram í anddyrið til að svara. — Það er til yðar, sagði hún svo við Craddock. Lögreglufulltrúinn virtist dálítið undrandi og lokaði á eftir sér hurð- inni, þegar hann fór í símann. — Craddock? Þetta er Rydesdale. Ég var að lesa skýrsluna yðar um viðtalið, sem þér áttuð við Philippu Haymes. Ég sé að hún fullyrðir að hún hafi ekki séð eiginmann sinn síðan hann strauk úr hernum. Það er alveg rétt, hún hélt því ákveðið fram. En ég held nú samt að hún hafi ekki sagt satt. Ég er yður alveg sammála. Munið þér eftir slysinu, sem varð fyrir tíu dögum? Vöruflutningavagn ók yfir mann, sem var fluttur á sjúkra- húsið í Milchester með heilahristing og brotna mjaðmagrind. Eigið þér við manninn, sem hreif barn svo að segja undan hjólun- um á bílnum og varð undir honum sjálfur? - - Já, einmitt. Hann hafði engin skilríki á sér og enginn gaf sig fram, sem þekkti hann. Það var helzt svo að sjá sem hann hefði verið á einhverjum flækingi. Han dó i gærkvöldi, án þess að koma nokkurn tíma til meðvitundar. En nú er búið að þekkja hann. Þetta var Ronald Haymes fyrrverandi kapteinn og strokumaður úr hernum. —1 Eiginmaður Philippu Haymes? — Já. Meðal annarra orða, hann var með farmiða frá áætlunarbíln- um til Chipping Cleghorn á sér — ásamt talsverðri peningaupphæð. — Þá hefur hann fengið peninga hjá konu sinni eða hvað? Ég hélt alltaf að það væri maðurinn, sem Mitzi heyrði í úti í garðhúsinu. Hún tók auðvitað alveg fyrir það. En bifreiðaslysið var áður en . . . Rydesdale greip fram í fyrir honum. — Já, hann var fluttur á sjúkra- húsið í Milchester 28. Árásin í Little Paddocks var 29. Hann er því laus allra mála hvað það snertir. En konan hans hefur auðvitað ekki vitað neitt um slysið. Hún hefur kannski allan tímann haldið að hann ætti ein- hverja sök á árásinni. Og auðvitað þagði hún — hann var þó eiginmaður hennar. — Þetta hefur verið talsverð hetjudáð, er það ekki? spurði Craddock hugsi. — Að bjarga barninu undan bílnum? Jú, það sýndi bæði áræði og djörfung. Ég býst ekki við að Haymes hafi strokið úr hernum af heiguls- hætti. Jæja, það er nú allt úr sögunni. En þetta var vel gert af manni, sem var búinn að fara með mannorð sitt. Eramhald á bls. 1J/. w ,VVo- We9° Po-Vfe 0bí, 0 teí \o9°5' s'é" o9 VoWe^- *v VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.